Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 ✝ Páll HeiðarJónsson fædd- ist í Vík í Mýrdal 16. febrúar 1934. Hann andaðist á Borgarspítalanum 12. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Jón Pálsson, f. 10.4. 1904, d. 1.9. 2000, og Jónína Magnúsdóttir, f. 23.1. 1907, d. 30.12. 1997. Systkini Páls Heiðars: Hálfsystir Guðrún Ásmunds- dóttir, f. 21.5. 1921, d. 2.9. 1980. Alsystkin: Guðrún Jónsdóttir, f. 16.6. 1931, Bragi Jónsson, f. 12.9. 1936, d. 5.10. 1987, Ragnar Jónsson, f. 9.6. 1945, d. 7.8. 1945. Fyrrverandi eiginkona: Erla Sigurbjörnsdóttir, f. 31.3. 1938. Sonur: Jón Heiðar Pálsson, f. 20.5. 1957. Barnabörn: Einar Helgi Jónsson, f. 23.4. 1976. Tvö barnabarnabörn: Halldóra Sif og Elín Björt Einarsdætur. Guð- rún Jónsdóttir, f. 24.8. 1976. Tvö Páll Pálsson, f. 27.2. 1966, d. 27.2. 1987. Sonur: Egill Heiðar Anton Pálsson, f. 26.10. 1974. Barnabarn: Sigríður María Eg- ilsdóttir, f. 1.11. 1993. Barnsmóðir: Elisabeth Pröll, f. 17.1. 1948. Barn: Viktora Jóna Pröll. f. 13.10. 1981. Þær eru bú- settar í Þýskalandi. Eftirlifandi eiginkona: Ásta Björgvinsdóttir, f. 30.6. 1948. Börn hennar eru Stefán Guð- jónsson, f. 6.10. 1963, og Sólveig Kristjánsdóttir, f. 4.7. 1965. Páll Heiðar lauk versl- unarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1952. Hann lauk end- urskoðunarnámskeiði frá Háskóla Íslands 1958 og stund- aði nám í félagsvísindum við sama skóla 1976. Hann var lög- giltur þýðandi og dómtúlkur í ensku. Páll Heiðar starfaði við endurskoðun hjá N. Manscher 1953-57 og hjá SÍS 1958-62. Hann var skrifstofustjóri hjá Flugfélagi Íslands í London 1963-71. Árið 1971 hóf hann störf sem dagskrárgerð- armaður hjá RÚV. Síðastliðin tíu ár starfaði hann sem löggilt- ur skjalaþýðandi og dómtúlkur. Útför Páls Heiðars fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 24. nóv- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. barnabarnabörn: Sturla Már og Jón Logi Stefánssynir. Páll Heiðar Jóns- son, f. 10.9. 1991. Matthildur Soffia Jónsdóttir, f. 10.9. 1997. Dóttir: Erla Óladóttir, f. 25.5. 1958. Barnabörn: Natalie Wakefield, f. 4.5. 1977. Barna- barnabarn: Kristi- an Luigi, f. 3.11. 2008. Matthew Wakefield, f. 18.10. 1980. Barnsmóðir: Erla Tryggva- dóttir, f. 4.12. 1929. Barn: Tryggvi Rúnar Pálsson, f. 17.10. 1960. Barnsmóðir: Gunnheiður Magnúsdóttir, f. 11.3. 1935, d. 18.12. 2010. Barn: Jóhanna Gunnheiðardóttir, f. 24.9. 1963. Fyrrverandi eiginkona: Maria Teresa Goncalves de Silva, f. 22.8. 1936. Dóttir: Maria Chris- tie Pálsdóttir, f. 28.5. 1964. Barnabarn: Halldór Heiðar Hallsson, f. 11.11. 1986. Sonur: Leiðir okkar Páls hafa legið saman allt frá því ég man fyrst eftir mér. Fjölskyldur okkar bjuggu hvor sínum megin þorpsgötunnar vestast í Vík í Mýrdal. Þótt fjölskylda Páls flytti til Reykjavíkur, að því er mér fannst allt of fljótt, voru feður okkar, Jón og Óskar, tengdir traustum vinaböndum meðan báðir lifðu. Í Vík stóð Páll fyrir alls kyns undarlegum uppátækjum sem við yngri krakkarnir fylgdumst með af athygli og þótti mikið til koma að fá að fylgja foringj- anum. Hann stóð m.a. fyrir mikilli