Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2011 Elsku pabbi, það eru þung slög- in á lyklaborðinu í vanmáttugri leit eftir orðum til að tjá hugsanir og tilfinningar sem flæða fram í kaldri vetrarnóttinni þegar minn- ingarnar sækja á og myrkrið virð- ist dimmara en nokkru sinni áður. Tifandi hraði lífsklukkunnar þinnar síðustu mánuði skilur eftir holan hljóm í eyrum mínum og tár- in virðast renna viðstöðulaust eins og stórfljót um vor. En nú hefur klukkan þagnað, þrautirnar á enda og augun þín hafa lokast. Lítill afa- strákur segist sakna Lappa og stóri afastrákurinn passar allt í einu í gömlu skóna þína og spurt er af einlægni með blik í augum: „Er afi búinn að hitta Guð“? Tifið í tímanum heldur viðstöðulaust áfram, óvægið og dregur morgun- inn inn í myrkrið. Rúmið mitt er stútfullt af höndum og fótum í flækju, lágværum andardrætti og friðsælum draumum. Litli afa- strákurinn þinn stelur sænginni af mér og leggst ofan á stóra afa- strákinn þinn. Afmælisbókin þín Haukur Ástvaldsson ✝ Haukur Ást-valdsson fædd- ist í Fljótum í Skagafirði 25. sept- ember 1950. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki 24. október 2011. Útför Hauks fór fram frá Barðs- kirkju í Fljótum 29. október 2011. pabbi liggur hálf undan koddanum, hún hefur mikið ver- ið skoðuð síðustu daga. Morgunskím- an vex og tárafljótið þornar og dagurinn dregur smám saman niður í myrkrinu. Þannig verður það endalaust eins og í sveitinni okkar; þar sem takast á nótt og dagur, vetur og sumar, líf og dauði. Hringrás lífsins endalaust með öll- um sínum blæbrigðum. Allt hefur sinn tíma. Það var aldrei þinn stíll að vera með málskrúð eða mikið mas, og það væri stílbrot að fara að baða þig upp úr því núna þótt þú eigir það svo margfalt skilið. Við söknum þín og biðjum þig að passa Lappa. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Sigríður Ásta Hauksdóttir. Traustur vinur, Guðni Ólafsson, er fallinn frá. Sú frétt kallaði fram hjá okkur margar góðar minning- ar frá liðnum samverustundum. Ferðir um óbyggðir Íslands með þeim hjónum Magneu og Guðna voru ljúfar. Oft lentum við í ein- hverjum ævintýrum sem gaman er að minnast. Við áttum þess ekki kost sem ungt fólk að ferðast mikið um óbyggðir landsins en nutum þess því enn betur að ferðast saman síðari árin eftir að Guðni kom í land. Patrol-jeppinn var vinsælt far- artæki. Hljóðið í gömlu díselvél- inni hljómaði svo vel í eyrum vél- stjórans. Oft þurfti að yfirfara og undirbúa farartækið fyrir ferð- irnar og kom sér þá vel næm til- finning vélstjórans sem var fljót- ur að átta sig á hlutunum og saman stóðum við að lagfæring- um og endurbótum á jeppanum. Minnisstæð er ferð norður Sprengisand. Þegar við komum að Hagakvísl var okkur sagt frá útlendu pari sem hefði lent í vand- ræðum á vélhjólum sínum. Konan hafði fallið í ána og vélhjólið henn- ar var á kafi í ánni. Var strax haf- ist handa við að ná vélhjólinu á Guðni Ólafsson ✝ Guðni Ólafssonfæddist í Reykja- vík 8. október 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 1. október 2011. Útför Guðna fór fram frá Lágafells- kirkju 11. október 2011. þurrt og hlúa að konunni. Guðni, með sína reynslu af vélum, sá strax hvað gera þurfti og var skipt um olíu á vélinni og hreinsað- ar síur. Það tókst að koma vélinni í gang og parið varð sam- ferða okkur til Ak- ureyrar. Þetta ágæta fólk sýndi þakklæti sitt í verki með því að senda okkur pakka um haustið. Pakkinn átti að innihalda þýska osta og pylsur ásamt fleira góð- gæti sem vegna íslenskra laga var gert upptækt af tollyfirvöldum. Í ferð inn að Lakagígum lent- um við á illfærri gamalli slóð. Guðni var þá við stýrið og sýndi þá sem fyrr lagni við meðferð vél- ar og tækis. Síðasta ferð okkar saman var ferð með ms. Herjólfi úr Land- eyjahöfn til Vestmannaeyja. Það vildi svo til að þetta var fyrsta ferð Herjólfs með farþega úr þeirri höfn. Það var glampandi sól og