Morgunblaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
dvelur myndarlegur kvenfálki um
þessar mundir en það var Ólafur
Nielsen á Náttúrufræðistofnun Ís-
lands sem kom með fálkann í garð-
inn. Hremmingar fálkans voru
nokkuð óvanalegar en hann lenti
framan á rúðu flutningabíls sem
var á ferð við Staðastað á sunn-
anverðu Snæfellsnesi. Bílstjórinn,
sem heitir Sveinn Haukur, sá þúst á
veginum framundan, sem reyndist
vera fálki, sem skyndilega flaug
upp og stefndi fyrst frá bílnum.
Fálkinn breytti um stefnu og flaug
á framrúðuna og féll til jarðar í
vegkantinum. Þá var Sveinn Hauk-
ur þess fullviss að fuglinn væri
dauður og setti í kassa á bílnum.
Eftir um 20 kílómetra akstur at-
hugaði Sveinn Haukur með fálkann
sem tók á móti honum með út-
breidda vængina. Hvort fálkinn
nær sér að fullu verður að koma í
ljós en honum verður sleppt um leið
og tækifæri gefst en safnar nú
þreki.
Fálki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
Á batavegi Fálkinn flaug á bíl og vank-
aðist en er núna í hressingarmeðferð.
Þessa dagana eru velunnarar
Blindrafélagsins að fá sent fyrsta
leiðsöguhundadagatal Blindra-
félagsins. Dagatalið, sem er fyrir
2012, er með myndum af leið-
söguhundum fyrir blinda og ung-
hundum sem valdir hafa verið til
þjálfunar til leiðsöguhundsstarfa.
Útgáfa dagatalsins er hugsuð
sem fjáröflun til að standa
straum af kaupum og þjálfun
leiðsöguhunda. Hér á landi eru
starfandi fimm leiðsöguhundar
fyrir blinda, þörf er á mun fleiri.
Hægt er að panta dagatölin á
netföngunum margret@blind.is
og hildur@blind.is.
Gefa út leiðsögu-
hundadagatal
Félagið Tékkneska á Íslandi efnir til minningarathafnar
um Václav Havel á útfarardegi hans á Þorláksmessu kl.
17.30 við Lýðveldisgarðinn á horni Hverfisgötu og
Smiðjustígs, austan Þjóðleikhúss. Erlingur Gíslason leik-
ari flytur brot úr verki Havels. Kveikt verður á kertum í
minningu hans.
„Heimildir herma, að þegar leikritaskáldið Václav
Havel var kosinn forseti Tékkóslóvakíu hafi leikrit hans
aldrei verið flutt utan heimalandsins; og að eftir emb-
ættistökuna hafi hann komið við á Íslandi á leiðinni frá
Moskvu til Washington, eða öfugt. Í öllu falli er það stað-
reynd, að í Þjóðleikhúsi Íslands sá Havel í fyrsta sinn leikrit eftir sig flutt
utan heimalandsins. Íslenskir leikarar og leikstjórar kynntust Havel í
Tékkóslóvakíu á sínum tíma. Þjóðleikhúsráð sá til þess að verk eftir hann
var frumflutt hér,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Minningarathöfn um Václav Havel
Václav Havel
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga ætlar í samstarfi við Póstinn
að taka við notuðum frímerkjum í
janúar 2012. Ágóðinn af sölu frí-
merkjanna rennur til þróunarverk-
efna á sviði menntunar barna, ung-
linga og fullorðinna í Eþíópíu og
Kenía. Frímerkjum og umslögum
verður safnað á öllum pósthúsum
frá 27. desember til 31. janúar.
Safna frímerkjum
Opin hugmyndasamkeppni um
nýja göngu- og hjólaleið yfir El-
liðarósa er hafin en reisa þarf
tvær brýr á leiðinni.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg kemur fram að gert sé ráð
fyrir að samið verði við þá sem
hljóta fyrstu verðlaun um áfram-
haldandi hönnun. Stefnt sé að
framkvæmdum næsta sumar.
