Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 12

Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 12
í dimmu skammdegis, meðan ísinn liggur enn við land og allt er þröngt og tyrfið eygjum við samt alltaf eina von, meira að segja fulla vissu: Sumarið kemur, sól rennur upp. Við munum sjá birtu morgunsins og getum aftur glaðst á ný. En til eru þeir, sem aldrei sjá dimmuna víkja, enga von eiga um bjarta sumardaga, en una þó glaðir við sitt. Von þeirra hlýtur að liggja í hinni líðandi stund, viðfangsefni dagsins, árangri á- þreifanlegra verka. Sennilega eiga fá félög meiri hljómgrunn en félög blindra. Merki og happdrættismiðar þeirra munu yfir- leitt seljast vel, þótt framboð slíks varnings sé mikið. Hitt er mér til efs, að fólk hirði eins um þótt það geti orðið að liði á annan hátt. Blint fólk stundar fram- leiðslu á varningi, sem við þurfum mikið að nota, en við gætum einnig orðið að liði með því að kaupa. Og ef við hugsum dálítið dýpra, gæti slíkur hlutur á heim- ilinu haft meira gildi en margir aðrir. Kannski gæti hann minnt okkur á sumt sem okkur nútímamenn van- hagar einna mest um. Okkur sjáandi mönnum hættir til að vilja gylla verk okkar sem mest, hver sem þau eru. E.t.v. er okkur mest í mun, að þau líti sem bezt út á yfirborðinu. Hinn blindi lítur ekki á verk sitt til þess að dást að því, heldur fer um það höndum til þess að það megi verða sem bezt úr garði gert. Metnaður hans liggur ekki í að skapa verk sem glansar og skín, heldur eitt- hvað sem raunverulega ER. Er það ekki eitthvað skylt við spurninguna sem eitt sinn var orðuð svo: Að vera eða vera ekki? í lítilli verzlun að Ingólfsstræti 16 hefur Körfugerðin muni sína til sýnis og sölu. Munir þessir eru blindra- iðn, þótt erfitt muni að sjá þess merki. Körfuhúsgögn hafa talsvert rutt sér til rúms á síðustu tímum og notk- un þeirra yfirleitt aukizt. Annars hafa þau átt allmiklum vinsældum að fagna um langan tíma, þótt nokkur ára- skipti séu að tízku þeirra. Ýmsa augljósa kosti hafa körfuhúsgögn. Gerð þeirra og munstur getur verið með ýmsum hætti, og þau minna stundum dálítið á antík, en eru létt og þægileg í meðförum. Vegna þess hve létt þau eru, er auðvelt að breyta til með þeim, jafnvel flytja þau út á svalirnar eða í garðinn og nota þau þar á góðviðrisdögum, en geta þess á milli farið vel í stof- unni. Þau eru sveigjanleg og ekki eins hörð og stíf og venjuleg húsgögn. Annars eru það fyrst og fremst körfur af mörgum gerðum, sem þarna eru á boðstólum, og svo vöggur, bæði barnavöggur og brúðuvöggur af ýmsum stærðum. Ef þið hafið í hyggju að kaupa brúðuvöggu handa dótt- urinni, ættuð þið að líta þarna inn. Auk þess er gam- an að sjá hversu vel hið blinda fólk hefur vandað til iðju sinnar, þótt það hafi ekki átt þess kost að virða hana fyrir sér á sama hátt og við getum gert.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.