Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Síða 4

Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Síða 4
4 BLAÐ FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA eigi hafa gengið í Félag þjóðernissinnaðra stúd- enta, heldur í stúdentafélagið Vöku. Ekki er ó- sennilegt að sama sagan endurtaki sig í haust. Þetta væri að vísu gleðilegt, ef telja mætti þetta órækan vott skoðanaskipta hjá þessum stúdent- um. En margir efast um að svo sé, heldur sé hér einungis um herbragð eða nýja baráttuaðferð að ræða. Þjóðernissinnar vita, að þeir hafa í raun- inni átt mikið fylgi í Vöku, og að í því félagi eru mjög margir, sem hneigzt hafa til fylgis við ein- ræðisstefnu þeirra. Með því að ganga í félagið er eigi ósennilegt, að þeir geti náð meirihluta 1 fé- laginu og þannig fengið úrslitaáhrif á starf og stefnu þess. Ég hygg, að engir Framsóknarmenn eða jafnaðarmenn hafi verið í Vöku, þar til síðasta haust. Þá gengu í félagið nokkrir Framsóknarmenn. Mun sú afstaða þeirra hafa byggzt, bæði á ákveð- inni andstöðu gegn kommúnistum, sem þeir töldu öllu ráða í Félagi róttækra stúdenta, og á ósvífn- um blekkingum Vökumanna. Hér að framan hefir þá verið gefið stutt yfirlit yfir skipun þeirra félaga, sem starfað hafa í há- skólanum síðari árin. Eins og að líkindum lætur, voru frjálslyndir stúdentar, sem fylgdu lýðræði og þingræði og vildu vernda hvorttveggja, enganveg- inn ánægðir með þessa félagaskipun. Það var ofur eðlilegt, að þeir yndu eigi þessari skipun til lengdar. Fyrr eða síðar hlutu þeir að sameinast og mynda nýtt félag. Þegar þeir því síðastliðið vor, hófust handa og stofnuðu Félag frjálslyndra stúdenta, var um atburð að ræða, sem kunnugum mönnum kom eigi á óvart. í því, sem hér fer á eftir, skal gerð nokkru nánari grein fyrir ástæðunum til félags- stofnunarinnar og þeim grundvelli, sem forgöngu- mennirnir hugsuðu sér, að það skyldi byggt á. Verður þar þó aðallega gerð grein fyrir sjónarmiði Framsóknarmanna, því að það voru einkum þeir, er beittust fyrir stofnun þess. Frá sjónarmiði þeirra var sú félagsskipun, sem lýst hefir verið hér að framan, að ýmsu leyti athugaverð. Það var í rauninni óeðlilegt fyrir þá að starfa í félagi með kommúnistum, enda þótt samstarfið væri bundið við háskólann og sérmál stúdenta. Enda varð sú raunin á, að samstarfið varð erfitt. Ágreiningur ýmiskonar reis oft og einatt, og þar sem Framsóknarmenn höfðu eigi atkvæðamagn á við kommúnista, voru þeir oft ofurliði bornir. Var því eðlilegt, að Framsóknarmenn væru orðnir dá- lítið þreyttir á þessu samstarfi. Hinsvegar hafa Framsóknarmenn jafnan verið fámennir í háskól- anum. Hafa þeir því eigi haft nein tök á því undan- farin ár að stofna nýtt og sérstakt félag. En á síð- ustu árum og einkum síðastliðið haust, fjölgaði Framsóknarmönnum allmikið í háskólanum. Þá um

x

Blað frjálslyndra stúdenta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blað frjálslyndra stúdenta
https://timarit.is/publication/1065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.