Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 7

Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Blaðsíða 7
BLAÐ FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA 7 haustið var þó eigi hægt að stofna nýtt félag. Lágu til þess ýmsar ástæður, svo sem lítill tími til stefnu, sumir bundnir í Félagi róttækra, aðrir búnir að láta innrita sig í stúdentafélágið Vöku o. s. frv. En að Framsóknarmenn væru þannig tvístraðir, var auðvitað frá flokkslegu sjónarmiði algerlega óviðeigandi. Okkur var það því þegar ljóst snemma í fyrravetur, að hér þurfti eitthvað að gera. Þrjár leiðir gátu komið til greina. Fyrsta leiðin var sú, að allir stúdentar gengu í Félag róttækra stúdenta. Önnur leiðin var sú, að allir Framsóknarmenn gengju í Vöku. Og loks var þriðja leiðin sú, að stofna nýtt félag. Tvær fyrrnefndu leiðirnar voru, úr því sem komið var, ófærar. Það var með engu móti hægt að ætlast til þess af okkur, sem starfað höfðum í Félagi róttækra stúdenta og barizt gegn íhaldsmönnum í mörg ár, að við gengum úr Félagi róttækra og 1 stúdentafélagið Vöku. Og á hinn bóginn gátum við þá eigi heldur gert þá kröfu til þeirra, sem gengir voru í Vöku, að þeir gengu úr því félagi og í Félag róttækra stúdenta. Þriðja leið- in, að stofna nýtt félag, var sjálfsögð og eðlileg. Þegar við vorum komnir að þessari niðurstöðu, kom til greina að ákveða það, hvort félagið ætti eingöngu að vera bundið við Framsóknarmenn, eða hvort það skyldi vera á rýmra grundvelli, þann- ig að í því gætu verið Framsóknarmenn, jafnaðar- menn og óflokksbundnir, frjálslyndir menn. Við nánari athugun kom það í ljós, að hið síðara var heppilegra. Með því var hægt að hafa félagið fjöl- mennara og fjörugra. Og með því móti var hægt að búast við að félagið fengi meiri áhrif á afgreiðslu mála, sem hagsmuni stúdenta snerta. Ef Alþýðu- flokksmenn hefðu verið útilokaðir, þá hefðu þeir í rauninni verið neyddir til að vera áfram í sam- starfi við kommúnista í Félagi róttækra stúdenta, þar sem þeir eru, nú sem stendur, svo fámennir í háskólanum, að þeir munu tæplega geta myndað sjálfstætt flokksfélag. Það virtist eigi heldur veru- legum annmörkum bundið fyrir áðurnefnda að- ilja, að starfa saman í einu félagi, a. m. k. sýndist ólíkt eðlilegra, að Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn störfuðu saman, heldur en að Alþýðu- flokksmenn væru í samvinnu við kommúnista. Það var einnig eðlilegt, að leyfa hinum óflokksbundnu stúdentum að vera með, því að eins og kunnugt er, er allverulegur hluti stúdenta óflokksbundinn, svo að erfitt er að halda uppi hreinum flokksfélögum í háskólanum. Með því að hafa félagið þannig á rýmra grundvelli, var einnig hægt að einangra andstæðingana, kommúnistana á annan bóginn og íhaldsmennina og þjóðernissinnana á hinn bóg- inn. Geta þeir þá eigi framar siglt undir neinum fölskum flöggum. Eins og kunnugt er, hafa „Vöku- menn“ tekið því illa að vera bendlaðir við Sjálf- stæðismenn, og fáir stúdentar vilja kannast við, að þeir séu kommúnistar. Það er eins og þessir áður- nefndu aðiljar séu hræddir við að koma fram í sinni réttu og sönnu mynd. Af því, sem hér hefir verið sagt, vona ég, að les- endur geti gert sér ljóst, hvers vegna Félag frjáls- lyndra stúdenta var stofnað. Og ég hygg einnig, að flestir þeirra verði mér sammála um það, að til þess hafi nauðsyn rekið. Það er trú mín, að stofn- un Félags frjálslyndra stúdenta muni marka tíma- mót í sögu íslenzkra háskólastúdenta. Það er trú mín, að áhrifa þessa félags muni gæta mikið, ekki einungis í háskólanum heldur og í þjóðfélaginu. Það er von mín, að í kjölfar þess muni sigla hollur og heillaríkur andi í þjóðlífinu, andi bjartsýnis, manndáða og framtaks. Það er von mín, að þessi félagsstofnun verði upphaf að því, að störf háskólastúdenta verði frjórri og ávaxtaríkari en hingað til, hvort sem þeir starfa að málum stúdenta eða landsmálum. Þeir, sem að félaginu standa, hafa bjargfasta trú á landinu og þjóðinni. Þeir treysta því, að með viturlegri stjórn og með hjálp vísinda og nútíma- tækni geti öllum landsmönnum liðið hér vel. Þeir vilja eigi ala á vonleysi þjóðarinnar með sífelldum harmatöliun og kveinstöfum. Þeir vilja hvetja ein- staklingana til að gera fyrst kröfur til sjálfra sín og síðan til þjóðfélagsins. Þeir hafa enga trú á því, að erlendar öfgastefnur séu þau undralyf, sem lækni allar meinsemdir og vandræði þjóðarinnar. Hinsvegar álíta þeir, að frelsi og sjálfsákvörðunar- réttur fólksins séu þeir hornsteinar, sem menning og gengi þjóðarinnar hvílir á. Þess vegna telja þeir það skyldu sína, að verja og vernda þessi réttindi gegn hverskonar árásum, hvaðan sem þær kunna að koma. Ég treysti því, að frjálslyndir stúdentar ræki jafnan þessa skyldu sína. Hér skal annars eigi farið nánar út í þessi atriði, því að það var eigi ætlun mín, að rekja eða skýra stefnuskrá Fé- lags frjálslyndra stúdenta í þessu erindi. Það mun verða gert í annarri grein hér í blaðinu. Þó að ég sé nú kominn úr háskólanum og muni af þeim sökum verða afskiptaminni um mál há- skólastúdenta, en að undanförnu, hefir mér þó þótt rétt að skrifa grein þessa, af því að ég var einn þeirra, sem gengust fyrir stofnun hins nýja félags. Geri ég það því fremur, sem ég hafði eigi tíma til síðastliðið vor að gera mínum fyrri félög- um grein fyrir afstöðu minni. Það er stundum dálítið erfitt að skilja við sína fyrri samherja og félaga og leggja til baráttu við þá. Mönnum þykir leiðinlegt að bera vopn á þá, sem áður hafa barizt við hlið manns. Þannig er þessu farið með mig. Mér þykir að ýmsu leyti leitt að skilja við mína fyrri félaga. Ég hefi margt gott

x

Blað frjálslyndra stúdenta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blað frjálslyndra stúdenta
https://timarit.is/publication/1065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.