Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 24.11.2011, Síða 36
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ferðamaður lést í skemmti… 2. Borðar stundum bara 600 … 3. Andlát: Jónas Jónasson 4. Neyddist til að segja sannleikann »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson hlaut fyrstu Malcolm McLa- ren-verðlaun Performa-gjörninga- tvíæringsins í New York mánudaginn sl. fyrir gjörning sinn Bliss sem fram- inn var 19. nóvember á tvíæringnum. Tónlistarmaðurinn Lou Reed afhenti verðlaunin en þau eru veitt fyrir verk ungs listamanns sem þykir öðrum frumlegri og sérlega hugvekjandi. Morgunblaðið/Golli Lou Reed afhenti Ragnari verðlaun  Í dag kemur út safnpakki með hljómsveitinni Grafík sem inni- heldur tvo hljóm- diska og heimild- armynd. Hún verður frumsýnd í kvöld á Ísafirði, heimabæ sveit- arinnar. Leikstjórar myndarinnar eru Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Heimildarmynd um Grafík frumsýnd  Tíu ár eru síðan Stormurinn á eft- ir logninu, fyrsta sólóplata Sesars A, kom út. Um er að ræða fyrstu plötuna þar sem rappað er eingöngu á íslensku. Þessu verður fagnað laugardaginn 26. nóv- ember á Faktorý. Þar koma fram, ásamt Sesari A, Blaz Roca, Úlfurúlfur, DJ Koco- on og fleiri. Tíu ára afmæli ís- lensku rappplötunnar Á föstudag NV hvassviðri og snjókoma með austurströndinni um morguninn, en annars fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Á laugardag Fremur hæg breytileg átt, bjart með köflum og él á stöku stað. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 18-23 m/s með slyddu suðaustan- lands seinnipartinn. Hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins. VEÐUR Framganga Heiðars Helgu- sonar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, hefur ítrekað sýnt áhuga á að fá hann til að hætta við að hætta með landsliðinu. Í viðhorfsgrein skorar Víðir Sigurðsson hins vegar á Lagerbäck að virða ákvörðun Heið- ars. »4 Lars, láttu Heiðar Helguson í friði Leikmenn FH og Akureyrar buðu upp á spennandi og skemmtilegan leik í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðin leiddu saman hesta sína í N1-deild- inni í handknattleik. Það skiptust á skin og skúrir hjá liðunum í jöfnum leik og ekki vantaði dramatíkina undir lokin. Þá varði Stefán Guðnason, markvörður Akur- eyrar, vítakast frá FH-ingi og tryggði liði sínu annað stigið. Loktölur: 29:29. »3 Dramatík og spenna í Kaplakrika Ólafur Stefánsson lék í gær sinn fyrsta handboltaleik í tæplega hálft ár. Hann var í sigurliði AG Köbenhavn gegn Lemvig á útivelli í dönsku úr- valsdeildinni, 34:26. Hann skoraði 3 mörk. „Fyrrum besti handboltamaður heims sýndi gagnrýnendum að hann getur enn skilað sínu í handbolta í hæsta gæðaflokki,“ sagði í umfjöllun vefmiðilsins hbold.dk. »1 Getur enn spilað í hæsta gæðaflokki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Karlakór Grafarvogs kemur opin- berlega fram í fyrsta sinn á 25 ára afmælistónleikum Reykjalundar- kórsins í Grafarvogskirkju annað kvöld. Karlakórinn var stofnaður fyrir aðeins tveimur mánuðum. Kórfélagar eru þegar orðnir 32 tals- ins og er enn að fjölga. Íris Erlingsdóttir, stofnandi kórs- ins, kórstjóri og söngkennari, sagði frá fyrirhugaðri stofnun karlakórs í Grafarvogi í samtali við Morgun- blaðið 17. september síðastliðinn. Þá sagðist hún ætla að fá minnst 20 í kórinn en geta byrjað með átta. Kynningarfundur var haldinn í Grafarvogskirkju mánudagskvöldið 20. september. „Þetta fékk mjög góðar við- tökur,“ sagði Íris. „Það komu þrjá- tíu manns á kynningarfundinn. Ég tók fram að ég ætlaði ekki að vera með raddprufur en einhverjir vildu láta prófa sig og ég varð við því. Næstum því helmingur félaga er kórvanur og ég hef ekki prófað þá. Það er ekki nauðsynlegt að fara í inntökupróf. Karlar mega alveg koma og syngja.“ Kórfélagar eru langflestir úr Grafarvogi og kórinn því sannkall- aður hverfiskarlakór. Íris sagði að búið væri að manna allar raddir allt frá dýpsta bassa upp í hæsta tenór. Félagar eru á breiðu aldursbili, frá því að vera um tvítugt og upp undir sjötugt. Á meðal kórfélaga leynast einsöngvaraefni, að mati Írisar. Hún sagði að það kæmi bet- ur í ljós með meiri þjálfun. „Þetta eru mjög flottir strákar,“ sagði Íris. „Þeir eru margir efni- legir en það tekur tíma að þjálfa þá.“ Arn- björg Arnardóttir leikur undir hjá Karlakór Grafarvogs. Hún er að ljúka framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor. Má segja að konurnar tvær, stjórnandinn og undirleikarinn, haldi körlunum á mottunni? „Já, já, við gerum það,“ sagði Íris. Hún sagði búið að ákveða að laga- valið yrði á léttari nótunum. „Við ætlum ekki að verða hádramatískur karlakór. Þeir vilja hafa þetta létt og skemmtilegt,“ sagði Íris. Búið er að bóka karlakórinn til að syngja á þorrablóti hjá íþróttafélag- inu Fjölni eftir áramótin. Kórinn er byrjaður að æfa fyrir þorrablótið auk þess að hafa æft fyrir tón- leikana annað kvöld. Æfingar eru einu sinni í viku og eftir áramótin verður einnig farið í æfingabúðir og æft heila helgi. „Þetta eru mjög flottir strákar“  Karlakór Graf- arvogs er tveggja mánaða gamall Nýstofnaður Karlakór Grafarvogs verður gestakór á 25 ára afmæl- istónleikum Reykjalundarkórsins, sem haldnir verða í Grafar- vogskirkju annað kvöld klukkan 20.00. Íris Erlings- dóttir stjórnar báðum kór- unum sem koma fram á tónleikunum. Karlakórinn mun flytja lagið „Ísland“ eftir Sigfús Einarsson einn síns liðs annað kvöld auk þess að taka þátt í flutningi „Þrymskviðu“ eftir Jón Ásgeirsson og „Á Sprengisandi“ eftir Sigvalda Kaldalóns með Reykjalundarkórnum, sem er blandaður kór. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. Samtals munu um áttatíu kórsöngvarar hefja upp raustir sínar í Grafarvogskirkju annað kvöld auk fimm einsöngvara og hóps hljóðfæraleikara. Frumraunin annað kvöld KARLAKÓR GRAFARVOGS Íris Erlingsdóttir kórstjóri Ljósmynd/Ólafur Jóhannsson Karlakór Grafarvogs Kórinn var stofnaður 20. september síðastliðinn og kemur fram á tónleikum í Grafarvogs- kirkju annað kvöld. Myndin var tekin á æfingu kórsins á mánudaginn var. Stjórnandi er Íris Erlingsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.