Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 22.12.2011, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 ✝ Eyjólfur Mart-insson fæddist í Vestmannaeyjum 23. maí 1937. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 17. des- ember 2011. Foreldrar hans voru hjónin Martin Tómasson, f. 1915, d. 1976, útgerð- armaður, og Bertha Gísladóttir, f. 1920, hús- móðir. Systur Eyjólfs eru: Rósa, f. 1941, maki Ársæll Lárusson, og Emilía, f. 1949, maki Sig- urður Ingi Skarphéðinsson. Eyjólfur kvæntist Sigríði Syl- víu Jakobsdóttur 25. ágúst 1966. Sigríður Sylvía fæddist í Vest- mannaeyjum 7. nóvember 1945. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Óskar Ólafsson, f. 1915, d. 1992, og Jóhanna María Bjarna- aði til dauðadags, m.a. sem framkvæmdastjóri en nú síðast sem bókari. Eyjólfur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum um ævina. Hann var um þrjátíu ára skeið ræðismaður Dana í Vestmannaeyjum og var veitt Dannebrogsorðan 1994. Hann sat um árabil í stjórn Ísfélags Vestmannaeyja, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Lifrarsamlags Vestmannaeyja og Báta- ábyrgðarfélags Vestmannaeyja, þar sem hann var formaður um nokkurt skeið. Þá sat hann m.a. í stjórn Skeljungs, Samfrost og ÍSNÓ, auk þess sem hann sat í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Verðlags- ráði sjávarútvegsins um árabil. Eyjólfur lét einnig til sín taka í félagsstörfum í Vestmanna- eyjum. Hann sat í stjórn knatt- spyrnufélagsins Týs og Þjóðhá- tíðarnefnd, Akóges, Rótarý, auk þess sem hann gegndi trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Útför Eyjólfs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 22. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. sen, f. 1919, d. 1972. Börn Eyjólfs og Sigríðar eru: 1) Jóhanna María, f. 1967. Fyrrverandi maki er Albert Pálsson. Synir þeirra eru Anton Emil, f. 1997, og Benedikt Aron, f. 2005. 2) Martin, f. 1971, maki hans er Eva Þengilsdóttir, f. 1966. Börn þeirra eru Þengill Björnsson, f. 1991, Sylvía, f. 1999, og Tinna, f. 2001. Eyjólfur ólst upp í Vest- mannaeyjum. Hann lauk versl- unarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1959. Eftir verslunarpróf starfaði hann hjá fjölskyldufyrirtækinu, Tómasi M. Guðjónssyni hf. Árið 1961 hóf hann störf hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja þar sem hann starf- Brimsorfinn og tignarlegur Heimaklettur blasir við út um gluggann á Sjúkrahúsinu í Eyj- um þar sem pabbi lá síðustu dag- ana. Hann átti ríkan sess í huga pabba og var ekki laust við að hann ókyrrðist liði of langt á milli funda þeirra. Pabbi ólst upp á Miðhúsatúninu við rætur Heima- kletts og sagði hann oft frá ýmsu bralli peyjanna í þaraklæddum klöppunum á Urðunum. Hvernig þeir kepptust við að þekkja bátana af vélarhljóðinu, hvað allt lifnaði við í léttri og þýðri vorgol- unni og hvernig svartfuglinn spókaði sig á hverri snös og skein á hvítar bringur prófastsins sjálfs í hinum græna kolli Heimakletts. Já þetta var sannkölluð ævin- týraveröld og víst er að nálægðin við Klettinn var pabba sérlega kærkomin síðustu ævistundirnar. Pabba leið betur í návist þessa trausta vinar. Pabbi var ljúfur maður og hlýr. Hjartaprúður og þolinmóður. Reiddist ekki. Valdi alltaf friðinn. Hann var skaplétt góðmenni sem mætti viðfangsefnum lífsins af auðmýkt. „Ja, það væri verra ef það væri betra“ sagði hann gjarn- an og brosti – sáttur við það sem í hans hlut féll. Ísfélag Vestmannaeyja var pabba kært, hann naut þess að vinna þar og samstarfsmenn hans margir voru honum sem fjölskylda. Brennandi áhugi hans á viðfangsefnum vinnunnar fylgdi honum heim – bryggju- rúntur og umræður um aflabrögð dagsins, veðurspár