Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011
Við höfnina Víða má sjá fólk vinna hörðum höndum fyrir jólin og er engu líkara en að linsa ljósmyndarans hafi fylgst með iðandi lífinu við Hafnarfjarðarhöfnina gegnum steint gler.
Kristinn
Góðu Íslendingar, frændur, vinir,
björgunar- og slysavarnadeildir um
land allt.
Fyrir hönd Landsfelagið fyrir
Bjargingarfeløgini – LFB – ( sem
er samskonar félag og Slysvarna-
félagið Landsbjörg) vil ég þakka
ykkur öllum fyrir þann mikla stuðn-
ing sem þið hafið sýnt okkur.
Þið yljið okkur um hjartarætur
þrátt fyrir að við Færeyingar höf-
um alltaf vitað að við eigum góða
vini hjá bræðraþjóðinni handan við
hafið.
Íslendingar ættu að vita að við
Færeyingar munum alltaf koma til
hjálpar þegar á bjátar, hvort sem
um er að ræða slys eða nátt-
úruhamfarir. Við munum ekki gera
ráð fyrir endurgjaldi því vinir
krefjast ekki launa fyrir slíkt.
Þessar tvær þjóðir hafa alltaf átt
í nánu samstarfi, hvort sem er á
landi eða á sjó og í gegnum tíðina
höfum við bundist vináttuböndum –
já og hjónaböndum. Ég segi sjálfur
stoltur frá því að langamma mín
var úr Berufirði fyrir austan og að
forfeður mínir voru meðal frum-
byggja á Bíldudal á Vestfjörðum.
Okkur langar líka að þakka ís-
lensku ríkisstjórninni og forsetanum, herra Ólafi Ragnari
Grímssyni, fyrir falleg orð í okkar garð í sjónvarpsútsend-
ingu. Einnig fá Friðrik Ómar og Jógvan miklar þakkir fyrir
tónleikana sem þeir héldu okkur til stuðnings og flutning
þeirra á frábærum íslenskum/færeyskum lögum. Hljómsveitin
á einnig lof skilið, sem og Harpa, Rás 2 og RÚV, en allir
þessir aðilar gerðu sitt til að þessir tónleikar gætu orðið að
veruleika.
En sérstakar þakkir fær Slysavarnafélagið Landsbjörg og
íslenskt björgunarsveitafólk um land allt. Færeyska björg-
unarfélagið hefur alltaf átt gott samstarf við Slysavarna-
félagið Landsbjörg og einingar innan þess og hefur innan
ramma þess skapast góð vinátta milli félagsmanna. Við vænt-
um mikils af frekara samstarfi í framtíðinni og hlökkum til
þess.
Eftir Regin Jespersen
» Íslendingar
ættu að vita
að við Fær-
eyingar munum
alltaf koma til
hjálpar þegar á
bjátar, hvort
sem um er að
ræða slys eða
náttúruhamfar-
ir.
Regin
Jespersen
Höfundur er framkvæmdastjóri Landsfelagið fyri Bjargingarfeløgini.
Kveðja til
Íslendinga
Árið 1997 voru lög varð-
andi lífeyri samþykkt á Al-
þingi sem miðuðu við ár-
lega 3,5% raunávöxtun.
Þetta var á sínum tíma við-
mið sem var hægðarleikur
fyrir sjóðsstjóra lífeyr-
issjóða að framfylgja.
Raunvextir húsbréfa á
þessum tíma voru í kring-
um 5-6% en höfðu aðeins
örfáum árum áður verið
um 7-8%. Þetta vaxta-
viðmið var auk þess nálægt þeirri þróun
sem ríkt hafði undanfarna áratugi varð-
andi árlegan hagvöxt síðustu 3 áratugi
fyrir innleiðingu laganna. Góð rök fyrir
þessu vaxtaviðmiði var að þetta gerði líf-
eyrissjóðum kleift að jafna greiðslu-
streymi til sjóðsfélaga sinna og gera
áætlanir varðandi inn- og útgreiðslur.
Þetta er til dæmis grunnur að viðmiðinu
um að fólk fái 56% launa sinna í lífeyri.
Síðan þá hefur ávöxtunarkrafa hús-
bréfa, nú íbúðabréfa, verið smám saman
að lækka. Almennt gátu fjárfestar þó
gengið að því sem vísu að krafan færi
ekki neðar en 3,5%, vitandi það að lífeyr-
issjóðir fjárfestu ekki í bréfum með
lægri ávöxtunarkröfu en þá sem þeir
eru lögum samkvæmt bundnir að fram-
fylgja. Því sveiflaðist ávöxtunarkrafa
verðtryggðra bréfa útgefinna af ríkinu
almennt á bilinu 5,5% niður í 3,5% síð-
asta áratug.
< 3,5%
Nú er öldin aftur á móti önnur. Hag-
vöxtur á Vesturlöndum er óðum að
dragast saman og rými því til að greiða
raunvexti að sama skapi og áður því
ekki lengur til staðar. Ávöxtunarkrafa
verðtryggðra bréfa í Bandaríkjunum er
nú jafnvel í nokkrum flokkum neikvæð!