Nýi göngu- og hjólastígurinn
mun stytta leiðina milli Grafar-
vogs og miðborgar umtalsvert
eða um 0,7 km. Nánari upplýs-
ingar eru á vef Reykjavíkur-
borgar.
Samkeppni um nýjar
göngu- og hjólabrýr
STUTT
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Fjárlaganefnd Alþingis kallaði eftir
og fékk upplýsingar frá utanríkis-
ráðuneytinu um miðjan nóvember
um það hvernig staðið var að því að
leggja mat á það tjón sem Skafti
Jónsson, sendiráðunautur sendiráðs
Íslands í Washington, og kona hans,
Kristín Þorsteinsdóttir, urðu fyrir í
apríl á þessu ári þegar sjór komst inn
í gám sem búslóð þeirra var flutt í til
Bandaríkjanna.
Þetta staðfestir Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir, formaður fjárlaganefnd-
ar, í samtali við Morgunblaðið. Hún
segir að ráðuneytið hafi hins vegar
óskað eftir því að þau væru háð trún-
aði á þeim forsendum að um per-
sónulegar upplýsingar væri að ræða.
Einungis fulltrúar í nefndinni hafi
því fengið að sjá upplýsingarnar.
Óljóst hvaða verk voru bætt
Eins og komið hefur fram í Morg-
unblaðinu greiddi íslenska ríkið 75
milljónir króna í bætur vegna tjóns-
ins til viðbótar við greiðslu frá
Tryggingamiðstöðinni upp á rúmar
fimm milljónir. Stærstur hluti bót-
anna var greiddur vegna fjölmargra
listaverka og annarra listmuna sem
voru í búslóðinni eða á fimmta tug
milljóna en annað sem mun meðal
annars hafa verið bætt var fatnaður,
húsgögn og skartgripir.
Ekki hefur hins vegar verið gefið
upp hversu marga listmuni hafi verið
um að ræða, hvaða listmunir það hafi
verið sem hafi orðið fyrir tjóni og
verið bættir af ríkinu eða á hvað þeir
voru metnir og hefur utanríkisráðu-
neytið ítrekað neitað að veita þær
upplýsingar.
Fram kom í yfirlýsingu frá Skafta
og Kristínu síðastliðinn mánudag,
sem birt var í heild í Morgunblaðinu
daginn eftir, að utanríkisráðuneytinu
hafi verið fullkunnugt um verðmæti
búslóðarinnar. Þá hefur einnig meðal
annars verið greint frá því í umfjöll-
unum blaðsins um málið að íslenska
ríkið eða fulltrúar þess hafi hvergi
komið að málinu með beinum hætti
nema þegar kom að því að greiða út
bæturnar fyrir búslóðina úr ríkis-
sjóði.
Undrandi á umfanginu
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, er varamaður
í fjárlaganefnd og staðfesti hún í
samtali við Morgunblaðið að hafa séð
þau gögn sem fjárlaganefnd Alþingis
fékk afhent vegna bótamálsins. Hún
segist þó bundin trúnaði vegna
gagnanna. „Ég get þó sagt að mig
undrar umfang umræddrar búslóðar
miðað við þessi gögn og skil ekki
hvernig hafi verið hægt að koma
henni fyrir í 20 feta flutningagámi,“
segir Vigdís.
Hún segist ennfremur hissa á því
að krafist hafi verið trúnaðar í nefnd-
inni. „Ég held að það væri einfald-
lega best fyrir alla að þetta mál væri
leitt til lykta með þeim hætti að það
yrði allt bara uppi á borðinu hvernig
staðið var að þessu.“
Þingið óskaði upp-
lýsinga um bótamatið
Ljósmynd/Lárus Karl Ingason
Tjónamál Utanríkisráðuneytið vissi um verðmæti búslóðar Skafta Jóns-
sonar og konu hans að þeirra sögn þegar hún var flutt til Bandaríkjanna.
Tjónamálið
» Mikið tjón varð á búslóð
Skafta Jónssonar og Kristínar
Þorsteinsdóttur þegar ólag
kom á flutningaskip Eimskipa í
apríl fyrr á þessu ári.
