Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég skil þetta ekki. Það hlýtur að vera krafa okkar að hafa þennan eina þjóðveg okkar sambærilegan við vegi annarra landsmanna,“ segir Ey- rún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, um hug- myndir um minnkun hámarkshraða á kafla á nýjum Vestfjarðavegi í Múlasveit. Vegagerðin er að undirbúa útboð á lagningu nýs kafla á Vestfjarðavegi nr. 60 frá Eiði í Vattarfirði, um Kerl- ingarfjörð og Mjóafjörð að Þverá í Kjálkafirði. Vegurinn er að mestu leyti í Reykhólahreppi. Þetta er síð- asta stórframkvæmdin á Vest- fjarðavegi, fyrir utan Gufudalssveit sem enn standa deilur um. Útboð á EES undirbúið Núverandi vegur er liðlega 24 km að lengd en sá nýi verður 5 til 8 km styttri. Vegagerðin hefur fjármagn til að hefja framkvæmdir og hefur lagt áherslu á að bjóða framkvæmd- ina út fyrir árslok. Útboðið þarf að auglýsa á Evrópska efnahagssvæð- inu. Vill Vegagerðin ljúka matsferli áður. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar sem nú er til athugunar hjá Skipu- lagsstofnun kemur fram að Skipu- lagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa mjög þrýst á Vegagerðina að draga úr umfangi framkvæmdarinnar um Litlanes til þess að minnka áhrif hennar á umhverfið. Þröngt er um veg þarna. Vegagerðin mun raska friðuðum fjörum og landi. Umrædd- ar stofnanir vilja láta athuga mögu- leika á hönnun vegar sem skerðir umhverfið á Litlanesi minna. Sér- staklega er bent á þann möguleika að hanna hann með tilliti til 70 km hámarkshraða. Beygjur yrðu krapp- ari. Vegagerðin fellst ekki á það og heldur sig við hönnun miðað við 90 km hámarkshraða, eins og verður á veginum beggja vegna. Telur hún að vegurinn verði óöruggur og meiri hætta á umferðarslysum, ef dregið verði úr kröfum, auk þess sem erfitt verði að fylgjast með því að ökumenn dragi úr umferðarhraða á þessum stutta kafla. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir tekur undir sjónarmið Vegagerð- arinnar. Segir ljóst að breyting myndi auka slysahættu. Sótt um framkvæmdaleyfi Þegar álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir mun Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi hjá sveit- arstjórnum. Málið kemur aðallega til kasta Reykhólahrepps þar sem um- deildustu kaflarnir, um Litlanes og þverum Mjóafjarðar, eru innan marka hans. Vilja minnka hámarkshraða  Nýr vegur í Múlasveit stendur í stofnunum Vestfjarðavegur Núverandi vegur Veglína B Veglína A Litlanes Hjarðarnes Skálmarnes- múlafjall Vattarfjall Kj ál ka fjö rð ur M jó ifj . Ke rli ng ar fjö rð ur Vattarfjörður Sk ál m ar fjö rð ur Grunnkort: LMÍ BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vonir um að olía finnist á Drekasvæð- inu norður af Íslandi fengu byr undir vængi er Norðmenn tilkynntu að þeir hefðu staðfest að mjög gömul jarðlög væri að finna við Jan Mayen. „Ég met þessar góðu fréttir sem mjög jákvætt innlegg og þó svo að óvissuþættirnir séu enn margir þá hefur nokkrum lykilóvissuþáttum nú verið eytt,“ seg- ir Þórarinn Sveinn Arnarson, verk- efnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun. „Það á eftir að rannsaka svæðið miklu betur, en væntingar um að finna olíu þarna eru raunhæfari en áð- ur og stoðir til frekari vinnu hafa styrkst,“ segir Þórarinn. Á heimasíðu Orkustofnunar segir að niðurstöðurn- ar séu jákvæðari heldur en norska Ol- íustofnunin hafi þorað að vona. Þar segir einnig: „Lykilforsenda fyrir myndun olíu eða gass er að móð- urberg sé að finna á svæðinu, en olía eða gas myndast úr því við réttar að- stæður í jarðlögunum. Jafnframt þarf að vera til staðar geymsluberg þar sem olían eða gasið safnast í. Sýnin sem nú hafa verið rannsökuð stað- festa tilvist móður- og geymslu- bergs.