Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 1
Hús&Bl Búnaður 2. árg. 1968 5 Hugleiðingar um byggingarlist — Grindverk — Körfuhúsgögn — íslenzkur heimilisiðnaður — Ljósmyndaþáttur — Skákþáttur — o.m.fl. HUGLEIÐINGAR UM BYGGINGARLIST — TENGSLI NOTKUNAR OG ÚTLITS Það er ekki ýkja langt síðan að allflestir íslendingar bjuggu í torf- bæjum, sem þrátt fyrir ýmsa ágalla voru húsakostur lítils þjóðfélags í 1000 ár. Efni til þygginganna var sótt í næsta umhverfi og það var engu líkara en bæirnir hefðu sprottið upp úr jörðinni þar sem þeir stóðu. Húsin voru í fullu samræmi hvert við annað, við náttúruna í kring og samræmdust einnig húsum ná- grannanna. Það fólst mikið öryggi í gömlu bæjunum, þar virtist ekkert vera af handahófi gert. Reynsla áranna kenndi fólkinu hvernig það ætti að nota þessi heimafengnu efni og hvers mætti vænta af þeim. Menn notuðu þau á einfaldan og eðlilegan hátt, en slíkt er mjög sjaldgæft í íslenzku bygg- ingalagi síðari ára. Grunnmynd þessara gömlu bú- staða var svo einföld og látlaus en þó svo skýr og hrein, að ókunnugir gátu jafnvel úr fjarlægð getið sér til um húsaskipan hvers bæjar og vissu svo að segja upp á hár til hvers hver vistarvera var notuð. Fyrir augum nútímafólks blasa ó- teljandi efni, sem menn hafa ekki eins náin tengsl við eins og þau heimafengnu. Af því leiðir að eðli og uppruni margra þessara efna eru á huldu fyrir okkur. Það liggur ekki eins í augum uppi hvernig á að nota þau. Við göngum hér á landi mitt á milli leifa af gömlu torfbæjunum, (aðeins örfáir hafa fengið að halda velli) bárujárnshúsum, timburhúsum, steinsteypuhúsum, málm- og gler- húsum af ýmsum stærðum og mis- munandi að lögun og uppbyggingu, sem skilur eftir í meðvitund vegfar- anda ruglingslega mynd ósamræm- is og glundroða. öll þessi óná- kvæmni í uppþyggingu o. fl. verður til þess að sundra manninum þann- ig að hann missir fótfestu og verður hikandi og óöruggur. — Hann miss- ir þráðinn og skynjar ekki lengur uppruna og samhengi, sem hverjum manni er nauðsyn á að skynja vilji hann standa á eigin fótum, og í innsta eðli þráum við það öll. í þeim heimi sem við lifum og hrærumst í virðist ekki lengur sam- hengi í eðli og uppbyggingu. Forfeður vorir áttu færri kosta völ, því var margt auðveldara fyrir þá, þeir voru ekki neyddir til að velja úr margskonar efnum og lit- um. Byggingarefnið var við tún- garðinn eða í mýrinni neðan við bæinn, og menn áttu ekki kost á öðrum litum en þeim sem hægt var að vinna úr skauti náttúrunnar. Og þessir litir, sem maðurinn komst fljótt upp á lag með að nota, hafa þann góða eiginleika að verða fal- legri með aldrinum, öfugt við þann fjölda af gervilitum sem framleiddir eru í nútíma iðnaði. Sem jákvætt dæmi má nefna fallegu mjúku jurta- litina sem notaðir voru til að lita með band og allskonar dúka og eru eftirsóttir enn þann dag í dag þegar vanda þarf í fagran vef. Litirnir sem notaðir voru á hús voru yfirleitt málmsölt með bindiefni. í Svíþjóð rekumst við á þóndaþæi og þorp einkum í grennd við Siljan sem þyggð eru úr timbri og máluð með dumbrauðum lit, sem búinn er til úr koparsalti, leystu upp í vökva, og rúgmjöl notað sem bindiefni. Þessi litur ver tréð vel gegn sól, vindi og

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.