Hermes - 01.04.1971, Page 2

Hermes - 01.04.1971, Page 2
hermes útgefandi: NSS 1971 — 12. órg. — 1. tbl. ritstjóri: Guðmundur R. Jóhannsson ritnefnd: DAGUR ÞORLEIFSSON JÓNAS FR. GUÐNASON RÚNAR JÓHANNSSON prentun: PRENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR I þessu hefti birtist kynning á nóbelsskáldum tveggja ára: Yasunari Kawabata 1968 og Samuel Becketf 1969. ÁstœSan til þess er sú að nóbelskynning féll niður fyrir árið 1968, en svo tók Kristján Karlsson, bókmenntafrœðingur, að sér kynningu þessara tveggja rithöfunda á nóbelskynningu Samvinnuskólans á síðasta ári. Þetta er í fimmta sinn að nóbelshefti Hermesar kemur út og er með þessari útgáfu að safnast mikill og aðgengilegur fróðleikur um höf- unda sem oft eru lítt eða ekki kunnir hér á landi og mun bókmennta- fólki nú þegar þykja góður fengur í. Kristján Karlsson, bókmenntafrœðingur, er löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf sln. Hann fœddist 26. janúar 1922 að Eyvík á Tjörnesi, sonur hjónanna Karls Kristjánssonar alþm. og Pállnu Jóhannesdóttur. Kristján lauk prófi frá menntaskólanum á Akureyri 1942. Stundaði því nœst nám við University of California og lauk B. A. prófi þaðan 1945 með ensku sem aðalgrein og frönsku og þýzku sem auka- greinar. Árin 1945—47 var hann við nám við Columbia University í New York og tók m. a. próf þaðan í enskum og frönskum samanburðar- bókmenntum. Kristján var bókavörður Fiskesafnsins íþöku, New York 1948—52. Hann hefur starfað við bókaforlagið Helgafell síðan 1956 og á ár- unum 1956 til 1959 var hann jafnframt ritstjóri bókmenntatímaritsins Nýtt Helgafell. Fyrri konu sinni Nancy, fœdd Davies, kvœntist Kristján 1945 en hún lézt árið 1949. Síðari kona hans er Elísabet Jónasdóttir úr Reykjavík.

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.