Morgunblaðið - 24.11.2011, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórninhefur kynntáform sín
um nýja skatt-
heimtu á iðnfyrir-
tæki í frumvarpi
fjármálaráðherra um ráðstafanir
í ríkisfjármálum. Viðbrögð við
nýja skattinum hafa verið hörð
sem von er því að ljóst er að hann
mun þurrka út allan hagnað
stórra iðnfyrirtækja og rúmlega
það í sumum tilvikum. Einhver
fyrirtækjanna munu þurfa að
hætta starfsemi því að skatt-
urinn mun þýða að starfsemin
verður rekin með tapi. Í öðrum
tilvikum verður ekkert af upp-
byggingu nýrra fyrirtækja.
Framkvæmdastjóri eins
þeirra fyrirtækja sem hafa und-
irbúið að hefja starfsemi hér á
landi, væntanlegrar kísilverk-
smiðju á Bakka, segir skatt-
heimtuna setja verkefnið í upp-
nám. Ýmsir samningar, svo sem
um kaup á raforku, munu vera á
lokastigi og áformað er að verk-
smiðjan verði gangsett árið 2015
og að þar starfi hátt á annað
hundrað manns.
Með nýjum skatti ríkisstjórn-
arinnar er alls óvíst að nokkurt
þessara starfa verði nokkurn
tímann unnið og þá mun vænt-
anlega lítið fara af tekjum til
Landsvirkjunar vegna orkusölu.
Orri Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, segir að talið sé að kolefn-
isskatturinn yrði síðasti naglinn í
líkkistu Sementsverksmiðj-
unnar, en hún hefur átt erfitt
vegna niðursveiflu á
byggingamarkaði.
Hann bendir
einnig á að þessi fyr-
irhugaða skatt-
heimta hafi komið á
óvart enda gangi hún þvert á
samkomulag sem gert hafi verið
við stjórnvöld fyrir tveimur ár-
um. Þetta brot á samkomulagi
dragi enn frekar úr trúverð-
ugleika stjórnvalda gagnvart er-
lendum fjárfestum, en hann var
ekki mikill fyrir eftir það sem á
undan er gengið.
Svör ríkisstjórnarinnar við
þessari hörðu gagnrýni eru at-
hyglisverð. Iðnaðarráðherra
svarar engu en segist „hlusta vel
og vandlega“, jafn sannfærandi
og það hljómar nú í eyrum þeirra
sem þurfa að reka fyrirtæki hér á
landi eða velta því fyrir sér hvort
þeir eigi að hætta fé sínu í slíkan
rekstur.
Ólíkt iðnaðarráðherra er fjár-
málaráðherra tilbúinn með svör
við gagnrýninni. Hann er að eig-
in sögn að gæta sanngirni með
þessum nýja skatti. Það er sann-
girnismál að iðnfyrirtækin sleppi
ekki við nýja skattinn og þess
vegna er nauðsynlegt að leggja
hann á. Skatturinn kann að vísu
að kosta hundruð starfa og marg-
falt það þegar horft er til óbeinna
áhrifa af verksmiðjunum, en að
mati fjármálaráðherra væri bein-
línis ósanngjarnt að sleppa fyr-
irtækjunum við að greiða hann.
Hvernig á atvinnulíf að vaxa
og dafna hér á landi með slíka
ráðherra í ríkisstjórn?
Rökstuðningur
ráðherra fyrir nýjum
skatti slær ný met}
Sanngirnismál
Mjög snemma ávaldatíma út-
rásarmanna blésu
laun einstakra for-
ystumanna upp úr
öllu valdi. For-
ystumenn bankanna
töldu sig jafnvel
þurfa að hafa hundr-
uð milljóna króna í árslaun og
vísuðu til þess að heimóttarleg
sjónarmið um laun ættu ekki
lengur við. Þeir væru starfandi í
alþjóðlegu umhverfi og þangað
yrði að sækja samanburðinn.
Einstaka maður reyndi að
spyrna við fótum en flestir sem
máttu sín fylgdu víkingunum
virðulega eftir og kinkuðu ört
kolli við hinum nýju klisjum. Og
Íslendingar voru ekki einir á
báti, þótt launabelgingur toppa
hér gengi hraðar fyrir sig en
víða. Upp á síðkastið hefur verið
mikil umræða erlendis um hin af-
káralegu háu toppalaun. Farið
hefur verið í gegnum röksemda-
færslu síðustu áratuga um að al-
þjóðavæðingin krefðist slíkrar
þróunar. Stórfyrirtækin yrðu að
kaupa nýja leiðtoga á því verði
sem þeir fengjust, vildu þau ekki
dragast aftur úr. Niðurstaða nýj-
ustu athugana sýnir
að árangur fyr-
irtækjanna var í
langfæstum til-
vikum jafn mikill og
sá árangur sem
topparnir, sem
stjórnuðu þeim,
náðu fyrir sjálfa sig.
