SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 10
10 29. janúar 2012
Skar og skarkali | 22
Þorgrímur Kári Snævarr
6:00 Ég vakna við að Ína (Mínerva
Marteinsdóttir), dóttir mín, ræskir sig
blíðlega við hliðina á mér. Hún fær sopa
og sér síðan um að skemmta pabba sínum
aðeins á meðan ég fæ mér „fyrri“ morg-
unmat frammi í borðstofu og les eitthvað
skemmtilegt í Sunday Times. Um hálf-
sjöleytið fara allir aftur að sofa.
10:30 Þá fer allt á fullt við að búa um
og setja í bleyjuvél, morguntónlistin er
sett á og við Ína röbbum um Wittgenstein
eða Heidegger þar til hún lognast út af.
Mamman fer í sturtu og fær sér svo kaffi
og brauðsneið og les blöðin. Seinni morg-
unverðurinn. Heilög stund. Kisa fær
nokkrar strokur. Blóm eru vökvuð.
Kannski gefst tími til að svara nokkrum
tölvupóstum frá erlendum þýðendum og
útgefendum sem eru spenntir yfir nýrri
bók og verðlaunum. Alltaf ætla ég mér að
uppfæra heimasíðuna en það hefur ekki
tekist síðan snemma í haust sem leið. Oft-
ast er líka ætlunin að hringja nokkur sím-
töl og fara inn á heimabankann en það
tekst ekki heldur. Oft kemur einhver í
heimsókn og fær kaffi og – ef Ína er vökn-
uð og í stuði – nokkur geislandi, tannlaus
bros sem japla á berskjölduðum hjörtum.
Þvottur er brotinn.
16:45 Matti kemur heim og þótt hann
sé ansi upptekinn þessa dagana við að
undirbúa tökur á bíómyndinni „Þing-
maðurinn“ verður hann eftir með spen-
volga brjóstamjólk í pela á meðan
mamman skreppur í jóga í Kramhúsinu.
Ferskt loft. Ber himinn. Kannski kem ég
við í búðinni sem selur ódýr kerti eða kíki
inn um nokkra búðarglugga á Laugaveg-
inum.
19:00 Fegin að vera komin heim.
Matti að elda mat og búinn að kveikja á
kertum. Ína varla búin að snerta pelann,
sem er gott því þá get ég leyft henni að
létta á yfirfullum brjóstum. Matti er nógu
góðhjartaður til að hlæja að ódýru
Búkollubröndurunum mínum, en mér
líður oftast eins og ég hafi fengið vinnu
sem mjaltastúlka á þrifalegum sveitabæ
og sé jafnframt í hlutverki kýrinnar. Við
borðum og horfum svo á einn eða tvo
þætti af Tinker, Tailor, Soldier, Spy.
Gamlir njósnaþættir með Alec Guinness.
Ég botna varla neitt í plottinu en mikið er
notalegt að horfa á alla þessa gömlu karla
tölta um í rykfrökkunum sínum og tala
undir rós um Rússagrýluna.
23:00 Kvöldúlfurinn er mættur. Ína
með magapínu, rembist og grætur. Henni
líður best liggjandi eins og púma á grein á
handlegg pabba síns, en hún sættir sig líka
við að vera í fanginu á mér ef ég dansa við
hana. Billie Holliday sér um danstónlist-
ina. Við Matti skiptumst á að róa barnið
en sem betur fer staldrar úlfurinn oftast
ekki lengi við. Á meðan Matti er á vakt-
inni sest ég kannski með svörtu bókina og
skrifa niður eitthvað sem vonandi verður
einhvern tíma að einhverju. Það er óþarfi
að láta góðar hugmyndir fara til spillis
þótt maður eigi að heita í fæðingarorlofi.
1:30 Ína, komin með nátthúfu á koll-
inn og bréfbleyju á bossann, launar okkur
með því að sofa í fimm tíma. Litla ljósið.
Dagur í lífi Guðrúnar Evu Mínervudóttur rithöfundar
Guðrún Eva Mínervudóttir hvílist með Ínu dóttur sinni.
Eins og mjalta-
stúlka á þrifa-
legum sveitabæ
Tom Brady, hinn sigursæli
leikstjórnandi bandaríska
ruðningsliðsins New Eng-
land Patriots, æfir hér fyr-
ir leikinn um Ofurskálina í
Indianapolis á sunnu-
dagskvöldið en þá mætir
lið hans New York Giants í
hreinum úrslitaleik NFL-
deildarinnar vestra. Reuters
Ofurskálin
í aðsigi
Veröld