Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Skötuveisla að hætti sjómannsins. 19. - 23. desember til kl. 21. Verð kr. 1500 á mann. Studio 29, Laugavegi 101. sími 861 2319 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ekki verður af fyrirhuguðum breyt- ingum á morgunverði barna á leik- skólum bæjarins um áramót vegna fjölda athugasemda frá foreldrum. Formaður skólanefndar, sem lengi hefur starfað með L-listanum, sagði af sér vegna þessa í gær.    Fyrstu fregnir hermdu að hætt yrði að bjóða upp á morgunmat í leikskólum, en til stóð að í morg- unverð og miðmorgunhressingu yrði boðið upp á ávexti og grænmeti, vatn og mjólk, í stað kornmetis. Engum duldist að breytingin var hugsuð til sparnaðar þótt fulltrúi bæjarins nefndi að með því að börn borðuðu morgunmat heima ætti fjöl- skyldan gæðastund saman...    Kynna átti breytingarnar á al- mennum fundi á þriðjudagskvöldið en fyrr sama dag var ákveðið að end- urskoða ákvörðun um breytingar. „Akureyrarbær þarf eftir sem áður að leita leiða til þess að draga úr kostnaði við rekstur leikskólanna og mun leitast við að gera það í sam- vinnu við foreldra leikskólabarna,“ sagði í tilkynningu frá bænum.    Sigurveig Bergsteinsdóttir sagði af sér formennsku í skólanefnd Akureyrar í gær. Hún sagði jafn- framt skilið við L-listann, sem hefur meirihluta í bæjarstjórn, eftir að hafa starfað lengi með listanum. Hún er ósátt við að ákvörðun var tekin án þess að rætt væri við hana.    „Þetta var ekki gert í samráði við mig og ég fékk ekki að vita af þessu áður en fréttatilkynningin var send út. Þetta eru vinnubrögðin í L- listanum, við þau er ég ósátt og get því ekki starfað áfram á þeim for- sendum,“ sagði Sigurveig í samtali við Vikudag í gær.    Meira af bæjarmálum; Hani fór í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn, eins og nefnt var stuttlega í blaðinu í gær. Er þetta í fyrsta skipti í sögu bæjarins sem hani fer í pontu á þessum vettvangi svo vitað sé.    Haninn Hrólfur er búsettur á Oddeyri. Eigandi hans er Sigurvin Jónsson frá Dalvík, stundum kall- aður Fíllinn; fyndnasti maður Ís- lands árið 2002.    Fíllinn og haninn mættu saman á fundinn, sá síðarnefndi í pappakassa og beið spakur frammi á gangi eftir því að umræða um búfjárhald hæf- ist. Þá fékk Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, Hrólf lánaðan og hóf mál sitt með hann í fanginu.    Hrólfur var hinn prúðasti en hafði sig ekki í frammi. Líklega var það ekki nærveru hans að þakka en nokkrar breytingartillögur komu fram og á endanum var málinu vísað aftur til framkvæmdaráðs, að tillögu Odds Helga Halldórssonar for- manns bæjarráðs og fram- kvæmdaráðs, til frekari umfjöllunar. Allir 11 bæjarfulltrúar voru því hlynntir.    Í nýrri samþykkt um búfjárhald í bænum, sem fjallað var um, var lagt til að bannað væri að halda þar hana, nema á lögbýlum. Breytingin yrði ekki afturvirk en heimildir herma að Hrólfi hafi verið létt að fundi loknum og snúið glaður heim til hænu sinnar og sona, Odds Helga og Böðvars.    Soffíu Guðmundsdóttur og Þor- láks Sigurðssonar var minnst við upphaf bæjarstjórnarfundar á þriðjudaginn. Soffía var bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri frá 1970 til 1982 og Þorlákur oddviti í Grímsey í 20 ár, 1970 til 1982. Bæði eru nýlátin.    Samþykkt var í bæjarstjórn að íþróttamál bæjarins yrðu færð undir samfélags- og mannréttindadeild og að starfi framkvæmdastjóra íþrótta- deildar yrði breytt í starf forstöðu- manns íþróttamála.    