Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2011 ✝ Auður Stef-ánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 23. maí 1926. Hún and- aðist á öldr- unardeild Land- spítala Fossvogi 19. október 2011. Foreldrar henn- ar voru Stefán Árnason, kaup- maður á Gríms- staðaholtinu, f. 8. júní 1887, d. 14. janúar 1977, og Guðlaug Pétursdóttir, f. 16. október 1886, f. 22. maí 1962. Auður var yngst tíu systkina en eftirlifandi systur hennar eru Guðrún, f. 19. júní 1915, og Ágústa, f. 29.7. 1923. Maður hennar var Haraldur Guðmundsson rafvirkjameist- ari, f. 16. ágúst 1926, d. 10. ágúst 2000. Þau slitu samvistir. Börn hennar og Haraldar eru Björg Haraldsdóttir, f. 12 apríl 1956, og Pálmi Haraldsson, f. 22. janúar 1960, kona hans er Halla Rannveig Halldórs- dóttir, f. 16. mars 1969, og eru börn þeirra Ragnar Gabríel Ragn- arsson, f. 20. júní 1991, Bryndís Silja Pálmadóttir, f. 27. september 1992, barns- móðir Anna Marí Ingvadóttir, Markús Pálmi Pálmason, f. 9. júní 1998, og Finnur Tómas Pálmason, f. 12. febrúar 2001. Vinur til margra ára er Magnús Berg Bergsteinsson, f. 21. ágúst 1922. Útför Auðar hefur farið fram í kyrrþey. Elsku hjartans mamma mín hefur sagt skilið við þetta jarð- neska líf. Hún var hetjan mín sem aldrei kvartaði þó hún væri sárþjáð orðin. Alltaf sagði hún að hún væri „aðeins betri en í gær“, að „þetta væri alveg að koma “ eða „bara gott“. Dugnaður, ósérhlífni, nýtni var að hennar skapi. En hún var líka „pjöttuð“, jákvæð og æðru- laus. Hún var Reykjavíkurmær fædd á Grímsstaðaholtinu í faðmi fjölskyldu þar sem móðir hennar Guðlaug var hlýi faðm- urinn, þar sem alltaf var hægt að leita sér huggunar og faðirinn Stefán var kletturinn. Þar ólst hún upp, yngst tíu systkina en þau voru Jakobína, Pétur, Björgvin, Laufey, Árni, Guðrún, Fjóla, Ingvar og Ágústa. Elskulegar uppáhaldsfrænkur mínar, Guðrún og Ágústa, lifa systur sína. Í huga mínum var alltaf sum- ar þegar mamma var lítil stelpa, elskuð og kannski líka svolítið dekruð sem yngsta barnið. Gekk hún undir gælunafninu „Him- nesk“ á meðal systra sinna vegna blíðu sinnar. Ég á eftir að sakna hennar mikið og kveð hana með þakk- læti en trúi því að þangað sem hún er komin sé sama sumarið og var alla daga í æsku hennar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Björg. Elsku amma mín í Sæ. Nú hefur þú kvatt þennan heim og við kveðjum þig með brosi og táraflóði. Minningarnar eru einar eftir og þær varðveit- um við með ljúfsárum söknuði um ókomin ár. Þegar ég hugsa til baka og minnist þín koma upp í huga mér margar góðar minningar en fegurstu minningarnar eru þeg- ar ég var lítil og sat með spræt inni í eldhúsi hjá þér í Sævið- arsundinu og við spiluðum. Þú þóttist ekki sjá þegar ég hljóp fram í forstofu og breytti spil- unum og að sjálfsögðu leyfðir þú mér að vinna. Þú gast setið og spjallað við mig endalaust og ekki þreyttistu á að spila við lít- inn krakka sem aldrei gafst upp. Þú varst alltaf góð og blíð með einlægt bros sem lýsti af áhuga, hlustaðir áhugasöm á hvað var að gerast í lífi okkar barna- barnanna og varst alltaf fyrst til að koma með athugasemd ef ég var í nýjum fallegum kjól eða með skrautlegan hring. Við kveðjumst að sinni, elsku amma. Æ brotnar alda hafs og hefst á ný sem himnar taka litaskiptum ótt. Í dögun þíðir drífu sólin hlý, að degi loknum kemur aftur nótt. (Sölvi Björn.) Þitt barnabarn, Bryndís