Morgunblaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hrollvekjandi „Hins vegar er myrkari hlið sem felur í sér djúpa verufræðilega angist,“ segir Steinar Bragi. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég myndi glaður vilja vera laus við hryllinginn, en þetta er það sem kemur upp úr mér þegar ég skrifa,“ segir Steinar Bragi rithöfundur um nýjustu skáldsögu sína Hálendið. Bókinni hefur verið lýst sem hroll- vekjutrylli, en hrollvekjuþemað var líka fyrirferðarmikið í Konum, næst- síðustu bók hans. Að sögn Steinars Braga leitaði hann sem barn og ung- lingur mikið í hrollvekjur og þjóð- sögur, en gleymdi efninu lengi vel þar til það fór að leita aftur á hann á fullorðinsaldri. „Hrunið sem varð hér er hryll- ingur sem hefur verið tjáður á hag- fræðimáli sem á ekki endilega best við. Þetta er hrun af mannavöldum og endurspeglar fyrst og fremst sál- fræðilegar stærðir. Orsökin býr í því hvernig við skynjum og hugsum,“ segir Steinar Bragi og viðurkennir að sér hafi fundist spennandi að nálgast hrunið gegnum hrollvekj- una. „Ég hefði ekki getað nálgast hrunið í gegnum Borgartúnið heldur einmitt með því að fara sem fjærst þessum efnislega, hagræna veru- leika bæjarins,“ segir Steinar Bragi og tekur fram að hann líti þó ekki á Hálendið sem hreinræktaða hrun- bók. „Ég myndi frekar lýsa henni sem bók um kapítalisma og hvernig sálfræði okkar er mótuð af honum.“ Líkt og nafnið gefur til kynna er náttúran fyrirferðarmikil í bókinni. „Söguþráðurinn lýsir því hvernig undið er ofan af þessum hátimbruðu menningarverum sem fara út í nátt- úruna og hvernig tóm sandanna læt- ur þau um að hrista sig sjálf í sund- ur,“ segir Steinar Bragi og bendir á að þannig birtist myrka hliðin á ís- lenskri náttúru. „Mér finnst íslensk náttúra hafa tvær hliðar. Annars vegar er það þessi ofboðslega fagra, tóma og þögla fjarvera hálendisins þar sem gott er að vera í næði og finna sjálfan sig fjarri menningunni. Hins vegar er myrkari hlið sem felur í sér djúpa verufræðilega angist sem býr í hverju einasta sandkorni uppi á hálendinu. Þessi hlið er ekki endi- lega vond, það fer bara eftir mann- eskjunni sem er þarna og á hverju hún þarf að halda.“ Nýlega bárust fréttir af því að bit- ist væri um kvikmyndaréttinn af bókinni. Þegar þetta er borið undir Steinar Braga segist hann lítið mega segja. „Ég má í raun ekkert tala um þetta. Það er eins og það sé verið að fremja einhver myrkraverk á bók- inni og mér sé haldið frá þeim,“ segir Steinar Bragi kíminn. Hann getur þó staðfest að bæði íslenskir og er- lendir framleiðendur hafi sýnt bók- inni áhuga og að samningaviðræður fari fram um þessar mundir. Vildi glaður vera laus við hryllinginn  Steinar Bragi segir Hálendið vera bók um kapítalismann 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Ínýrri ljóðabók sinni, Það semég hefði átt að segja næst –með undirtitilinn Þráhyggju-sögur, tekur Ingunn Snædal upp þráðinn úr þeirri síðustu, Komin til að vera, nóttin, sem kom út fyrir tveimur árum. Eins og skáldið út- skýrir í upphafi bókarinnar, sem í eru tæplega 60 ljóð, segir hér „frá ís- lenskri sveit, tilraunum til nýmóðins ástarsambanda, gamaldags höfnun og þráhyggju og heilum hellingi af ósvöruðum smáskilaboðum“. Ingunn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ferska nálgun við ljóðið; jarðbundið, hispurslaust og hvers- dagslegt ljóðmál, sem mótað er af persónulegum og iðulega hnyttnum myndum og athugunum, og hafa ljóð hennar oftar en ekki einkennst af því hvernig sjónarhornið færist á milli ljóðmælandans og umhverfis á áhrifamikinn hátt. Í síðustu bók var ljóðmælandi með farsíma í for- grunni, oft á ferðalagi, en í nýju bók- inni er dvalið í íslenskri sveit – sem er stillt upp sem andstæðu borg- arlífs – og sms-skeytunum fjölgar, sambandið við ytri heiminn er um símann, sem er leiðarstef í verkinu, og þráin magnast upp. Í ljóðinu „Sjónhverfingu“ liggur ljóðmæland- inn „… milli lína / á ósvör- uðu sms-i / og þögull síminn / er við það að brenna gat / á töskuna mína.