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, fulltrúi VG í stjórnsýslunefnd, lagði til á dögunum að samhliða breyt- ingum á starfi íþróttafulltrúa yrði ráðinn að nýju jafnréttisfulltrúi Ak- ureyrarbæjar. Málið var rætt á bæj- arstjórnarfundi en það er nú til um- fjöllunar hjá samfélags- og mannréttindaráði    Rúmlega 100 nemar voru braut- skráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyrar á þriðjudagskvöldið, bæði nemendur sem lokið hafa burt- fararprófi á iðn- og starfsnáms- brautum og stúdentar.    Sigríður Huld Jónsdóttir, skóla- meistari VMA, sagði í ávarpi sínu að skólinn stæði fyrir fjölbreytileika og sveigjanleika í menntun. „Ég er stolt af skólanum mínum og hann er mik- ilvægur í þessu samfélagi. Hann gef- ur einstaklingum með ólíkar þarfir og áhuga tækifæri til náms sem ekki er í boði í neinum öðrum framhalds- skóla á þessu svæði.“    Skólameistari sagði að jafnvel á heimsvísu væru ekki margir skólar þar sem væri jafn fjölbreytt náms- framboð og í VMA. „Þá gefur skól- inn nemendum með þroskahamlanir tækifæri til náms á framhalds- skólastigi.“    „Með skólanum kemur nýsköp- un, hann gerir samfélagið sjálfbær- ara og fjölbreyttara og fleiri hafa tækifæri til náms. Hann er mik- ilvægur þáttur í eflingu atvinnulífs á þessu svæði og án skólans væru lík- lega nokkur fyrirtæki hér á svæðinu í erfiðleikum með að manna stöður. Stúdentar frá VMA efla Háskólann á Akureyri og það skapandi starf sem fram fer hér í skólanum eflir listamannalífið í bænum.“    VMA veltir rúmlega milljarði á ári „sem skilar sér með margfeldis- áhrifum út í samfélagið,“ sagði skólameistari. Skólinn hefur verið starfræktur frá 1984. Hann væri að festa sig í sessi og hefðirnar að verða til. „Engu að síður þarf skólinn enn að sanna tilverurétt sinn og leiðrétta misskilning og jafnvel fordóma í garð skólans úti í samfélaginu,“ sagði Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, í ávarpi sínu við brautskráninguna.    Sævar Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélags Akureyrar. Sævar er 37 ára viðskiptafræðingur og nam einnig íþróttafræði á Nýja-Sjálandi.    Sævar stýrði um tíma rekstri Sporthússins og Baðhússins í Reykjavík, var íþróttafulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði 2009 og 2010 og hefur síðasta ár starfað sem verkefnastjóri atvinnumála hjá Ak- ureyrarbæ. Glæsilegir Haninn Hrólfur og Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi Bæj- arlistans, í pontu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudaginn. Fíll og hani á bæj- arstjórnarfundi Enn ein frestunin var gerð á fullri gildistöku laga um Sjúkratrygg- ingar núna á lokaspretti þings- ins fyrir jólafrí en lögin tóku gildi í október árið 2008. Upphaflega átti að fresta gild- istöku á þeim hluta laganna er snýr að samningum um heilbrigðisþjónustu til 2010 en þeim hluta hefur nú verið frestað í tvígang af hálfu ríkisstjórnarflokk- anna og tekur kaflinn ekki gildi fyrr en 2014. „Markmið laganna var að skipta upp Tryggingastofnun ríkis- ins og Sjúkratryggingum Íslands í tvær aðskildar stofnanir með það fyrir augum að bæði einfalda og nú- tímavæða stjórnsýsluna. Síðan áttu Sjúkratryggingar Íslands að annast samningsgerð um veitingu heil- brigðisþjónustu m.a. annars um skipulag heilbrigðisþjónustu, for- gangsröðun verkefna, kostnaðar- greiningu og gæði þjónustunnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, al- þingismaður og fyrrverandi