Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 ✝ Haukur HeiðarÞorsteinsson fæddist 8. ágúst 1986. Hann lést á heimili foreldra sinna 13. desember 2011. Foreldrar hans eru Auður Hauks- dóttir leikskóla- kennari og Þor- steinn Guðmundsson flug- stjóri. Bræður hans eru Reynir Óli Þorsteinsson og Trausti Þor- steinsson. Eftirlifandi afi og amma; Guðmundur Sigurðsson, fv. skólastjóri í Borgarnesi, og Hildur Þorsteinsdóttir, fv. kenn- ari í Borgarnesi. Látnir for- eldrar móður voru; Haukur Gunnlaugsson lögregluþjónn og Ragnheiður Bjarnadóttir verka- kona. Haukur Heiðar bjó í foreldra- húsum á Álfhólsveginum í Kópa- vogi þar til fyrir ári en þá flutti hann að Lindargötu 6. Haustið 2008 útskrifaðist hann frá Kvik- myndaskóla Íslands og vann lítillega við það og þá sér- staklega í stutt- mynda- og þátta- gerð með félögum sínum. Eitt ár starf- aði hann sem leið- beinandi við leik- skólann Fögrubrekku. Meirapróf og rútupróf tók hann snemma 2009 til að auka at- vinnumöguleika sína og stund- aði ýmsa vinnu á sumrin því tengda. Síðastliðið sumar starf- aði hann í Osló við akstur. Þó var einn starfsvettvangur sem átti mjög vel við Hauk en hann starfaði tvö kvöld í viku við fé- lagsmiðstöð Kópavogsskóla síð- astliðna þrjá vetur. Útför Hauks Heiðars fer fram frá Hjallakirkju í dag, 22. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Þrjú orð, „Haukur er dáinn“, fylltu húsið af tárum sem var ekki nóg því sorgin var svo mikil. Barnabörn eiga ekki að fara á undan afa og ömmu. Við munum hann sem glaðan dreng með fal- legt rautt hár og var hann allt of sjaldan í umsjá afa og ömmu. Hann átti auðvelt með að skemmta öðrum og þá miðpunkt- ur gleðinnar í hópi vina og frænd- systkina. Hann fann sér rétta lífsbraut þegar hann lærði kvik- myndagerð og lokaverkefnið hans þar sýndi ótvíræða hæfi- leika. Þá skall yfir kreppa svo lítið var um vinnu á því sviði sem öðr- um og var það mikið áfall að fá ekki tækifæri til að nýta hæfi- leika sína við það sem hann kunni best. Hann reyndi ýmislegt, svo sem starf í leikskóla, akstur rútu- bíla, vinnu með unglingum og fleira. Allt sem hann gerði gerði hann vel. Það er vitað að sjúk- dómurinn örvænting og kvíði er slæmur en við áttuðum okkur ekki á að hann gæti verið ban- vænn. Haukur minn, við vonum að þinn sársauki sé yfirstaðinn núna og góður guð varðveiti þig og hjálpi fjölskyldu þinni að tak- ast á við sorgina. Við geymum mynd þína í huga okkar og hún er falleg. Hildur amma og Guðmundur afi. Það er með miklum trega og sorg sem ég kveð yndislegan systurson minn, Hauk Heiðar. Það er svo ótímabært og ósann- gjarnt. Það er erfitt að trúa því að eiga aldrei eftir að hlæja með honum eða faðma hann aftur, sjá hann í hópnum með bræðrum sínum og stelpunum mínum. Þau voru öll svo miklir félagar og mikill samgangur hjá okkur öll- um, sérstaklega þegar börn okk- ar systra voru lítil. Minningarnar streyma fram, þær eru svo marg- ar og ljúfar sem ég er svo þakklát fyrir eiga. Ég sé hann svo ljóslif- andi fyrir mér, lítinn ljóshærðan strák með úlpuna á öxlunum að koma heim með mömmu sinni. Haukur var blíður og viðkvæmur strákur, ég man þegar hann missti fyrstu tönnina þá varð honum svo um að hann varð að leggja sig. Ef hann datt og fékk skrámu eða kúlu þá horfði hann á mann svo einlægur og spurði: „Er þetta hættulegt?