“ Styrkir eldri gögn Annað útboð á sérleyfum til rann- sóknar og vinnslu kolvetnis á Dreka- svæðinu hófst í síðasta mánuði og lýk- ur 2. apríl 2012. Þórarinn segir að þessar niðurstöður Norðmanna komi á besta tíma varðandi útboðið. „Þetta styrkir þau gögn sem lágu fyrir,“ seg- ir Þórarinn. „Við vitum ekki hvað olíu- félögin gera, en ég vænti þess að þetta auki trú þeirra á svæðinu og þá um leið líkurnar á þátttöku þeirra “ Í norskum fjölmiðlum var í gær haft eftir Sissel Eriksen, yfirmanni ol- íuleitar hjá norsku Olíustofnuninni, að sýnin sem náðust á hafsbotninum við Jan Mayen séu einstök og grein- ing á þeim komi á óvart. Vonir hafi staðið til, en ekki hafi verið reiknað með, að finna svo gömul setlög í kringum Jan Mayen. Þá séu áhrif hraunlaga minni en reiknað hafi verið með, en í hraunlögum finnist yfirleitt ekki olía og gas. Þarna hafi fundist sandsteinn sem henti vel sem geymsluberg og bergtegundir af svip- uðum aldri og móðurberg sem finnist í fjöllum á Grænlandi. „Við erum mjög bjartsýn eftir að við fengum þessa nýju vitneskju,“ er haft eftir Sissel Eriksen. Rannsóknir sumarsins fólust í öfl- un gagna sem byggjast á hljóðendur- varpi og síðan sýnatöku með fjar- stýrðum kafbáti. „Með kafbátnum voru tekin sýni á völdum stöðum í bröttum hlíðum hryggja þar sem gömul jarðlög koma upp að yfir- borðinu. Mjög gömul sýni náðust eða allt að 260 milljóna ára. Þetta er nokkuð sem við höfum talið að væri að finna þarna og byggðum þá skoðun á landreki og samanburði við norska landgrunnið og Grænland. Við höfðum ekk- ert fast í hendi þar til nú,“ segir Þór- arinn. Hann segir að rannsóknir Norð- manna hafi bæði verið gerðar á ís- lenska svæðinu og því norska. Sömu jarðlög er að finna á báðum svæðum en töluverð breyting er á byggingu þeirra frá norðri til suðurs. Íslending- ar önnuðust á síðasta ári söfnun bor- kjarna úr berglögum í samvinnu við Norðmenn og á næstu árum eru framundan frekari rannsóknir af hálfu Norðmanna. Borskip næsta sumar Bæði verða gerðar endurkasts- mælingar og væntanlega verður bor- skip notað til að bora 2-400 metra nið- ur í jarðlögin þar sem eldra berg fannst. Tilgangur rannsóknanna er að staðfesta enn frekar tilvist þessara gömlu jarðlaga, sem fundust á hafs- botni á 600 til 2.000 metra dýpi. Sam- vinna er á milli Íslendinga og Norð- manna um þessar rannsóknir. Áætlað er að rannsóknaferli Norðmanna ljúki 2013, en nú vinna þeir að heildstæðu mati á svæðinu, þar sem auðlinda- og umhverfismat eru m.a. til athugunar. „Þetta er hluti af opnunarferli svæð- isins hjá Norðmönnum, þeir geta ekki haldið útboð á svæðinu fyrr en að því loknu,“ segir Þórarinn. Færri óvissuþættir á Dreka  Aukin bjartsýni og væntingar um að finna olíu raunhæfari en áður  Einstök og allt að 260 milljóna ára gömul sýni náðust á hafsbotni við Jan Mayen  Góð tímasetning með tilliti til útboðs á sérleyfum Ljósmynd/Þórarinn Sveinn Rannsóknir Íslendingar tóku um 30 borsýni á Drekasvæðinu og við Jan Mayen sumarið 2010 og er myndin úr leið- angrinum, sem farinn var á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar á næsta ári.                  !" # $       Annað útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Dreka- svæðinu er nú í gangi og nær útboðssvæðið yfir norðurhluta Dreka- svæðisins sem er 42.700 ferkílómetrar að flatarmáli og staðsett norð- austur af Íslandi. Með norðanverðu Drekasvæði er vísað til þess hafsvæðis í íslensku efnahagslögsögunni er liggur austan við 11,5°V og norðan við 67°N og afmarkast til austurs og norðurs af 200 mílna efnahagslögsögu lands- ins. Um hluta svæðisins gildir milliríkjasamningur milli Íslands og Noregs frá 1981 um landgrunnið milli Íslands og Jan Mayen og þekur sá hluti 12.720 km2 innan þess, eða tæplega þrjá tí- undu hluta svæðisins. Verði rannsókna- og vinnsluleyfi veitt í kjölfar útboðs geta Norðmenn fengið 25% hlut í slíku leyfi, en þurfa að tilkynna þátttöku innan 30 daga frá því að Orkustofnun hefur kynnt drög að leyfinu fyrir þeim. Réttur Íslendinga er rýmri því þeir þurfa ekki að taka ákvörðun um 25% þátttöku í leyfum fyrr en innan 30 daga frá því að tilkynnt hefur verið að olía í vinnanlegu magni hafi fundist á við- komandi svæði. Réttur Íslendinga rýmri NORÐURHLUTI DREKASVÆÐISINS ER 42.700 FERKÍLÓMETRAR Þórarinn Sveinn Arnarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.