Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Hús & Búnaður - 01.06.1968, Blaðsíða 8
GRINDVERK mmm ffflpmr !w'Jm Þegar ekið er um götur Reykjavíkur, ber víða fyrir augu snotrar girðingar frá ýmsum tímum. Þótt segja megi, að margar þeirra hafi borið vott um snyrti- mennsku og fegurð síns tíma og því gegnt þýðing- armiklu og sögulegu hlutverki, finnst okkur þær nú verka þungt á umhverfið. Bæjarhverfið verður þröngt og steinrunnið innan um háa múra girðinganna. Tímarnir breytast ört, og nú kysum við fremur létt- ar girðingar og lágar, enda eru þær oftast ódýrari í gerð. Fallegastur yrði garðurinn vafalaust án allra girðinga eða þar sem gróðurinn einn sér væri látinn mynda hana. En því miður hefur gengið erfiðlega að hafa slíkar girðingar enn sem komið er, vegna á- troðnings, einkanlega að vetrinum meðan snjór ligg- ur yfir. Þó má greinilega merkja, að í nýrri hverfum þar sem ungt fólk stofnar sér heimili hefur verið um greinilega framför að ræða. Væntum við, að síðar gefist tækifæri til að benda á slík dæmi. Meðfylgjandi myndir eru teknar á nokkrum stöð- um hér í Reykjavík. Hér er aðeins verið að sýna nokkrar gerðir girðinga frá ýmsum tímum, ef verða mætti til þess að vekja athygli manna á því, að mikið atriði er, að þær fari vel, án þess að ætlazt sé til þess að menn taki þær til fyrirmyndar. Sumar þeirra að minnsta kosti heyra hinum liðna tíma til, og við þurfum sjálf að finna okkur ný form. Ef girðingin er létt, lág og gisin eða mynduð af limgerði, njótum við betur en ella útsýnis yfir garðinn. Fyrir augum vegfar andans blasir við nýtt líf, fersk fegurð, gróskumikið líf milli steinlagðra stræta. Yfirleitt má segja, að umhirða og snyrting kring- um hús hafi allmikið batnað á síðari árum. Á þetta bæði við til bæja og þó ekki síður til sveita. Miklum framförum á þessu sviði þurfum við þó enn að ná, ef vel á að vera. Við þurfum öll að hrista af okkur það kæruleysi, sem ríkt hefur í þessum efnum, og leyfa hugsun okkar að ná ofurlítið út fyrir hinn steypta stofuvegg. Naumast er hægt að líta svo á, að húsið sé fullreist fyrr en gengið hefur verið frá lóðinni líka.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.