Boðberi K.Þ. - 01.09.1997, Blaðsíða 11

Boðberi K.Þ. - 01.09.1997, Blaðsíða 11
Greiðsla fyrir útflutning** Sláturhús KÞ hefur nú gengið frá lokagreiðslu fyrir útflutning frá haustinu 1996. Erfiðlega hefur gengið að ganga frá greiðslunni þar sem ekki liggur ennþá fyrir frá hinu opinbera hvert verðjöfnunargjald á útflutning verður. Haldið er eftir 10 krónum vegna verðjöfnunar, og ákveðið var að setja það ekki á afreikninga þar sem það hefði tafið greiðslu meira en orðið er. Með greiðslum fyrir útflutningskjöt frá slátrun 1996 er Sláturhúsið að skila til bænda öllum þeim ávinningi er hærra verð fyrir útflutt kjöt hefur gefið. Tilgangur þess er að styrkja stöðu þeirra er framleiða dilkakjöt og eru í viðskiptum við Sláturhúsið. Unnið að fyrsta áfanga útflutningsvinnslu. Unnið er að hönnun útflutningsvinnslu sem kynnt verður eftirlitsmönnum ESB í haust. Meginhluti fram- kvæmda við uppbyggingu vinnslunnar verður í vetur og stefnt er að því að fá hana skoðaða næsta vor. Það er skýrtmarkmið Sláturhúss KÞ. að fá útflutningsleyfí fyrir unnarkjötafurðir. Mikilvægt er að bændur styðji við Sláturhúsið og sendi útflutningskjöt til slátrunar á Húsavík, en árangur í útflutningi byggist mikið á því magni sem til ráðstöfúnar er. Mikilvægt að til Hússins komi verulegt magn af kjöti frá svæðum sem riða hefúr ekki komiðupp. Stefnt að lífrænni vottun Stefnt er að því að fá lífræna vottun á Sláturhúsið í haust og í allra síðasta lagi haustið 1998. Erþetta gerttil að Sláturhúsið geti þjónað þeim bændum er vilja taka upp lífræna búskaparhætti og nýta þau tækifæri sem bjóðast á þeim markaði. Birgðastaða Birgðir eru með minnsta móti og hefúr Sláturhúsið þurfl að kaupa nokkurt magn af ákveðnum flokkum annars staðar frá. Nokkuð er óselt af kjöti affúllorðnu. Nautakjöt Afslættir í nautakjöti hafa verið með sama hætti og á síðasta ári. Til að bæta afkomu stórgripaslátrunar, sem var afleit á síðasta ári, hefúr m.a. verið gripið til þess að úrbeina á annað hundrað nautgripi í vetur og sumar. Afsetning þess sem skorið var hefur gengið vel. 11

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.