vegagerð ofan af bökk- unum og niður í fjöru og var þessi vegur varðaður fjörustein- um alla leið. Við strákarnir ók- um bílum okkar eftir þessari braut löngu eftir að Páll var farinn úr plássinu. Næst lágu leiðir okkar saman þegar hann starfaði hjá Sam- bandinu í hagdeild kaupfélag- anna. M.a. ferðaðist Páll um landið og setti upp vélabókhald hjá kaupfélögunum. Ég var um skeið í læri hjá honum við þessa iðju og voru það sérdeilis ánægjulegar stundir. Páll Heiðar var afar skemmtilegur maður. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór og gæddur miklum persónutöfrum. Fólk laðaðist að þessum heillandi manni. Hann var líka óvenjulega fjölhæfur og margt til lista lagt. Páll var þeim hæfileikum gædd- ur að geta náð framúrskarandi árangri í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík af miklu kappi og síðan orgelleik hjá Páli Ísólfs- syni. Hann hefði náð mjög langt á tónlistarbrautinni ef hann hefði helgað sig þeirri gyðju eingöngu. Páll varð strax þjóðþekktur maður þegar hann hóf að flytja fréttir og reglubundna pistla í útvarpið frá London þar sem hann starfaði hjá Flugfélagi Ís- lands. Hann vann þessa þætti af slíkri fagmennsku að fólk sat límt við útvarpstækin. Ég dvaldi í Oxford í nokkra mánuði 1962 og var þá gestur á heimili Páls og Maríu löngum stundum. Þegar heim kom frá London gerðist hann dagskrárgerðar- maður hjá útvarpinu og flutti með sér ferskan andblæ í þá stofnun og innleiddi ný vinnu- brögð í þáttagerð. Eitt af því sem Páll átti létt með var að læra erlend tungu- mál. Hann talaði þýsku með ágætum eftir stutta dvöl í Þýskalandi og tók síðar próf sem löggiltur enskur dómtúlkur og skjalaþýðandi og starfaði við það til dauðadags. Það eru ófá- ar bíómyndir sem Íslendingar hafa horft á með textum Páls sem eru mjög meitlaðir. Örlögin höguðu því þannig að við bjuggum í nokkur ár í lok síðustu aldar og við upphaf nýs árþúsunds gegnt hvor öðrum á þakinu á Laugavegi 105 eins og í gamla daga austur í Vík. Þar voru samskipti okkar Önnu og Páls og Ástu náin og kær. Við Anna þökkum fyrir þær góðu stundir. Minnisstæðastur er Páll mér þegar hann sat við flygilinn heima hjá sér á Hverfisgötunni og glímdi við Beethoven í gríð og erg eða lék Prelúdíu og fúgu í g-moll eftir Bach á orgelið í Víkurkirkju. Ég bið Guð að varðveita þennan góða dreng og styrkja og blessa börnin hans og ástvini alla. Baldur Óskarsson. Árið 1968 var viðburðasamt. Um vorið hófust mótmælaað- gerðir stúdenta í París sem vöktu hræringar víða um heim, Sovétríkin gerðu innrás í Tékkóslóvakíu og svo mætti lengi telja. Þeir sem voru um tvítugt þá og höfðu meiri áhuga á að breyta heiminum en að ota eigin tota, a.m.k. það veifið, fengu meira að segja nafnið „68-kynslóðin“. Í mínu litla lífi bar það meðal annars til tíðinda árið 1968 að um sumarið starfaði ég við leið- sögn íslenskra ferðamanna í London og kynntist þá næst- ráðanda ferðaskrifstofu Íslend- inga á Piccadilly, Páli Heiðar Jónssyni, sem var afskaplega skemmtilegur og vel gefinn náungi, píanisti og lífskúnstner, pistlahöfundur Ríkisútvarpsins og einstakt sjarmatröll. Tókst þegar með