» Greiddar voru 75 milljónir
króna úr ríkissjóði í bætur fyrir
búslóðina og um fimm milljónir
frá tryggingafélaginu sem
tryggði hana.
» Engin bein lagaheimild mun
vera til staðar fyrir því að ríkið
ábyrgist búslóðir starfsmanna
utanríkisþjónustunnar þegar
þeir halda til starfa erlendis.
» Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins kom ríkið
hvergi að málinu með beinum
hætti nema í lokin þegar kom
að því að greiða bæturnar.
Neytendastofa telur að auglýsingar
Skjásins ehf., þar sem borin var
saman áskrift að Skjá einum og
Stöð 2, hafi ekki verið villandi.
Neytendastofa telur ekki vera
ástæðu til aðgerða af hennar hálfu
vegna kvörtunar fjölmiðlafyrirtæk-
isins 365 miðla ehf. vegna auglýs-
inganna.
Fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar
ehf., sem rekur m.a. Stöð 2, kvartaði
til Neytendastofu í september 2011
vegna útvarps- og blaðaauglýsinga
Skjásins á áskrift að Skjá einum. Í
auglýsingu var áskriftin borin sam-
an við áskrift að Stöð 2 og verð
áskriftar að Skjá einum m.a. sagt
helmingi lægra en að Stöð 2. Þá var
Netfrelsi Skjás eins kynnt í út-
varpsauglýsingunni sem kvartað var
vegna. 365 miðlar ehf. töldu m.a. að
bornar væru saman ósambærilegar
vörur og að vísað væri á ómálefna-
legan hátt til auglýsinga Stöðvar 2.
Því brytu auglýsingar Skjásins gegn
ákvæðum laga um eftirlit með við-
skiptaháttum og markaðssetningu.
Skjárinn hafnaði því að auglýs-
ingar hans væru ólögmætar og
sagði að bornar væru saman vörur
sem ættu í innbyrðis samkeppni,
fullnægðu sömu þörfum og væru
ætlaðar til sömu nota. Þá væri verð-
samanburður á áskriftunum réttur.
Neytendastofa komst m.a. að
þeirri niðurstöðu að fullyrðing
Skjásins ehf. um helmingi lægra
verð á áskrift að Skjá einum en að
Stöð 2 sé ekki röng. Hún telur því
að auglýsingar Skjásins ehf., vegna
Skjás eins, séu ekki villandi og því
ekki brot á téðum lögum.
Þá sé ekki skírskotað til óviðkom-
andi mála í auglýsingum Skjásins og
form þeirra því ekki ótilhlýðilegt.
Auglýsingarnar teljist ekki til órétt-
mætra viðskiptahátta og því ekki
brot á lögum. Því sé ekki ástæða til
aðgerða af hálfu stofnunarinnar.
gudni@mbl.is
Auglýsingar Skjásins
ekki á skjön við lög
365 miðlar ehf. kvörtuðu vegna samanburðar við Stöð 2
Keppinautar
» Undir Skjáinn ehf. heyra
sjónvarpsstöðin Skjár einn,
SkjárBíó þar sem áhorfendur
sækja sjálfir efni, SkjárHeimur
sem endurvarpar erlendum
sjónvarpsstöðvum og Skjár-
Golf sem sýnir golfkeppnir.
» 365 miðlar reka m.a. sjón-
varpsstöðina Stöð 2, íþrótta-
stöðina Stöð 2 Sport, afþrey-
ingarstöðina Stöð 2 Extra og
Stöð 2 Bíó auk Stöðvar 2 Fjöl-
varps sem er endurvarp er-
lendra stöðva.
Fríðindak
ort
Golfarans
Golfkortið
JÓLAGJÖF GOLFARANS
Kortið fæst á völdum
stöðvum
Golfkortið 2012
Spilað um allt Ísland - 31 golfvellir
Einstaklingskort 9.000 kr,
Fjölskyldukort 14.000 kr
Upplýsingar á golfkortid.is
Kíkið inn á leikinn