og horfur á mörkuðum voru fastir liðir. Fjölskyldan var pabba ákaf- lega hjartfólgin og hann var okk- ur systkinunum yndislegur faðir. Uppeldisaðferðirnar fólust ekki í umvöndunum – hann lét nægja að sýna fordæmi. Honum var annt um okkur og fylgdist grannt með okkur. Sýndi allan þann stuðning, alúð og umhyggju sem völ var á. Að því búum við um ókomna tíð. Pabbi naut þess að vera með barnabörnunum og hinar ótal- mörgu sundferðir með þeim og trúðaísinn á eftir eru og verða börnunum ofarlega í huga. Gjaf- mildin og barngæskan í hávegum höfð. Pabbi og mamma tóku virkan þátt í lífi okkar systkinanna og heimili þeirra stóð ávallt opið fyr- ir vinum okkar. Samband þeirra var einlægt og byggt á traustum grunni. Í þann fjársjóð var gott að sækja þegar veikindi og erf- iðleikar sóttu að fjölskyldunni. Þessar síðustu vikur og mánuði hefur mamma umvafið pabba með allri sinni hlýju og styrk – verið vakin og sofin yfir líðan hans og velferð. Starfsfólki Heilbrigðisstofnun- ar Vestmannaeyja færi ég, fyrir hönd fjölskyldunnar, innilegar þakkir fyrir einstaka umhyggju við föður minn sem og öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðning í veikindum hans. Þegar í fjarskann mig báturinn ber og boðinn úr djúpi rís. Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér að eigi ég faðmlögin vís. (Ási í Bæ) Það er með miklum trega sem ég kveð ástkæran föður minn – ljúfar minningarnar hlýja mér um hjartarætur. Megi góður Guð ávallt geyma hann. Martin Eyjólfsson. Elskulegur pabbi minn kvaddi lífið viku fyrir hátíð frelsarans. Það hvílir skuggi yfir jólahátíð- inni í þetta sinn. Um leið og við fögnum fæðingu Jesú Krists þá syrgir fjölskylda mín einstakan pabba og afa sem átti svo mikið eftir að gefa í þessu lífi. Hann var ekki tilbúinn að kveðja, átti eftir að fylgja okkur betur úr hlaði. En að lokum varð hann að lúta í lægra haldi fyrir krabbameininu. Pabbi barðist til hinstu stundar og sýndi hetjuskap og hugrekki, svo eftir var tekið. Það er fáum gefið að sýna æðruleysi fram á hinstu stund en það gerði pabbi. Hann kvaddi okkur á friðsaman og fallegan hátt – alveg eins og hann sjálfur var. Orð eru fátækleg á svona stundum, en eitt orð lýsir því hvernig mér er innanbrjóst þegar komið er að leiðarlokum. Orðið er þakklæti. Pabbi gaf mér svo ótal- margt sem ég fæ seint fullþakk- að. Mig langar samt til að þú vitir hvað þú gafst mér, elsku pabbi; Takk fyrir lífið sem þú gafst mér. Takk fyrir lífsgildin sem þú kenndir mér að hafa að leiðarljósi í lífinu. Takk fyrir að sýna mér að hóg- værðin er lykillinn að farsæld í lífi og starfi. Takk fyrir öll tækifærin sem þú gafst mér til að mennta mig og sjá heiminn. Takk fyrir einlægnina sem þú sýndir og kenndir mér að tileinka mér. Takk fyrir að kenna mér auð- mýkt sem þú sjálfur sýndir í verki. Takk fyrir allt spjallið sem við áttum um lífið og tilveruna í gegnum lífið. Takk fyrir trygglyndið sem þú sýndir mér. Takk fyrir allar gönguferðirn- ar úti í náttúrunni sem við fórum í saman. Takk fyrir ferðalögin sem við fórum saman í til útlanda. Takk fyrir allar sundferðirnar og bryggjurúntana sem við fór- um í. Takk fyrir stuðninginn í lífsins ólgusjó. Takk fyrir að vera traustur eins og Heimaklettur sjálfur. Takk fyrir að kenna mér að meta dásemdir Eyjanna þinna. Takk fyrir að hlúa svo vel að elsku drengjunum mínum að seint verður fullþakkað. Takk fyrir að hjálpa mér að gera heimili mitt að skjóli fjöl- skyldunnar. Takk fyrir allan kærleikann sem þú umvafðir mig og drengina mína ávallt með. Takk fyrir allan skilninginn sem þú sýndir mér. Takk fyrir að bregðast mér aldrei hvað sem á dundi. Takk fyrir örlæti þitt. Takk fyrir að vera þú. Ég veit að ég á eftir að sakna þín á hverjum degi og hugsa til þín oft á dag – lífið er nær óhugs- andi án þinnar tilveru. En ég verð að halda áfram og lofa þér að passa elskulegu afadrengina þína eins og þú sjálfur gerðir og halda áfram að kenna þeim allt sem þú kenndir mér og þú hefðir viljað kenna þeim. Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn – Guð blessi þig. Þín dóttir, Jóhanna María. Ég er í rauninni að missa einn besta vin minn með fráfalli afa. Afi var allt í senn, vinur, pabbi og afi. Hann var bara alltaf hann sjálfur og aldrei nein áreynsla að vera með honum. Ég man ekki eftir því að við afi höfum deilt um nokkurn skapaðan hlut. Og við afi eigum nú aldeilis minningarnar saman. Á mínum yngri árum fór- um við ófáar ferðirnar í Árbæj- arlaugina á laugardögum. Afi á líka þátt í því með hvaða liði ég held í ensku knattspyrnunni. Eitt sinn þegar við afi vorum að horfa á enska boltann á Brimhólabraut- inni í Eyjum leist okkur best á lið- ið Arsenal því þeir spiluðu svo fal- legan bolta. Síðan þá höfum við verið harðir aðdáendur Arsenal og við hittumst oft um helgar heima hjá mér í Sörlaskjólinu í Reykjavík til þess að horfa á leiki. Ef við vorum ekki saman að horfa á leikina þá töluðum við um þá í hálfleik eða eftir leik í síma. Nán- ast alltaf þegar við afi töluðum saman töluðum við um fótbolta. Nú veit ég því ekki alveg hvað ég á að gera í hálfleik í Arsenal-leikj- unum í framtíðinni. Afa fannst líka mjög gaman að horfa á mig keppa í fótbolta og handbolta og mætti á ófáa leik- ina.Við afi létum eitt sinn draum okkar rætast og fórum á Arsenal- leik, í ferð sem ég mun aldrei gleyma, en þá sáum við marga af okkar stjörnum með berum aug- um á Emirates. Hann borgaði líka fyrir mig píanónámið en hon- um fannst rosalega gaman að hlusta á mig spila á píanóið. Hann var líka mikill félagi og við afi gát- um talað endalaust meðan við rúntuðum um bryggjurnar í Reykjavík eða í Eyjum, en það var eitt það skemmtilegasta sem afi gerði. Þegar afi var á spítalanum í Eyjum núna í desember fékk ég tækifæri til að kveðja hann. Ég fékk að vera einn hjá honum og við töluðum um lífið, hvað ég elska hann mikið og ég þakkaði honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og kennt mér í líf- inu. Ég fékk líka að vera hjá afa þegar hann kvaddi þennan heim. Það var mér mjög dýrmætt að eiga þessar stundir með honum og þær munu alltaf fylgja mér. Ég er sannfærður um að afi mun vaka yfir okkur í fjölskyldunni á hverjum degi og blessa okkur og ég mun alltaf geta leitað til hans. Hann á kannski eftir að hjálpa mér að verða atvinnumaður í fót- bolta en það er minn æðsti draumur. Fyrir mér ert þú, elsku afi, besti maður sem ég hef kynnst og ég mun ávallt sakna þín en veit að þú munt alltaf vaka yfir mér og fylgja mér í gegnum lífið. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Anton Emil (Toni). Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þetta er bænin sem ég og afi Eddi báðum saman áður en ég sofnaði á kvöldin. En nú ertu far- inn til Jesú á himninum, elsku besti afi. Stundum held ég að þú sért stjarna og stundum held ég að þú sért engill. En ég veit að Jesú passar þig og þú passar mig. Ég sakna þín, mig langar svo til að spila fótbolta við þig og fara með þér í sund. Jólin verða líka svo tómleg án þín. Þú varst besti afi í heimi og ég elska þig út af líf- inu. Þinn afastrákur, Benedikt Aron (Bensi). Mikill mannkostamaður, Eddi mágur, hefur kvatt okkur að sinni. Á Heimaey er fjölskrúðugt og litríkt mannlíf. Á Faxastígnum Skólavegarmegin bjuggu í sátt og samlyndi aðventistar, hvíta- sunnumenn, kaþólikkar, þjóð- kirkjufólk, trúleysingjar og þeir, sem töldu stjórnmálastefnur lausn alls. Þarna