okkur mikill vin- skapur sem ekki minnkaði þeg- ar hann fluttist ásamt konu sinni og börnum til Íslands fá- einum árum síðar og varð ná- granni minn og fjölskyldu minnar vestast í Vesturbænum. Var samgangur þá mikill milli heimilanna og leið varla sá dag- ur næstu áratugi að við Páll hittumst ekki og blönduðum geði. Þessi ár haslaði Páll sér völl sem einn helsti fjölmiðlamaður landsins, frumkvöðull í dag- skrárgerð með fréttatengda spjallþætti á morgnana og alls kyns þáttaraðir sem jafnvel enn eru við lýði eins og Vikulokin. Ég held að á engan sé hallað þótt sagt sé að Páll Heiðar hafi gerbylt íslenskum útvarpskúlt- úr og eigi e.t.v. allra manna mestan heiður af að innleiða nýja og alþjóðlega strauma í dagskrárgerð Ríkisútvarpsins á sínum tíma. Við Páll Heiðar áttum saman ótalmargar góðar stundir. Ég minnist hans með þakklæti og hlýhug fyrir það sem hann var mér og sendi börnum hans og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Örnólfur Árnason. Það gustaði svo sannarlega um Pál Heiðar Jónsson á öldum ljósvakans þegar hann fluttist hingað til lands á fyrri hluta áttunda áratugarins eftir um áratugar dvöl í Lundúnum, þar sem hann starfaði hjá Flug- félagi Íslands. Samhliða störf- um sínum þar flutti hann pistla í útvarpinu um gang mála í heimsborginni og var áður en hann var fastráðinn hjá útvarp- inu orðinn þekktur fyrir sína sérstöku rödd, og sumir sögðu að framburðurinn bæri svolítið enskan hreim. Því verður ekki á móti mælt að Páll Heiðar bar með sér ferska vinda á öldum ljósvak- ans, „rás hins hugsandi manns“ eins og hann gjarnan nefndi Rás 1. Hann átti líka því láni að fagna að stjórnendur útvarpsins voru opnir fyrir hugmyndum hans um dagskrárgerð. Ekki verður farið hér í að nefna allar þær nýjungar í dagskrárgerð sem Páll Heiðar innleiddi, en aðeins til að nefna eitthvað þá má segja að hann hafi bylt morgunútvarpinu á Rás 1, þar sem hugmyndaauðgi hans fékk notið sín. Enn býr útvarpið að þessum þætti Páls Heiðars, að ekki sé minnst á Vikulokin, sem lifir góðu á lífi á laugardags- morgnum. Aðrir dagskrárliðir sem varpa ljóma á dagskrár- gerð hans eru samsettu þætt- irnir um atvinnulíf. Þar tróna hæst þættir hans um sjávar- útveg, fiskveiðar og -vinnslu, þar sem hann fylgdist með allt frá veiðum og vinnslu um borð í skipum og í frystihúsum og á markað erlendis. Þá má ekki gleyma þáttunum „Baldur og hafmeyjan“ þar sem hann var um borð í varðskipinu Baldri í síðasta þorskastríðinu, og reyndar var þessi þáttur end- urfluttur fyrr á árinu. Þeir sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma í Lundúnum á þessum árum og tilheyrðu vinahópi Páls Heiðars kynnt- umst í gegnum hann mörgum hliðum lífsins í Lundúnum, og svo þegar hann fluttist hingað heim bar hann ekki aðeins með sér ýmislegt af því besta frá Breska ríkisútvarpinu – BBC, heldur og líka ýmislegt í háttum og siðum Breta sem við höfðum kynnst ytra. Góðir hádegisverð- ir á veitingastöðum voru þar of- arlega á blaði, og nú mörg und- anfarin ár höfum við nokkrir komið saman í hádeginu á fimmtudögum undir forystu Páls Heiðars og krufið málin til mergjar