Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2011 Leikið Hundar njóta sín einna best þegar þeir komast út og geta viðrað sig aðeins í fersku og köldu loftinu. Ekki er verra ef þeir hafa með sér annan ferfættan félaga í útivistinni. Sigurgeir S Nýlega kom ráðherra sam- göngumála og upplýsti okkur Reykhólabúa um hvar best væri að leggja nýjan veg í Gufudalssveitinni, nú ætti að fara hálsana. Þegar ég flutti í Reykhólasveitina fyrir 15 árum var mikið fjallað um framtíð- arvegalagningu sem leysa skyldi af gamla og bratta vegi um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Vegagerðin lagði til ýmsa val- kosti sem fjallað var um á mörgum fundum. Fyrsti valkostur okkar sem þá vorum í sveitarstjórn var leið A, eða vegur út Reykja- nesið og yfir mynni Þorskafjarðar í Skálanes. Með því kæmu Reykhólar í þjóðbraut, en á þessari leið frá Búðardal til Patreksfjarðar er enginn þéttbýlisstaður annar. Og við fundum norska tillögu í byggðaáætlun fyrir Vestfirði frá árunum kringum 1960 þar sem gert var ráð fyrir brú á þessum stað, ekki ósvipaða og nú er á Mjóafirði í Djúpi. Eftir marga fundi var sæst á að fara leið B eða með brú yfir Þorskafjörð, síðan gegnum Teigsskóg, fyrir Hallsteinsnes með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar að Skálanesi. Nú vita menn hvernig sú tillaga fór, henni var hafnað í Hæstarétti, vegna þess að botndýralíf í fjörum Djúpafjarðar og Gufufjarðar væri ekki nægi- lega rannsakað. Að ætla sér að fara að leggja nýjan veg um Hjallaháls finnst mér fráleit hugmynd, sá háls er nokkru hærri en Víkurskarð, sem talinn er slíkur farartálmi að jarðgöng þurfi undir Vaðlaheiði. Ég hef margoft ekið Hjallaháls að vetri til og veðurfar þar er það sama og á Þorskafjarðar- og Steingrímsfjarðarheiði, enda Hjallaháls jarðfræðilega framhald af þeim heiðum þó að lægri sé en þær. Á Hjalla- hálsi hef ég upplifað að vetri til snarvitlaust veður, skafrenning og snjókomu þó að sæmi- legt sé annars staðar. Nú var okkur sagt að það yrði að laga þann veg sem fyrir er eða leggja nýjan um hálsana, vegna þess að nýtt umhverfismat fyrir B-leið mundi fara á sama veg og áður. En þarf ekki umhverfismat fyrir Hjallaháls og Ódrjúgs- háls? Á Hjallahálsi er búið að gera margar veglínur, frá upphafi vegalagningar. A.m.k. má sjá þar ótal vegaspotta sem skera hlíð- arnar, svo að stingur í augun. Er það ekki um- hverfismál að fara að rífa og tæta þessar hlíðar einu sinni enn? Hefur nokkuð verið rannsak- aður gróður og jurtalíf þar? Getur það ekki verið jafn merkilegt og Teigsskógur? Hvað um birkið í Ódrjúgshálsi? Og hvað er Teigs- skógur? Jú, ljómandi fallegt birki- kjarr, svipað og er í öllum þessum hlíðum sem snúa móti suðri í Barðastrandarsýslum. En hvers vegna má ekki leggja veg þar? Þegar nýr vegur var lagður um Barmahlíð að Reykhólum árið 2001 var farið gegnum sjálfsprott- inn birkiskóg og skógrækt þar sem gróðursett voru bæði grenitré og lerki. Þar hefur m.a. mælst hæsta tré á Vestfjörðum. En þau tré sem voru í veg- línunni voru gróðursett annars staðar, eða nýtt sem jólatré. Öllu efni var keyrt að í veg- inn, engu rótað upp. Ég sé ekki annað en að þarna hafi vel tekist til, vegurinn í gegnum skóginn er til fyrirmyndar. Svipað er hægt að gera í Teigsskógi, það þarf ekki að vera eyðilegging þó að lagður sé vegur þar í gegn. Var ekki lagður vegur í gegnum Hallormsstaðarskóg? Og hverjir eru það sem leggjast gegn því að leggja þarna veg? Samkvæmt upplýsingum á ofangreindum fundi í Bjarkalundi eru það tveir sum- arbústaðaeigendur sem eiga hlut í Gröf og Hallsteinsnesi. Eigandi jarðarinnar Teigs- skógar hefur lýst því yfir að hann sé ekki mót- fallinn vegalagningu um Teigsskóg. Ég er skógræktarbóndi og er búin að láta gróðursetja 80.000 trjáplöntur. Mér þykir vænt um náttúruna og vil hlúa að henni eftir föngum. En ég ætla mér að setja vegi og stíga um skógræktina svo niðjar mínir og aðrir geti notið hennar þegar tímar líða. Teigsskógur var beitarskógur áður fyrr, meðan sauð- fjárrækt var meiri í Þorskafirði. Nú er hann ógengur mönnum og skepnum. Með góðum vegi í gegnum skóginn getum við notið hans um leið og við fáum láglendisveg í stað illfærra fjallvega. Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur » Að leggja nýjan veg um Hjallaháls er fráleit hug- mynd, sá háls er hærri en Vík- urskarð, sem er slíkur far- artálmi að jarðgöng þurfi undir Vaðlaheiði. