Hekla - 01.04.1939, Side 7

Hekla - 01.04.1939, Side 7
HEKLA 7 Valhöll n Þingvöllum. hólmgcingur voru háoar. Búðartóttir sjáum við tvær, Snorrabúð og búð Jóns Helgasonar sýslumanns í Austur-Skaftafellssýslu. Svo heldur allur hópurinn að öxarárfossi. Við, sjáum Drekkingarhyl. Fossinn steyp- ist niður af gjárbarminum. Hann er ekki hár, en þó fallegur. Par næst leitum við að sæmilegri uppgöngu upp á hærri barminn. Par uppi sjáum við Botnsúlur. Skömmu síðar höldum við niður aftur og förum nið- ur brekku. I henni var girðing á aðra hönd, þar var barrviður, lágvaxinn. að vísu. Við komum að»Peninga- gjá«, og þeir fullorðnu hentu í hana peningum, sem hringsnerust á leiðinni niður. Á botninum var ógrynni peninga. En það var dálítil vindbára á vatninu, þess vegna sáust þeir ógreinilega. Svo héldum við heim aö Valhöll eftir langa göngu. Þar borðuðum við og lögð- um svo enn af stað. Hjólin fóru að snúast og bíll- inn hélt burtu frá Þingvöllum. Enginn Islendingur ætti að láta ógert að fara á Pingvöll, ef hann getur annað. Jæja, við holdum yfir Lyngdalsheiði áleiðis að Laugarvatni. Við sáum Sandey í Pingvallavatni. Þar verpa margar veiðibjöllur. Við Laugarvatnshell- ana stönzuðum við og skoðuðum þá, og var mikið grafið á veggina. Fyrir utan hellinn var tekin mynd af okkur. Svo höldum við að Laugarvatni. Par feng- um við okkur bita af nestinu. Á eftir skoðum við hver- inn, sem hitar upp skólann. Ilann er niðri við vatnið. Svo sjáum við bátaskýLið. Þar inni var »Ormurinn langi«. Ekki samt Ölafs Tryggvasonar. Leikfimissa!- urinn er stór, og eru þar margskonar tæki til æfinga, slár og' bönd. Grcðarstöðina skoðuðum við og vermireitina. 1 öðr- um voru tómir tómatar. Eg vissi ekkert hvaða teg- undir voru í hinum. Pað var tekin mynd af okkur í gróðrarstöðinni. Svo labbaði hópurinn heim að Laug- arvatni og- skoðaði sundlaugina. Par voru tveir smá- strákar að synda, að ég held bara fyrir okkur. Svo fengum við að ganga. gegnum skólann. Eftir það var farið í bílana og ferðinni nú heitið að Soginu. Á leið- Kistnfoss í Sogi. inni skoðuðum við »Kerið« í Grímsnesinu. Pað er hringmyndað. Kolgrænt vatn er í því, og það er sagt vera hálfur km. á dýpt. Kennararnir tveir fóru aö reyna að velta steinum niður í það. Svo fóru bílstjór- arnir líka og nokkrir strákar. Pá heppnaðist að velta niður í það grjóti, en það var svo brunnið, að þaö vildi molna á leiðinni. Eftir dágóða stund var svo haldið á stað enn 4 ný að Sogsvirkjun. Þegar þangað er komið, þá förum við að skoða vélarnar. Rafvélin hamaðist, snerist með krafti. Uppi í loftinu er stór vagn, sem renna má tiþ og hangir í honum stór krók- ur, sem hafður er til að lyfta þungum stykkjum. Frá stíflunni ganga tvær stórar pípur og flytja þær mik- ið vatn. Vatnið snýr öxli, mjög svo digrum, öllum af stáli í gegn. Hann snýr rafvélinni uppi. Síðan héldum við að Kistufossi, sem er í Soginu. Fossinn er lágur og breiður, en vatnsmikill. Axar- hóþni er skammt fyrir ofan fossinn. Sagan segir, að karl einn, er bjó þar á næsta bæ hafi einn frosta- vetur haft lítinn eldivið og ætlað út. í hólmann að höggva sér í eldinn. En þegar hann er lcominn að hólinanum,, heyrir hann brak, og er ísinn þá að bresta í sundur. Hann verður þá dauðhræddur og hendir öxinni út í hóLmann, en snýr við til lands og hafði það með naumindum. Síðan lieitir þessi hólmi Axar- hólmi. Ef við komumst út í hann, þá finnum við kann- ske öxina. Loks var haldið að ölfusá, þar var staðio við svolitla stund. Áfram er haldið austur í FLóann og að Pjórsá. Þegar við förum yfir Þjórsá, hrópum við húrra fyrir Rangárvallasýslu og fyrir því að vera aftur komin heim í sýsluna okkar. Svo komumst. við brátt í átthagana og þá fórum við að tínast úr bíl- unum eftir mjög skemmtilega ferð. Sigurökr Guðjónsson (13 ára). f

x

Hekla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.