Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 18
Monitor FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Dömulegur, töffaralegur, fjölbreytilegur, þægilegur, gamaldags/nýlegur. Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Ég á engan einn uppáhalds en ég fylgist t.d. vel með línunum frá ACNE, Alexander McQueen, Marc Jacobs, McQ, Alexander Wang og svona gæti ég talið endalaust upp. Ég hefði ekkert á móti því að eignast föt frá þessum hönnuðum. Hvar verslar þú helst fötin þín? Ég versla þau allra helst í Monki og H&M. Ég er svo heppin að eiga systur í Kaupmannahöfn sem gefur mér ástæðu til að ferðast þangað nokkrum sinnum á ári og þar geri ég mín helstu fatainnkaup. Urban Outfitters og Weekday koma líka sterk inn. Hérna heima eru það aðallega Spúútnik, Rokk og Rósir, Topshop og GS skór. Fyrir hvernig tilefni finnst þér skemmtilegast að klæða þig upp? Bara við flest öll. Mér finnst rosalega gaman að vera fín og klæða mig upp. Ég er t.d. yfirleitt alltaf fín í skólanum og er mjög oft á hælum. Flest dress eru fallegri við hæla að mínu mati. Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Ég gæti ekki verið án hyljarans míns frá Maybelline sem ég læt undir augun, mér finnst hann skipta höfuðmáli þegar ég mála mig. Maskarinn frá Maybelline er líka algjör snilld en ég hef notað hann frá því að ég byrjaði að maskara mig. Annars gæti ég ekki verið án varasalva. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvernig tattú myndir þú fá þér og hvar? Ef ég yrði að fá mér tattú myndi það örugglega vera kennitalan mín á innanverðan fingurinn. Annars er ég ekki í neinum tattúhugleiðingum. lh Að þessu sinni kíkti Stíllinn í heimsókn til Fanneyjar Ingvars- dóttur fyrrum fegurðardrottningar. Fanney er á sínu síðasta ári í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, samhliða því starfar hún í GS skóm og æfir handbolta með Stjörnunni í frítíma sínum. Fanney lumar á mörgum flottum flíkum í fataskápnum sínum. fataskápurinn NÝJASTA Eru skór sem ég keypti mér um síðustu helgi í GS skóm. Þeir minna allra helst á gömlu góðu Buffalo-tískuna, mér finnst þeir algjört æði! FLOTTASTA Er fíni rúskinnsjakkinn minn úr BikBok sem ég fékk á tæpar 4.000 kr. en hann átti að kosta um 30.000 kr. Frekar mikil snilld! DÝRASTA Ég á alls ekki mikið af rándýrum flíkum. Ég held að Billibi skórnir mínir úr GS skóm sem ég fékk í afmælisgjöf frá kærastanum mínum sé mín dýrasta eign í augnablikinu. SKRÍTNASTA Ég bjóst aldrei við því að ég myndi einhvern tímann eignast rauðar leðurbuxur. En ég keypti mér þessar fínu í Gallerí 17. ELSTA Eru hvítar Levi’s gallastuttbuxur sem mamma mín átti fyrir mörgum árum sem ég gróf upp einhvern tímann í sumar og hafa komið vel að gagni. 18 Hælar gera dressin fallegri Myndir/Árni Sæberg BESTA Mín besta í augnablikinu er nýja mokkakápan mín sem ég keypti í H&M. Hún er mjög flott og rosalega hlý í þokkabót. Hún mun koma oft í stað dúnúlpunnar í vetur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.