ólust upp vin- konurnar Sigga systir og Kristín. Á sjöunda áratug tuttugustu ald- ar fóru ungir frændur Eddi og Krissi að hætta sér inn á þetta eldfima svæði. Fyrst kom Krissi á litla pallbílnum og krækti um- svifalaust í Kristínu sína. En inn- an bogagluggans á 2. hæð Ís- félagsins höfðu ástarneistar læst sig inn í líf og hjörtu ungs fólks. Klóruðu menn sér ærlega í höfð- inu, er á þröngum stígnum var farið að „parkera“ stórum Shell- olíubíl. „Gleðinnar olía“ flæddi nú ómælt inn í líf Siggu. Eddi ein- lægt og augljóslega kominn til að vera og verða hennar trausti og tryggi lífsförunautur. Mamma hafði fengið annað bænasvarið af þremur varðandi maka barna sinna. Sérstakt að í velheppnaðri brúðkaupsferð til fimm Evrópu- landa voru með tengdaforeldar hans og ungur mágur. Eddi sýndi í verki, hvaða mann hann hafði að geyma. Færði út tjaldhælana og fjölgaði í fjölskyldu sinni og vand- aði vel lífstíðar tryggðabönd. Ísfélag Vestmannaeyja var ávallt aðalstarfsvettvangur Edda. Á Edda og aðra forystu- menn í Eyjum reyndi mjög, er eldgos braust út á Heimaey 1973. Guðs mildi, miskunn og náð réðu því að enginn maður fórst á ör- lagaríkri gosnótt. Fylltust menn von og vissu um að Eyjarnar myndu rísa á ný. Tóku því til óspilltra málanna og Ísfélags- menn reistu höfuðstöðvar um sinn á Kirkjusandi í Reykjavík, þar til hægt var að hefja starf- semi á ný á breyttri Heimaey með betri höfn. Eddi og Sigga bjuggu sér fal- legt heimili á útsýnisstað við Brimhólabraut. Þar naut Eddi ávallt að horfa á fallegu Heima- eyna, er honum þótti ólýsanlega vænt um. Eddi var fyrst og síðast hinn allra mesti og besti fjöl- skyldumaður í blíðu sem stríðu. Hann var klettur, sem haggaðist aldrei. Alltaf boðinn og búinn að styðja og hjálpa. Kunni líka vel að gleðjast yfir smáu og stóru. Sigga og nánasta fjölskyldan hans og hvað allra mest barnabörnin fengu ómælt að njóta þess. Gat verið mjög glettinn. Góðlátlegur stríðnisglampinn birtist á stund- um í pírðum augunum ásamt fal- lega brosinu hans. Minningarnar um Edda eru dýrmætur fjársjóður með eilífð- argildi. Eddi mat lífið og hin fögru, góðu og heilbrigðu lífsgildi mest af öllu. Notaði tímann vel. Þegar ljóst var hvert stefndi var ekkert slegið af, þó að mjög væri gengið á lífsþróttinn. Erum við þakklát fyrir að geta minnst dýrmætra fagnaðarstunda með honum og fjölskyldunni síðla í nóvember. Eddi trúði á frelsarann, sem á jólum fæddist. Nú hefur hann tekið sér far með ljóssins lest, sem Jesús stýrir til lands lifenda. Hittumst þar. Elsku Sigga, Bertha, Jóhanna María, Malli, Eva, Rósa, Emilía, ykkar kæru fjölskyldur og aðrir aðstandendur. Minnumst orða Krists í Fjallræðunni. „Sælir eru syrgjendur, því þeir munu hugg- aðir verða.“ Megi það vera styrk- ur ykkar í sorginni og söknuðin- um. Ólafur, Sigríður og fjölskylda. Elskulegur frændi og vinur er fallinn frá á besta aldri eftir bar- áttu við veikindi sem hann tókst á við af miklum kjarki og æðru- leysi. Við minnumst hans með glettnisbrosið sitt þegar hann létti lund samferðamanna sinna með góðum húmor og góðlátlegu gríni. Eddi frændi, eins og við systk- inin á Fífilgötunni kölluðum hann, var einstaklega vel gerður einstaklingur, vammlaus og trúr fjölskyldu sinni og heimabyggð. Hann var hjálpsamur og elsku- legur og vandaði verk sín og störf hvort sem var fyrir vinnuveitend- ur eða félög sem hann var með- limur í. Hann tók lífinu með jafn- aðargeði, hafði þægilega nærveru enda vinmargur og vel kynntur hvar sem hann kom. Hann var einstaklega natinn og ræktar- samur afi sem virtist alltaf hafa tíma fyrir börnin. Gleðin sem geislaði frá honum í nærveru þeirra var fölskvalaus. Missir þeirra er mikill. Við eigum ófáar góðar