ásamt því að neyta há- degisverðar. Þar hefur „forseti vor“ átt sinn stað í hornsóf- anum uppi á lofti á Lækjar- brekku. Páll kunni vel að meta góðan félagsskap, var vinmargur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Vinnusemi hans var líka við brugðið og hann fékkst við þýðingar allt fram á síðasta dag. Páll Heiðar hafði ekki aðeins áhuga á pólitík og heimsmálum, heldur var hann ekki síður mik- ill áhugamaður um klassíska tónlist, og þeir sem áttu þess kost að hlusta á hann takast á við klassísku meistarana á loft- inu á Hverfisgötunni munu seint gleyma þeim stundum. Ferðir á tónleika austur að Kirkjubæjarklaustri voru fastur liður á hverju sumri, og síðast nú í sumar. Við í hádegisverðarklúbbnum „BOYS“ sendum aðstandendum Páls Heiðars innilegar samúð- arkveðjur um leið og við þökk- um góð kynni. Kári Jónasson. Látinn er framúrskarandi skemmtilegur félagi og sam- starfsmaður til margra ára, Páll Heiðar Jónsson, löggiltur dóm- túlkur, skjalaþýðandi og fv. út- varpsmaður – með svo miklu meiru. Páll Heiðar starfaði lengi við sjónvarpsþýðingar, fyrst hjá Ríkisútvarpinu og seinna þegar Stöð 2 kom til sögunnar var hann einn af fyrstu þýðendunum sem þar voru ráðnir. Á Stöð 2 starfaði hann allt fram undir það síðasta eða í u.þ.b. aldarfjórðung. Þar glímdi hann við það þýðingalit- róf sem stöðin býður upp á, af- þreyingarefni af ýmsum toga, snúið fræðsluefni, óperur og fjölmargt annað. Páll Heiðar var vandvirkur en jafnframt af- kastamikill þýðandi og átti auð- velt með að umorða, draga út aðalatriði og laga þýðingar að hinu knappa formi skjátext- anna. Þýðendur á Stöð 2 eiga sér félag sem stendur vörð um sameiginlega hagsmuni þeirra og á þeim vettvangi fara sam- skipti þeirra að langmestu leyti fram. Þar var Páll Heiðar lengi vel virkur félagi, sótti fundi og skemmtanir og lagði ávallt gott til málanna. Honum var einkar lagið að létta lund manna með hnyttnum athugasemdum eða skemmtisögum af ýmsu tagi enda frábær sögumaður með sína sérlega áheyrilegu útvarps- rödd. Þannig var það lengi fast- ur liður á aðalfundum félagsins að þegar hefðbundnum aðal- fundarstörfum var lokið kvaddi Páll Heiðar sér hljóðs og ávarp- aði samkunduna. Þar fór hann gjarnan um víðan völl en aldrei vantaði neitt upp á skemmtileg- heitin og frásagnarsnillina. Hann var líka lengst af endur- skoðandi félagsins og lagði mik- ið upp úr vönduðum frágangi á ársreikningum þess, uppsetn- ingu, leturgerð og öðru sem þá varðaði. Það var ekki síður til- hlökkunarefni að heyra Pál Heiðar leggja fram og skýra ársreikningana en hlýða á ávörpin sem áður voru nefnd. Páll Heiðar var skarpgreind- ur maður sem fylgdist vel með þjóðfélagsmálum og átti auðvelt með að greina þar þræði og tengsl, aðalatriði og aukaatriði, ekki síður en í sjónvarpsþýðing- unum. Hann lék á píanó og var mikill aðdáandi klassískrar tón- listar en líkast til minna fyrir Bítlagarg. Hann var áhugasam- ur um glæsibíla og átti ýmsa slíka gæðinga um dagana. Þá naut hann vindla og víns og fleiri lífsins gæða – og ekki leiddist honum að fara í „lunch“. Fyrir allnokkrum árum komst Páll Heiðar á