Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Afi var fjölhæfur maður með
mörg áhugamál. Þegar ég var lítil
fékk ég að vita að hann væri
tæknifræðingur en vissi aldrei al-
mennilega hvað hann fékkst við á
daginn í vinnunni, enda tækni-
fræðingur starfsheiti sem ég hafði
ekki skilning á sem barn. En ég
myndaði mér mjög fljótlega skoð-
un á því hvað hann var í mínum
augum. Hann var listamaður. Ég
hef sjálf alltaf haft unun af því að
teikna og mála og þetta áhugamál
tengdi okkur. Það var tilhlökkun-
arefni að sýna honum nýjustu
verkin mín því ólíkt öðrum full-
orðnum þá kom hann alltaf með
greinargóðar og fræðandi at-
hugasemdir um verkin mín, sama
hvernig þau voru. Hann stúderaði
þau með mér og sagði mér hvað
Vilhjálmur
Grímsson
✝ VilhjálmurGrímsson
tæknifræðingur
fæddist í Færeyjum
3. ágúst 1942. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 12. nóv-
ember 2011.
Vilhjálmur var
jarðsunginn frá
Fella- og Hóla-
kirkju 18. nóv-
ember 2011.
væri gott og frábært
og hvað mætti svo
betur fara. Sjálfur
var hann einstak-
lega fær listamaður
og málaði og teikn-
aði af innlifun. Í mín-
um augum var hann
lærimeistarinn
minn, hann var sá
færasti.
Margar af mínum
uppáhaldsstundum
með honum voru á sunnudögum.
Þá eyddum við tíma saman á lista-
söfnum og pældum í verkum ann-
arra. Ég dáðist að þekkingu hans
á myndlist og meðtók hvert orð
sem hann sagði. Svo settumst við
niður, ég fékk kakó með rjóma og
við komumst að því hverjir há-
punktar sýningarinnar voru.
Hann hvatti mig til að fara í
myndlistarskóla, sem ég gerði og
naut. Hann sagði að ég hefði þann
hæfileika að sjá hlutina eins og
þeir eru, ég kynni að teikna það
sem ég sæi. Mér fannst ekki leið-
inlegt að segja frá því að ég hefði
fengið slíkt hrós frá alvöru lista-
manni.
Síðustu vikur ræddum við svo-
lítið um Guð, líf eftir dauðann og
fórum með bænir. Það var alltaf
svo gaman að ræða við hann, það
stafaði frá honum hlýja og hann
sýndi undantekningarlaust mik-
inn áhuga á því sem aðrir höfðu að
segja og lagði eitthvað til mál-
anna. Hann trúði og ég veit að
hann er á góðum stað. Kannski
málandi. Allavega glaður.
Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir.
Villi bróðir er lagður af stað í
ferðina miklu. Á þessum kross-
götum hvarflar hugurinn til
æskuáranna á Framesvegi 34 í
Reykjavík. Fyrstu minningarnar
um Villa stóra bróður eru í kring-
um hjólreiðakeppnir sem haldnar
voru flest kvöld á vorin. Við Espa
systir fylgdumst með af áhuga
þegar dregið var strik, þvert yfir
malargötuna og allt að tuttugu
krakkar röðuðu sér á hjólunum
sínum við rásmarkið. Þegar
merkið var gefið var ætt af stað.
Hjólaður var svokallaður Seljó-
hringur, frá Holtsgötu inn Selja-
veginn, síðan beygt inn á Vestur-
götu og þaðan inn á Framnesveg
og beygt aftur inn á Holtsgötuna
og þar lokaðist hringurinn. Við
Espa vorum of ung til að taka þátt
í keppninni en fögnuðum Villa
innilega þegar vel gekk. Við vor-
um afar stolt að eiga stóran bróð-
ur sem stóð sig frábærlega vel í
þessari miklu keppni.
Síðar flutti fjölskyldan inn á
Langholtsveg, þá eru minnis-
stæðir leikir okkar og ævintýri í
fjörunni við Slippinn. Á þeim slóð-
um voru nokkur skipsflök. Eitt
þeirra hét Síldin, stóreflis tréskip
sem lá á hliðinni í fjörunni, sem
við könnuðum eins og kafarar
kanna skipsflök á hafsbotni. Báta-
smíðar urðu okkar aðaláhugamál.
Við notuðum tunnur og timburpl-
anka sem voru fengnir á einskis
manns landi eða nýttum það sem
hendi var næst. Villi hafði frétt af
svokölluðum Catamara-bátum
sem voru gerðir úr tveimur
skrokkum og voru mjög stöðugir.
