Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Stjarnvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur sem eru þær minnstu og þær líkustu jörðinni sem fundist hafa utan sólkerfis okkar. Reiki- stjörnurnar eru í Lýrustjörnuþok- unni og ganga á braut um stjörnuna Kepler-20. Fundust þær með Kep- ler-stjörnusjónaukanum og var fundurinn kynntur í vísindatímarit- inu Nature í vikunni. Sú stærri nefnist Kepler-20f og er þremur prósentum stærri en jörðin að þvermáli. Sú minni, Kepler-20fe, er þrettán prósentum minni en jörð- in og er hún minnsta reikistjarna sem fundist hefur á braut um stjörnu í alheiminum. Báðar reikistjörnurnar eru taldar vera úr bergi og efnasamsetning þeirra svipuð jörðinni. Þær eru mun nær stjörnunni sem þær ganga um en jörðin er sólu og ganga því einnig mun hraðar um hana. Telja vísinda- menn að Kepler-20e skjótist í kring- um stjörnuna á aðeins sex dögum en Kepler-20f á tuttugu dögum. Voru líkari jörðinni Þó að alltof heitt sé þar nú til að líf geti þrifist telja vísindamenn að Kepler-20f hafi verið enn líkari jörð- inni áður fyrr þegar reikistjörnurnar voru fjær stjörnunni. Þar hafi jafn- vel getað myndast lofthjúpur úr vatnsgufu. „Við vitum að þessar reikistjörnur gætu hafa færst nær stjörnunni. Sú stærri gæti hafa verið hliðstæða jarðarinnar áður fyrr. Hún er jafn- stór jörðinni og þar gæti hafa verið sama hitastig áður,“ segir dr. Francois Fressin hjá Harvard- Smithsonian-miðstöðinni sem stjórnaði rannsókninni við breska ríkisútvarpið BBC. Nýjar reikistjörnur líkjast jörðinni Reuters Reikistjarna Hugmynd listamanns um hvernig Kepler-20e gæti litið út.  Aldrei fundist reikistjörnur sem eru eins líkar jörðinni utan sólkerfisins og Kepler-20e og Kepler-20f  Of heitt til að líf geti þrifist nú en stærri plánetan hafði hugsanlega lofthjúp úr vatnsgufu áður fyrr Syrgjendur leggja blóm á líkvagn sem flutti kistu Vaclavs Havels, fyrrverandi forseta Tékk- lands, að Pragkastala í gær þar sem lík hans mun liggja á viðhafnarbörum. Þúsundir manna fylgdu kistunni um stræti höfuðborgarinnar og klöppuðu margir þegar vagninn fór framhjá. Útförin verður gerð á föstudag frá dómkirkju heilags Vitusar og verður það fyrsta ríkisútförin í Tékklandi frá sjálfstæði. Reuters Þúsundir fylgdu kistu Havels um Prag Útför Vaclavs Havels, fyrrverandi forseta Tékklands, verður gerð á föstudag Bandarísk yfir- völd hafa farið fram á það við vísindatímaritin Nature og Science að þau ritskoði greinar sem fjalla um af- brigði fugla- flensuveirunnar sem smitast get- ur á milli manna sem vísindamenn bjuggu til í til- raunastofu. Það er vísindaráð um efnaöryggi sem óskar eftir ritskoð- uninni af ótta við að veiran verði notuð sem vopn. Er þetta í fyrsta skipti sem farið er fram á slíkt. Tímaritin eru þó ekki á sama máli að sögn The Guardian. „Það er nauðsynlegt fyrir lýð- heilsu að öll smáatriði vísinda- legrar greiningar á fuglaflensu- veirunni séu aðgengileg vísinda- mönnum,“ segir Philipp Campbell, ritstjóri Nature. Vilja rit- skoða vís- indatímarit  Óttast að veira verði notuð sem vopn Veira Fuglaflensan er banvæn. Stjarnan Kepler-20 er í um þús- und ljósára (tæplega 9.500 billjóna kílómetra) fjarlægð frá jörðinni og myndi ferðalag að reikistjörnunum tveimur taka hraðskreiðustu geimför meira en fjórar milljónir ára. Auk Kepler-20e og Kepler- 20f hafa vísindamenn fundið þrjár aðrar reikistjörnur í sól- kerfinu. Sú minnsta þeirra er tæplega tvisvar sinnum stærri en jörðin en sú stærsta um