Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 36

Morgunblaðið - 22.12.2011, Side 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Aflagrandi 40 | Sólstöðuganga sem auglýst var kl. 14 fellur niður. Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út- skurður kl. 9, botsía kl. 9.30 og myndlist kl. 13.30. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, dagblöð/lestur kl. 10 á 2. hæð, upp- lestur í handavinnustofu kl. 14. Lista- maður mánaðarins. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, handavinnustofan opin, síðasti skráningardagur í skötuveislu í Gjábakka á morgun. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Heitt á könnunni í Jónshúsi kl. 9.30-16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Félagssvið eldri borgara á Seltjarnarnesi óskar öllum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar og þakkar sam- starfið á árinu. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, botsía kl. 10:30, félagsvist kl. 13:30, tímapantanir hárgreiðslust. í s. 894- 6856. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Heim- sókn úr Leikskólanum Álftaborg kl. 10.30, börn koma og syngja nokkur lög. Hádegisverður, miðdagskaffi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, morgunandakt kl. 9.30, leikfimi- jólakaffi kl. 10, jólaball kl. 14. Panta þarf skötu á Þorláksmessu fyrir kl. 13.30 í dag. Íþróttafélagið Glóð | Allar æfingar falla niður til 9. jan. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, upplestur kl. 11, handavinna, leirlistarnámskeið og útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Setustofa kl. 9, handa- vinna/Tiffanys kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30, kertaskreytingar kl. 13, kóræfing kl. 13. Davíð Hjálmar Haraldsson sendilínu eftir að hafa lesið um vandræði Péturs Stefánssonar vegna draugagangs, en bragurinn birtist í Vísnahorninu í fyrradag: „Þetta minnir óneitanlega á drauginn sem ég hef þurft að eiga við. Fyrir örfáum árum eignaðist ég dágott útvarp með áföstum geislaspilara og var hægt að hlaða spilarann með þrem geisladiskum. Fyrir nokkru tók fyrirbærið upp á því að fara í gang klukkan 1.30 á nóttunni og þetta gerðist á hverri nóttu. Tæknifróðir menn reyndu að venja gripinn af þessum ósið en það var ekki hægt hvað sem reynt var. Þetta komst ekki í lag fyrr en ég hætti að láta geisladiska vera í spil- aranum; draugsi hefur ekki enn sett diskana í sjálfur. Líklega er þetta tæknidraugur, afkomandi Móra og Skottu. Eins og léku lömb á stekk, lítill varð því friður er tæknidraug ég trylltan fékk uns tókst að kveð’ann niður. Og Davíð Hjálmar gerir síðustu atburðum skil: Í Kóreu er Kim Jong-un kommi lofi ausinn. Svíar iðka svig og brun og Saab fer loks á hausinn. En svo yrkir hann í kjölfarið: Í Kóreu er birgðabúrið læst en börnin götu skynja það og vita að aðeins þau sem orga mest og hæst eiga von um föt og matarbita. Og Jón Ingvar Jónsson hefur litla trú á nýja leiðtoganum: Víst ég hefi vondan grun að verði hrun þegar kappinn Kim Jong-un krýnast mun. Ingólfur Ómar Ármannsson átti afmæli um liðna helgi, 17. desem- ber. Hann virðist engan bilbug á sér finna og yrkir vísu, sem skilja má sem óð til náttúrunnar í víðari skilningi orðsins: Harla gaman einkum er að yrkja á léttum nótum, andagiftin yljar mér inn að hjartarótum. Orka næg er enn í mér elja, þrek og dugur, býsna sprækur ennþá er orðinn hálffimmtugur. Þrá til kvenna ærin er ásta þrátt vil njóta, alltaf best ég uni mér uppi á milli fóta. Pétur Blöndalpebl@mbl.is Vísnahorn Af tæknidraugi og Jong-un Flugsýningin 1978 Óska eftir myndum af flugsýningunni árið 1978 á Reykjavík- urflugvelli, helst af DC8-vél Loftleiða. Vinsamlega hafið sam- band í síma 588-2378 eða sendið línu á ssair- @simnet.is Ríkisstjórnin þjarmar að eldri borgurum Í mínum huga er Guð- bjartur Hannesson bleyða, lítið sem ekk- ert er að marka þann mann. Svona já-maður, sem dinglar aftan í Samfylkingunni svo hún haldi sjó. Allt eldra fólk sem komið er á ellilífeyri finnur það á eigin skinni og um hver einustu mánaðamót hvernig þessi ríkisstjórn hefur þjarmað að eldri borgurum, það þarf ekkert rík- isbatterí Samfylkingarinnar til þess að blekkja eldri borgara með Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur innanborðs, tölurnar tala sínu máli. Eftirlaun þeirra sem ekkert eiga og ekkert hafa eru 167.165 kr. nettó . Fáir þú eitthvað úr líf- eyrissjóði, svo sem kr. 20.000, eru tekjur þín- ar frá Trygg- ingastofnun skertar sem því nemur eða niður í 146.269 kr. Vilji eldri borgarar vinna sér inn smá pening og koma sér upp úr þeirri fátæktargildru, sem þessi ríkisstjórn hefur komið eldri borgurum í er það næsta ógjörn- ingur. Eldri borgarar mega hafa kr. 25.076 nettó á mánuði, þá verða ráðstöf- unartekjur eftir skatt kr. 170.240 . Er þessi ríkisstjórn að búa til vesæl- dóm? Er þessi ríkisstjórn að hrekja eldri borgara út af vinnumark- aðnum? Er þessi ríkisstjórn að búa til vesalinga? Kt. 140442-2309. Velvakandi Ást er… … allur þessi djass! Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍTUM NÚ Á FRÉTTIRNAR ÉG GET EKKI SAGT NEITT VIÐ ÞESSU ÞETTA ER HRÆÐILEGT! LÍTUM FREKAR Á EITTHVAÐ ANNAÐ ÞETTA GETUR EKKI VERIÐ GOTT ÉG VAR AÐ SENDA ÞAÐ Á ÞIG FLESTIR KOKKAR ÚTSKRIFAST ÚR GÓÐUM SKÓLUM Í PARÍS EÐA LONDON... HVAÐAN ÚTSKRIFAÐIST ÞÚ? ÉG ÚTSKRIFAÐIST ÚR SJÖUNDA BEKK ÖLL BLÖÐIN MÍN FRÁ PÖNKTÍMABILINU ERU ÓNÝT ÞESSI BLÖÐ ERU ÓMETANLEGUR PARTUR AF UNGLINGSÁRUM MÍNUM, EN NÚ ERU ÞAU ÖLL ÓNÝT LÖT!?! HEFURÐU EKKERT FLEIRA AÐ SEGJA? STARK, ÞÚ ERT EINN AF GÓÐU GÆJUNUM AF HVERJU ERTU AÐ SPRENGJA ALLT Í LOFT UPP? DREPTU HANN IRON MAN! ÞAÐ ER VÍST EKKI VIÐ ÞIG TALANDI OG ÞAU ERU ÓNÝT VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ VARST OF LÖT TIL AÐ SKIPTA UM EINA SKITNA SÍU!! GRÍMUR, ERTU TIL Í AÐ SÆKJA BLAÐIÐ FYRIR MIG? Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.