Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Eldur við Alþingi Þuríður Backman fékk að spreyta sig á að slökkva elda við Alþingishúsið í gær undir leiðsögn slökkviliðsmanna ásamt öðrum þingmönnum og starfsfólki Alþingis. Um var að ræða lið í eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðsmanna. Þingmenn fengu einnig fræðslu um mikilvægi reykskynjara og annars eldvarnabúnaðar. Júlíus Ég var nýbúinn að leggja SÁÁ blaðið frá mér þar sem margt at- hyglisvert er að finna um vímuvarnarmál, flest svo sem margsagt áður, en lifandi umræða alltaf jafn þörf, skelfilegar reynslu- sögur, svo sem kunnugar einnig, gleðiefni að sjá hvern einasta ávinning, hverja lausn undan okinu mikla sem eyðileggur svo alltof margra líf. Kári Stefánsson for- stjóri ÍE lítur til baka og segir alkóhól- ismann mestan áhrifavald alls meðal fjölskyldumeðlima hans, vina og félaga og þar er enga jákvæðni eða gyllingu að finna og kemur ekki á óvart þeim sem reynt hafa að fylgjast með þessum mál- um, reynt að flytja sannleiks- og aðvör- unarorð um hina voðalegu vá sem af áfenginu stafar. En sem ég er að hugleiða efni og efn- istök kemur miðvikudagsblað Morg- unblaðsins upp í hendurnar á mér og þar gefur að líta yfir nær þvera baksíðu fyrirsögn hins nýja fagnaðarerindis jólanna: Jólabjórinn kominn í búðir og til að herða á dýrð þessari og dásemd segir í undirfyrirsögn: ÁTVR býst við að selja um 400 þúsund lítra fyrir jól, sem sagt ríflega lítra á hvert mannsbarn allt frá vöggu til grafar. Já, þvílíkt fagnaðar- efni fyrir fæðingarhátíð frelsarans og eðlilegt að fæðing fátækrar móður í fjár- húsi fölni eða máist út með öllu við slíkt evangelíum. Eins og venjulega er ekkert fjallað um mögulegar afleiðingar af neyzlu þessa „fagnaðar“-vökva, enda ekki við hæfi, þegar slíkur fögnuður er á ferð. Mér fannst það eitt á skorta að flenni- auglýsing á jólabjórnum skyldi ekki fylgja SÁÁ blaðinu, en að sjálfsögðu eru menn þar á bæ ekki uppnumdir af sama fögnuði og þarna er lýst og láir þeim enginn. Það að kenna göróttan drykk við jól, hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar, er algjör smekkleysa, að ekki sé sagt fullkomin ósvífni miðað við afleið- ingarnar, ekki sízt fyrir börnin eins og frásagnir SÁÁ blaðsins, sannar og lýs- andi, greina svo glögglega frá. Í SÁÁ blaðinu er viðtal við fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, Álfheiði Inga- dóttur, þar sem hún mælir þau sann- leiksorð að þrátt fyrir ágæta löggjöf um margt í áfengismálum þá sé vandamálið það, að við virðum ekki þau lög og nefn- ir sér í lagi áfengisauglýs- ingar sem eru bannaðar en það bann er þverbrotið eins og við í IOGT sem og fjöl- margir aðrir höfum marg- sinnis bent á. Þess vegna bið ég alþingismenn nú að gefa þjóð sinni ágæta jólagjöf með því að samþykkja frum- varp Ögmundar Jónassonar um breytingu á áfengislögum sem nú er lagt fram öðru sinni. Frumvarpið hnykkir ágætlega á ákvæðum laganna um áfengisauglýsingar þar sem menn hafa skákað í því skjólinu, að þeir séu að auglýsa saklausan, óáfengan drykk af því að vörumerkið er það sama og á áfenginu, sem allir skyni bornir menn sjá auðvitað, að verið er að auglýsa og með örsmáu letri er orðið léttöl nýtt til blekkingarleiksins, nær ósjáanlegt ber- um augum auðvitað. Samþykkt frumvarpsins og eðlileg eft- irfylgni ákvæðisins sem þetta varðar ætti að gjöra þessar ógeðfelldu og ólög- legu auglýsingar útlægar. Þetta er a.m.k. hin ágætasta viðleitni í þá átt, ef við viljum á annað borð virða lög og reglur samfélagsins og þessu frumvarpi fögnum við að sjálfsögðu, enda vitað að auglýsingarnar hafa þann megintilgang að gylla áfengið fyrir augum og eyrum ungra og óreyndra, fá fleiri neytendur í viðskipti um leið og augunum er vand- lega lokað fyrir afleiðingum þessarar iðju auglýsendanna. Er til of mikils mælzt af Alþingi að gefa okkur sam- þykkt þessara ákvæða í jólagjöf, jólagjöf til framtíðar? Eftir Helga Seljan » ÁTVR býst við að selja um 400 þúsund lítra fyrir jól, sem sagt ríflega lítra á hvert manns- barn allt frá vöggu til graf- ar. Já, þvílíkt fagnaðarefni fyrir fæð- ingarhátíð frelsarans... Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Er til of mikils mælzt? Í byrjun árs 2013 mun evrópska við- skiptakerfið með mengunarkvóta (e. Emission Trading System) verða inn- leitt á Íslandi. Er það gert sem hluti af skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist í tengslum við EES- samninginn í þeim tilgangi að minnka losun stórra iðnfyrirtækja á gróð- urhúsalofttegundum. Í stuttu máli miðar kerfið að því að þau fyrirtæki sem menga mikið í ein- hverjum skilningi borgi fyrir þá meng- un. Með tímanum er áætlað að fyr- irtækin muni keppast við að draga sem mest úr mengun til að þurfa að kaupa sem minnst mengunarleyfi. Þeir sem menga hlutfallslega lítið, svo sem heimili og smá fyrirtæki munu hins vegar til- heyra öðru kerfi (e. Effort Sharing) og greiða fyrir mengun í hlutfalli við það sem þau nota af eldsneyt- isgjöfum. Kolefnisskattur á eldsneyti Í byrjun þessa árs voru innleiddir svokallaðir kol- efnisskattar á fljótandi eldsneyti á Íslandi í þeirri viðleitni að aðlaga Ísland að stefnu Evrópusam- bandsins. Sagt var að gjaldið væri um 75% af því sem tíðkaðist í Evrópu árið 2009. Boðað er að nú skuli innheimta gjaldið að fullu líkt og gert er í Evrópu og er í frumvarpi til laga lagt til að gjaldið verði hækkað um 32%. Nú er það svo að þegar gjaldið var upphaflega lagt á var verð á kolefnakvóta um 30% hærra en það er nú. Lækkunin stafar af minni eftirspurn eftir meng- unarkvótum í kjölfar efnahagslægðarinnar sem nú herjar á Evrópu. Á næsta ári mun fljótandi eldsneyti á Íslandi því bera rúmlega 30% hærri meng- unarskatta en tíðkast í Evrópusambandinu! Kolefnisskattur á föst efni Í nýjum skattatillögum ríkisstjórnarinnar er m.a. gert ráð fyrir því að hafin verði stighækkandi skatt- lagning kola og koks, en þau efni eru í rafskautum sem notuð eru til að framleiða t.d. ál, járnblendi og kísilmálm. Helsti rökstuðningurinn fyrir þessum skatti er að það sé verið að „aðlaga“ íslenska stóriðju því sem tíðkast í Evrópu. En er það svo? Í evrópska viðskiptakerfinu sem innleitt verður hér á landi 2013 er gert ráð fyrir að iðnfyrirtæki sem nær því að vera eitt 10% fyrirtækja sem mengar minnst fái án endurgjalds kvóta fyrir starfsemi sína. Þau fyrirtæki sem menga meira þurfa að kaupa við- bótarkvótann í evrópska viðskiptakerfinu. Þetta myndar hvata fyrir fyrirtækin til að minnka notkun á kolefni og menga minna. Þannig auka þau hagnað sinn. Jafnframt eru fyrir hendi ráðstafanir til að stöðva svokallaðan „kolefnaleka“ en hann felst í því að fyrirtæki sem menga mikið færi starfsemi sína einfaldlega til landsvæða þar sem reglur um mengun eru ekki jafn strangar og innan Evrópu. Til að koma í veg fyrir þetta hefur Evr- ópusambandið leyft tímabundnar nið- urgreiðslu til slíkra fyrirtækja. Afleiðingar kolefnisskatta Augljóst er hvaða afleiðingar kolefn- isskattar á eldsneyti hafa á rekstur heimilisins. Hver lítri af bensíni verður um 6,3 krónum dýrari en ella og dísel verður 7,2 krónum dýrari. Íslensku álfyrirtækin búa öll yfir nýj- ustu tækni og munu að öllum líkindum tilheyra 10% fyrirtækja sem mestum árangri ná í mengunarmálum í heim- inum. En samkeppnisstaða þeirra mun samt verða lakari þar sem þau þurfa að greiða kolefnisskattinn íslenska sem ríkisstjórnin vill leiða í lög, a.m.k. til 2015! Um 25% framleiðslukostnaðar járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga eru kol sem notuð eru í rafskaut. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan þurfi að kaupa kvóta fyrir allt að 25% losunar sinnar. For- stjóri fyrirtækisins hefur bent á að samkvæmt út- reikningum muni kostnaður vegna kaupanna og skattsins sliga fyrirtækið og það muni hætta við öll áform um stækkun og með tímanum leggjast af. Sennilega mun verksmiðjan verða flutt annað þar sem rýmri reglur gilda. Járnblendifélagið er gott dæmi um að ómarkviss álagning mengunargjalda getur leitt til kolefnaleka. Kísilverksmiðjurnar sem fyrirhugað er að reisa í Helguvík og að Bakka við Húsavík munu vegna gjaldsins að öllum líkindum ekki verða reistar að sögn fjárfestingarsviðs Íslandsstofu og fjárfesta sem komið hafa fyrir nefndir Alþingis. Þar með er úti um „eitthvað annað“ sem svo oft er boðað. Niðurstaða Spurður um gagnrýni á kolefnisskattinn svarar fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon: „Landið [er] engin skattaparadís fyrir mengandi starfsemi.“ Niðurstaða mín er hinsvegar að það sé algjört glap- ræði að fara að tillögum ríkisstjórnarinnar og inn- leiða kolefnisskatta þá sem hún leggur til í frumvarpi sínu. Það leiðir til minni fjárfestingar, meiri meng- unar og lakari efnahagslegrar velferðar fyrir Íslend- inga til frambúðar án þess að neinum umhverf- ismarkmiðum sé náð. Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Á næsta ári mun fljótandi eldsneyti á Íslandi því bera rúmlega 30% hærri meng- unarskatta en tíðkast í Evrópu- sambandinu! Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor í hagfræði og alþingismaður. Skattaparadísin Ísland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.