heil- brigðisráðherra. Að sögn Guðlaugs var tilgangurinn með skiptingu stofnananna að auka hagræði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustunni. „Ég bendi bara á fjölda umsagna um þetta mál m.a. frá heilbrigðisstofn- unum og fagfélögum en þar er m.a. bent á að samskonar aðgerðir hjá ríkjum OECD hafi skilað sér í tölu- verðri hagræðingu og betri þjón- ustu. Til að þessi sparnaður náist fram þurfa lögin þó að fá fullt gildi. Það er búið að fresta núna í tvígang gildistöku þess hluta laganna sem skilar mestri hagræðingu.“ Guðlaugur bendir enn fremur á að reynslan af skiptingu stofnananna hafi verið mjög góð samkvæmt mati velferðarráðuneytisins og því óskilj- anlegt að hans sögn að lögin skuli ekki fá fullt gildi. Hagræðing sem fagaðilar vilja  Í tvígang frestað af ríkisstjórninni Guðlaugur Þór Þórðarson Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingar, sem vinna erlendis, senda margir peninga heim til Ís- lands og laga þannig gjaldeyrisstöðu ríkissjóðs. Skúli Guðbjarnarson, framkvæmdastjóri Hallingfisk AS í Noregi, sendir til dæmis um hálf mánaðarlaun sín til Íslands til þess að standa straum af skuldbindingum sínum en fjölskylda hans býr á Ís- landi. Forsætisráðherra hefur gert lítið úr brottflutningi Íslendinga en op- inberar tölur sýna annað. „Þeir sem fara út gera það til þess að bjarga sjálfum sér og því senda þeir heim gjaldeyri sem líka hjálpar landinu,“ segir Skúli. „Við erum sennilega að tala um marga milljarða í erlendum gjaldeyri sem þannig skila sér til Ís- lands árlega. Við erum hagstærð en ekki huldufólk, þótt það hafi orðið vart við ákveðna vantrú á tilvist okk- ar undanfarið.“ Skúli missti húsnæði fyrirtækis síns í bruna fyrir rúmum tveimur ár- um, slasaðist skömmu síðar og var frá vinnu í rúmt ár. Eftir að hafa reynt fyrir sér á ný með fyrirtækj- arekstur var ekki um annað að ræða en að fara til Noregs til þess að geta staðið við skuldbindingarnar heima. „Það hefur gengið frábærlega að endurskipuleggja rekstur Hall- ingfisk og ég á eftir nokkurra ára verkefni hér þar til fyrirtækið er komið í nýtt og betra húsnæði. Eftir þrjú til fjögur ár vonast ég til að að- stæður leyfi að ég geti flutt heim aft- ur,“ segir hann. Geta lært af Norðmönnum Skúli segir að margir Íslendingar í Noregi og víðar hafi svipaða sögu að segja og Ísland geti í raun þakkað Norðmönnum fyrir hvað þeir hafi sýnt mikla fyrirhyggju. Fyrir um 15 árum hafi þeir byrjað að búa sig undir kreppu með því að leggja fyrir og þegar hún hafi komið hafi þeir verið tilbúnir að taka á vandanum. „Þarna gætum við lært af Norð- mönnum,“ segir hann og bendir á að þeir hafi sett í gang meira viðhald, vegaframkvæmdir og fleira í krepp- unni. Næg vinna sé því fyrir hendi og Íslendingar njóti góðs af því. Eins og á verksmiðjutogara Hjónin eiga barn í grunnskóla og vilja ekki rífa það úr góðu umhverfi. Þau reyna því að hittast reglulega. Skúli kemur heim um jólin og er það í fjórða sinn sem hann kemur til Ís- lands síðan hann flutti út í byrjun janúar en fjölskyldan hefur komið saman tvisvar í Noregi á árinu. „Þetta er eins og að vera á verk- smiðjutogara, lítið af fríum, en þetta gengur vel og við höfum enga ástæðu til þess að barma okkur,“ segir hann. Íslendingar erlendis efla gjaldeyrisstöðu ríkisins  Skúli: „Við erum sennilega að tala um marga milljarða“ Velgengni Skúli Guðbjarnarson vinnur í Noregi og aðstoðar Ísland um leið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.