Við bjuggum til einn slíkan og
draumur okkar var að sigla alla
leið út í Viðey. Aldrei fórum við
svo langt á þessu fleyi en smíð-
arnar færðust nú heim á háaloftið
á Langholtsveginum. Þar voru
alls kyns skipasmíðaverkfæri sem
pabbi okkar hafði með sér frá
Færeyjum þegar hann kom til Ís-
lands sem skipasmiður.
Villi var mikill keppnismaður
og æfði sund með sunddeild KR
eins og sannur Vesturbæingur.
Það var gaman að hlusta á Sigurð
Sigurðsson íþróttafréttamann
lýsa í beinni útsendingu frá sund-
keppnum og heyra hann tala af
ákefð um það þegar Vilhjálmur
Grímsson ýmist stakk sér til
sunds eða kom í mark. Oft vann
Villi til verðlauna. Við vorum stolt
af honum systkinin og í augum
mömmu okkar var hann prinsinn.
Villi fór ungur til Noregs að
læra byggingafræði og bjó þar í
nokkur ár ásamt Vigdísi eigin-
konu sinni. Þau fluttu aftur til Ís-
lands og settust að í Keflavík. Þar
bjuggu þau sér fallegt heimili og
eignuðust fjögur börn sem öllum
hefur farnast vel. Villi hafði áhuga
á að taka aftur upp þráðinn í báta-
smíðinni og geta stoltur og frjáls
róið til fiskjar frá Reykjavík.
Veikindi komu í veg fyrir þessi
áform en við trúum að nú sigli
hann um himinskýin frjáls og
óháður.
Við sendum Vigdísi, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur á þess-
ari sorgarstundu.
Regin og Elísabet.
Fyrir mörgum áratugum átti
ég leið niður á höfn í Keflavík.
Mér sýndist að selur væri að
synda um í höfninni, en við frekari
eftirgrennslan sá ég að þarna var
á ferð ungur maður í froskbún-
ingi. Maðurinn svamlaði og tók
síðan sundsprett, tróð marvaða
og tók síðan annan sundsprett.
Ekki þekkti ég manninn en dáðist
að öflugum og traustum sundtök-
um. Síðan líða mörg ár og þá rekst
ég á unga manninn á ný, það var á
skrifstofu bæjartæknifræðings í
Keflavík en þar var þá kominn
nýr yfirmaður. Ég leit þar inn
einn góðan veðurdag til að heilsa
upp á nýja yfirmanninn, á móti
mér tók vörpulegur maður í hvít-
um læknaslopp, með stórt strok-
leður á milli fingra vinstri handar,
sjaldgæf sjón sem vakti athygli
því slíku áttu menn ekki að venj-
ast. Segja má að hér sannist hið
fornkveðna, nýir siðir koma með
nýjum herrum. Hér var þá kom-
inn sundmaðurinn úr Keflavíkur-
höfn forðum, Vilhjálmur Gríms-
son, hafði hann í þá daga verið að
aðstoða föður sinn Grím kafara
sem vann við hafnarframkvæmd-
ir. Í millitíðinni hafði hann farið í
nám til Noregs og var kominn
með stóra fjölskyldu og nú tekinn
við stöðu bæjartæknifræðings í
Keflavík og bar með sér sérkenni
menntunar sinnar frá Noregi. Við
tókumst í hendur og kynntum
okkur hvor fyrir öðrum, segja má
að með þessu fyrsta handtaki hafi
myndast vinátta sem entist ævi-
langt. Við urðum nánir vinnu-
félagar, fjölskylduvinir og
frammámenn í JC-hreyfingunni
um margra ára skeið, Vilhjálmur
þar landsforseti. Hann var vinur
vina sinna, ákaflega traustur,
ráðagóður, glaður á góðri stund
og þá hrókur alls fagnaðar. Sá oft
spaugilegu hliðarnar á mönnum
og málefnum. Ósérhlífinn og ið-
inn. Þegar ævistarfinu lauk og
tími eftirlaunaáranna tók við var
sorglegt að hann veiktist af
ólæknandi sjúkdómi sem dró
hann til dauða langt fyrir aldur
fram.
Fyrir nokkrum dögum heim-
sótti ég Vilhjálm á líknardeild
LSH í Kópavogi, þar ræddum við
ýmis mál, sérstaklega var honum
hugleikið að fjalla um umsókn Ís-
lands að Evrópusambandinu og
leist illa á að færa allt vald í mál-
efnum Íslendinga frá Austurvelli í
hendur embættismannanna í
Brussel. Að lokum kvöddumst við
með handabandi í hinsta sinn.