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri. Vegalagning í Reykhólahreppi Frá blautu barnsbeini hef ég fylgst með þróun sjávarbyggð- anna á Snæfellsnesi. Ég hef sem bæjarstjóri, þingmaður og ráð- herra átt þess kost að eiga margvíslegt samstarf við útvegs- menn og sjómenn og met þá mikils sem hafa gert það að lífs- starfi að gera út, sækja sjóinn og verka og selja sjávarafurðir fyr- ir kröfuharða markaði heims- viðskiptanna. Allt það mikla starf innan sjávarútvegsins leggur grunninn að velferð sjávarbyggðanna og eflir þjóð- arhag. Ég á og hef átt góða samleið með út- vegsmönnum þó að stundum hafi slest upp á vinskapinn eins og gengur í mannheimum. Ég hef ekki verið fastur í kreddum um óbreytanlegt kerfi í sjávarútvegi og hef á stundum talið að forustumenn útgerð- arinnar hafi gengið fullhart fram. Ég var hinsvegar meðal þeirra þingmanna sem stóðu að ýmsum breytingum á kerfinu og samþykkti til sátta að taka upp auðlinda- gjald í sjávarútvegi. Sú aðgerð átti að tryggja eðlilegan arð þjóðarinnar af sjáv- arauðlindinni sem er vissulega sameign okk- ar. Sú ákvörðun að taka upp auðlindagjald átti að tryggja sátt um skipulag veiðanna sem byggðist á aflamarkskerfinu, sem ég hef tröllatrú á að sé hið rétta kerfi við stjórn fiskveiða. Niðurbrot þess er skaðlegur hás- kaleikur sem gerir íslenska útgerð óhag- kvæma. Ástæða þess að ég skrifa þessar línur í Morgunblaðið er að ég tel að sjávarútvegs- ráðherra þurfi stuðning til þess að sveigja af þeirri leið í sjávarútvegsmálum sem for- ustumenn stjórnarflokkanna hafa valið. Mér hefur virst það vera þingmenn Samfylking- arinnar umfram aðra sem gera kröfu um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. Ég minn- ist þess ekki allan þann tíma sem við sjáv- arútvegsráðherra áttum samleið á þingi að hann hafi haft svo stríðar skoðanir um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Mála- tilbúnaður sem byggist á því að veitast að útvegsmönnum og gera öll þeirra verk tor- tryggileg er ekki boðlegur og ég veit að það er ekki í anda sjávarútvegsráðherra að stunda slíka stjórnmálaleiki. Þeir þingmenn sem hæst hafa og munu leggja sjávarútvegs- kerfið í rúst fái þeir ráðið er fólk sem lítt þekkir til í atvinnumálum. Sá hópur hefur í hótunum og telur sig hafa stöðu til þess vegna óvissu meirihlutans á Alþingi. Eins og nauðsynlegt er við lausn deilumála verða deiluaðilar að gefa eftir og finna leið sátta. Í ráðuneyti sjávarútvegsmála liggja til- lögur sem sátt náðist um í nefndinni sem núverandi vel- ferðarráðherra stýrði í umboði sjávarútvegsráðherra. Eftir að hafa kynnt mér þær tillögur og rætt við forustumenn í at- vinnulífinu og sveitarstjórn- armenn í kjördæmi sjáv- arútvegsráðherra tel ég einsýnt að taka eigi upp þær tillögur og mynda um þær breiða sátt, ekki síst í þágu byggðanna í Norðvest- urkjördæmi sem eiga mest undir því að deil- ur verði settar niður. Þannig og því aðeins mun sjávarútvegurinn blómstra og verða það afl endurreisnar sem við þurfum á að halda. Því vil ég benda á að það er hópur manna um allt land, sem vill bjóða fram krafta sína til þess að vinna þessum tillögum sáttanefndarinnar brautargengi og telja að með þeirri niðurstöðu gæti sjávarútvegs- ráðherra staðið keikur upp frá þessari deilu um kvótakerfið. Hann gæti síðan snúið sér af öllu afli að því mikilvæga verkefni að ná skynsamlegri lendingu í Evrópumálunum. Það virðist vera hópur sem er andsnúinn hagsmunum sjávarbyggða sem er að hefja innreið sína til aukinna valda í íslensku sam- félagi. Það lið hugsar sér augljóslega að ná bæði auðlindum og áhrifum á norðurslóðum í gegnum sterka stöðu á Íslandi og færa annað. Gegn því þarf að beita kröftum góðra Íslendinga. Sjávarútvegsráðherra er í lyk- ilstöðu til þess. Ég leyfi mér að skora á hann að fara leið sátta í sjávarútvegi. Um það má slá skjaldborg fólks úr öllum flokkum. Eftir Sturlu Böðvarsson » Ástæða þess að ég skrifa þessar línur í Morgunblað- ið er að ég tel að sjávarútvegs- ráðherra þurfi stuðning til þess að sveigja af þeirri leið í sjávarútvegsmálum sem for- ustumenn stjórnarflokkanna hafa valið. Sturla Böðvarsson Höfundur er fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis. Áskorun til sjávar- útvegsráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.