Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Starfsmaður á meðferðarheimili þurfti fyrir nokkru að fara á spítala eftir að unglingur á heimilinu laum- aði eitruðum vökva í glas hjá honum. Í haust brutust drengir frá meðferð- arheimili inn í sumarbústað og ollu þar talsverðum skemmdum og í sumar réðust piltar á meðferðar- heimili á starfsmann þess og læstu hann inni. Í síðustu viku hlupust pilt- ar á brott frá tveimur meðferðar- heimilum. Dæmin eru fleiri. Hvers vegna gerist þetta ítrekað? „Álagið hjá okkur hefur aukist og við fáum erfiðari einstaklinga en áð- ur,“ segir Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður Stuðla. „Það verður að hafa í huga að við erum staður fyrir börn í vanda, sem mörg eru með mikinn mótþróa, og þetta er hluti af ferlinu hjá sumum þeirra. Það er ekki hægt að passa betur upp á krakkana en við gerum nú þegar. Meðferðarheimili, sem væri svo rammgert að það væri ekki hægt að strjúka, myndi ekki skila neinum árangri í meðferð,“ segir Sólveig. „Við viljum ekki slíkan stað.“ Barnaverndarstofa rekur þrjú meðferðarheimili. Eitt þeirra er Há- holt í Skagafirði, en í síðustu viku struku þaðan þrír drengir. Þeir ógn- uðu starfsfólki og fundust nokkrum tímum síðar heilir á húfi. Hinrik Már Jónsson, forstöðumaður á Háholti, segir að ekki séu margir möguleikar til að takast á við slíkt. „Í kjölfar svona atburða er starfsmönnum fjölgað tímabundið. Þegar krakk- arnir vilja fara er fátt annað sem við getum gert en að tala þau til. Við er- um ekki fangelsi og höfum ekki sömu heimildir og fangaverðir. Auð- vitað gætum við passað þau betur. En það kostar fé, sem við höfum ekki,“ segir Hinrik. „Hér eru ólæstar hurðir, en það er farið eftir ákveðinni dagskrá,“ segir Valdimar Valsson, meðferðarfulltrúi á Laugalandi sem er meðferðar- heimili fyrir stúlkur á aldrinum 13- 16 ára. „Það er aukin þörf fyrir okk- ar þjónustu og við höfum að und- anförnu fundið mikinn þrýsting við að stytta vistunartímann til að koma fleirum að. En það gengur ekki. Við fáum meiri öfgar á ýmsan hátt og oft mikla neyslusögu,“ segir Valdimar. Erfiðustu tilfellin á stofnanir Fjölkerfameðferð eða MST er meðferðarúrræði fyrir unglinga sem hefur rutt sér til rúms á undan- förnum árum. Úrræðið er veitt á heimili unglingsins og hefur gefist vel, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. „Nú fá fleiri ungmenni meðferð en nokkru sinni fyrr, eða um 200 á ári. En það þýðir að erfiðustu tilfellin fara á stofnanir og sá hópur er því einsleit- ari en áður,“ segir Bragi. Hann segir að margt bendi til þess að vandi barna og unglinga sé þyngri og margþættari nú en áður. En þarf þá ekki að sinna þeim betur? „Jú, með því að bæta við mannafla. En við getum ekki betur, við stöndum frammi fyrir 70 milljóna króna sparnaði, sem jafngildir rekstri eins meðferðarheimilis.“ Bragi segir vel- ferðarráðherra sýna málefninu mik- inn skilning. „Ég get alveg játað að ég hef áhyggjur af því að við séum að sigla inn í nýja tíma, þar sem við getum ekki tryggt öryggi starfs- mannanna og unglinganna sjálfra.“ Rýmum á meðferðarheimilum unglinga fækkað og eru nú aðeins fyrir þá sem eiga í alvarlegum vanda „Eigum að spara, getum ekki betur“ Meðferðarheimili fyrir unglinga á Íslandi Meðferðarheimili, á vegum Barnaverndarstofu eru alls þrjú og öll staðsett á landsbyggðinni. Að auki er Meðferðarstöð ríkisins, Stuðlar, í Reykjavík. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu: „Um 200 unglingar að 18 ára aldri fá meðferð við vímuefnanotkun árlega.“ „Við stöndum frammi fyrir 70 milljóna króna niðurskurði á næsta ári.“ „Mannahaldið er ekki fullnægjandi til að tryggja öryggi.