Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 17.11.2011, Blaðsíða 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 17. nóvember 2011 | Allt að gerast - alla fi mmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? fílófaxið fi mmtud17nóv NÝDÖNSK – DELUXE Borgarleikhúsið 20:00 Hinir ástsælu Nýdanskrar-menn hyggjast fl ytja plötuna Deluxe í heild sinni en hljómsveitin fagnar brátt 20 ára afmæli plötunnar. Miðaverð er 4.400 kr. SIGRÍÐUR THORLACIUS – JOIE DE VIVRE Kaldalón 20:00 Sigríður Thorlacius syngur fi mmtán franskar dæg- urperlur í tilefni af 100 ára afmæli Alliance Francaise. Miðaverð er 2.900 kr. ELDAR OG YLJA Faktorý 22:00 Hljómsveitirnar Eldar og Ylja blása til tónleika en fyrrnefndu sveitina skipa þeir Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson, sem sjá má í spurningakeppni á bls. 8. Aðgangseyrir er 1.000 kr. FYNDNASTI MAÐUR ÍSLANDS Spot 20:30 Fyndnasti maður landsins verður krýndur á úrslita- kvöldi sem fram fer í Kópavoginum. Þess má geta að Pétur Jóhann Sigfússon vann þessa keppni árið 1999 en hún fór síðast fram árið 2007. Aðgangseyrir er 2.000 kr. ROKKVEISLA Gaukur á stöng 21:30 Rokksveitirnar Shogun, Endless Dark og Trust the Lies troða upp á Gauknum þar sem aðgangseyrir er 1.000 kr. en fylgir bjór með þúsundkallinum. MT. EDEN Nasa 00:00 Dub-step dúettinn Mt. Eden kemur alla leið frá Nýja- Sjálandi til að gera sitt besta við að trylla lýðinn á Nasa. Þeim til halds og trausts verða plötusnúðurinn Joey D og rafsveitin Sykur sem nýverið gáfu út sína aðra breiðskífu. Miðaverð er 1.990 kr. Kvikmynd: Af þeim nýlegu fi nnst mér Drive frábær, ein besta kvik- myndatónlist sem ég hef heyrt. Ég hef örugglega horft oftast á Fear and Loathing og græt alltaf þegar ég horfi á Notebook. Alltaf. Agalegt. Þáttur: Æ, er það eitthvað? Ég hef alveg gaman af þessu, alveg frá Seinfeld til Flight of the Conchords. en í sannleika sagt horfi ég rosa lítið á þætti. Bók: Aftur sekur, ég les lítið. Ein bók sem mér fi nnst að allir ættu að lesa er Last Night a DJ Saved My Life. Þar getur fólk fræðst bæði um hinn undarlega kynstofn plötusnúða og komist að því að tónlistarstefnur eins og diskó eru engu minna merki- legar en framsækið rokk eða barrokk. Plata: Það sem kemur upp í hugann er Screamadelica með Primal Scream, hún kemur mér alltaf í rosa fínt skap. Svo er ég Kraftwerk-maður og ég held að The Man Machine sé þar mögulega uppá- halds. En sú plata sem hefur haft mest áhrif á mig og sem ég hef orðið fyrir sterkastri hlustunarupplifun við er Kid A með Radiohead án nokkurs vafa. Vefsíða: Rosa sniðugt þetta Face. Staður: Ísland. Mér fi nnst rosa fínt að vera hér í Reykjavík. Mér fannst líka rosa fínt að vera á Akranesi þar sem ég ólst upp og bjó lengst af. Mér fi nnst ofboðs- lega fallegt á Vestfjörðum, í Ásbyrgi, undir Eyjafjöllum, á Mývatni og bara útum allt. Ég sækist ekkert sérstak- lega mikið eftir að fara til útlanda, en ég kann nokkuð vel við mig í London þar sem það er inn að labba og ferðast hratt. Síðast en ekki síst » Óli Ofur, plötusnúður og hljóðkerfamaður, fílar: ÚTGÁFUTÓNLEIKAR ÁRSTÍÐA Laugardagurinn 19. nóvember Salurinn í Kópavogi kl. 21.00 Hljómsveitin Árstíðir ætlar að fagna útgáfu plötu sinnar, Svefns og vöku skil, með tónleikum í Salnum næsta laugardagskvöld. „Við erum búnir að vinna að þessari plötu síðustu 2 ár. Mörg lög hafa verið erfi ð í fæðingu en það sem hefur helst breyst frá síðustu plötu er að bandið er búið að stækka og við erum að nota strengjakvartett í fl estum lögunum. Það komum við til með að gera líka á útgáfutón- leikunum,“ segir Gunnar Már Jakobsson sem bæði syngur og spilar á gítar í sveitinni. „Það er skemmtilegt að spila þar sem hljómburð- urinn er góður enda hefur hljóðheimurinn stækkað hjá okkur og útsetningarnar eru orðnar meiri og tæknilegri. Við ætlum því að spila ljúfa tóna fyrir fólk en svo er líka komið smá fútt í einhver ný lög og þá er tekið á því. Smá rokk og ról í restina.“ Meðlimir hljóm- sveitarinnar hafa verið duglegir við að leggja land undir fót síðustu misseri. Í ágúst fór sveitin í tveggja vikna ferð um Austurríki og Tékk- land og í september spilaði sveitin 11 tónleika í 8 borgum í Rússlandi á einungis tveimur vikum. „Það æðislega við rússneska áhorfendur er hvað þau mæta bjartsýn á tónleika og taka manni opnum örmum án þess að hafa heyrt í manni. Mætingin var frábær og það voru 4-500 manns á hverjum tónleikum. Maður sjálfur var alltaf yfi r sig ánægður því að fólk var búið að ákveða fyrirfram að þetta yrði æðislegt og þá var þetta bara æðislegt.“ Aðspurður segir Gunnar að viðtökurnar hafi einnig verið frábærar á Akureyri um síðustu helgi þar sem sveitin hélt fyrri útgáfutónleika sína í Hofi . „Það er bara vonandi að stemningin verði jafn góð í Salnum.“ Miðasala er á midi. is og salurinn.is. Stærri hljóðheimur monitor@monitor.is INGÓ OG VEÐURGUÐIRNIR Players 22:00 Ef þig langar að tjútta á balli á laugardagskvöldið þá lofa Ingó og Veðurguðirnir tjúttstemningu í Kópavoginum. Frítt inn til miðnættis en 1.000 kr. miðinn eftir það. laugardag19nóv TODMOBILE Eldborg 20:00 Stórtónleikar Todmobile fara fram í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en miðaverð er frá 2.990 kr. upp í 5.990 kr. föstudagu18nóv M yn d/ Ó sk ar P ál l E lf ar ss on

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.