stillilogn. Við nutum öll dags- ins í Eyjum og ekki síst stund- arinnar uppi á Stórhöfða sem var ógleymanleg. Áætlað var að fara aftur til Eyja með Herjólfi síðastliðið sumar en heilsa okkar góða vinar leyfði það ekki. Við viljum þakka Guðna sam- fylgdina og biðjum honum guðs blessunar. Magneu, vinkonu okk- ar, biðjum við guð að styrkja í hennar mikla missi. Kjartan og Margrét. ✝ HaraldurBergþórsson fæddist 31. júlí 1926 í Reykjavík. Hann lést þriðju- daginn 25. október 2011. Foreldrar hans voru Þórdís Jó- hannesdóttir, f. 1. okt. 1904, d. 23. júní 1998, og Bergþór Pálsson, f. 10. ágúst 1901, d. 7. jan. 1968. Systkini Haraldar eru Helga, f. 1925, Guðlaug, f. 1927, Hjördís, f. 1935, og Helgi Jóhannes, f. 1937. Eft- irlifandi eiginkona Haraldar er Guðrún Ingibjörg Magn- úsdóttir Stephensen, f. 26. mars 1928. Foreldrar hennar voru Magnús Ólafsson Steph- ensen, f. 4. nóv. 1891, d. 7. júlí 1976, og Sigurbjörg Björns- dóttir, f. 9. ágúst 1896, d. 21. ágúst 1986. Synir Haraldar og Guð- rúnar eru: 1) Magnús, f. 1954, maki Heiða Pálmadóttir, þeirra dætur eru Guðrún og Hulda. 2) Björn, f. 1957. Sverrir, f. 1960, maki Guðrún Guð- björnsdóttir, þeirra synir eru Freyr og Þór. 4) Bergþór, f. 1961, maki María Guðrún Jónsdóttir, þeirra börn eru Árni Reynir, Bryndís Björk og Haraldur Páll. Haraldur lauk vélstjóra- menntun og starfaði meiri- hluta starfsævinnar hjá RA- RIK. Útför Haraldar fer fram frá Langholtskirkju í dag, þriðju- daginn 1. nóv. 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Það er með sárum söknuði sem ég kveð nú hann tengda- pabba minn, hann Halla, en jafnframt veit ég að hann er kominn á góðan stað laus við allar þjáningar. Nú við kveðjustund vil ég þakka Halla fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Hann var afar stoltur af barnabörnum sínum og fátt gladdi hann meira en að vera beðinn um að passa þau. Ófáar ferðirnar kom hann norður til okkar og naut þess að aðstoða okkur með börnin. Nú í seinni tíð glöddu heim- sóknir afabarnanna hann mik- ið. Halli var hjálpsamur maður og handlaginn, ef hlutir þörfn- uðust lagfæringar var fyrst talað við Halla því fátt var það sem hann ekki gat lagað. Elsku Halli minn, minning þín lifir hjá okkur öllum. Takk fyrir samfylgdina. Þín tengdadóttir, María Guðrún. og Haraldur Páll. Já, verkefnið var hvorki meira né minna en að rafvæða Ísland. Það var gaman að upp- lifa þetta ævintýri og starfa með Haraldi, já, og öllu þessu skapandi og hæfileika ríka Ra- rik-fólki, ekki síst vegna þeirr- ar festu sem fyrirtækið Rarik skóp og hafði mótað sem gerði mögulega samninga með stjórnvöldum um vöruskipti á þorski og rafvélum við þá austur í Tékkóslóvakíu og skapaði traust á fyrirtækinu um Evrópu alla. Og þá ekki síður hjá þeim sem fóru með almenna valdið á hverjum tíma hér í landinu oft svo dimma og kalda hér á ystu nöf. Haraldur var vélamaðurinn sem vissi allt um vélarnar hvort heldur voru knúnar vatni eða olíu, þekkti allar með nafni og afl- getu, fann varahluti og gerði við hvort heldur var Grímsey eða Grímsárvirkjun. Þjóðin átti RARIK, en Ra- rikarnir vorum við sem í ná- lægð þessa ævintýris vorum og gátum „dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar“, já, samherja- stundirnar í rafvæðingar vinnunni voru sem óðurinn til lífsins, þá voru engir afslættir gefnir og rafmagnið kastaði birtu og yl í bæ eftir bæ. Tengistundirnar voru dásam- legar, nýja stundin var önnur og betri en stundin sem var liðin. En í öllu þessu ferli sannaði Haraldur að í hverju lífsins spori getur maður verið manns gaman, en samt starfað af alvöru lífsins af mikilli ábyrgðarkennd. Stundum sæk- ir maður vini með leyndri þrá eftir að líkjast þeim að mann- gildi, stundum fyrir suma næst árangur, en aðra ekki. Þótt rætur okkar Haraldar væru þéttriðnar saman í starfslundum okkar var gildið ólíkt. Kannski þess vegna skapaðist sönn vinátta okkar á milli og þar var