Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Utanrík-is-málanefnd lýtur sérstökum lögmálum í nefnda- kerfi Alþingis á Ís- landi. Sérstaks trúnaðar er gætt í nefndinni að lögum og því eiga nefndarmenn ríkari kröfur til upplýsinga en í öðrum nefnd- um. Skýringarnar á þessari sér- stöðu eru þær að á þessum vettvangi ber að fjalla um þýð- ingarmestu mál þjóðarinnar þegar horft er til tengsla henn- ar og samskipta við aðrar þjóð- ir og ríkjabandalög. Flestar ut- anríkismálanefndir þjóðþinga annarra ríkja búa við líka um- gjörð og teljast einnig með þýðingamestu þingnefndum. Á Íslandi er hefðbundið að meirihlutastjórn fari með völd- in í landinu. Undantekningar frá þeirri reglu eru fáar og minnihlutastjórnir sitja jafnan aðeins um mjög skamma hríð. Því sætir miklum tíðindum þegar á daginn kemur að utan- ríkismálanefnd þingsins treystir ekki utanríkisráðherra landsins til að fara með mik- ilvægt mál og gerir ályktun sem í raun staðfestir þá stöðu. Ekki er hægt að ímynda sér nokkurt lýðræðisríki þar sem ráðherra sæti áfram eftir að slíkt vantraust væri orðið op- inbert í slíkri lykilnefnd. Meirihluti utanríkismála- nefndar Alþingis treystir ekki utanríkisráðherranum til að halda utan um viðbrögð Ís- lands vegna atlögu ESA- stofnunarinnar að hagsmunum landsins. Fyrir því eru ríkar ástæður, enda var framganga ráð- herrans í Icesave- málinu í svipuðum dúr og Steingríms og Jóhönnu, þeirra sömu sem léku „af- leik aldarinnar,“ svo vitnað sé í heiti nýútkom- innar bókar. Utanríkisráðherr- ann gerði til að mynda aldrei athugasemd við fádæma frá- leita framgöngu formanns ESA-stofnunarinnar og yf- irlýsingar hans í tengslum við meinta ábyrgð á innistæðu- tryggingakerfi landsins. Framangreind atriði duga fullkomlega til þess að draga heilindi utanríkisráðherrans í málinu í efa. Við það bætist að utanríkisráðherrann og und- irmenn hans flestir eru þekkt- ustu undirlægjur sem finn- anlegar eru í landinu gegn yfirþjóðlega valdinu í Brussel. Ráðherrann sjálfur hefur hvað eftir annað sýnt ótrúlegt dóm- greindarleysi í yfirlýsingum sem snerta málefni ESB og að- stæður þær sem uppi eru í sambandinu. Hafið er yfir allan vafa að að- lögunarviðræðurnar að ESB og Icesavemálið eru nátengd, enda neitar enginn sem mark er á takandi þeim tengslum. Ráðherra, sem hvað eftir ann- að hefur sýnt að hann er tilbú- inn að kosta öllu til að tryggja að Íslandi verði komið inn í Evrópusambandið, jafnvel bola landinu inn í hið brennandi hús, er því lakasti kosturinn, næstur á eftir Jóhönnu og Steingrími, til að koma nokk- urs staðar að þar sem hags- munir ESB og Íslands skarast. Lítið traust utanrík- ismálanefndar til ráðherra mála- flokksins eru mikil tíðindi} Ekki sætt Áður en sótt varum aðild að Evrópusamband- inu voru lands- menn, þar með taldir þingmenn, blekktir á ýmsan hátt. Ein blekkingin var að Ís- land fengi flýtimeðferð og gæti gerst aðili á örskotsstundu og væri í ofanálag svo lánsamt að geta tekið upp evruna, eða í það minnsta tengst henni, enn fyrr. Í gær var utanríkisráðherra í sjónvarpsviðtali og sagði þá að það væri „alveg klárt“ að ekki tækist að halda þjóð- aratkvæði um aðild fyrir næstu þingkosningar. Þó teldi hann „ekki útilokað“ að hægt yrði að „ljúka aðildarviðræðum“ fyrir kosningar og sú væri stefna forsætisráðherra. Þannig hafa forsendur umsóknarinnar breyst úr flýtimeðferð í að það sé alveg klárt að málið klárist ekki á fjórum árum. Um blekkinguna um evruna er það að segja að Íslandi hefur ekki – bless- unarlega – staðið til boða að taka hana upp eða tengjast henni í aðlögunarferlinu. En Össur heldur því nú fram að þegar sótt hafi verið um hafi verið viðurkennt að veikleikar væru í evrunni en að nú sé ver- ið að laga „hönnunargalla“ hennar. Muna einhverjir aðrir en Össur Skarphéðinsson eftir því að aðildarsinnar hafi áður en samþykkt var að sækja um að- ild varað við hönnunargöllum í evrunni? Hvar komu þessar að- varanir fram? Ef Össur vissi af þessu en varaði ekki við, með hvaða hætti verður hann þá lát- inn sæta ábyrgð? Hvar birtust viðvar- anir aðildarsinna um hönnunargalla evrunnar?