“ Í öðru ljóði er hvatn- ing: „… hættu þessu rugli / hættu að horfa á símann þinn // hættu að láta hjartað / taka þessa kippi þegar þú færð skilaboð …“ Og í „Þráhyggju II“ horfir ljóðmæland- inn á þann sem er ávarpaður í auðu sæti hinum megin við borðið og heyrir rödd hans „gegnum marga kílómetra af myrkri“ en þessi nótt er áhugalaus og „vakna fjórum sinnum á nóttu / lít alltaf á símann / mis- kunnarlaus skjárinn / sýnir bara klukkuna“. En meðan skjárinn er dauður er áhrifaríkasta líf ljóðheimsins í um- hverfinu, á athugunum á ytra heimi, þar sem andstæðum er teflt saman, í náttúru, menningu og afstöðu til hlutanna. Í sveitinni er lopapeysan ekki tískuákvörðun „heldur marg- bætt í handvegunum“; ef þessi rifa í landslagið væri „skurður á fingri þyrfti að byrja á að hreinsa töluvert grjót úr sárinu“; og á meðan séð-og- heyrt-liðið var á börum borgarinnar á laugardagskvöldi sat ljóðmæland- inn í fjárhúsi „karblaut upp fyrir oln- boga / og togaði af öllum kröftum í / sterkgult og dragúldið lamb“ sem er dautt í rollu. Sveitin í ljóðheimi Ingunnar er hversdagsleg en af henni stafar líka ógn fyrir þá sem ekki þekkja, eins og sést í ljóðinu „Sumarferð“: sveitin er rauður borði á gulu skilti þegar þéttbýlinu sleppir uppgefnir vegir sólsleiktar klappir vaggandi blær bíll á hvolfi í blóðugri á rignir tárum úr sólinni Sjálfhverfari ljóðin ná oftast ekki sömu dýpt í þessari bók og þar sem unnið er með umhverfið, staði og minningar, en þar er oft afar vel gert og ljóð kalla á endurtekinn lestur. Það sem ég hefði átt að segja næst er ójafnari bók en þær síðustu frá skáldinu. Sjálfhverfar þráhyggju- raunirnar kveikja ekki galdurinn, frekar en sms-skeytin. En horn- staurinn stendur sig þó: Rómantík þú heldur mér uppi eins og hornstaur Þögull sími í karblautum höndum Morgunblaðið/Kristinn Ingunn Snædal Hún hefur „vakið verðskuldaða athygli fyrir ferska nálgun við ljóðið; jarðbundið, hispurslaust og hversdagslegt ljóðmál …“ Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur bbbnn Ljóð eftir Ingunni Snædal. Bjartur, 2011. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Út er komin bókin Jón forseti allur? – Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar, eftir Pál Björnsson sagnfræðing. Páll, sem er dósent við Háskólann á Akureyri, kveðst hafa unnið að þessu vandaða og ríkulega myndskreytta verki frá árinu 2004, en bókin var á dögunum tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Það er ánægjulegt að hafa náð að koma bókinni út á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar því þetta er viða- mikið verk og var úr gríðarlega miklu efni að vinna,“ segir hann. Í Jón forseti allur? er fjallað um það með hve ólíkum hætti arfleifð Jóns hefur verið notuð síðan hann lést árið 1879. Lýst er hvernig minn- ingarnar um hann hafa gengið í end- urnýjun lífdaga, til dæmis með há- tíðarhöldum, minjagripum og hvers kyns útgáfu. Jón Sigurðsson hefur einnig iðulega verið dreginn inn í ágreiningsmál og þá hafa stjórn- málamenn, félagasamtök og fyr- irtæki nýtt sér ímynd hans á ólíkan hátt. Í bókinni birtir Páll einnig nið- urstöður skoðanakönnunar á við- horfum almennings til Jóns og á þekkingu fólks á honum. „Þetta er ævisaga Jóns eftir að hann deyr; hún byrjar á dauða hans og jarðarförinni,“ segir Páll. „Síðan fylgi ég honum til samtímans.“ Hann segir verkið fjalla um minningu, táknmynd og arfleifð Jóns. „Ég er að sýna fram á hvernig minning hans hefur lifað og hvernig hún hefur verið notuð. Ég tek ýmis dæmi um það. Það kemur á óvart hve margir hafa notað Jón, ekki bara yfirvöld. Frjáls félagasamtök eins og íþrótta- og ungmennahreyf- ingin skipta til dæmis talsverðu máli við að gera 17. júní að þeirri hátíð sem dagurinn varð, löngu áður en lýðveldið var stofnað 1944. Íslend- ingar höfðu annan þjóðhátíðardag, 2. ágúst, fram á 20. öld,“ segir hann. Að sumu leyti segir Páll lýðveldið hafa verið stofnað á grundvelli arfleifðar Jóns. Forseti lýðveldisins? „Hugmyndin að bókinni byrjaði að mótast árið 2004 og síðan hef ég unnið að henni með öðru en síðustu tvö ár hef ég einbeitt mér að henni, samhliða kennslu. Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar styrkir útgáfuna og það skipti sköpum að hægt var að gefa hana út með öllum þessum myndum og á vandaðan hátt.“ En hver er staða Jóns Sigurðs- sonar í samfélaginu í dag? „Ég er með ýmislegt efni sem sýn- ir sterka stöðu hans en svo lét ég líka gera skoðanakönnun og birti hana í viðauka. Þar kemur til að mynda fram að fáir vita hvers vegna hann er kallaður Jón forseti, tæp sex prósent, en mun fleiri töldu hann hafa verið fyrsta forseta lýðveld- isins. En þegar spurt var fyrir hvað Jón hefði verið þekktur tengdi meirihluti svarenda hann við sjálf- stæðisbaráttuna.“ efi@mbl.is Ævisagan byrjar á dauða Jóns og jarðarförinni  Páll Björnsson hefur skrifað bók um arfleifð og ímynd Jóns Sigurðssonar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Páll „Fáir vita hvers vegna hann er kallaður Jón forseti,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.