Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2011 Monitor Anna María hefur síðustu tvö ár hoppað á milli Íslands og Danmerkur því ytra er hún í sönghópnum, IKI, sem nýver- ið vann til dönsku tónlistarverðlaunanna í söngdjassi. Neyðin kennir naktri konu spuna Hvenær byrjaðir þú að syngja? Ég byrjaði að syngja „Syngjum öll um Sókrates“ með Stebba Hilmars og Sverri Stormsker þegar ég var 9 mánaða. Hvenær áttaðir þú þig á því að þú vildir verða söng- kona? Þegar ég söng „Syngjum öll um Sókrates”. Þú lærðir söng í FÍH. Var það gefandi? Já, það var mjög gefandi að læra af helstu jazztónlistar- mönnum landsins. Hvernig kom það til að þú fórst til Danmerkur? Ég var svo heppin að komast í skiptinám frá FÍH í Rytmisk Musik Konservatorium í Kaupmannahöfn veturinn 2009 til 2010. Síðan þá hef ég verið að fl akka á milli Íslands og Kaupmannahafnar. Hvernig varð sönghópurinn IKI til? Við vorum níu söngkonur úr skólanum sem drógum okkur saman fyrir 2 árum en við deildum sameigin- legum áhuga á að kanna möguleika raddarinnar sem hljóðfæri. Öll lögin eru spunnin á staðnum og aðeins fl utt einu sinni sem gerir tónlistina spennandi, síbreyti- lega og skemmtilega ófullkomna að okkar mati. Hvaða þýðingu hefur þessi viðurkenning fyrir þig? Þetta er ótrúlega góð viðurkenning bæði fyrir mig og fyrir okkur sem heild og veitir okkur innblástur að halda áfram á sömu braut. Hvað er framundan? Ég ætla að halda áfram að njóta lífsins í Danmörku og á Íslandi. Stefnan er að taka upp sólóplötu á Íslandi í byrjun næsta árs. Við í IKI ætlum svo í tónleikaferðalag til allra Norðurlandanna á næsta ári og gefa út ýmis- legt efni. Við ætlum líka að taka upp plötu á Íslandi. Stelpurnar voru yfi r sig hrifnar af Íslandi þegar þær komu hingað 2010 þannig þær geta ekki beðið eftir að koma aftur. jrj ANNA MARÍA BJÖRNSDÓTTIR Fyrstu sex: 110287. Uppáhaldstónlist: Björk, Tom Waits, Camille, Zap mama, Joni Mitchell, Eva Cassidy. Plötur á fóninum: On your wall - Clara Bryld, Our Garden - Johanna Elina og auðvitað Jón Jónsson. Uppáhaldsbíómynd: The Room með Tommy Wiseau. NÍU RADDIR – ENGAR REGLUR Sönghópurinn IKI er skipaður níu stúlkum frá Noregi, Finnlandi, Danmörku og Íslandi og spinna þær alla tónlist á staðnum hvar sem þær koma fram. Platan sem hlaut verðlaunin varð til á þremur dögum í upptökuveri þar sem spunnin voru 65 lög en 12 uppáhaldslögin voru síðan valin til að vera á plötunni. HUGSAR HEIM Í DÖNSKU HAUSTI VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/IMMORTALS FULLT AF AUKAVINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ EST LG Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ LG OPTIMUS 3D SÍMA + 4 BÍÓMIÐA! * Leik líkur 24. nóvember 2011 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA VILTU VINNA 3D SÍMA? FRUMSÝND 18. NÓVEMBER

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.