Hús & Búnaður - 01.10.1967, Side 7
Nú skal því ekki haldið fram, að t.d. dönsk og ensk
húsgögn séu léleg framleiðsla. Siður en svo. Sum hafa
einmitt getið sér alþjóðalof fyrir vandaða gerð. Fram-
leiðslan er undir ströngu eftirliti og verður að gangast
undir gæðamat og sérstakar prófanir. Slíkt þekkjum við
ekki. Gæðamerking húsgagnasmíðameistara og Neyt-
endasamtakanna þjónar litlum eða engum tilgangi. Það
má frekar segja, að þar sé um vörumerki að ræða en
gæðamerkingu. Sé á heildina litið má þó bæði hér
heima og erlendis finna vörur í misjöfnum gæðaflokk-
um. Við því er ekkert að segja. Hitt er alvarlegra, ef
verðið er ekki þreytilegt að sama skapi.
Misjafnt er hvernig fólk lítur á, þegar það velur sér
húsgögn. Sumir vilja aðeins það bezta, það sem sterk-
ast er og endingargott. Aðrir líta meira á verðið, en
gera ekki greinarmun á efni og vinnu. Svo virðist sem
yngri kynslóðin hneigist meira í þá átt. Frjáls og einföld
form eiga miklum vinsældum að fagna. Sjálfsagt er fyrir
okkur að fylgjast vel með því sem erlendis gerist, því
að margt má af því læra. En við skulum þó aðeins nýta
>TI KARLS77
það, sem okkur hentar bezt. Hér á síðunum eru nokkur
sýnishorn nýlegra erlendra húsgagna. Þau eru misjöfn
að gerð, og sum a.m.k. eiga harla lítið erindi til okkar.
En þau opna okkur þó nýjan heim. Og ef þau gætu orð-
ið okkur hvatning til starfa er tilganginum náð. Við
megum enganveginn óttast ný viðfangsefni. Og við
megum alls ekki sætta okkur við að láta stjórnast af
gamalli hefð eða fábjánalegu „snobberíi". Þegar við
höfum lært að meta það hvað okkar heimili hentar,
munum við vissulega verða ánægðari en nokkur keis-
ari í Róm.
Borð og stólar. Teiknað af Bernhard Holdaway. Vegna þess hvað þessi hús-
grogn falla vel hvert að öðru taka þau lítið pláss.
„London Combination“ nefnist þessi stóll. Hann er teiknaður af Georges
D. Harcourt. Stólinn er hægt að setja saman á ýmsa vegu.
Tréstóll með lausum setum teiknaður af Pierre Paulin.
Barnaruggustóll teiknaður af David Goodship.