eftirlauna- aldur og var þá gerður heið- ursfélagi í Félagi þýðenda við Stöð 2. Allra síðustu árin hafði hann að mestu dregið sig út úr félagsstarfinu og samskiptin lít- il sem engin. Þegar þau þó voru brást ekki að viðmótið var hlý- legt, það var stutt í grallaralegt brosið og glettnisglampann í augunum. Þannig munum við minnast hans. Fjölskyldu og aðstandendum Páls Heiðars Jónssonar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Félags þýðenda við Stöð 2. Úlfar Sigmarsson. Þegar ég var útvarpsþulur um 1970 voru stundum á dag- skrá Lundúnapistlar, frásagnir hljóðritaðar þar og sendar heim. Þeir vöktu athygli og þótti ýmsum að framsetning bæri nokkurn keim af langri dvöl flytjandans í Bretlandi. Hann hét Páll Heiðar Jónsson og þegar ég fór að vinna við dagskrárstjórn fáum árum síðar kynntist ég honum. Þá hafði hann verið fastráðinn dagskrár- gerðarmaður við Ríkisútvarpið. En á þessum árum voru slíkir menn fágætir í útvarpinu. Raunar aðeins Páll Heiðar og Jónas Jónasson. Þegar Páll Heiðar hverfur úr heimi lifenda sjáum við á bak tímamótamanni í útvarpsþátta- gerð hérlendis. Hann stjórnaði fyrstur manna samræðum á laugardagsmorgnum um við- burði vikunnar og öðrum löngum umræðuþáttum. Meiru skipti að hann setti fyrstur saman vandlega unna og efn- ismikla þætti um þjóðmál á breiðum grundvelli, ekki síst rækilega umfjöllun um atvinnu- og efnahagsmál. Þetta var þungavigtarefni. Í ársskýrslu Ríkisútvarpsins um dagskrána 1976 segir um störf Páls Heið- ars: „Hann stjórnaði m.a. gerð 9 þátta um vinnslu á hraðfryst- um fiski, útflutning hans og sölu í Bandaríkjunum og lífið á flutningaskipunum, 2ja þátta um líf, störf og viðhorf áhafn- arinnar á varðskipinu Baldri, en gerði auk þessa þátt um loðnu- veiðar, annan um fjárfestingar- mál og 5 þætti um ástand, skipulag og framtíðarhorfur í orkumálum landsmanna, sem lauk með hringborðsumræðum um Kröfluvirkjun.“ Svona dag- skrárgerð er á öðrum stöðvum falin fjölmennum hópum, en hér vann Páll með tæknimanni margra manna verk og gerði það af óbrigðulli fagmennsku. Hann var ein styrkasta stoð út- varpsins á þessum árum og lengi síðan, hækkaði þær kröfur sem réttmætt er að gera til al- mannaútvarps. Páll Heiðar var nokkuð form- fastur maður, bæði í vinnu sinni og framgöngu yfirleitt. Kenndi þar áhrifa langdvalar með Bret- um. Eitt af því sem hann gerði var að halda námskeið fyrir fólk sem áhuga hafði á þáttagerð við Ríkisútvarpið. Ýmsir sem síðar létu að sér kveða sem útvarps- menn stigu sín fyrstu spor und- ir handleiðslu Páls. Páll Heiðar var góður sam- starfsmaður. Öllu sem hann tók að sér var borgið í höndum hans. Jafnan réð hann einn mótun sinna þátta og gafst það vel. Á þeim tíma sem hann starfaði mest var viðkvæmni stjórnmálamanna gagnvart út- varpsefni meiri en nú og þeir höfðu aðgang að yfirstjórn Rík- isútvarpsins gegnum útvarps- ráð. Ekki slapp Páll við gagn- rýni úr þeirri átt, en langoftast hlutu þættir hans einróma við- urkenningu þeirra sem báru skyn á fagleg vinnubrögð í út- varpi. Ég kveð Pál Heiðar Jóns- son með þökk fyrir samstarf og kynni sem voru mér mikilsverð þótt