Það þýðir að fjárfestar sætta sig við að
fá neikvæða raunávöxtun gegn því
„gjaldi“ að geta fjárfest í öruggum
pappírum varðandi greiðsluhæfi útgef-
anda og hugsanlega verðbólgu. Á Ís-
landi hafa þau rök um að ávöxt-
unarkrafa íbúðabréfa færi ekki neðar en
3,5% brostið, hugsanlega
með tilkomu gjaldeyr-
ishafta, því nú er með-
alávöxtunarkrafa íbúða-
bréfa 2,5% eftir að hafa
farið niður í 2,3% fyrir
nokkrum vikum.
Í núverandi fjárfesting-
arumhverfi er það ósk-
hyggja að lífeyrissjóðir
geti skilað 3,5% raun-
ávöxtun til sjóðsfélaga
sinna. Bent hefur verið á
að vextir kunni að hækka á
nýjan leik en við það
minnkar virði alls skulda-
bréfasafns þeirra svo sú þróun er í sjálfu
sér ekki handhæg lausn nema að hún
verði varanleg. Hægt er spyrja þó,
hversu hagstæð væri slík þróun og er
hún í ljósi aðstæðna á alþjóðlegum
mörkuðum líkleg? Svarið við báðum
spurningum er að mínu mati nei. Eina
leið lífeyrissjóða til að ná 3,5% raun-
ávöxtun er því að auka áhættuvægi í
fjárfestingarstefnu þeirra eða að fjár-
festa þeim mun betur í framtíðinni.
Fyrri kosturinn er vart áhugaverður en
sá síðari krefst þess að einblínt sé á arð-
semi fjárfestinga í stað þjóðhag-
kvæmilegrar stefnu í fjárfestingum.
Grikkland 2011 = Ísland 2021?
Þeir sem færast í dag í átt að töku líf-
eyris hafa ávaxtað fé sitt með það hárri
ávöxtun (aðallega tilkomin fyrir alda-
mót) að lítil ástæða er til að höggva í
þeirra réttindi. Önnur saga gildir um
aðra hópa. Meðalávöxtun lífeyrissjóða
að raunvirði síðasta áratugar var 2,2%
árlega samkvæmt upplýsingum frá
Fjármálaeftirlitinu, þó að verðtryggð
bréf hafi í upphafi tímabils veitt um 5%
raunávöxtun (bankahrunið vó auðvitað
þungt í þessum tölum). Þetta þýðir að
töluvert gat hefur nú þegar myndast við
eign og áætlaðrar útborgunar. Það þarf
meira en afburða sjóðastýringu til að
fylla það gat og viðhalda 3,5% raun-
vaxtamiðinu; kraftaverk er nær lagi.
Því er samsetning af niðurskurði líf-
eyris, aukin framlög eða hækkun eft-
irlaunaaldurs óhjákvæmileg. Ef ekki er
horfst í augu við þetta strax gæti Íslandi
verið komið í svipuð spor og Grikkland í
dag; með kerfi sem gengur ekki upp og
umheimurinn hristir höfuðið.
Fjárfestingar og lán
Þar sem lífeyrissjóðir eru bundnir við
fjárfestingar sem veita hærri ávöxt-
unarkröfu en 3,5% fari þeir í dag á mis
við margar áhugaverðar fjárfestingar.
Uppbygging Íslands tefst, því þó að hér
flæði allt í fjármagni geta lífeyrissjóðir
skiljanlega ekki fjárfest í verkefnum
sem ekki lofa 3,5% raunávöxtun (sem
myndar í raun ákveðinn freistnivanda
hjá útgefendum skuldabréfa). Auk þess
heldur þetta vaxtagólf ávöxtunarkröfu
skuldabréfa íslenska ríkisins uppi. Væri
vaxtagólfið afnumið myndi ávöxt-
unarkrafa hérlendis lækka og minnka
vaxtakostnað ríkisins sem gæti varið
peningum í frekari framkvæmdir.
Það er ekki aðeins ríkið sem gæti
lækkað vaxtakostnað. Húsnæðislán eru
mörg hver bundin ávöxtunarkröfu
íbúðabréfa, sem er grunnur flestra
slíkra lána. Í dag er ekkert þak á hækk-
un raunvaxta á breytilegum húsnæð-
islánum. Það er aftur á móti gólf á
hversu mikið þau geta lækkað því að
3,5% ávöxtunarkrafa gerir það að verk-
um að lífeyrissjóðir lækka ekki lán sín
meira en tæplega 4% (3,5% plús kostn-
aður og afföll). 6 manna fjölskylda sem
skuldar í kringum meðaltal húsnæð-
islána Íslendinga, eða um 30 milljónir,
borgar í dag árlegan vaxtakostnað sem
nemur um 1,2 milljónum. Ef vaxtagólfið
yrði afnumið myndu vaxtagjöld slíks
heimilis lækka strax um 300.000 krónur.
Því er eðlilegt að spurt sé hvort 3,5%
vaxtagólfið þjóni hagsmunum ein-
hverra? Svarið hlýtur að vera nei.
Eftir Má Wolfgang
Mixa »Ef vaxtagólfið yrði af-
numið myndu vaxta-
gjöld slíks heimilis sem
skuldar 30 milljónir lækka
strax um 300.000 krónur.
Már Wolfgang
Mixa
Höfundur er fjármálafræðingur.
Brostnar forsendur lífeyris