Silja. Tengdamóðir mín, Auður Stefánsdóttir, lést hinn 19. októ- ber síðastliðinn. Auður var einstaklega skyn- söm og skipulögð kona sem passaði vel upp á sitt. Hún var athugul og fylgdist m.a. vel með heimi fjármálanna sem okkur hinum þótti æði kúnstugt áhuga- mál hjá konu á hennar aldri. Skýringuna má þó eflaust finna í tíðaranda þeim er hún ólst upp í, þar sem hennar kynslóð lærðist snemma að verðmæti yrði að skapa með vinnuframlagi og ósérhlífni. Hún var því dugleg til vinnu og sá alfarið um sín mál, frá fyrstu tíð. Hún vandaði til allra verka og fór sparlega með, til að sjá sér og sínum farborða. Auður var mikil hannyrða- kona og flest lék í höndunum á henni. Hún breytti gleri í litrík listaverk, prjónaði og saumaði. Fjölskyldan naut svo góðs af þeirri vinnu og sjást verk hennar víða. Myndarskapurinn fór held- ur ekki framhjá þeim sem hana heimsóttu. Heimilið hennar bar þess merki að henni var annt um hlutina sína, hún fór vel með það sem henni áskotnaðist, hvort sem það var gamalt eða nýtt. Auður fylgdist vel líka með allri dægur- og þjóðmálaumræðu og missti síður af sjónvarpsfrétt- um. Við hin höfðum vit á að hafa símtöl okkar og heimsóknir til hennar á öðrum tímum en fréttaútsendingar sjónvarps- stöðvanna. Hún Auður var sérkennilega félagslynd. Henni leiddist ekki í einverunni enda fann hún sér ávallt verkefni. Þegar boðið var í afmæli eða aðrar veislur lagði hún þó niður störf, klæddi sig upp og hélt okkur selskap. Það þótti henni skemmtilegt en ekki síður okkur. Mér eru sérstak- lega minnisstæð síðustu jól þeg- ar stórfjölskyldan var saman komin á aðfangadag, bæði ömm- ur og afi, börn og barnabörn. Þá var Auður hamingjusamasta kona í heimi. Þær eru ófáar ferðirnar mínar til Auðar, sérstaklega á Skúla- götuna. Hún vildi endalaust fréttir af börnunum sínum og barnabörnum sem hún var afar stolt af. Svo vildi hún ræða tísku og oftar en ekki enduðum við inni í fataskápnum hennar því þar geymdi hún eðalflíkurnar sínar, sumar hverjar jafngamlar mér. Slík vettvangsferð, spjall og kaffi í stutta stund urðu þess oftast valdandi að ég fór út í hversdagsleikann með bros á vör. Elskuleg tengdamóðir mín var einstaklega sjálfstæð og sterk kona. Stóð með sjálfri sér og sínum eins og klettur. Hún setti mikinn svip á líf okkar og minningu hennar munum við halda á lofti. Halla Rannveig Halldórsdóttir. Hún Auður amma mín var mjög mikilvæg manneskja í mínu lífi. Ég var alltaf velkom- inn í heimsókn til hennar, að spila, fá mér að borða, fá góð ráð eða bara til að heilsa upp á hana og spyrja hvernig henni líði. Þegar ég var hjá ömmu minni fannst mér það eins og að vera hjá engli því hún var alltaf svo indæl og góðhjörtuð. Ég mun aldrei gleyma henni og hún mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Markús Pálmi. Hún amma Auður var blíð og góð. Hún átti oft nammi þegar hún var á Grund. Hún kunni líka að spila ólsen ólsen og gaf okkur stundum grjónagraut. Hún var í tískunni og fór í gullskó þegar það var matarboð. Hún var alltaf að kyssa okkur á kinnina og svo spurði hún okkur um lífið. Þegar ég var lítill þá hún leyfði mér að fá far með sér á göngugrindinni sinni. Mér þótti vænt um ömmu Auði og ég mun aldrei gleyma henni. Finnur Tómas. Elskuleg vinkona mín, Auður Stefánsdóttir, er horfin af þessu tilverusviði. Hinn mikli eilífi andi tók hana til sín að kvöldi 19. október síðastliðins. Umvafin