Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Síða 8

Blað frjálslyndra stúdenta - 01.10.1939, Síða 8
8 BLAÐ FRJÁLSLYNDRA STÚDENTA Stúdentaráðið og hagsmunamál stúdenta Stúdentaráðið á að gæta hagsmuna stúdent- anna, bæði utan Háskólans og innan. Það skiptir því miklu máli, að í ráðið séu kjörnir á hverjum tíma þeir, sem líklegastir séu að veita málum stúd- entanna bezt brautgengi, að þangað veljist þeir stúdentar einir, sem fúslega rétta örvandi hönd nauðsynlegum framkvæmdum og leggja sig fram um að störf þeirra verði sem hagnýtust og komi að notum öllum þorra stúdenta. Það væri því illa far- ið, ef í ráðið veldust uppskafningslegir sjálfsbirg- ingar, sem ekkert hugsuðu um annað en að svala takmarkalausri. hégómagirnd sinni og tröðkuðu á öllu hennar vegna. En sem betur fer munu fáar slíkar mannverur fyrirfinnast meðal stúdenta, og þær ekki líklegar til mannaforráða. En mann- val í stúdentaráðið á undanförnum árum hafa þó sýnt, að stundum hafa lítilsigldar persónur hlot- ið meiri völd en góðu hófi gegndi, og á því sviði má sagan eigi endurtaka sig. Það verður því fyrsta meginskyldan, sem hvílir á hverjum þeim stúdent, er kýs við næstu stúdenta- ráðskosningu, að hann greiði atkvæði með þeim lista, sem beztum starfhæfum mönnunum hefir á að skipa. En oft vill svo verða, að þeir, sem hafa af minnstu að má, tala hæst og fullyrða mest, en framkvæma minnst, þegar á reynir. Hagsmunamál stúdentanna eru margþætt, og víða er þörf lagfæringar. Það er því ærið nóg verk- efni fyrir stúdentaráð komandi árs. Ýms mál- stúdenta, sem þá varðar miklu, hafa lítinn byr fengið, og margt af því, sem hafizt hefir verið handa um á undanförnum árum, þarf breytingar og þarf að komast í framkvæmd. Það má benda á, að fyrir nokkru var ákveðið á stúdentaráðsfundi, að mikl- um hluta af tekjuafgangi ársins skyldi stofnaður sjóður, sem nota skyldi síðar til byggingar nýs stúdentagarðs, en lítið meira mun hafa verið gjört þessu viðvíkjandi. Fáir munu neita nauðsyn slíkr- ar byggingar, en þó mun ýmsum finnast, að þörf væri að líta nær og hugsa meira um, að nú- verandi stúdentagarði væri meiri sómi sýndur. En svo illa vill til, að stúdentagarðurinn hefir eigi skapað þá ánægju, sem ætla mætti. Ber þar margt til. Garðsstjóm virðist hafa verið kærulaus um þá að segja og hefi margar góðar minningar frá samstarfinu við þá. Ég sendi þeim kveðju mína og þökk fyrir samstarfið og óska þess jafnframt, að þau vopnaviðskipti, sem við kunnum að eiga í fram- tíminni, verði jafnan þannig, að góðum drengjum sæmi. Ólafur Jóhannesson, cand. jur. um hag garðsins. Reksturinn hefir orðið dýr, og hefir sumum virzt vera lagt í kostnað, sem engan tilverurétt eigi. T. d. munu mjög deildar skoðanir um herbergjaaukningu þá, sem prófastur hefir hlotið. En það, sem að vonum vekur óánægju, er, að slíkar og aðrar breytingar hafa átt sér stað án þess, að stúdentunum hafi verið gefinn kostur á að láta uppi sína skoðun um þau atriði. Virðast því stúdentar þeir, sem sæti eiga í garðstjórn, hafa brugðizt illa málstað stúdenta og misnotað umboð sitt. Það er því full þörf á, að stúdentaráðið leggi sig fram um, að fullkomið lýðræði verði látið ríkja um stjórn Stúdentagarðsins og stúdentar fái að láta skoðanir sínar í ljós um þessi mál á al- mennari vettvangi en enn hefir verið gjört. Þess væri og óskandi, að unnið væri að því, að Stúdenta- garðurinn væri sannur griðastaður fyrir þá, sem sinna vilja námi sínu af alhug, og að minnsta kosti, að réttur þeirra væri ekki borinn fyrir borð af ó- reglumönnum og slæpingjum. Það er öllum fyrir beztu. Því miður hefir verið á þessu nokkur mis- brestur. Það er nú staðreynd, að yfirleitt er mjög rætt um störf, skemmtanir og hegðun stúdenta og slíkt málað dökkum litum og oft án sakar. Stúdentar eiga því að halda vörð um þá stofn- un, sem ber nafn þeirra, og halda heiðri hennar á lofti, og þeir eiga að verja hana bæði fyrir utanað- komandi og innri óreglu og gefa aldrei tilefni til rökstuddra árása. Upplýsingaskrifstofan er undir stjórn stúdenta- ráðsins. Fyrirtæki þetta hefir verið mjög í van- rækslu, en þó hefir hún haft verulegan kostnað í för með sér. Stúdentarnir hljóta að krefjast þess, að þeir hafi einhver not af þeim peningum, sem eytt er í þessu skyni, en þau virðast hafa verið mjög af skornum skammti. Það væri því dæmafá ó- skammfeilni, ef horfið væri að því ráði að gefa eftir eitt herbergið á Stúdentagarðinum til afnota fyrir skrifstofu þessa. Vonandi á hinn nýkosni upplýs- ingaskrifstofustjóri eftir að hefja þessa stofnun úr því ófremdarástandi, sem hún hefir verið í sakir vanrækslu stúdentaráðsins um skyldustörf sín. Undanfarin ár hefir úthlutun styrkja til stúd- enta verið mjög til vansæmdar. Ríkir sem fátækir hlutu sömu fjárupphæðir. Óreglustúdentinn, sem eyddi sínum styrk til áfengiskaupa, hreppti sömu upphæð sem hinn reglusami. Óánægjan um þetta fór vaxandi. Eftir mikla vafninga kaus stúdentaráðið nefnd í málið. Nefnd þessi samdi allmikla reglugerð um úthlutun styrkja og tryggði stúdentum áhrif um úthlutunina. Af sum.um var látin sú skoðun í ljós, að slíkar tillög-

x

Blað frjálslyndra stúdenta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blað frjálslyndra stúdenta
https://timarit.is/publication/1065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.