Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2011 Komið er að kveðjustund, en í dag fylgjum við Ægi frænda mínum til grafar. Kallið kom alltof fljótt, og við stórfjölskyldan alls ekki tilbúin að kveðja þennan yndislega mann. Ægir frændi hafði marga kosti. Hann var hlýr, umhyggju- samur, glettinn, ósérhlífinn, dug- legur og skyldurækinn. Skyldu- rækni hans og umhyggju sáum við ættingjar hans á hverjum jól- um, en það brást ekki að Ægir fór í kirkjugarðinn til að huga að leiðum foreldra sinna og frænku. Hann og María kona hans fóru iðulega með leiðisskreytingar og kerti. Mér þótti það alltaf svo hlý- legt að koma að leiðunum á að- fangadagskvöldi, þegar ég sá að elsku frændi var búinn að koma fyrr um daginn. Ægir var líka ættrækinn og var tíður gestur hjá Bjarna móðurbróður sínum og Gunnu konu hans. Margar eru þær minningarnar um Ægi frænda og allar inni- halda þær myndavél. Ægir var nefnilega alltaf með myndavélina hvert sem hann fór. Ég er viss Jón Ægir Guðmundsson ✝ Jón ÆgirNorðfjörð Guð- mundsson fæddist á Norðfirði 18. ágúst 1939. Hann lést af slysförum 18. októ- ber 2011. Útför Jóns Ægis fór fram frá Graf- arvogskirkju 28. október 2011. um að ef við færum í gegnum allar mynd- irnar hans þá gæt- um við stórfjöl- skyldan séð æviskeið okkar og alla fjölskylduvið- burði skráða í ljós- myndum hans. Nú síðast tók hann fjöldann allan af myndum í 75 ára af- mæli systur sinnar. Í dag sé ég mikið eftir því, að hafa ekki beðið hann um að vera hin- um megin við vélina svo ég gæti tekið mynd af honum með systr- um sínum. Ægir átti fleiri áhugamál en bara ljósmyndun og má þar nefna kvikmyndir. Þær eru örugglega óteljandi bíóferðirnar hans og það skipti engu máli þó að hann færi einsamall í bíó. Svo átti rokkkóngurinn Elvis hug hans allan en Ægir átti tugi ef ekki hundruð Elvisdiska og ýmiss konar Elvismuni. Ægir frændi, mamma og Gústi heitinn frændi keyrðu einu sinni alla leið frá Seattle til Las Vegas til að sjá Elvis á tónleikum en því miður hafði Elvis yfirgefið Vegas dag- inn áður. En í sárabætur fóru þau á tónleika með Engilbert Hum- berting. Hve oft hefur þessi ferð ekki verið rifjuð upp í gegnum ár- in! Ég á bara góðar minningar tengdar Ægi frænda mínum en minningabrot eins og heimsóknir í Nökkvavoginn, útileiga á Þing- völlum, jólaboðin með stórfjöl- skyldunni heima hjá Báru ömmu, heimsóknir í Dalselið þar sem maður gapti yfir öllum Elvis- hlutunum, stundirnar heima hjá Siggu ömmu, vindlalykt, góðlát- leg stríðni og umhyggja koma upp í hugann þegar ég hugsa um Ægi frænda. Það er sárt til þess að hugsa að elsku frændi sem var nýlega orðinn afi fái ekki að njóta sín lengur í afahlutverkinu. Ægir kvaddi á fæðingardegi Ágústs bróður síns sem lést fyrir aldur fram í bílslysi í Seattle. Ég trúi að Gústi frændi, Klara frænka, Guðmundur afi og Sigga amma hafi tekið vel á móti hon- um. Ég er þakklát frænda mínum fyrir okkar samveru hér á jörð og ég mun ávallt sakna hans. Guð geymi hann. Elsku Mæja, Gísli, Gústi, Gróa, María, Sunneva og Salvör. Megi góður Guð styrkja ykkur. Minningin um góðan mann lifir. Hvíl í friði, elsku frændi. Helga Heiða Helgadóttir. Það er erfitt að sætta sig við það að komið sé að kveðjustund, elsku Ægir minn. Þú sem varst svo hress í afmælinu hennar