ekki starfaði ég á sama efnissviði og hann. Mér hefur verið falið að flytja hér þakkir og kveðjur Ríkisútvarpsins, sér í lagi frá Rás 1 sem hann nefndi stundum „rás hins hugsandi manns“. Standi hún undir því sæmdarheiti er það mönnum eins og honum að þakka. Gunnar Stefánsson. Þegar Páll Heiðar Jónsson kom heim frá Lundúnum til starfa við Ríkisútvarpið færði hann með sér ferska vinda; ný efnistök og vinnubrögð – og hann innleiddi nýjungar í dag- skrárgerð, sem enn sér stað í dagskrá útvarpsins. Ég þóttist hafa himin hönd- um tekið þegar mér barst boð frá sameiginlegum vini okkar, Hermanni heitnum Svein- björnssyni fréttamanni, þá rit- stjóra Dags á Akureyri, um að taka að mér þáttargerð fyrir Morgunvaktina frá Akureyri, en morgunþáttur Páls var eitt vinsælasta útvarpsefnið á þeim árum. Þetta var í árdaga út- varpssendinga frá Akureyri, og samstarfsmaður minn á Akur- eyri var Björgvin heitinn Júní- usson, Baddi Jún. Þessar morgunútsendingar úr „Reykhúsinu“ á Akureyri leiddu svo til starfa minna síðar hjá Ríkisútvarpinu, en mest um vert var, að þær urðu upphaf að góðu samstarfi, skemmtilegum félagsskap og traustri vináttu okkar Páls Heiðars. Nýliði gat vart fengið betri lærimeistara en Pál. Hann kenndi manni að velja áhuga- verða viðmælendur; fólk, sem hefði virkilega eitthvað fram að færa en ekki bara að tala. Hann kenndi viðtalstækni og hann var meistari klippinga til að ná fram kjarna málsins. En um- fram allt kunni hann að hlusta á viðmælandann og láta frásögn hans þróa viðtalið. Páll Heiðar var víðlesinn, fylgdist vel með heimsmálum jafnt sem heimamálum, jafnvíg- ur á söguna sem sviptivinda dægurmálanna, og í allri um- fjöllun um dægur- og stjórnmál var hann hinn fullkomni „sjent- ilmaður“. Hann fylgdi þeirri gullnu reglu að það væri ekki hans sem fréttamanns að kveða upp dóma. Slíkt var hlustand- ans. Fyrir 20 árum varð Páll fyrir heilsutjóni, sem skerti rödd hans og sneri hann sér þá að mestu að þýðingum úr ensku, en hann var löggiltur dómtúlk- ur og skjalaþýðandi. Hann sinnti því af þeirri elju, ná- kvæmni og vandvirkni, sem af honum var að vænta. Þær kvik- myndir, sem hann hefur ís- lenzkað, eru trúlega á annað þúsund talsins. Páll hafði ríkan sjálfsaga og hóf vinnudag sinn á undan flest- um öðrum og vann oft langt fram á kvöld, en hann gætti þess þó alltaf að eiga tíma fyrir langan „lunch“ með vinum sín- um. Þessar hádegisstundir urðu með árunum að föstum þætti í lífi okkar nánustu vina hans. Þeirra verður lengi saknað. Ástríða Páls Heiðars var tón- listin. Hann var lærður í tónlist- arsögu, vel liðtækur píanisti og sótti konserta eftir mætti. Flyg- illinn var hjarta heimilis hans. Þar til hann kynntist Ástu. Á kveðjustund vil ég þakka Páli leiðsögn og umburðarlyndi, hlýja vináttu, ánægjulegar skíðaferðir og skemmtistundir – sem því miður urðu stopulli vegna utanlandsbúsetu minnar síðustu tvo áratugi. En heim- koma mín hefur hverju sinni hafizt með hádegisverði. Löngum „lunch“. Og þannig held ég að endurfundirnir verði. Bjarni Sigtryggsson, Moskvu. Páll Heiðar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.