Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 9

Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 9
I ’ Og þá fyrst fáum við samræmda heild, að þetta tvennt falli saman og bjóði okkur velkomin, þegar við komum heim að starfi dagsins loknu. Ýmsir virðast líta svo á, að hér skipti litlu máli, hvað gert sé við lóðina; hún geti hvort sem er aldrei orðið okkur til yndis vegna veðurskilyrða og jarð- vegs; hér setjist maður ekki út í forsælu trjákróna og drekki síðdegiskaffið við fuglasöng og skóg- arilm. Hér er um talsverðan misskilning að ræða. Erlendis eru tré gjarnan ræktuð til þess að þau veiti svalan skugga frá heitri sólinni. Við sem búum við miklu svalara loftslag þurfum ekki á slíkum trjám að halda. Markmið okkar hlýtur miklu fremur að vera að rækta smávaxna runna sem veita skjól fyr- ir næðingnum, án þess að byrgja fyrir vermandi sól. Þetta mættu bændur einnig athuga. I mörgum löndum, sem þó eru hlýrri en það sem við byggjum, er talið sjálfsagt að rækta skjólbelti til hlífðar öðrum veikbyggðari gróðri. Hvað veldur því, að þess sjást ekki dæmi hér, þar sem þörfin hlýtur þó að vera miklu brýnni? Við verðum að haga görðum okkar svo, að þeir henti íslenzku veðurfari og íslenzkri náttúru. Þeir geta engu síður verið furðu fjölbreyttir og vakið okkur yndi. Hægt er að gera garo fallegan með siétt, blómum, lágvöxnum trjám ásamt góðri umhirðu. Garður verður því aðeins fallegur, að hann sé vel hirtur. Það þarf því ávallt að gera ráð fyrir því, að hann útheimti talsverða vinnu. En við þurfum líka að hugsa fram til komandi tíma. Með garðinum okkar erum við ekki eingöngu að vinna í eigin þágu, heldur einnig framtíðarinnar; gera land okkar fegurra. í þessum þáttum verður fjallað um ýmis atriði, sem garðyrkju áhugamanna varðar, einkanlega þó í sambandi við fegrun við hýbýli manna. Það eru vin- samleg tilmæli til sem flestra úti um land, að þeir sendi okkur frásagnir af athyglisverðum görðum úr heimabyggð sinni og helzt myndir. Við viljum fylgj- ast sem bezt með öllu slíku starfi.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.