mömmu fyrir stuttu, tilbúinn með brandarana þína og myndavélina sem fylgdi þér alltaf. Eftir þig liggur þvílíkur fjársjóður ljós- mynda frá margs konar uppá- komum innan fjölskyldunnar, og ég sem var alltaf á leiðinni til þín að skoða myndasafnið þitt. Hugur minn reikar til upp- vaxtaráranna er ég var lítil stúlka þar sem ég var alin upp hjá ömmu og afa með ykkur strákun- um. Þá var ég prinsessan á bæn- um. Ég hef alltaf litið á þig sem bróður og leit mikið upp til þín. Þú áttir allt safnið með Elvis Presley og Fats Domino og allri þeirri tónlist sem var vinsæl þá. Þannig að ég fékk þessa músík beint í æð enda hefur Elvis verið mitt goð alla tíð. Það var mikil gleði í húsinu hjá ömmu og afa, Siggi með gítarinn og Presley á fóninum. Á tímabili þegar þú varst laus og liðugur fékk ég það hlutverk að pressa buxur af þér og Sigga, og bursta skóna ykkar fyrir pen- ing áður en þið fóruð út að skemmta ykkur. Þú varst alltaf reglumaður með vín og tóbak en fékkst þér þó vindil af og til. Seinna er þú varst farinn að búa var ég barnapían hjá þér að passa Gísla sem svaf reyndar allt- af eins og engill þó svo að frænka væri að spila plöturnar með Pres- ley. Ég ætla rétt að vona að ég hafi ekki rispað þær. Ég held í rauninni að ég muni hvernig öll plötualbúmin þín litu út. Ógleymanleg var ferðin um vesturströnd Bandaríkjanna með þér og Gústa heitnum. Þá var ferðinni heitið til Las Vegas að sjá kónginn sjálfan, Elvis Pres- ley. Ferðin byrjaði í Seattle og endaði í Vegas, og þeirri ferð gleymi ég aldrei. Þar sem við vor- um á háannatíma í Vegas voru öll hótel og mótel uppbókuð. Því var bjargað með því að ég svaf í bíln- um, sem þið læstuð svo og þið sváfuð á ströndinni. Minningarnar sem ég á um þig og samverustundirnar voru ljúf- ar og skemmtilegar þó svo að þú ættir það til að tuða svolítið í mér en samt fylgdi alltaf húmor með tuðinu, og þú vildir mér alltaf vel. Ég mun ávallt sakna þín. Hvíl í friði, elsku Ægir minn. Svanhildur Norðfjörð Erlingsdóttir. Elsku Kristrún mín. Ég man þegar við mæðgur hittum þig fyrst, þú tókst brosandi á móti okkur í vinnunni þinni. Ég fann strax að þarna var á ferðinni hlý og góð kona og með ótrúlega góðan húmor. Frá þessari stundu vor- um við góðir vinir og þú varðst snemma einskonar amma Berg- lindar. Berglind sagði stundum „ég vildi að Kristrún væri amma mín“. Þú hafðir næmt auga fyrir Kristrún Helga M. Waage ✝ Kristrún HelgaMagnúsdóttir Waage var fædd 17. október 1942. Hún lést 10. október 2011. Útför Kristrúnar fór fram frá Árbæj- arkirkju 17. októ- ber 2011. svo mörgu, ég man að einu sinni þegar þið hjónin komuð í mat til okkar að þá var Berglind búin að skrifa á miða hvar hver ætti að sitja við matarborð- ið, hún var enn í leikskóla en nýbúin að læra að skrifa. Þú sagðir við hana að þú ætlaðir að eiga miðann með nafninu þínu af því að þetta væri svo flott hjá henni. Berglind var alveg í alsæl með þetta. Mér fannst þú alltaf hafa ótrúlega góðan húmor, enda voru ófáir brandararnir sem við sendum á milli okkar. Mér fannst magnað að kona á þínum aldri væri svona góð í ensku og ég varð alveg steinhissa þegar þú sagðir að þú hefðir talað þýsku í Þýskalandi. Ég hélt að fólk á þínum aldri hefði ekki haft tækifæri til mikils náms og hvað þá að læra ensku og