ást og umhyggju fjölskyldu sinnar lagði hún upp í ferðalagið til annarra heima. Ég vil trúa því að þar bíði hennar góðar stundir, fallegir dagar og ástvinir sem farnir eru á undan henni. Örlögin buðu henni ekki upp í dans á hverjum degi, henni var úthlutað mörgum bröttum brekkum að klífa en hún fór þær allar með reisn og æðruleysi. Hún var dama fram í fingur- góma, hefðarkona í allri fram- komu og hennar stíll var yfir það hafinn að kvarta. Hennar stíll var að sigla hægum byr gegnum veikindi og erfiðleika, sjá bros- legu hliðarnar en leggja annað til hliðar. Kjarkur hennar var óbilandi. En margt var geymt en ekki gleymt. Við þekktumst í þrjátíu ár. Skiptumst á leyndarmálum sem aldrei verða aftur sögð, töluðum um tísku og tilbrigði, börnin okkar og barnabörnin, dægur- mál og dagsins önn. Drukkum kakó úr stórum bollum og bætt- um út í heilum helling af þeytt- um rjóma. Það voru forréttindi að eiga hana að, samskipti okkar verða geymd í gullkistu minninganna. Ég er henni afskaplega þakklát fyrir að vera vinur minn í blíðu og stríðu en sérstaklega vil ég þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir Ragnheiði Kolbrúnu dóttur mína. Einhvers staðar, einhvern tíma seinna hittumst við aftur og þá munum við sitja á indælum svölum í sólskini, ekki ský á himni og blærinn hvíslar leynd- armálum að trjánum, fuglarnir tína upp afganginn af sæta- brauðinu, við munum drekka marga bolla af súkkulaði og spörum ekki rjómann, allir erf- iðleikar og veikindi að baki og við munum brosa við framtíðinni því það hlýtur að vera framtíð þarna hjá hinum mikla eilífa anda. Kæra vinkona, góða ferð og megi þér launast öll þín góðsemi og tryggð. Elsku Bryndísi Silju og öðr- um ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Anna. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðssálmur) Þegar ég kveð mína kæru vin- konu Auði Stefánsdóttur er svo margs að minnast, margar góðar stundir bæði í gleði og sorg. Auður var móðir vinkonu minnar Bjargar en hún var einn- ig vinkona mín og áttum við trúnað hvor annarrar. Vinátta hennar, umhyggja og tryggð var einlæg. Hún gladdist með mér á góð- um stundum í lífi og starfi en einnig sýndi hún mér einstakan samhug þegar á móti blés í líf- inu. Hún var mér góð fyrirmynd á svo margan hátt að ógleym- anlegt er. Auður bjó yfir mikilli reisn og lét ekkert buga sig. Hún var sjálfstæð kona og þegar hún veiktist fyrir mörgum árum sýndi hún mikið æðruleysi og dugnað, hún hélt ótrauð áfram og náði sér ótrúlega vel með mikilli þjálfun. Ég dáðist að dugnaði hennar og vinnusemi í gegnum árin, uppgjöf var ekki hennar aðferð við mótlæti. Auður var ekki vön að sitja auðum höndum og var mikil hag- leikskona. Hún fylgdist vel með og var áhugasöm um það sem var að gerast í samfélaginu hverju sinni. Við áttum oft skemmtilegar stundir og samtöl saman en Auð- ur hafði mikinn áhuga á hollustu og heilbrigðu líferni og kom oft- ar en ekki með góð ráð og ábendingar mér til handa og reyndar varðandi ýmislegt ann- að. Auður var smekkleg kona og hafði gott auga fyrir því sem fal- legt var. Að lokum þakka ég Auði fyrir allt það góða sem hún lagði mér til í lífinu og minning um góða vinkonu og vináttu mun fylgja mér um ókomin ár. Ég bið guð að geyma þig eins og við sögðum svo oft hvor við aðra á kvöldin. Björgu vinkonu minni sem sinnti móður sinni af einstakri alúð síðustu árin votta ég