Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.12.2011, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 höfðu fengið flest formleg réttindi og þegar minnst var á launamis- réttið og annan ójöfnuð hæddust karlar oft að því og sögðu að ástandið væri okkur sjálfum að kenna. Við værum ekki nógu duglegar að sækja okkar rétt. Margar hugs- andi konur voru búnar að missa þolinmæðina og orðnar bálreiðar.“ Guðrún Ágústsdóttir: „Við rauðsokkur vorum sakaðar um að vilja afmá allt kvenlegt. Ég hafði sjálf skipt út flotta flugfreyju- búningnum og var komin í lista- verk eftir Guðrúnu Auðunsdóttur, þá miklu og góðu listakonu. Hún sameinaði listræna hæfileika og kvenlegar dyggðir eins og nýtni með því að nota hveitipoka sem hún litaði í gífurlega fallegum lit- um og sauma upp úr þeim – já, einmitt – mussur! Þessar listaflíkur entust árum saman og eru enn til hjá sumum okkar. Hvað er kvenlegt? Hver á rétt- inn á þeirri skilgreiningu? Við sem höfðum sett spurningarmerki við allt tókum að sjálfsögðu líka á þessum málum. Við neituðum ein- faldlega að láta tískuheiminn stjórna því hvernig við vorum klæddar. Bæði var það dýrt og óþægilegt. Magabelti, heilu bux- urnar úr þykku teygjuefni sem náðu niður á hné, voru mjög í tísku, hvort sem konur voru feitar eða mjóar, litlar eða stórar. Næl- onsokkarnir dásamlegu með öllum sínum lykkjuföllum og blöðrubólg- um. Pinnahælar í slabbinu, túberað hár, sem þegar best lét leit út eins og heysáta ofan á höfðinu á okkur og ekki má gleyma hárlakkinu sem var nauðsynlegt til að halda greiðslunni í horfinu. Ég var ný- komin úr starfi þar sem mikil áhersla var lögð á útlitið; meira að segja skipti það máli við ráðningu hvort við þættum snoppufríðar, flu- gfreyjurnar. En úníform okkar rauðsokka laut öðrum lögmálum en flugfreyjudressið, þar voru þæg- indin í fyrirrúmi: fótlaga skór og klossar, gallabuxur, síð pils og bómullarbolir að ógleymdum muss- unum frægu. Stundum vorum við með slæður, gjarnan litaðar bleiur barnanna okkar, og svo nenntu sumar að mála sig, aðrar ekki. Allt var leyfilegt og ekki bara hjá okk- ur í Rauðsokkahreyfingunni; tískan almennt hafði breyst, varð frjáls- leg. Hárið fékk að falla frjálslega um herðar og bærðist meira að segja í rokinu. Það var auðvitað fráleitt að við vildum afmá allt kvenlegt. Við höfnuðum einfaldlega ýmsu því sem við töldum eiga þátt í að viðhalda kúgun kvenna. Við vildum ekki að tískukóngar úti í heimi réðu því í hvernig fötum við vorum, eða hvort eða hvernig við máluðum okkur í framan.“ tuttugu tíma stundakennslu í ná- grannasveitarfélaginu. Ég hafði ekki þrek til að segja annað en já.“ Rannveig segir líka frá eftirfar- andi: „Þótt konur ynnu utan heim- ilis báru þær flestar alfarið ábyrgð á heimilisstörfunum. Húsmæður voru mærðar í orði en lítilsvirtar í verki og reynsla þeirra einskis- metin í atvinnulífinu. Mér fannst ótrúlega margar konur vera full- komlega ómeðvitaðar um stöðu sína og misréttið í samfélaginu. Ein jafnaldra mín sagði til dæmis: „Ég skil ekki um hvað þið eruð að tala. Maðurinn minn vaskar oft upp fyrir mig.“ Umræðan var gjarnan á þessum nótum. Konur ekki á sama. Daginn eftir fékk ég þau skilaboð að enskukennsla stæði til boða í nágrannasveit- arfélagi. Fimm barna faðir, að vísu réttindalaus, hefði sótt þar um enskukennarastarf og spurt var hvort ég gæti ekki sætt mig við að hann fengi stöðuna og ég einhverja tímakennslu. Ég man að ég hugs- aði: „Hef ég virkilega verið fjögur ár í háskóla til þess að þurfa að þola þetta?“ Því herti ég upp hug- ann og sagði: „Ég vil fá stöðu.“ Þá var lofað að athuga málið betur. Næsta dag hringdi fræðslu- málastjórinn sjálfur og sagðist geta boðið mér tíu tíma ensku- kennslu í Kennaraskóla Íslands og Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eftirfarandi frásagnir eru brot úr bókinni Á rauðum sokkum - bar- áttukonur segja frá, sem kom út á dögunum á vegum RIKK og Há- skólaútgáfunnar. Auður Hildur Hákonardóttir: „Ég þurfti að beita öllum mínum sannfæringarkrafti til að fá stelp- urnar til að vinna með hið frjáls- lega og opna form. Það var sið- venja þegar stofna skyldi félag eða samtök að tilnefna eða kjósa þrenninguna formann, ritara og gjaldkera, semja síðan félagslög eða plagg í nokkrum liðum sem lýsti tilgangi félagsins og starfs- háttum og enda svo með því að til- greina staðsetningu varnarþings. Og bara trúin á að svona eigi þetta að vera getur orðið svo sterk að hún útilokar alla aðra möguleika fyrirfram. Ég barðist líka á móti félagatali og félagsgjöldum. Þetta er