þýsku. En þú lést ekkert stoppa þig og last hverja bókina á fætur annarri á ensku og lánaðir mér góðar bæk- ur. Ég met mikils þær góðu stundir sem við áttum saman ýmist á kaffihúsi eða heima hjá mér eða þér. Við trúðum báðar á líf eftir þetta líf og kannski var þetta tal okkar skýringin á því af hverju mig dreymdi þig svona sterkt sólarhring fyrir andlát þitt. Kannski varstu að segja mér eitthvað, manneskjunni sem dreymir aldrei fyrir neinu. Við mæðgur vorum nýkomnar til landsins þegar ég frétti af and- láti þínu og þegar ég sagði Berg- lindi frá því þá varð hún óugg- andi um stund, en ég sagði henni að við hefðum báðar trúað á líf eftir þetta líf og ættum örugg- lega eftir að hittast í næsta lífi. Berglind sér líka mikið eftir þér og taldi upp þína kosti og sagði m.a. Kristrún var aldrei reið eða pirruð, heldur alltaf kát, skemmtileg, ljúf og góð. Þú sýndir börnum okkar hjóna allt- af áhuga og þótti okkur afskap- lega vænt um það, þetta lýsir þinni ræktarsemi, takk fyrir það. Ég gleymi því ekki þegar ég komst að því að þú værir fædd 1942, mér fannst það ekki passa, þú varst alltaf svo ung í anda. Elsku Kristrún, við erum þakklát fyrir það að þrátt fyrir alla þína mörgu vini þá hafðirðu líka pláss og tíma fyrir okkur, fólk sem var þér óskylt, þessi samskipti voru okkur mikils virði. Kæra vinkona, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, við hittumst seinna. Við sendum samúðarkveðjur til móður þinnar, Viðars, barna, barnabarna og tengdabarna. Kveðja, Erla og Berglind. Eldhús sannleikans er í mín- um huga einn af þeim stöðum þar sem ég hef tekið út mestan þroska í lífinu. En ég kynntist Óla þegar ég kom ungur maður á Patreksfjörð til að vinna ráð- gjafaverkefni fyrir Patreks- hrepp. Hreppsskrifstofan var þá búin að panta fyrir mig gistingu en Óli, sem ég hafði aldrei heyrt um, tók ekki í mál að tengdason- ur Svanhildar yrði á gistihúsi. Ég endaði með að gista hjá honum þar sem endalaust var borið í mig af veitingum og þar af 3 fýlsegg (sem er eins og heill eggjabakki). Þar kynntist ég eldhúsi sann- leikans, því það var stöðugt ren- nerí í eldhúsið hjá Óla í kaffi af mönnum sem bjuggu beggja vegna fjarðarins. Ég var svo heppinn að fá að kynnast öllum þessum mönnum sem margir hafa haft aðra sýn á heiminn en maður á að venjast. Mangi í Botni, síðasti landpósturinn, Gummi klippari og Elli ásamt yngri mönnum eins og Daða mál- ara og Árna fyrir utan marga fleiri. Það eru forréttindi að hafa fengið að sjá heiminn með þeirra Ólafur Árnason ✝ Ólafur Árna-son var fæddur á Hnjóti í Örlygs- höfn, Rauðasands- hreppi, hinn 19. apríl 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 19. október 2011. Útför Ólafs fór fram frá Patreks- fjarðarkirkju 29. október 2011. augum, staldra við og endurskoða mína sýn. Það býr viska í hverri kynslóð sem er svo verðmæt að við sem á eftir kom- um nýtum okkur, hlustum á sögur og skoðanir og veltum upp spurningum til umræðu með svo lífsreyndum mönn- um sem ég fékk að hitta í þessu eldhúsi. Eftir að þessu verkefni mínu lauk fyrir hreppinn sá ég fram á að ég fengi ekki lengur þessa visku úr eldhúsi sannleikans. Þá ákvað ég að rúpnaveiðar væru upplagðar í kringum Patreks- fjörð, ekki af því að þetta sé svo gott veiðisvæði, heldur til að geta komið í eldhús sannleikans og sleppa úr skarkalanum í nokkra daga. Fyrir utan hvesu oft hann lánaði okkur fjölskyldunni bú- stað sinn við Hvallátur þar sem við áttum ógleymanlegar stund- ir. Nú tæplega 20 árum síðar var Óli nánast eins og þegar við hitt- umst fyrst og síðasta samtal sem ég átti við hann var jafn efti- minnilegt og það fyrsta. Það er merkur maður sem við erum að kveðja og með honum fer fastur punktur í lífi margra. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Óla og eldhúsi sannleik- ans og ég nýti mér nánast dag- lega visku sem þaðan hefur kom- ið. Takk fyrir allt. Valgeir Magnússon. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, ÓLI TYNES JÓNSSON fréttamaður, Hamrahlíð 23, Reykjavík, veður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3 nóvember kl. 13:00. þeir sem vilja minnast hans er bent á að láta Styrktarsjóð Sólheima njóta þess. Vilborg Halldórsdóttir, Jón Gunnar Ólason, Indíana Rut Jónsdóttir, Karítas Ósk Jónsdóttir, Eva Dögg Jónsdóttir, Þráinn Berg, Jón Þór Ólason, Elín Björg Harðardóttir, Tryggvi Garðar Jónsson, Arna Sif Jónsdóttir, Jón Örn Jónsson, Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Guðlaug Helga Konráðsdóttir, Margrét Jónsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis að Kambsvegi 22, lést 21. október Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13:00. Magni Guðmundsson, Halldóra Þorvaldsdóttir, Halla Soffía Guðmundsdóttir, Halldór K. Karlsson, Viðar Guðmundsson, Stella Berglind Hálfdánardóttir, Margrét Heiðdís Guðmundsdóttir, Jóhann G. Guðbjartsson, Oddný Guðfinna Guðmundsdóttir, Hörður Hallgrímsson, Sigurgeir Guðmundsson, Svava Þorsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ JENS K. HANSEN, Eyrarvegi 5, Grundarfirði, lést hinn 23. október á Sjúkrahúsi Akraness. Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN STEINÞÓRSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 20. október. Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Laugheiður Bjarnadóttir, Ketill R. Tryggvason, Steinþór Nicolai, Sigurður Nicolai, Kristinn Nicolai. Á langri leið er margs að minnast og margt sem kemur upp í huga manns, þar sem við vorum sessunautar í fjögur ár í Versló, hittumst við daglega og eftir að skóla lauk og þau giftu sig Hjördís og Magnús hélt kunningsskapur okkar áfram. Magnús var einn af fáum í okkar hópi, sem á þeim tíma átti Po- bedu, rússneska lystikerru, sem við nutum ánægju af með þeim. Magnús Jóhannsson ✝ Magnús Jó-hannsson fæddist á Patreks- firði 24. desember 1928. Hann lést á líknardeild LHS á Landakoti hinn 16. október 2011. Útför Magnúsar fór fram frá Ás- kirkju 26. október 2011. Margar voru farnar ferðirnar og mikið hlegið, já, jafnvel eftir 67 ár er hægt að hlæja að brönd- urum sem voru sagðir í Bjarkalundi eða hvar sem við vorum stödd á þeim tíma. Árin liðu og Lilja Huld kom til skjalanna og ekki minnkaði vináttan, enda Magnús lukkunnar pamfíll að fá slíka konu að öllum ólöst- uðum. Yndislegi bústaðurinn þeirra við Hafravatn var unaðs- reitur þeirra beggja og barnanna enda þau bæði gestris- in og vinaglöð. Á þessari stundu kveðjum við góðan vin og send- um hjartans kveðjur úr húsi okkar. Ásthildur og Garðar Steinsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.