inni- lega samúð mína, Pálma og fjöl- skyldu hans og einnig systrum Auðar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíl í friði. Elísabet E. Jónsdóttir. Auður Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Á flótta undan fölskum ráðum svo fávís, aum og veik. Ég tók á rás með tár í augum og trúði á kraftaverk. Vonin bar mig beina leið í blíða faðminn þinn, þú gafst mér skjól, varðst skjöldur minn svo skynsöm, traust og góð. (Afr. K.) Takk fyrir allt elsku Auður. Guð blessi minningu þína. Ragnheiður Kolbrún. Elsku amma, þú veist hve sárt ég sakna þín, það er ótrúlega stórt tómarúm í mínu lífi þegar svona góð vinkona hverfur á braut, og svo skyndilega. Ég vil þú vitir að sanngjarnari og réttsýnni konu hef ég aldrei kynnst, allt óréttlæti hvar sem stigið var niður lést þú þig varða og lést ekki þitt eftir liggja ef þú gast rétt hjálparhönd. Lifandi dæmi um það er stúlka í Afríku sem er skólagengin með þinni aðstoð. Réttlætiskenndin skein í gegn þegar við ræddum um helstu fréttir dagsins. Þrátt fyrir það varstu alltaf bjartsýn og talaðir mikið um fallega hluti og gjörðir sem og fegurðina í nátt- úrunni. Myndin á ísskápnum var af álftarunga í faðmi móður sinn- ar, það heillaði mína konu. Ég Kristjana Valgerð- ur Jónsdóttir ✝ Kristjana Val-gerður Jóns- dóttir fæddist á Ísa- firði 2. október 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. októ- ber 2011. Útför Kristjönu fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 28. október 2011. heyri enn óminn af fallegu söngröddinni þinni, hláturinn var meira að segja mel- ódískur. Mikið er ég þakklát fyrir allar okkar stundir saman og öll föstudags- kvöldin okkar á síð- astliðnum árum. Ég kveð þig með mikl- um söknuði. Þín vinkona, Vilborg. Það var sárt þegar ég frétti af andláti þínu, upp komu minningar um hlýhug og drenglyndi, gleðina hjá þér þegar öll fjölskyldan var samankomin. Veraldlegir hlutir höfðuðu ekk- ert sérstaklega til þín, innviðirnir fjölskyldan og eitthvað uppbyggi- legt, þá naustu þín. Þú varst hrein og bein, það gustaði stundum, þú þoldir ekki óréttlæti. Ég veit að það myndast tóma- rúm þegar ekki er lengur hægt að fara til Viggós og Jönu, en minn- ingin lifir. Ég kveð þig kjarnakona. Guð geymi þig Guðbrandur Guðjohnsen. Elskulegi frændi minn. Hvað við eigum eftir að sakna þín. Við héldum lengi vel að þú myndir vinna þessa orrustu eins og þú hefur unnið aðrar. En Sigurgeir Scheving ✝ SigurgeirScheving, leik- stjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 8. janúar 1935. Hann lést á Sjúkra- húsi Vest- mannaeyja 24. október 2011. Útför Sigurgeirs fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 29. október 2011. Guð hefur þurft á góðum leikara og leikstjóra að halda, það á trúlega að fara að setja upp Hart í bak og himnafaðirinn veit að þú ert á heima- velli í leiklistinni. Elsku Geir, hvað ég þakka þér alla um- hyggjuna og vinátt- una á undanförnum árum og alla tíð elskusemi. Vott- um Ruth og allri fjölskyldunni samúð okkar. Farðu á Guðs veg- um. Sigríður Þóroddsdóttir og Ragnar Guðmundsson (Sigga og Raggi). HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞORLÁKSDÓTTUR frá Hofi í Vestmannaeyjum, er lést hinn 13. október. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Eiríkur Þ. Einarsson, Anna Gísladóttir, Óskar S. Einarsson, Kristrún Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.