fjölda- hreyfing, sagði ég, ekki lokaður fé- lagsskapur eða hagsmunasamtök. Ég sá engan mun á því að leggja fram fé einu sinni á ári í sjóð og að greiða það sem greiða þurfti hverju sinni með samskotum. Ég var heldur aldrei viss um að við værum allar rauðsokkur alveg all- an daginn, alla daga. Það kostaði gífurlegt álag. Sumar konur taldi ég að væru stundum rauðsokkur í einhverjum mæli eða við vissar kringumstæður þótt þær sværu það af sér opinberlega og gerðu jafnvel út á að þykjast ekki vera það. Ef til væri félagatal væri mað- ur búinn að skrá sig fyrir aldur og ævi og á efa- og álagsstundum væri það alls ekki heppilegt. Ég taldi líka óheppilegt að ákveðinn hópur gerði sig þannig útvaldan. Miklu vænlegra væri að álíta að allar konur væru baráttu- og framfarasinnar í hjarta sínu þannig að enginn karlmaður gæti verið viss um að ekki stæði rauð- sokka „bak við“ hans eldavél, svo að ég vitni í meint orð Guðna Ágústssonar. Vegna þess að við ætluðum okkur að rétta hlut kvenna í þjóðfélaginu fengum við á tilfinninguna að við værum óvinir ríkisins númer eitt, verri en kommúnistar og fjárglæframenn, sem í þá daga hétu hermangarar, smyglarar og okurlánarar. Það var svolítið fyndið.“ Edda Óskarsdóttir: „Orðspor okkar fór eins og eldur í sinu um þjóðfélagið og stóð mörgum mikill stuggur af starf- seminni. Við þóttum ógnvekjandi og vorum sagðar hinar verstu frenjur, ljótar brussur í mussum, óalandi og óferjandi, en jafnframt dálítið spennandi eins og allt sem hættulegt er. Beiðnir tóku að ber- ast frá hinum og þessum karla- klúbbum um að koma á þeirra fund og upplýsa félagsmenn um hvað það væri í raun og veru sem við vildum. Ég man eftir einni slíkri ferð suður í Keflavík þar sem við Guðrún Hallgrímsdóttir mess- uðum yfir klúbbmeðlimum á meðan þeir átu sinn þorramat eða annað góðgæti, Guðrún sköruleg að vanda og kvað þá alla í kútinn þeg- ar þeir reyndu að koma höggi á okkur, ég með heimagerðu plaköt- in til að sýna þeim svart á hvítu hvernig staða kvenna væri í launa- málum, menntunarmálum, dagvist- armálum o.s.frv. Að endingu kvöddu þeir okkur með virktum, allnokkru fróðari. Margar fórum við í slíka leiðangra og reyndumst þegar til kom hvorki eins forljótar né hroðalega hættulegar og af var látið og menn sáu að við höfðum hreint ekki svo lítið til okkar máls.“ Rannveig Jónsdóttir: „Að lokinni útskrift úr Háskól- anum sótti ég strax um kennslu á framhaldsstigi hjá fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur og hélt að mér yrði tekið fagnandi því að skortur var á kennurum með full réttindi. Um haustið fór ég galvösk á fund fræðslustjórans í Reykjavík og spurði hvaða stöðu ég hefði fengið. Maðurinn leit á mig heldur kulda- lega og sagði að ég hefði ekkert fengið. Þegar ég hváði og spurði hvort ekki væri skortur á rétt- indakennurum sagði hann að skólastjórarnir yrðu sjálfir að fá að velja sitt fólk. Mér hefði ekki brugðið meira þótt hann hefði hrækt framan í mig, því ég skildi hann þannig að skólastjórarnir gætu gengið framhjá réttindafólki og ráðið frændur og vini að vild. Upp í hugann kom spurningin hvort ég hefði veðjað á rangan hest. Gat verið að kennarastarfið væri svo lágkúrulegt að menntun og réttindi væru einskis virt? Mér var heitt í hamsi þegar ég hringdi í fræðslumálastjóra, sem hafði að gera með kennararáðningar á öllu landinu, og sagði honum frá við- skiptum mínum við fræðslustjór- ann í Reykjavík. Fræðslu- málastjóri lofaði að gera hvað hann gæti og ég fann að honum stóð Pinnahælar í slabbinu Andóf Mynd frá júní 1971 tekin í Lækjargötu en þarna syngja Rauðsokkur þekkt lag við nýjan texta. Myndrænt Forsíðumynd Eddu Ósk- arsdóttur á 2. tbl. Forvitinnar rauðrar sem kom út 1. maí 1973.  Í bókinni Á rauðum sokkum segja tólf konur frá uppruna sínum og aðdraganda þátttöku sinnar í kvenréttindabaráttunni  Þær lýsa umbrotsárunum, þróuninni og óhefðbundum aðferðum Listaverk Fiskikonurnar (1971) eftir Hildi Hákonardóttur. Rauðsokkahreyfingin » Rúm fjörutíu ár eru liðin síð- an Rauðsokkahreyfingin varð til. » Þáttaskil urðu í starfseminni á miðjum áttunda áratugnum. » Baráttan var hörð og rauð- sokkar beittu oft óhefð- bundnum aðferðum til þess að koma málstað sínum á fram- færi og vöktu með því hneyksl- an margra og kæti annarra. » Í bókinni eru birt ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur sem flest voru ort á þessum árum og margar myndir sem hafa ekki fyrr komið fyrir almenn- ingssjónir. » Ritstjóri bókarinnar er Olga Guðrún Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.