minn- ingar þar sem Eddi og Sigga koma við sögu, minningar sem tengjast okkar sameiginlegu stórfjölskyldu frá Höfn. Sigga hefur misst ástríkan eiginmann, vin og lífsförunaut. Við kveðjum Edda með söknuði og biðjum fólkinu hans blessunar. Huggun þeirra felst í góðum minningum um mætan mann. Við sendum Siggu, Jóhönnu, Malla og Evu, barnabörnunum, móður og systr- um og öllum aðstandendum Edda innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Eyjólfs Martins- sonar. Jóhannes, Guðfinna og fjölskyldan frá Fífilgötu 8. Eddi frændi minn er fallinn frá, allt of snemma, yndislegur maður með hjarta úr gulli. Hans verður sárt saknað af samferða- fólki, hann var mikilvægur á svo mörgum stöðum. Með þessum fallega sálmi hér að neðan langar mig til þess að kveðja uppáhalds- frænda minn, góðan vin og vinnu- félaga til margra ára. Elsku Sigga, Jóhanna María, Malli, Eva, Bertha, systur og barnabörn, missir ykkar mikill, megi góður guð styrkja ykkur og fjölskyldu í sorginni. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Iðunn Dísa. Elsku Eddi móðurbróðir okk- ar hefur nú kvatt okkur alltof snemma. Eddi var einstaklega vel gerður maður sem má vera okkur öllum fyrirmynd um hvernig maður skilar góðu dags- verki og sýnir samferðamönnum sínum góðmennsku með yndis- legri nærveru. Við vorum svo einstaklega lán- söm að eiga hann að en þegar við systkinin fæddumst bjó Eddi enn í föðurhúsum og hefur frá upp- hafi sýnt okkur væntumþykju og hlýju. Æska okkar er svo mjög tengd Edda en við eyddum alltaf öllum jólum, gamlárskvöldum og öðrum stórhátíðum saman hjá ömmu og afa alveg þar til við systkinin stofnuðum okkar eigin fjölskyldur. Eftir að afi féll frá einnig alltof snemma fyllti Eddi hans pláss með hjartahlýju, glað- værð og umhyggjusemi. Það hefur örugglega öllum lík- að vel við Edda en við höfum aldr- ei séð hann öðruvísi en glaðan og brosandi. Jafnvel eftir að sjúk- dómurinn tók að herja á fyllti Eddi okkur af von um góðan endi með jákvæðni og bjartsýni. Við og fjölskyldur okkar mun- um ætíð sakna Edda sem hefur verið miðpunktur fjölskyldunnar svo lengi og hans skarð verður aldrei fyllt. Amma sér nú á eftir frumburðinum og við öll munum leitast við að halda minningu hans á lofti. Elsku Sigga, Jó- hanna og Malli. Við og fjölskyld- ur okkar sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bertha María og Lárus. Á byggðasafninu í Eyjum er stór mynd af Elliðaeyingum á góðri stundu fyrir um hálfri öld. Þar gnæfir yfir Eddi Malla, glæsilegur ungur maður með glaðlegt og tært fas. Hann er eig- inlega höfðinu hærri en aðrir á myndinni. Reyndur Bjarnar- eyingur, sem var við hliðina á mér þegar við skoðuðum myndina, sagði mér að Eddi hefði í raun ekki verið svo miklu hávaxnari en aðrir samferðamenn sínir í Eyj- um; skýringin væri sú að Elliða- eyingar væru óvenju smávaxnir. En Eddi gat borið höfuðið hátt í Eyjasamfélaginu. Hans saga samtvinnast atvinnusögu Eyjanna í hálfa öld þar sem hann sinnti ábyrgðarstörfum og var stöðugt vakandi yfir málefnum Eyjanna og útgerðar í Eyjum. Farsæl starfsemi útgerðar í Eyj- um á sér meðal annars skýringu í natni og áhuga manna eins og Edda. Svona liðsmenn eru lykill að góðu atvinnulífi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast báðum börnum hans, Jóhönnu og Malla. Þau eru heilsteyptir einstaklingar sem láta sér annt um annað fólk og eru vinir vina sinna. Afkomendur þeirra Edda og Siggu eru glæsi- legur hópur; fallegt fólk bæði að innan og utan. Malli, sonur Edda og vinur minn, fékk viðurnefnið bjargvætturinn, eftir að hafa bjargað Eyjaliðinu frá falli tvö ár í röð. Það þurfa helst allir að Eyjólfur Martinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.