“ Háholt í Skagafirði 5 börn Laugaland í Eyjafjarðarsveit 5 - 7 stúlkur Lækjarbakki, Geldingarlæk við Hellu 6 - 7 börn Stuðlar Reykjavík 8 á meðferðardeild og hámark 5 í neyðarvistun Skert þjónusta » Það verða ákveðin marg- földunaráhrif þegar margir ein- staklingar í miklum vanda eru samankomnir og það gæti ver- ið ein af ástæðunum fyrir því að strok og ofbeldi hefur auk- ist á meðferðarstofnunum, segir Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu. » Þjónustan verður skert á næsta ári, það er alveg ljóst. Hugsanlega lokum við einu heimilinu yfir sumarið.  Sparnaður hjá Barnaverndarstofu  Flestir eru í meðferð heima hjá sér „Tilfinning okkar er að neysla barna sé að aukast og að vandamálin séu umfangsmeiri,“ segir Guðbjörg Er- lingsdóttir, unglingaráðgjafi hjá Foreldrahúsinu, sem veitir ráðgjöf vegna vímuefnavanda ungmenna. „Bið eftir að komast á meðferðarstofnanir hefur lengst og þar af leiðandi eru krakkarnir lengur úti í neyslu.“ Guðbjörg segir að niðurskurður í stoðþjónustu í grunnskólum landsins á undanförnum árum hafi haft veruleg áhrif. „Við fundum fyrir því strax og erum viss um að það er bein fylgni milli þess og aukinnar neyslu.“ Hún segir að til séu mörg góð úrræði, en hægt sé að gera betur og bendir á að fátt taki við eftir að 18 ára aldri sé náð. „Nokkuð stór hópur af 18-22 ára krökkum er á götunni í mikilli neyslu. HIV-smituðum í þessum hópi fjölgar og afskipti hafa verið höfð af sumum þess- ara krakka síðan þau voru 13-14 ára.“ Morgunblaðið/Golli Fylgni á milli neyslu og niðurskurðar í grunnskólum Af Stuðlum Álagið þar hefur aukist að sögn forstöðumannsins og erfiðari einstaklingar dveljast þar nú en áður fyrr. Gámnum sem geymdi fíkniefnin í stóra fíkni- efnamálinu, sem nú er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, var skipað í land í Straumsvík samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Um Straumsvíkurhöfn fer einkum varningur sem ætlaður er álverinu en einnig koma þangað almennar vörusendingar. Gámurinn kom með skipinu Fransesca og fundust fíkniefnin við leit í gámnum 10. október sl. Samkvæmt heimildum blaðsins var varning- urinn í gámnum ætlaður heildsölufyrirtæki í matvælaiðnaði og fundust fíkniefnin falin í hon- um. Sama dag var starfsmaður fyrirtækisins, karlmaður á sextugsaldri, handtekinn og í kjöl- farið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann sit- ur enn í. Yngri maðurinn, karlmaður á fimm- tugsaldri, var handtekinn við komuna frá Spáni aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur yngri maðurinn komið við sögu við rannsókn fíkniefnamála. Skammt á veg komnir Nokkuð er liðið frá því fíkniefnin fundust og hefur annar maðurinn verið lengi í haldi. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rann- sóknin sé í raun og veru skammt á veg komin og vísar til þess að hinn maðurinn sem er í haldi hafi aðeins verið handtekinn nú um helgina. Í gámnum voru kókaín, e-töflur, amfetamín og sterar en Karl Steinar segir ótímabært að greina frá því hversu mikið var af hverju efni. Hann býst við að niðurstöður rannsóknar á styrkleika efnanna sem fundust liggi fyrir um næstu helgi. Gámi með fíkniefnunum var skipað í land í Straumsvík Straumsvík Skipið lagði þar að bryggju. Morgunblaðið/ÞÖK Nýlega var sam- þykkt á Alþingi að breyta lögum um virðis- aukaskatt. Frá deginum í dag er vaskurinn sá sami, 7%, hvort sem tónlist er keypt stafræn á netinu eða á geisladiski. Engilbert Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Tónlist.is, segir að nú sé nokkurra ára baráttu lokið með fullum sigri. Hann geti loksins boð- ið verð sem standist allan sam- anburð við erlenda keppinauta, geti jafnvel boðið lægra verð en þeir. „Við sögðum að þetta væri eins og kaupa kók í gleri eða í dós en sitt með hvorum skattinum,“ segir Engilbert. Hann bendir á að nú muni draga mjög úr því að fólk steli sér tónlist á netinu eða kaupi með ólögmætum hætti utanlands. Lækka vask á staf- ræna tónlist í 7%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.