Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 44

Morgunblaðið - 22.12.2011, Page 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Tímaritið New York birti 19. desem- ber sl. viðtal við íslenska tísku- ljósmyndarann Magnús Unnar en tilefnið var myndaþáttur hans fyrir bandaríska lista- og menningar- tímaritið the journal, ljósmyndir sem hann tók af fyrirsætunni og leikkonunni Elisu Sednaoui á Íslandi. Sednaoui þessi er býsna þekkt, kölluð „gyðja Lagerfelds“ í grein New York en myndir af henni hafa m.a. birst í tímaritunum Vogue, Vanity Fair, Marie Claire og hún hefur auglýst vörur fyrir fyrirtækið Chanel, svo fátt eitt sé nefnt. Myndaþáttur Magnúsar er aðal- efni nýjasta tölublaðs the journal og ljósmynd sem hann tók af fyrirsæt- unni prýðir forsíðuna. Á vef tíma- ritsins, thejournalinc.com, má sjá nokkrar myndir úr syrpunni. Magnús segir í grein New York að þema myndatökunnar hafi verið að ljósmynda náinn vin á stöðum sem hann hefði persónulega tengingu við, m.a. heimili foreldra hans. Hann hafi viljað leita aftur í ræturnar og ljósmynda á heimaslóðum. Stofnandi the journal, Michael Nevin, hafi veitt honum fullt, listrænt frelsi í þessu tiltekna verkefni og engir stílistar eða förðunarfólk þvælst fyrir, ólíkt tískumyndatökum. Magnús segir næsta verkefni hjá sér vera ljósmyndabók, í henni verði mannamyndir í bland við landslags- myndir f́rá Íslandi. Bókin verði gefin út á næsta ári. Blaðamanni tókst ekki að ná tali af Magnúsi Unnari í gær. helgisnaer@mbl.is Með gyðju á Fróni Reuters Fyrirsætan Elisa Sednaoui á ættir að rekja til Ítalíu og Frakklands og hefur starfað bæði sem fyrirsæta og leik- kona. Hér sést hún við opnun bandarískrar kvikmyndahátíðar í Deauville, Frakklandi, 2. september síðastliðinn.  Ljósmyndarinn Magnús Unnar myndaði þekkta fyrir- sætu og leikkonu, Elisu Sednaoui, á Íslandi fyrir the journal Kvikmyndin Drive eftir danska leikstjórann Nicolas Winding Refn hlaut fern verðlaun á Satellite Awards-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í fyrradag. Drive hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn, besta leikara í aðalhlutverki (Ryan Gosling), besta leikara í aukahlut- verki (Albert Brooks) og bestu hljóðvinnslu. The Descendants var hins vegar valin besta kvikmyndin. Viola Davis hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir The Help og fyrir bestan leik í aukahlutverki Jessica Chastain fyr- ir The Tree of Life. Verðlaunin veita International Press Academy, samtök fjölmiðlamanna sem sinna menningu og listum. Spennandi Úr kvikmyndinni Drive, leikarinn Ryan Gosling undir stýri. Drive sigursæl á Satellite NÝR ÞÁTTUR Í MBL SJÓNVARPI ALLA FIMMTUDAGA! EINSTAKUR LEIKHÓPUR FRÁ LEIKSTJÓRA PRETTY WOMAN OG VALENTINE'S DAY FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM Í HÁTÍÐARSKAP Sarah Jessica PARKER Jessica BIEL Ashton KUTCHER Zac EFFRON Michelle PFEIFFER Robert DE NIRO Halle BERRY Sofia VERGARA Katherine HEIGL Josh DUHAMEL Hilary SWANK Jon BON JOVI Abigail BRESLIN Chris "Ludacris" BRIDGES Hector ELIZONDO Seth MEYERS Lea MICHELE Til SCHWEIGER NÚMERUÐ SÆMIÐASALA Á S á allar sýningar merktar með grænu SPARSPARBÍÓ 3D 1.000 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA kr. - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHH -BOXOFFICE MAGAZINE HHHH -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI "EIN BESTA MYND ÁRSINS ÞÖKK SÉ FÆRUM LEIKSTJÓRA, LEIKURUM OG HANDRITSHÖFUNDI." - MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS HHHH "ÞAÐ FER EKKERT ÚRSKEIÐIS HJÁ FINCHER AÐ ÞESSU SINNI" - RAGNAR JÓNASSON, KVIKMYNDIR.COM HHHH HHH - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.