“ Haukur var hávaxinn myndarlegur ungur maður sem laðaði að sér fólk. Hann hafði einstaka frásagnar- hæfileika og átti auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Fátt var skemmtilegra en að sitja með honum og hlusta á hann segja frá. Það var aldrei fíflagangur eða læti í kringum Hauk, hann var alltaf jafn rólegur og yfirveg- aður sama hvað við hin göntuð- umst. Haukur lærði kvikmyndagerð og eftir hann liggja nokkrar virkilega góðar stuttmyndir sem lýsa honum svo vel. Það er mikill missir að þessum ljúfa yndislega dreng. Við kveðjum elsku Hauk okk- ar með harm í hjarta, minning hans lifir og styrkir okkur á þess- ari erfiðu stund. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Auður, Steini, Reynir Óli og Trausti, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, hugur okkar og bænir eru hjá ykkur, megi Guð vera með ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Hjartans kveðja, Þóra og Þorsteinn. Við systurnar sitjum hér sam- an og reynum að finna einhver orð til að kveðja Hauk Heiðar frænda okkar. Þetta er bara eitt- hvað svo óraunverulegt og erfitt að finna réttu orðin. Þú varst svo skemmtilegur, góður og innilega gaman að vera í kringum þig. Við erum öll svo góðir vinir, við syst- urnar og þið bræðurnir. En nú situr eftir stórt skarð í hópnum sem okkur finnst erfitt að þurfa að horfast í augu við. Við minn- umst þess hvað þú gast verið ótrúlega hræddur við allt mögu- legt þegar við vorum lítil. Fjóla man svo vel eftir því þegar þið og Reynir Óli voruð að horfa á ghost busters, þú varst fljótur að láta þig hverfa og kallaðir svo reglu- lega niður tröppurnar hvort þetta væri ekki að verða búið. Þú varst svo fyndinn og alltaf jafn al- varlegur og yfirvegaður þó svo allir væru í hláturskasti í kring- um þig. Það lýsir því svo vel þeg- ar þú heilsaðir hundinum okkar: „Blessaður Snúður, hvað segir þú? Bara hress?“ enda vildi hundurinn hvergi vera nema uppí hjá þér þegar hann var í pössun. Þú laðaðir alla að þér og ekki spillti fyrir þetta þykka og flotta rauða skegg þitt, við sjáum þig fyrir okkur svo flottan með ljósan koll og rautt skegg, lang- flottastur. Elsku Auður, Steini, Reynir Óli og Trausti, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, hugur okkar er hjá ykkur á þess- um erfiða tíma. Þínar frænkur, Heiða, Linda, Fjóla og Elísa. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Elísa Þorsteinsdóttir, Fjóla Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Linda Mjöll Þorsteinsdóttir. Elsku Haukur minn. Það er sárt að vita til þess að þú sért far- inn frá okkur. Hrókur alls fagn- aðar hvert sem þú fórst og alltaf þegar ég hitti á þig fannst mér gaman að spjalla við þig um dag- inn og veginn. Ég mun sakna þessara samtala okkar. Ég á margar frábærar og fallegar minningar um þig, Haukur, og mun ég halda upp á þær um ókomin ár. Það situr alltaf í mér þegar að ég hitti þig í teiti heima hjá Óðni, það var frábært að vera með þér þetta kvöld. Þar varstu að reyta af þér brandarana, allir lágu í hláturskrampa og þá sagði Óðinn við mig: „Haukur er uppáhalds- vinur bróður míns.“ Mér fannst þetta frábær setning þar sem í mínum augum varstu uppáhalds- bróðir vinar míns, hans Reynis, sem ég hef þekkt síðan við vorum litlir guttar. Gleymi því heldur aldrei þegar ég rakst á þig á Hróarskelduhá- tíðinni 2008 og þú ætlaðir að tjalda þarna rétt hjá okkur Þóru Björk. Þú sagðir mér frá því að þú hefðir keypt tjaldið þitt af mjög gruggugum götusölumanni við lestarstöðina. Við vorum þarna í 25 stiga hita að kafna, þú byrjaðir að tjalda og ég kom og ætlaði að hjálpa þér við að reisa höllina sem þú keyptir af götu- sölumanninum. Þú stóðst og klóraðir þér í skegginu og sagðir svo við mig: „Hvernig eigum við að komast fyrir í þessu, tveir stórir karlmenn með fullt af dóti?