Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 49
SKIPULAGS- OG UMHVERFISMÁL
MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM
MATSFERLIÐ
MATS- MATSSKÝRSLA UMFJÖLLUN KÆRUMEÐFERÐ
ÁÆTLUN UNDIRBÚIN SKIPULAGSSTOFNUNAR
4 V. 2 V. 6 V. 4 V. 4 V. 8 V.
Mat á umhverfisáhrifum, matsferlið. Vegna framkvæmda á 2. viðauka bætast við 4 vikur framan við ferlið vegna ákvörðunar
Skipulagsstofnunar um matsskyldu auk 4 vikna kærufrests og 4 vikna kærumeðferðar umhverfisráðherra.
álits leyfísveitenda, framkvæmdar-
aðila og annarra eftir því sem við á.
Viðmið sem tilgreind eru í 3. við-
auka varða eðli framkvæmdar, t.d.
stærð, úrgangsmyndun og nýtingu
náttúruauðlinda, staðarval fram-
kvæmdar, t.d. hvort um verndar-
svæði er að ræða og eiginleika
hugsanlegra áhrifa framkvæmdar,
t.d. tímalengd þeirra og fjölbreyti-
leika.
Skipulagsstofnun gerir fram-
kvæmdaraðila og öðrum hlutaðeig-
andi sem málið varðar grein fyrir
ákvörðun sinni um matsskyldu
ffamkvæmda á 2. viðauka og kynnir
hana fyrir almenningi með auglýs-
ingu. Niðurstaðan er aðgengileg á
heimasíðu stofnunarinnar sem er
www.skipulag.is.
Matsáætlun
Ein helsta nýjungin varðandi
matsferlið er sú að framkvæmdar-
aðila er gert að leggja fram tillögu
að matsáætlun snemma á undirbún-
ingsstigi framkvæmdar. Þar skal
lýsa fyrirhugaðri framkvæmd, starf-
semi sem henni fylgir og fram-
kvæmdasvæði. Þar skal einnig
greina frá því hvemig fyrirhugað sé
að standa að mati á umhverfisáhrif-
um framkvæmdarinnar, m.a. hvaða
gagna verði aflað og hvemig staðið
verði að kynningu og samráði við
vinnslu matsskýrslu. I 13. gr. reglu-
gerðarinnar er ítarlega gerð grein
fyrir þeim upplýsingum sem skulu
koma fram í tillögu að matsáætlun.
Með matsáætlun er gert ráð fyrir
að almenningur og umsagnaraðilar
geti mun fyrr en verið hefúr komið
með ábendingar um hvað beri að
leggja mesta áherslu á við mat á
umhverfisáhrifúm. Þannig liggi fyrir
snemma í matsferlinu hvaða upplýs-
inga þarf að afla svo unnt verði að
segja til um væntanleg umhverfís-
áhrif framkvæmdar.
Kynning og samráö viö
gerö tillögu aö matsáætlun
Framkvæmdaraðila ber að kynna
umsagnaraðilum og almenningi til-
lögu að matsáætlun eins snemma og
kostur er, t.d. með auglýsingu sem
vísi á veraldarvefmn. Einnig getur
hann kynnt tillöguna á almennum
kynningarfundi eða opnu húsi.
Framkvæmdaraðili skal gefa al-
menningi kost á að koma á framfæri
athugasemdum við tillöguna í
a.m.k. 2 vikur.
Ákvöröun um matsáætlun
Þegar framkvæmdaraðili hefur
sent Skipulagsstofnun tillögu að
matsáætlun skal hún vera aðgengi-
leg á heimasíðu stofnunarinnar,
303