SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 12
12 29. janúar 2012 Sunnudagur Sigurbjörg Þrast- ardóttir Maður á kaffihúsi, forvitinn: Frá Íslandi? Minns: Já. Maður, órólegur: Segðu mér eitt, er það satt sem mér er sagt … að á áramótunum borði Ís- lendingar (fölnar upp) … uh, ísúr eistu af gömlum sveitahrútum?? Minns: Nei, nei, helber þvætt- ingur! Maður varpar ön … Minns: Það er ekki um áramót- in. Það er núna! Exit maður. Ólafur Stephensen Stefán Björn (7 ára): Er það satt að Ítalir fái pasta í þorramat? Við fáum svið og hrútspunga. Mér finnst þetta ósanngjarnt! Miðvikudagur Örn Úlfar Sævarsson Viðburðaríkur janúar að baki. Það hefði nú mátt gera heilt Skaup um þennan iðnaðar- saltaða kadmíummengaða ofsa- veðursmánuð með lekandi brjósta- púða og Landsdómsrugli Fésbók vikunnar flett Snertiskjáinn er með helstu uppfinn- ingum síðustu áratuga, eins og allir þekkja sem á annað borð hafa prófað slíkt, hvort sem það er í farsíma, spjaldtölvu, lestölvu eða einhverju öðru apparati. Það er þó ekki eintóm hamingja að hafa slíkt við höndina, eins og þeir þekkja sem svara vilja í símann í rigningu eða kulda. Framleiðendur hafa brugðist við þessu á ýmsa vegu, enda skiptir það miklu um notagildið, ekki síst ef um er að ræða síma sem á að vera hægt að nota í útvistarævintýri. Símann sem getið er hér til hliðar er hægt að nota við flest skilyrði, þar með talið í raka, en það eru fleir símar brúklegir við slíkar aðstæður, til að mynda Sony Ericsson Xperia active, sem er prýðis- sími, en líka hampa menn ytra Mot- orola DEFY+, sem ekki hefur fengist hér að ég best veit. Önnur leið er að fá sér vettlinga og það ekki venjulega vettlinga heldur vettlinga sem sérsniðnir eru fyrir snertiskjái, alla jafna með sérstaka fingurgóma. Samsung Galaxy Xcover stenst svo- nefndan IP-67 staðal, en 6 í þessu sam- bandi þýðir að hann er algerlega rykv- arinn og 7 að hann þolir að vera að minnsta kosti hálftíma í 1 metra djúpu vatni. Að auki er glerið í honum sér- staklega styrkt Gorilla Glass sem þolir högg og rispur. Eins og getið er er skjárinn, sem er 3,65", með sér- styrktu gleri og rispuþolinn, en er fyrir vikið ekkert til að hrópa húrra yfir; upplausnin á honum er ekki nema 320 x 480 dílar og skjáupplausn því ekki nema 158 dílar á tommu. Til samburðar er Samsung Galaxy S2, sem er náttúrlega mun dýrari og viðkvæmari sími, með 217 ppi. Stýrikerfið á símanum er Android 2.3.4 Gingerbread með TouchWiz-notendaskil- unum frá Samsung. Örgjörv- inn er 800 MHz Marvell MG2 og knýr símann vel, fannst mér; hann er með fína svörun, en verður stirður ef það er of mikið í gangi. Myndavélin er ekki nema þokkaleg, 3,2 milljóna díla með LED-flassi sem líka má nota sem vasaljós. Bakið á símanum er skrúf- að á til að tryggja að það sé vatnshelt, og tengi- raufar á símanum, fyrir heyrnartól og USB-hlæðslu eða snúru, vel lokaðar. Rauf fyrir minniskortið er undir rafhlöðunni og því ekki hægt að setja það í eða taka úr nema með því að skrúfa bakið af. Hljóðneminn er mjög fínn og eins hátalarinn í símanum. Hátæknihörkutól Snjallsímar eru til margra hluta nytsamlegir, en þeir henta illa til að reka niður tjaldhæla eða brjóta svellbungur. Til eru þó snjallsímar sem eru traustari en gengur og gerist, nefni sem dæmi ryk- og rakavarinn Samsung Galaxy Xcover. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Snertiskjárvandi Varúð: Blautir fingur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.