} Enn bætist í blekkingarnar A lþingi fór í jólafrí án þess að ræða þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde. Stöðugar fréttir voru fluttar af því að tillagan hefði valdið mikilli ólgu í herbúðum stjórnar- liða en þar þótti víst sumum það lýsa furðu- legri ósvífni að setja málið á dagskrá. Að vissu leyti hefur maður skilning á því að tillagan hafi valdið sársauka meðal einstakra þing- manna. Það hefur örugglega ekki verið gaman fyrir þá að vera minntir á það svona rétt fyrir jólin að þeir gerðust sekir um sérlega ómerki- legan hlut þegar þeir ákváðu að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi með því að draga hann fyrir dóm án þess að nokkru sinni væri ljóst hvað hinn pólitíski andstæðingur hefði nákvæmlega brotið af sér. Á ákveðnum tímapunkti virt- ist einfaldlega heppilegt að fórna þessum eina manni, Geir Haarde, og það var talið vel þess virði vegna þess að líklegt væri að það myndi friða þjóðina. Ekki fór það nú alveg þannig. Enda er vart hægt að hugsa sér ólíklegra efni í glæpamann og þjóðníðing en Geir Haarde. Þjóðin er því ekki ýkja hrifin af þessari mannsfórn. Málið mun koma aftur á dagskrá í janúar þegar þingið kemur úr jólafríi. Þá verður fróðlegt að sjá hvort iðrun verði að sjá á einhverjum þeirra þingmanna sem á sínum tíma greiddu atkvæði með því að leiða Geir Haarde fyrir dóm. Ekki er samt líklegt að svo verði. Hitt er líklegra að menn muni finna alls kyns útskýringar á því að ekki sé rétt að tillaga eins og þessi sé tekin fyrir. Það á örugglega eftir að tönnlast á því að málið sé nú úr höndum Alþingis og komið í ákveðinn farveg og það sé jafnvel ólýðræðis- legt að þingið sé þar með inngrip. Þegar þing- menn eiga í vandræðum grípa þeir gjarnan til góðkunnra frasa. Þeir hugsa yfirleitt á mjög fyrirsjáanlegan hátt. Oft hefur þjóðin séð til þingmanna hegða sér heimskulega. Einu sinni enn, andvarpar þjóðin þegar sjónvarpsstöðvar sýna neyðar- leg orðaskipti á þingi. Og flest gerum við okk- ur grein fyrir því að þingmenn stunda henti- stefnu af kappi og virðast nánast telja hana hluta af starfsskyldum sínum. Þessi henti- stefna er rekin á svo blygðunarlausan hátt að þjóðin er næstum því hætt að kippa sér upp við það. En í máli Geirs Haarde er ekki hægt að yppta öxlum. Þar hegðuðu ákveðnir þingmenn sér á svo ógeð- felldan hátt að ekki er hægt að gleyma því. Eins og ágæt- ur maður sagði eitt sinn: Þetta gera menn ekki! Ekkert bendir til að þeir þingmenn sem voru svo ómerkilegir að greiða atkvæði með því að draga Geir Haarde fyrir dóm sjái eftir því. Kannski finnst þeim ein- faldlega smart að efna til pólitískra réttarhalda og telja það vera gott og afar þarft innlegg í því að skapa nýtt Ís- land. Þjóðin ætti að spyrja sig hvort hún vilji raunveru- lega að menn sem hugsa á þennan hátt hafi pólitísk völd á Íslandi. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ómerkilegir stjórnmálamenn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is G rágæsir dvelja nú lengur hér á landi en þær gerðu áður og fljúga styttra til vetursetu en þær voru vanar. Stór hluti íslenska grágæsastofnsins ver nú vetrinum á Orkneyjum í stað þess að fljúga sunnar. Þá fjölgar sífellt grágæsum sem fara hvergi og dvelja hér allt árið. Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýra- vistfræðingur og gæsasérfræðingur hjá Verkís, telur að mildari vetur undanfarin ár og stóraukin kornrækt eigi mikinn þátt í lengri dvöl grágæs- anna hér á landi. Til marks um vöxt kornræktar voru kornakrar um 200 hektarar árið 1991 en skorið var upp af um 4.800 hekturum í haust, að sögn Jónatans Hermannssonar, til- raunastjóra á Korpu. Sáð var í fleiri hektara en skorið var upp af en slæm veðrátta spillti sums staðar upp- skeru. Því má ætla að gæsirnar hafi haft úr talsverðu að moða. Arnór nefndi að mildari veðrátta á undanförnum árum eigi einnig þátt í því að gæsirnar hafi vetursetu norð- ar en áður, þ.e. í Orkneyjum fremur en sunnar á Bretlandseyjum. Hann segir að veturseta gæsanna í Orkn- eyjum valdi því að minna sé veitt úr grágæsastofninum yfir veturinn nú en þegar hann dvaldi á hefðbundnum veiðilendum breskra gæsaveiði- manna. Vetrarveiði á grágæs í Bret- landi var áætluð 20.000 til 25.000 gæsir í kringum síðustu aldamót. Minni veiði í Bretlandi að vetri kem- ur sér vel fyrir stofninn því veiðin á grágæs hefur verið við þolmörk hans, að mati Arnórs. Veiðiálag á grágæsina hefur auk- ist hér. Gæsaveiðimönnum hefur fjölgað, veiðitíminn lengst og það hefur færst í vöxt að borið sé út fóður til að laða gæsir að veiðilendum. Þá hefur takmörkun á rjúpnaveiði lík- lega aukið eitthvað sókn í gæs. Bætur vegna gæsabeitar Bændur á Orkneyjum eru ekki all- ir hrifnir af aukinni viðveru gæsa þar um slóðir. Þeir kvarta hástöfum yfir ágangi þeirra og spjöllum á rækt- arlandi. Nú er svo komið að bændur víða þiggja háar bætur frá skoskum stjórnvöldum vegna ágangs gæsa. Opinberir talningamenn fara um á eynni Islay, staðsetja gæsirnar og fjölda þeirra á hverri jörð. Bóta- greiðslur þar miðast við niðurstöður þessara talninga. Íslenski grágæsastofninn hefur vaxið flest undanfarin ár og heiða- gæsastofninn verið í örum vexti, að sögn Arnórs. Varp heiðagæsa í ár var það næstlélegasta sem hann hef- ur séð frá árinu 1995 og er vorhret- inu sem gerði á varptímanum líklega um að kenna. Grágæsin virtist standa hretið betur af sér. Þá virðist hafa dregið úr fækkun blesgæsa eftir að stofninn var alfrið- aður 2006 og fjölgaði henni í fyrra í fyrsta skipti frá aldamótum. Stofnar margæsar og helsingja eru einnig á uppleið hér um slóðir. Sem kunnugt er var sett sölubann á rjúpur og rjúpnaafurðir. Arnór tel- ur ekki tímabært að setja bann af því tagi á sölu veiddra gæsa og gæsa- afurða af þeim sterku stofnum sem leyft er að veiða hér. Slíkt bann myndi draga talsvert úr veiði sem þýddi stærri stofna og aukna árekstra við bændur. Offjölgun gæsa gæti leitt til eyðingar búsvæða á varpstöðvunum á hálendinu. Ameríska snjógæsin er dæmi um slíka offjölgun gæsa sem hefur haft neikvæð áhrif á búsvæði þeirra. Nú er hvatt til aukinnar veiði á snjógæs þar vestra til að vernda búsvæði gæsanna á norðurheimskautssvæð- inu svo ekki komi til hruns í stofn- inum. Breytt hegðun gæsa rakin til betra atlætis Vetrarstöðvar íslenskra grágæsa Orkneyjar Skotland Vaxandi gæsafjöldi að vetri frá aldamótum. Helstu vetrarstöðvar íslenskra gæsa 1991-96. 50 km Kanadagæsir urpu hér í fyrsta skipti, svo vitað sé, á liðnu sumri. Hreiðrið var á votlend- issvæði á Suðausturlandi. Í því voru sex egg og klöktust ungar úr eggjunum. Ekki er vitað hvernig ungunum reiddi af. Björn Arnarsson fugla- ljósmyndari myndaði kan- adagæsina á hreiðrinu. Hún var á stærð við grágæs og taldi hann líklegt að gæsirnar hefðu verið garðfuglar frá Bretlandi. Þess munu vera dæmi að kanadagæs hafi eignast hér af- kvæmi með grágæs. Nýr varpfugl á Íslandi Kanadagæsin Verpti sex eggjum. KANADAGÆS VERPTI HÉR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.