Þar var ekkert samhengi. Og í
ljós kom einnig að þegar fyr-
irtækjunum gekk lakara en
skyldi voru almenn laun starf-
manna þeirra fljótlega lækkuð,
nema hjá forystumönnunum.
Þeir höfðu þó allir fengið of-
urlaunin m.a. með þeirri skýr-
ingu að ábyrgð þeirra væri svo
miklu meiri en allra hinna.
Ef afkoma viðkomandi fyr-
irtækis versnaði svo mikið að láta
yrði forstjóra víkja þá tóku þeir
ekki pokann sinn, eins og öðrum
var gert, heldur þvert á móti var
safnað óheyrilegum fjármunum í
sekki, sem þeir fengu að flytja
með sér, líkt og í kveðjuskyni.
Og það skrítna er að þetta fyr-
irkomulag hefur lítið breyst. Og
á Íslandi hafa blóðsugur, sumar
kunnuglegar, einnig komist í fall-
in fyrirtæki og sjúga sem aldrei
fyrr.
Mikil umræða hefur
verið erlendis um
samhengisleysi
ofurlauna og
afkomu fyrirtækja}
Toppalaun og blóðsugur
K
ommúnisminn kostaði 100 millj-
ónir manna lífið. Íslenskir
kommúnistar drápu ekki nokk-
urn mann en þeir fylgdu hel-
stefnu. Um það er engin ástæða
til að þegja.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur
skrifað bók um íslenska kommúnista. Bókin
er þegar orðin umdeild, sem er skiljanlegt því
enginn vill vera í henni. Einu sinni þótti
kannski smart að vera kommúnisti en það
þykir það ekki lengur.
Þetta er góð og merkileg bók hjá Hannesi,
þótt ekki sé hún gallalaus, en þá er bara um að
gera fyrir menn að mótmæla því sem þeim
þykir þar ofsagt eða oftúlkað. En menn ættu
að lesa bókina því hún minnir á hversu auðvelt
er að ánetjast og trúa staðfastlega á skelfileg-
an málstað.
Fyrst trúðu menn á Stalín og Sovétríkin. Þegar sú trú
brást sneru menn sér til Kína og fundu nýjan leiðtoga í
Maó. Maó reyndist vera fjöldamorðingi en það vafðist
ekki fyrir íslenskum kommúnistum að finna nýtt átrún-
aðargoð í Kúbu-Kastró. Þetta er ekki fagur ferill. Fólk
sem fylgir fjöldamorðingjum og harðstjórum svo stað-
fastlega á kannski erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfu
sér að það hafi gengið blindgötur, en það getur ekki ætl-
ast til að aðrir horfi framhjá því og steinþegi.
Í bók Hannesar gerist það hvað eftir annað að höf-
undur þarf ekkert sérstaklega að beita sér því íslenskir
kommúnistar dæmdu sig sjálfir með orðum
sínum. Brynjólfur Bjarnason sagðist ekki
vilja sitja til borðs með fólki sem hann teldi að
taka ætti af lífi. Gunnar Benediktsson sagði
að persónuleg saga Stalíns væri þannig að
dómprófastur gæti sagt hana börnum sem
dæmi þess hvað hægt er að komast áfram í
heiminum með iðjusemi og trúmennsku. „Já,
en þetta er gömul tíð, löngu liðið,“ kunna ein-
hverjir að segja. „Menn hafa lært mikið síðan
þá.“ Vissulega hefði maður haldið að vinstri-
menn hefðu eitthvað lært af mistökum
kommúnista en það er ekki lengra síðan en
1997 að Lúðvík Geirsson sagði að Lenín væri
eftirlætisstjórnmálamaður sinn.
„Ég þoldi ekki að vera meðsekur í þeim
hættulega skollaleik sem heitir kommúnista-
flokkur á Íslandi,“ sagði Áki Jakobsson þegar
hann sagði sig úr Sósíalistaflokknum árið 1953. Hann
bætti við: „Íslenskir kommúnistar mega vera þakklátir
fyrir að hafa ekki komist til valda, því þá hefðu margir
þeirra orðið verri menn en þeir nú eru.“
Áki hafði kjark og þor til að horfast í augu við þá
skelfilegu staðreynd að hann hafði of lengi fylgt hel-
stefnu. Hann viðurkenndi mistök sín afdráttarlaust. Það
hefðu fleiri betur gert.
Saga kommúnismans er viðvörun til okkar allra um
mikilvægi þess að halda vöku okkar og ganga einræð-
isherrum ekki á hönd, heldur gæta að hag einstaklings-
ins og tryggja tjáningarfrelsi hans. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Að fylgja helstefnu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Flensan er komin. Fyrstainflúensutilfelli vetrarinshefur verið staðfest áveirufræðideild Landspít-
alans, en eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær greindist inflúensan í
íslenskum ferðamanni sem var að
koma frá Suður-Asíu. Er hún af
stofni inflúensu A(H3) sem valdið
hefur árlegri inflúensu síðastliðna
áratugi.