Eiginkonunni Vigdísi, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum svo
og öllum sem eiga um sárt að
binda við fráfall Vilhjálms Gríms-
sonar er vottuð dýpsta samúð og
hluttekning.
Ellert Eiríksson.
Þegar ég labbaði í fyrsta skipti
inn á skrifstofuna okkar á Suður-
landsbraut fyrir um 10 árum
voru ekki margir þar. En þar var
Valdi. Fyrstu kynnin voru hrjúf,
hann talaði sjóaramál og fannst
sérstaklega gaman að tala ofan í
okkur fræðinga, sérstaklega um
sjávarútvegsmál. Það var auðvelt
að hleypa lífi í daginn með því að
opna á vel valinni athugasemd
um fótbolta, kvótakerfið eða viss-
an stjórnmálaflokk. Valdi lá ekki
á skoðunum sínum, talaði á með-
an hann þurrkaði kaffibollana,
sem margir reyndar þvoðu aftur
fyrir notkun. Skrifstofan var
undarleg blanda af fínu fjármála-
fyrirtæki og messa í skipi.
Fjöldi manns kom á skrifstof-
una, undarleg blanda fólks sem
Valdi tók á móti. Oft var það
hjálpar þurfti. Áður en mesti
hamagangurinn og ferðalögin
hófust vorum við stundum bara
tveir á skrifstofunni og þá kynnt-
ist ég Valda betur. Hann kom
mér sífellt á óvart. Ég fékk að
kynnast hlið sem var mjög ólík
hrjúfu yfirbragðinu. Áhuga-
manni um menningu og manni
með reynslu sem miðlaði þessum
óborganlegu, góðlegu ráðum sem
við svo oft förum ekki eftir.
Það var þó skemmtilegast
þegar börnin komu með á skrif-
stofuna. Þá kynntist ég hlið á
Valda sem ég mun aldrei gleyma.
Valdi, maðurinn með stóra hjart-
að. Eftir að veikindin tóku yfir líf
Valda fór ég alltaf með börnin
með mér til hans í heimsókn.
Þrátt fyrir að tjáningin væri far-
in var hjartað greinilega á sínum
stað. Hann hló og skemmti sér
með krökkunum, lét þau sitja hjá
Þorvaldur Berg-
mann Björnsson
✝ ÞorvaldurBergmann
Björnsson fæddist í
Reykjavík 19. jan-
úar 1936. Hann lést
13. nóvember 2011
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi.
Úför Þorvaldar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 23. nóv-
ember 2011.
sér, faðmaði þau og
var allur á iði við að
benda okkur á að
gefa börnunum að
drekka. Það var un-
un að sjá hvað hann
var barngóður. Nú
er stóra hjartað
hans stoppað. Það
var skrýtið að segja
börnunum frá því.
Sú yngsta kynntist
Valda aðeins eftir
veikindin og saknar hans mikið
eins og við öll. Oft sér maður
hreinustu útgáfu kærleika í
gegnum börnin sín. Erna, við
vottum þér og ykkur öllum inni-
legustu samúð og Guð veri með
ykkur.
Tómas og börnin.
Ríflega 30 ár eru síðan leiðir
okkar Þorvaldar B. Björnssonar
lágu saman hjá Hafskip hf. Hann
kom þá til starfa sem yfirmaður
flutningadeildar félagsins, sem
hann gegndi með eldmóði til síð-
asta dags þess í rekstri í desem-
ber 1985. Við áttum svo þétta
samfylgd og samvinnu nær óslit-
ið allt þar til hastarlegt heilsu-
farsáfall hreif hann fyrirvara-
laust úr daglegri önn í desember
2006. Varð þá skarð fyrir skildi.
Þorvaldur B. Björnsson var
mikill dugnaðarmaður við öll sín
störf, ósérhlífinn, trúr og dyggur
félagi. Hann hafði góð tök á sam-
skiptum við erlenda aðila, sem
einkum dugði vel í starfi hans
fyrir Hafskip hf. á sínum tíma.
Gekk þó stundum talsvert á og
duldist engum á skrifstofu fé-
lagsins, þegar Þorvaldi var mikið
niðri fyrir í samningaglímum á
langlínu. Eftirminnilegur tími og
æ síðan svo í okkar langa sam-
starfi. Við Þorvaldur erum báðir
bornir og barnfæddir Vesturbæ-
ingar og stóð hann traustum fót-
um í minningasjóði uppvaxtarár-
anna sem og einnig úr hörðu lífi
sínu í sjómennsku á yngri árum.