“ Á pakkanum stóð að þetta væri þriggja manna tjald en þetta var flott tjald fyrir mögu- lega hálfan mann. Þú brostir samt og sagðir: „Æ, jæja. Ég er allavega með flottustu geymsl- una á svæðinu!“ Haukur, þú varst, ert og verð- ur alltaf í mínum augum mikill snillingur og frábær strákur með frábæran húmor. Þú varst byrj- aður að fikta við leiklist og mér fannst alltaf frábært að sjá þig leika, skemmtilegur og fyndinn. Þú varst ekki lengur bara uppáhaldsbróðir vinar míns, heldur varstu mér kær og góður vinur. Haukur, þín mun ég sárt sakna og vona að þú sért á fal- legum og góðum stað núna þar sem þér líður vel. Þinn vinur, Jón Snær. Tregt er tungu að hræra sagði höfðinginn forðum, heimsskáldið sem einnig er staðarskáld Borg- nesinga, er hann reyndi að koma orðum að sonamissinum. Þannig hefur verið komið undanfarið fyrir fjölskyldunni sem missti svo snögglega son og bróður, og einnig fyrir okkur sem tengjumst henni vinaböndum. Árum saman höfum við hist til að gleðjast og bera saman lífsbækurnar. Stund- um hafa börnin okkar verið við- stödd, stundum ekki. En alltaf hafa þau verið til umræðu, mik- ilvæg mælistika á lífið, eins og því vindur fram, og jafnframt holdtekning þess sem koma skal, einnig eftir að við erum öll. Aldr- ei hvarflar hugurinn lengi að þeim óttalega möguleika að þau kunni að hverfa af vettvangi á undan okkur. Engin orð ná utan um harm- inn sem fylgir andláti Hauks Heiðars, þessa góða og ljúflynda drengs. En þeir sem við syrgjum og tregum búa áfram innra með okkur sem vísir til framtíðar og þess sem mestu skiptir í lífinu. Elsku Auður, Steini, Reynir Óli og Trausti – hugur okkar er hjá ykkur í missinum. Ástráður og Anna, Hans og Sveinbjörg, Ólafur og Ingibjörg. Elsku Haukur minn. Það er erfitt að trúa því að þú sért far- inn. Eftir öll þessi frábæru ár sem við höfum átt saman verður erfitt að horfast í augu við það að fá aldrei aftur að sjá þig, halda utan um þig eða njóta nærveru þinnar. Frábærar minningar eru það eina sem maður getur leitt hugann að. Allt frá því við vorum pínulitlir að leika saman körfu- bolta heima í skoti fram til dags- ins í dag eru ógleymanlegar stundir sem við eyddum saman. Það var alltaf svo þægilegt að vera í kringum þig og einstaklega skemmtilegt, það var alltaf svo stutt í gleðina hjá þér og þú varst alltaf til í allt. Þú varst frábær í alla staði og það voru forréttindi að fá að vera vinur þinn öll þessi ár og mun ég aldrei gleyma þér, kæri vinur. Þinn vinur, Sigurgísli Júlíusson. Þegar ég frétti af því að þú hefðir yfirgefið þennan heim fann ég strax að tómarúm mikið hafði myndast. Ég og þú eigum okkur ekki mjög langa sögu en ótrúlega góða og voru það ein- stök forréttindi af minni hálfu að fá að kynnast þér og eiga að sem vin. Okkar fyrstu kynni áttu sér stað í Digranesskóla þar sem þú og vinur þinn, hann Hafþór, vor- uð að leita ykkur að bassaleikara fyrir hljómsveitina Borgfjarðar- bandið. Á þessum tíma hafðir þú fengið að gjöf glænýjan gítar sem við félagarnir slefuðum yfir og ekki leið á löngu þar til við urðum að fá slíka græju í hendurnar sjálfir eins og við höfðum fengið að glamra á hjá þér. Lífið var laust við áhyggjur og hjal líðandi stundar