Ferðamaðurinn var í för með
fleiri Íslendingum í austurvegi og
veiktust margir í hópnum með inflú-
ensulíkum einkennum. Telur land-
læknisembættið því mögulegt að
flensan nái útbreiðslu hér á landi á
næstu vikum.
Að sögn Haraldar Briem sótt-
varnalæknis kemur til greina að með-
höndla flensuna með veirulyfjum að
undangengnu mati læknis en fólk er
einnig hvatt til að láta bólusetja sig.
Lyfin stytti þann tíma sem fólk sé
veikt og væntanlega þann tíma sem
það er smitandi.
Hefur sést oft áður
Haraldur segir þessa byrjun nú
vera mjög einkennandi.
„Við höfum séð þetta gerast
mörg undanfarin ár, að upp koma
einstök tilfelli eftir að fólk hefur verið
að koma frá útlöndum. Einhverjir
greinast með inflúensu og svo kemur
tími þar sem ekkert gerist. Síðan
kemur þessi árstíðabundna flensa allt
í einu. Ef að líkum lætur förum við að
sjá þetta í meira mæli þegar komið er
fram í desember, gæti gerst fyrr,“
segir Haraldur.
Inflúensustofninn A(H3) er sá
stofn sem var hvað mest í gangi áður
en svínaflensufaraldurinn kom upp
árið 2009 á heimsvísu. Toppurinn sem
þá varð hér á landi sést vel á með-
fylgjandi mynd og raunar lítið borið á
inflúensu árið 2010 og það sem af er
þessu ári, miðað við sem á undan var
gengið.
Haraldur telur mjög erfitt að
ráða í hvort stofninn A(H3) verði ofan
á í vetur eða að svínaflensan komist á
kreik, eða þá B-stofn inflúensu. Nóg
sé til af lyfjum gegn öllum þessum
stofnum. Mikilvægt sé að fylgjast vel
með þróun mála en allt eftirlit með
útbreiðslu flensunnar var aukið enn
frekar í kjölfar faraldursins fyrir
tveimur árum.
Stefnt er að því að bólusetja um
60 þúsund manns þetta haustið, en
óvíst er talið hvort það næst. Þegar
svínaflensan kom upp voru yfir 150
þúsund manns bólusett hér á landi
þegar mest lét. Að sögn Haraldar
ætti ennþá að vera einhvern vörn í
því, ef ske kynni að sá stofn léti á sér
kræla, enda um öflugt bóluefni að
ræða. Um síðustu áramót komu upp
nokkur tilfelli en ekkert meira, lík-
lega vegna bólusetningarinnar.
Lítið hefur borið á inflúensu í ná-
grannalöndum Íslands að und-
anförnu, samkvæmt vöktun sótt-
varnastofnunar Evrópu, ECDC. Stök
tilfelli hafa verið staðfest í Noregi og
Svíþjóð en annars fá tilvik komið upp.
Allar vísbendingar benda hins vegar
til að flensan komi bráðlega á norð-
urhvel jarðar, líkt og hún hefur jafn-
an gert á þessum árstíma. Og þá spyr
veiran ekkert að því hvernig tíð-
arfarið er, hvort það er kalt eða heitt.
Talsvert um niðurgang
Þó að fyrsta tilfelli inflúensu
hafi verið staðfest þá hafa kvef-
pestir og aðrar umgangspestir ver-
ið í gangi frá haustbyrjun. Einnig
talsvert um niðurgangspestir, að
öllum líkindum noro-veiruna svo-
nefndu. Sóttvarnalæknir
segir þessar umgangs-
pestir alltaf koma upp
á hverju hausti og
ástandið þetta ár hafa
verið svipað og fyrri
ár.
Og svo kemur flens-
an bara allt í einu
Fjöldi tilkynninga til sóttvarnalæknis
um inflúensulík einkenni á Íslandi
frá viku 14 árið 2009 til viku 46 árið 2011
1. janúar 31. desember
2.000
1.800
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
2009
2010
2011
Heimild: Landlæknisembættið
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
hvetur þá sem eru í áhættuhópi
til að láta bólusetja sig gegn
inflúensunni, en eftirtaldir hóp-
ar eiga kost á að fá bóluefnið
sér að kostnaðarlausu:
Allir 60 ára og eldri.
Öll börn og fullorðnir sem
þjást af langvinnum hjarta-,
lungna-, nýrna- og lifrar-
sjúkdómum, sykursýki, illkynja
sjúkdómum og öðrum ónæm-
isbælandi sjúkdómum.
Heilbrigðisstarfsmenn sem
annast einstaklinga í þessum
áhættuhópum.
Barnshafandi konur.
Ráðlegt er að halda
kyrru fyrir þegar ein-
kenni inflúensu eru í
hámarki til að draga úr
útbreiðslu smits og
hylja vit við hósta og
hnerra. Einnig er góður
handþvottur góð leið
til að hindra smit
manna á milli.
Sjá nánar á
www.influ-
ensa.is
Látnir bólu-
setja sig
ÁHÆTTUHÓPAR
Haraldur
Briem