þrisvar sinnum stærri. Löng ferð KEPLER-20-SÓLKERFIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sænsku blaðamennirnir tveir sem handteknir voru í Ogaden-héraði í Eþíópíu í sumar voru í gær sakfelld- ir fyrir að styðja hryðjuverkastarf- semi og að hafa komið með ólögleg- um hætti inn í landið. Blaðamaðurinn Martin Schibbye og ljósmyndarinn Johan Persson viðurkenndu að þeir hefðu verið í sambandi við skæruliðasveitir Þjóð- frelsishreyfingar Ogaden sem hafa barist fyrir auknu sjálfstæði héraðs- ins í fimmtán ár og að hafa komið ólöglega inn í landið. Þeir höfnuðu hins vegar ásökun- um um hryðjuverkstarfsemi, þar á meðal að hafa hlotið þjálfun í vopna- burði. Engu að síður komst dóm- arinn í málinu að þeirri niðurstöðu að ekki hefði tekist að sanna að þeir hefðu ekki stutt hryðjuverkastarf- semi. Að sögn fréttaritara AFP- fréttaveitunnar sýndu mennirnir tveir engin viðbrögð þegar dómar- inn kvað upp úrskurð sinn en óljóst var hvort þeir skildu hann þar sem þeim var ekki séð fyrir túlki. Komist heim sem fyrst Fredrik Reinfeld, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sendi frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem hann segir sænsku ríkisstjórnin líta á málið grafalvarlegum augum. Markmiðið sé að þeir Persson og Schibbye verði látnir lausir svo fljótt sem auðið sé. Sænsk stjórnvöld séu að skoða mál- ið með þeim og fjölskyldum þeirra og viðræður við háttsetta embætt- ismenn í Eþíópíu standi nú þegar yf- ir. Þá lýsti Carl Bildt utanríkisráð- herra yfir áhyggjum af niðurstöð- unni og sagði að haldið yrði áfram að reyna að fá þá lausa. Bildt hefur sætt mikilli gagnrýni í Svíþjóð fyrir aðgerðarleysi í máli blaðamannanna tveggja. Samtökin Amnesty International og Blaðamenn án landamæra segja dóminn hneyksli og kalla eftir að Svíunum verði sleppt tafarlaust. Refsing yfir Persson og Schibbye verður ákveðin hinn 27. desember. Saksóknari í málinu hefur farið fram á hámarksrefsingu yfir Svíunum en hún er átján og hálft ár í fangelsi. Svíar sakfelldir fyrir hryðjuverk  Sænsk stjórnvöld í viðræðum við eþíópíska embættismenn um lausn málsins  Gætu átt 18 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir stuðning við hryðjuverkastarfsemi Handteknir í júlí » Mennirnir tveir komu til Eþíópíu frá Sómalíu í fylgd skæruliða Þjóðfrelsishreyf- ingar Ogaden. » Voru þeir teknir höndum af hernum hinn 30. júní. Degi síð- ar voru þeir handteknir af lög- reglu og síðar ákærðir fyrir að styðja hryðjuverk og að koma ólöglega inn í landið. » Ætluðu þeir að rannsaka starfsemi félags sem tengist sænska olíufélaginu Lundin Petrolium í Ogaden og mann- réttindabrot Eþíópíuhers í hér- aðinu til að verja hagsmuni er- lendra olíufyrirtækja. Martin Schibbye Johan Persson Iván Heyn, argentínskur aðstoðar- ráðherra utanríkisviðskipta, fannst látinn í fyrrinótt á hótelherbergi sínu á ráðstefnu Mercosur, efna- hagssamstarfs Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ, sem stendur yfir í Montevideo í Úrúgvæ. Virðist Heyn, sem var 33 ára gamall, hafa svipt sig lífi með því að hengja sig. Málið er í rannsókn lög- reglu en engin merki voru um átök að því er argentínska dagblaðið Clarín greinir frá. Heyn var talinn rísandi stjarna í stjórn Cristinu Kirchner forseta. Hún yfirgaf fund í geðshræringu þegar henni voru færðar fréttirnar og þurfti á lækn- isaðstoð að halda. kjartan@mbl.is Reuters Ráðherra Iván Heyn fannst látinn. Ráðherra fyrirfer sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.