samanstóð af tónlist, leikjum og kvikmyndum. Við eig- um margar góðar minningar saman, ég og þú, og eru það margar minningar sem gleymast seint. Þú hafðir einstaka sýn á heiminn og hlutina og hefur mér alltaf þótt það sýna sig best í gegnum tónlistina sem þú samd- ir. Ljóðin voru ekki langt undan þegar kom að sköpunargleðinni og fylgdist ég vel með þér þar sem þú varst duglegur við að deila með heiminum áhyggjum þínum og fantasíum í gegnum netið, hvort sem það var í formi ljóða eða smásagna. Ég kveð þig vinur með söknuð í hjarta og minnist þess hversu vænt þér þótti um vini þína og hversu fal- lega þú talaðir um þá. Mig langar til þess að kveðja þig elsku vinur með ljóði sem þú sjálfur samdir árið 2004 sem er eitt af mínum uppáhaldsljóðum eftir þig. Dagurinn er mjög líkur sjálfum mér bjartur og glaður, og býður alla vel- komna inn í hjartað sitt. Hann vill vel en stundum á hann erfitt að gera alla hamingjusama en hann gerir mig hamingjusaman og vonandi þig líka. Nóttin er mjög lík þér, vill ekki segja mikið, en vill að fólk viti af sér. Er stundum svolítið þunglynd, yfir því að allir loka augunum þegar þeir sjá hana. (Haukur H. Þorsteinsson) Hvíldu í friði kæri vinur. Aðalsteinn Egill Traustason. Haukur samstarfsfélagi okkar er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Þetta hljómar svo óraun- verulega. Hvernig gat þetta gerst? Ungur maður í blóma lífs- ins. Þetta eru hugsanir sem hafa farið í gegnum hugann síðustu daga. Haukur skilur eftir sig stórt skarð í okkar unga starfsmanna- hópi. Hann hafði einstakt lag á því að tengjast fólki með sínum lúmska humor, einlægri nærveru og áhuga á kvikmyndum og tón- list. Hann rækti starf sitt af alúð og lét sér annt um fólkið í kring- um sig, hvort sem það voru ung- lingar eða samstarfsmenn. Upp í hugann kemur mynd af honum með rauða skeggið, í brúnu lopa- peysunni með rólega yfirbragðið, húmorinn og þægilegu nær- veruna. Hauks verður sárt saknað í okkar hópi enda náði hann að tengjast stórum og dreifðum hópi starfsmanna. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast honum og hans stórkostlegu eiginleikum sem gera okkur að ríkari mann- eskjum. Það er einlæg von okkar að honum líði vel á þeim stað sem hann er nú kominn á. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og vonum að góður guð styrki þau á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd starfsfólks fé- lagsmiðstöðvanna í Kópavogi, Linda Udengård. Haukur Heiðar Þorsteinsson ✝ Kristín PetrínaGunnarsdóttir fæddist í Kast- hvammi, Laxárdal, Suður-Þingeyj- arsýslu 4. júní 1922. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 15. desember 2011. Kristín var dótt- ir hjónanna Gunn- ars Marteinssonar og Þóru Gunnarsdóttur. Hún var yngst fimm systkina sem öll eru látin; Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson, f. 1908, Kristbjörg ist Höskuldi Þráinssyni en þau skildu. Börn þeirra eru: Bjarni, giftur Önnu Gerði Guðmunds- dóttur, þau eiga börnin Hall- dóru Kristínu, Guðmund Helga, Jönu Valborgu og Þráin Maríus. María, gift Jóni Gísla Þorkels- syni, þau eiga synina Þorkel, Höskuld Þór og Frey Jökul. Kristín Dögg, gift Steini Jónssyni, þau eiga synina Jón Leví og Þór Leví. Alda Kolbrún er gift Sigurði Ottóssyni, þau eiga börnin Ottó, sambýliskona hans er Karen Lilja Sigurbergs- dóttir, þau eiga börnin Breka og Anítu. Helgu, sambýlis- maður hennar er Kári Þór Guð- mundsson, þau eiga dótturina Eygló Tinnu. Útför Kristínar Petrínu fer fram frá Garðakirkju í Garða- bæ í dag, 22. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Þóra Gunn- arsdóttir, f. 1912, Yngvi Marínó Gunnarsson, f. 1915, Bergsteinn Loftur Gunnarsson, f. 1918. Kristín giftist Helga Björnssyni frá Ólafsvík 22. desember 1946. Þau eignuðust þrjú börn; Þóru Krist- ínu, f. 8. apríl 1947, Bjarna, f. 12. nóvember 1948, d. 4. októ- ber 1965, og Öldu Kolbrúnu, f. 30. maí 1951. Þóra Kristín gift- Fölnuð er liljan og fölnuð er rós. Fölnað er himinsins blessaða ljós. Hnípinn er skógur og hnigið er bar hám sem að áður á björkunum var. (Benedikt Gröndal) Didda frænka er dáin og við það lokast kafli í lífsbókinni, öll „gömlu“ Kasthvammssystkinin farin. Hún sagði við mig eftir að pabbi dó og hún var ein eftir af hópnum: „Halla mín, ég sakna pabba þíns svo mikið, mig vantar einhvern til að deila minning- unum með.“ Nú eru þau öll sam- einuð á ný og geta deilt minning- unum. Kemur að sunnan fólkið fínt fram nú allar hendur að baka og skúra nú er brýnt mikið til nú stendur. Einhvern veginn svona hljóm- aði vísa sem Yngvi frændi samdi þegar von var á gestum að sunn- an, en það var alltaf mikil til- hlökkun þegar von var á Diddu og Helga norður á sumrin, þau voru oft tvo daga á leiðinni, höfðu með sér tjald sem var svo sett upp sunnan við hús og við fengum stundum að gista þar eða bara leika okkur. Didda var mjög bílhrædd og var að alltaf að vara Helga við hinu og þessu á leiðinni, svo sem „Helgi minn, þarna er brú“, svo við bjuggum til þulu úr því: bíll, brú, beygja, kind, hún gæti bara þulið þetta alla leiðina yfir Helga. Í huga mínum var alltaf sumar og sól á meðan þau stoppuðu, farið upp í vatn að veiða og Helgi og pabbi í Laxána, borðaður glænýr silung- ur og súpa. Ég á mikið af yndislegum minningum frá þessum tíma en ekki síður seinna þegar ég var orðin fullorðin og kom til þeirra í Ásgarð, þar sem alltaf var nóg pláss og fullt af mat og kökum og allir þurftu að fá sér eitthvað að borða. Það var gott að sitja við eldhúsborðið og spjalla og það var hægt að tala við hana um allt. Seinna bjó ég svo nokk- ur ár í Reykjavík og þá var stutt að skreppa og fá sér kaffisopa og ræða málin, bæði andleg og ver- aldleg. Hún Didda var mikil húsmóð- ir, eldaði, bakaði og saumaði af mikilli list og svo þegar hún var orðin vel fullorðin fór hún að mála og málaði alveg yndislegar myndir. Hún fékk sinn skerf og vel það af veikindum í gegnum lífið, alveg frá því hún var ung kona innan við þrítugt, en tók því af ótrúlegum dugnaði og æðruleysi. Við gerðum oft grín að þeim „gömlu systrum“ Diddu og Goggu þegar þær sögðu: „Ja ég ætla nú ekkert að skipta mér af því, en mér finnst nú samt …“ og svo komu ráðleggingar og skoðanir sem oft voru mjög ákveðnar og svo sögðu þær líka þegar þær voru að kveðjast, Didda að fara suður eða Gogga norður: „Þú verður nú að vera bréf,“ sem þýddi að hin átti að segja ættingjum fréttir og bera kveðjur. Nú verður Didda að vera bréf og bera fréttir af okkur til þeirra sem farnir eru og taka á móti henni, það verða nú fagnaðar- fundir og þar bíður Bjarni henn- ar. Elsku Helgi, Þóra, Alda og fjölskyldur, ykkar missir er mik- ill en minningin lifir og við skul- um vera dugleg að halda henni á lofti. Elsku Didda frænka, far þú í friði, takk fyrir alla elsku og tryggð við mig og mína. Þín frænka, Halla Bergsteinsdóttir. Kristín Petrína Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.