ég þiggjand- inn. Nú er rafmagn komið inn til innstu dala um fjöll og strend- ur og er í sjálfu sér jafn nauð- synlegt hráefni fyrir nútíma- framleiðslu sem súrefnið fyrir okkur fólkið. Rafmagnið þessi lífsandi þjóðarframleiðslunnar er nú komið á borð allra lands- manna sem betur fer. Haraldur Bergþórsson var ekki frekar en við hinir mædd- ur af langskólamenntun, en hann var hugsuður, fræðimað- ur og einstakt eljumenni til bókar og handar, hann kunni ekki að gefast upp og kom miklu í verk. Haraldur var ekki eins og við hinir, þessir ungu galgopar sem vorum þar saman á ferð á þessum fæðing- artíma RARIK. Harður, æðru- laus, yfirvegaður, já, einrænn, sjálfum sér nægur en umfram allt annað, heiðursmaður. Aðal einkennið var samt rósemdin, hæversk og siðavönd fram- koma sem fékk okkur hina til að bera virðingu fyrir og muna manninn. Rósemd og staðfesta þar sem ekkert atvik, stórt eða smátt, fékk breytt. Okkur fækkar frumherjum, en nýir forkar feta í spor og hafa gert Rarik að efnahags- legu stórveldi með þjónustu- víddir og kröfur betri en nokk- urt annað fyrirtæki getur sýnt. Það átti svo sannarlega við í lífi Haraldar að bak við hvern sterkan leiðtoga af kyni karla stendur góð kona. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég henni og börnum þeirra svo og öllum öðrum aðstandendum. Guð blessi minningu þessa merka manns Haraldar Berg- þórssonar. Erling Garðar Jónasson. Haraldur Bergþórsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Halli. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Hvíldu í friði, afi. Við söknum þín mikið. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Árni Reynir, Bryndís Björk og Haraldur Páll. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, AUÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Skúlagötu 20, 101 Reykjavík, lést miðvikudaginn 19. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Björg Haraldsdóttir, Pálmi Haraldsson, Halla R. Halldórsdóttir, barnabörn og systur hinnar látnu. MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is TILBOÐSDAGAR Frí uppsetning á höfuðborgarsvæðinu og frí sending út á land á legsteinum sem pantaðir eru í nóvember ✝ Hjartkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengda- faðir, afi, bróðir og mágur, ÓLAFUR H. ÓSKARSSON, landfræðingur og fv. skólastjóri, Logalandi 16, Reykjavík, lést í Gautaborg mánudaginn 24. október. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Rauða kross Íslands njóta þess. Ingibjörg Björnsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Anna Ragna Magnúsardóttir, Þorsteinn og Hlín, Björn Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Snædís, Matthildur, Lena Charlotta, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, Ásgeir Thoroddsen, Tómas Jökull, Ingibjörg, Svanbjörn Orri, Signý Þ.Óskarsdóttir, Anna H. Óskarsdóttir, Þorgrímur Ólafsson, Þráinn Sigurbjörnsson, Skarphéðinn P. Óskarsson, Valgerður G. Björnsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVEINN HALLDÓR HERMANN FRIÐBJÖRNSSON, Dalbraut 12, Hnífsdal, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 26. október 2011, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Jóhanna Sigrún Ingvarsdóttir, Salbjörg Sveinsdóttir Hotz, Peter Eugen Hotz, Ingvar Friðbjörn Sveinsson, Jón Hermann Sveinsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á líknardeild Landakotsspítala fimmtu- daginn 27. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.00. Páll Kristmundsson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Guðrún Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR MARÍN EINARSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést fimmtudaginn 27. okt. á Landspítala, Fossvogi. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Guðni Ólafsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Pétur Ólafur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.