Hús & Búnaður - 01.07.1967, Page 9

Hús & Búnaður - 01.07.1967, Page 9
RAFMAGN Rafallinn framleiðir rafmagn, þ.e.a.s. liann byggir upp nega- tíva (-h) hleðslu, sem síðan er hægt að leiða til annara staða. Venjulega og vegna gamallar hefðar er þó talað um þetta öfugt. Þessu mætti líkja við vatn, sem látið er renna úr einu íláti í annað eftir slöngu. Vatnið heldur áfram að renna, unz yfirborð- ið í báðum ílátunum er orðið jafn hátt. Það sem við nefnum fallhæð hjá vatninu nefnum við spennu hjá rafmagninu. Hvað þessi spenna er mikil mælum við í voltum. Hve mikið vatns- magn fer um slönguna á ákveðnum tíma gætum við gjarnan rnælt í lítrum. Rafmagnið mælum við hinsvegar í amperum. Ef við margföldum saman volt og amper fáum við út afkasta- getu rafmagnsins eða wött. Eitt watt er afköst rafstraums á sek., þegar spennan er 1 volt og straumurinn 1 amper. Kíló- watt eru þúsund wött. Sagt er, að þessi eða hinn hlururinn eyði þetta mörgum wöttum (eða kílówöttum) á sek. Þegar talað er um notkun rafmagns í heimahúsum, og þegar við greiðum raf- magnsreikninginn, er hinsvegar miðað við klukkustund. Kíló- wattstundin mun nú kosta kr. 1.28 hér í Reykjavík, en verðið er eitthvað breytilegt úti á landi. Það er á þrennan hátt sem við notum rafmagn í heimahúsum: a) Sem aflgjafa til að knýja rafmótora hinna ýmsu tækja. b) Sem magnara í sambandi við útvarp og sjónvarp. c) Sem ljós- og hitagjafa. Oll þessi tæki þurfa ákveðna spennu (volt) og eru gerð fyrir ákveðna rafmagnseyðslu (wött). Á flestum rafmagnstækjum er þetta gefið upp. Það er því frekar auðvelt að reikna út kostnað við notkun hvers tækis. 1800 watta hraðsuðuketill, sem hafður er í sambandi í klukkutíma hefur t.d. eytt: 1800: 1000 • 1,28 eða 2,30 kr. Sú spenna, sem notuð er hér í heimahúsum er 220 volta riðstraumur. Með riðstraumi er átt við að straumstefnan breytist í sífellu frá -f- til -(- og öfugt. Verður ekki farið nánar út í hvernig það gerist, en þessi skipti verða hér 100 á sek., þ.e.a.s. 50 sinnum í hvora átt. Þetta er yfirleitt merkt á tækjum með ensku skammstöfuninni A.C. 50 eða 50 —. Á venjulegri Ijósalögn í íbúð er notuð 220 volta spenna og 10 ampera vartappi (öryggi). Fari álag á slíkri leiðslu ufir 2200 wö:t (220X10) bráðnar silfurvírinn í vartappanum og straum- urinn rofn.ir. Þetta getur t.d. gerzt, þegar of mörg tæki eru sett í samband við leiðsluna í einu eða við skammhlaup (út- leiðslu). Af þessu er líka ljóst, hver hætta getur verið því sam- fara að nota ekki réttan vartappa. Sé t.d. notaður gildari vír minnkar mótstaða vartappans, ampertalan eykst og wattatalan imrgfaldast. Verði maður t.d. fyrir rafstraumi frá biluðu tæki undir slíkum kringumstæðum lengist tíminn margfalt áður en vírinn bráðnar í sundur og straumurinn rofnar, ef hann þá ger- ir það. Hefur slíkt valdið alvarlegum slysum. Matborð Það hefur verið reiknað út hversu stórt matborð þurfi að vera til þess að taka borðbúnað fyrir ákveðinn hóp manna. Ef þið þurfið að festa kaup á slíku borði þá hafið þetta í huga: Hringlaga borð: Borð fyrir 2 þvermál 75 cm — — 3 — 88 — — — 4 — 97 — — — 5 — 106 — — — 6 — 119 — — — 7 — 138 — — — 8 — 157 — — — 9 — 175 — Ferköntuð borð: Fyrir 2 lágmarks lengd 75 cm breidd 55 cm 3 — 83 — — 75 — — — _ — 82 — — 80 — — 4 — — 110 — — 75 — — — — — 105 — — 85 — — — — — 102 — — 90 — — — — 97 — — 97 — _ 5 _ — 138 — — 75 — — — — — 137 — — 80 — — — — — 135 — — 85 — — — — — 134 — — 90 — Fyrir 6 manns skal lengja borð ætlað 4 um 55 cm Fyrir 7 manns skal lengja borð ætlað 5 um 55 cm Fyrir 8 manns skal lengja borð ætlað 4 um 110 cm Fyrir 9 manns skal lengja borð ætlað 5 um 110 cm Fyrir 10 manns skal lengja borð ætlað 4 um 165 cm

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.