Hann var einhver eldheitasti
KR-ingur, sem ég hef þekkt, og
er þá langt til jafnað, lengst af
mikill sjálfstæðismaður en síðan
dyggur fylgismaður Alberts
Guðmundssonar. Þorvaldur var
annálað snyrtimenni í kæðaburði
og kunni góð skil á hinum ólík-
legustu sviðum, sem ætla mætti,
að ekki hefðu verið í hans alfara-
leið.
Þorvaldur var velviljaður mað-
ur og ætíð hjálpsamur þeim, sem
höllum fæti stóðu þá stundina.
Eftirsjá er að Þorvaldi, en minn-
ingin lifir um farsæla vegferð í
leik og starfi. Ég votta Ernu eig-
inkonu Þorvaldar og fjölskyldu
þeirra einlæga samúð við andlát
hans. Guð geymi Þorvald Berg-
mann Björnsson og varðveiti
hans fólk.
Björgólfur Guðmundsson.
Hlekkirnir þrír eru táknmynd
Oddfellowhreyfingarinnar. Þeir
tákna einkunnarorð reglunnar
sem eru vinátta, kærleikur, sann-
leikur. Allt starf Oddfellowregl-
unnar byggist á þeim.
Þorvaldur Bergmann Björns-
son sameinaði svo sannarlega
þessi einkunnarorð reglunnar
með gjörðum sínum. Hann var
hlýr og góður vinur, dálítið hlé-
drægur en fastur fyrir í skoð-
anaskiptum. Hann var kærleiks-
ríkur og lagði metnað sinn í það
að stúkan okkar, Þorfinnur
karlsefni, sinnti líknarmálum vel.
Og hann var sannur, það sýndi
hann með öllu sínu fasi og fram-
komu. Það var þess vegna gott
að vinna að málefnum stúkunnar
með hann sér við hlið. Stærsta
verkefni okkar í líknarmálum er
fjáröflunardagur, Sköturall, þar
sem við seljum vinum okkar og
velunnurum skötu í hádeginu á
Þorláksmessu. Það er skemmti-
leg tilbreyting í stúkustarfinu og
gefur okkur um leið dálitla upp-
hæð peninga sem við getum not-
að til að styðja við ýmis líknandi
málefni. Þessari hátíð okkar
stjórnaði Þorvaldur frá upphafi
og allt þar til að hann veiktist.
Það var alltaf svolítil spenna í
lofti þegar Þorvaldur kallaði okk-
ur til starfa, setti okkur fyrir
verkefni og stýrði því í gæfuríka
höfn. Það var með sanni hægt að
segja um hann: „Verkið lofar
meistarann.“
Við kveðjum Þorvald Berg-
mann Björnsson með söknuði og
biðjum Guð að blessa hann og
fjölskyldu hans.
F.h. st. nr. 10, Þorfinns karls-
efnis,
Ásgrímur Jónasson.
Það verður tóm-
legra á mánaðarlegum fundum
okkar „vitringanna“, nú þegar
Baldur, vinur okkar, er fallinn
frá. Liðin eru um 20 ár síðan
við fórum að hittast í húsa-
kynnum VFÍ, tíu verkfræðing-
ar, sem allir höfum starfað að
stjórnun og eftirliti með stærri
verkefnum.
Með okkur, Árna Birni,
Baldri, Daníel, Gunnari, Jón-
asi, Magnúsi, Pétri, Stanley,
Svavari og Tryggva, þróaðist
traust vinátta og samstaða.
Baldur var kjölfestan í þessum
óformlega félagsskap. Hann
ákvað tíma fyrir okkar mán-
aðarlegu fundi, hélt nákvæma
skrá yfir starfsmenn hvers
fundar, en ávallt hafði einn úr
hópnum framsögu um eitthvað
fræðandi og annar sá um að á
borðum væri nægur matur og
drykkur. Þessi nákvæmni
Baldurs og samviskusemi var
honum eðlislæg.
Sterkur persónuleiki og ná-
kvæmni í hvívetna einkenndi
störf hans ásamt mjög sterkri
réttlætiskennd. Þessir eigin-
leikar og færni í starfi sköpuðu
honum traust allra, sem með
honum unnu, hvorum megin
borðs sem þeir sátu. Hann
naut óskoraðs trausts í röðum
kollega sem og hjá opinberum
aðilum eins og borgarverk-
fræðingsembætti og vegagerð.
Þegar Baldur kom heim frá
námi réðst hann til starfa hjá
Íslenskum aðalverktökum. Þar
kom strax fram hæfni hans,
bæði í landmælingum og sem
eftirlitsverkfræðings. Hann
fékk sérstaka viðurkenningu
fyrir afburðalausn við að mæla
fyrir radarstöðvum hersins á
Baldur Einar
Jóhannesson
✝ Baldur EinarJóhannesson
fæddist í Reykjavík
17. apríl 1932.
Hann andaðist á
Landspítalanum 6.
nóvember 2011.
Útför Baldurs
fór fram frá Hall-
grímskirkju 22.
nóvember 2011.
Miðnesheiði. Þá
treysti Guðmund-
ur Einarsson,
frkvstj. ÍA, hinum
unga verkfræðingi
fyrir eftirliti með
gerð Reykjanes-
brautar og þakk-
aði Alþjóðasjóður-
inn honum
sérstaklega störf
hans þar.
Baldur var með-
eigandi Verkfræðistofunnar
Hnits og starfaði þar að mörg-
um verkefnum og skal hér að-
eins minnst á tvö þeirra: eft-
irlit með gerð
Hvalfjarðarganga og byggingu
Ráðhúss Reykjavíkur.
Öll framangreind verk
gengu með ágætum vel og átti
Baldur stóran þátt í því með
samstarfslipurð sinni, ná-
kvæmni og færni. Mislíkaði
honum, gat hvesst, en réttsýni
hans hafði þó ætíð yfirhöndina.
Baldur gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum, m.a. fyrir
Verkefnastjórnunarfélag Ís-
lands, Verkfræðingafélag Ís-
lands og Almannavarnaráð.
Leysti hann þau af trú-
mennsku. Hann flutti fyrir-
lestra og annaðist kennslu í
verkefnastjórnun, samninga-
gerð og landmælingum og allt
með miklum sóma.
Við Baldur fylgdumst að í
gegnum menntaskólanám og
kepptum þá oft hvor gegn öðr-
um í handbolta. Einnig þar
einkenndist framkoma hans af
heiðarleika þótt ekkert hafi
skort á keppnisskapið. Fyrir
ábendingu hans fór ég til náms
í München og vorum við skóla-
félagar þar og herbergisfélag-
ar eitt vetrarmisseri. Betri fé-
laga er vart hægt að hugsa
sér.
Þegar hugmynd kom upp
um að halda Evrópumót í
handbolta á Íslandi buðum við
Baldur HSÍ að skipuleggja og
stýra undirbúningsfundum
með helstu hagsmunaaðilum.
Við fórum til Tékkóslóvakíu
1990 til að kynna okkur að-
stæður og framkvæmd við
heimsmeistarakeppni sem þar
fór fram. Var Baldur góður
samstarfs- og ferðafélagi.
Fyrir hönd fjölskyldu minn-
ar og ofannefndra félaga flyt
ég eiginkonu og börnum Bald-
urs vináttu- og samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minningin um
góðan vin.
Gunnar Torfason.
Kveðja frá Félagi eldri
borgara í Reykjavík
og nágrenni
Félagi eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni var það
mikil fengur þegar Baldur Jó-
hannesson verkfræðingur gekk
til liðs við byggingarnefnd fé-
lagsins árið 2008, þegar til
stóð að hefja undirbúning að
byggingu 49 sérhannaðra
íbúða fyrir aldraða við Hóla-
berg 84 í Reykjavík.
Við vorum sessunautar á
meira en sjötíu fundum nefnd-
arinnar. Ávallt reyndi á Baldur
þegar tæknileg úrlausnarefni
voru á dagskrá. Og þegar
byggingarframkvæmdir hófust
kom það eins og af sjálfu sér
að hann var valinn sem eft-
irlitsmaður með framkvæmd-
unum af hálfu félagsins. Hann
hafði átt að baki mikilvæg
störf ýmist sem byggingar-
stjóri eða eftirlitsmaður við
byggingu Ráðhúss Reykjavík-
ur, Hvalfjarðarganga og húss
Seðlabanka Íslands auk ann-
arra verkfræðistarfa, svo það
ætti ekki að vaxa honum í aug-
um að líta til með framkvæmd-
unum við Hólaberg. Eða svo
skyldi maður að óreyndu ætla.
En Baldur tók hlutverk sitt af
mikilli alvöru. Hann vandaði
sig við hvert orð sem hann
setti á blað og velti fyrir sér
hverri setningu, t.d. í drögum
að verksamningi, og hann
kunni skil á öllum þeim stöðl-
um sem á gæti reynt. Skarð
hans verður vandfyllt á vett-
vangi félagsins.
Að leiðarlokum er ástæða til
að þakka þetta mikilsverða
starf um leið og eftirlifandi
eiginkonu Baldurs og fjöl-
skyldu eru færðar innilegar
samúðarkveðjur.
Unnar Stefánsson,
formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík
og nágrenni.