SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 43
29. janúar 2012 43
Fyrir stuttu kom út bókin List-gildi samtímans - Handbók umsamtímalist á Íslandi eftir JónB.K. Ransu. Í kynningu á bók-
inni segir meðal annars að í henni sé ís-
lensk myndlist á okkar tímum skoðuð í
ljósi alþjóðlegra kenninga um list. Þar
kemur einnig fram að ekki sé um list-
söguleg skrif að ræða heldur sé Ransu að
fjalla um listgildið og það hvernig við
metum hluti og gefum þeim merkingu
sem list.
Að þessu sögðu segir Ransu að þó bókin
sé handbók þá sé hún ekki ætluð þeim
sem ekkert viti um list, hann geri ráð fyrir
því að lesandinn hafi einhverja nasasjón af
list. „Það má lýsa því svo, að ég sé að
reyna að skýra litsgildi samtímans miðað
við eldri list og hvernig við horfum á hana
öðruvísi í dag og hvaða mælikvarða við
notum. Sá fagurfræðilegi mælikvarði sem
menn studdust við áður, þegar fagurlist-
irnar voru ráðandi og módernisminn
byggist líka á, er ekki lengur gildur og við
skoðum samtímalist út frá þremur þátt-
um, hugmyndafræði markaðsfræði og
fagurfræði; hugmyndafræðin er það sem
gefur verki merkingu, markaðsfræðin
gefur því verðmæti og staðsetur í sam-
tímalistasögunni og fagurfræðin er
myndmálið og það sem listamaðurinn
notar til að miðla listaverkinu til annarra.
Í bókinni skoða ég þessa þrjá þætti og
hvernig þeir birtast í íslenskri samtímalist
síðustu ára.“
Flakkað fram og aftur í tíma
Ransu segist flakka fram og aftur í tíma í
umfjöllun sinni, hann láti kenningarnar
ráða en ekki tímann. Elstu verk sem hann
tekur fyrir eru verk á sýningu Ívars Val-
garðssonar á Kjarvalsstöðum og Finnboga
Péturssonar í Nýlistasafninu 1988 og síðan
nær umfjöllun hans
fram á okkar daga þar
sem hann setur meðal
annars verk eftir Ragn-
ar Kjartansson í kenn-
ingalegt samhengi.
„Sem dæmi get ég
nefnt að ég ræði um
verk Finnboga í sam-
hengi við fagurfræði,
um hið háleita, og ræði
það í samhengi við
tæknirómantík þar sem
við sjáum hið háleita í
tækninni en ekki í nátt-
úrunni, og verk Ívars,
sem sýndi bygging-
arvörur úr Byko, ræði
ég út frá hugmynda-
fræðinni og spurningunni um hvað sé list.
Annað dæmi sem ég ræði er það að bera
saman mynd af Þingvöllum eftir Jóhannes
Kjarval við skipti sem Einar Garibaldi stal
á Þingvöllum. Við horfum á verk Kjarvals
með gleraugum fagurfræðinnar en getum
ekki notað þau gleraugu á verk Einars
Garibaldis.“
Ransu segist hafa skrifað bókina vegna
þess að honum fannst brýn þörf á að slík
bók væri til og hann segist í raun ekki
skilja af hverju einhver var ekki búinn að
skifa svona bók fyrir löngu. „Ég bara reið
á vaðið og stal tíma frá öðrum verkefnum;
þegar ég átti að vera að gera eitthvað ann-
að þá fór ég að skrifa frekar, þannig að
þetta hefur tekið dágóðan tíma, sennilega
þrjú ár þó þetta sé ekki stór og mikil bók.“
Gamalt bókverk úr gömlum kassa
Listgildi samtímans er til sýnis og sölu á
markaðnum sem getið er um hér til hlið-
ar, en þar verður einnig bókverk eftir
Ransu sem hann segist hafa dregið upp úr
gömlum kassa. „Þetta er
gamalt bókverk sem heitir
Teikningar og er frá því ég
sýndi fyrst hér á landi í
Nýlistasafninu. Þá var ég
með átta málverk sem
hétu Composition 1-8,
málverk á striga en í A4-
stílabókastærð og voru í
raun stílabækur og reikn-
ingsbækur, má kalla það
poppmínimalisma. Ég
hafði þetta bókverk með,
fann til ólíkar stílabækur
og reikningsblöð og
nótnablöð og ýmislegt og
blandaði því saman í bók
þar sem hver síða var ólík,
svona eins og fundnar
teikningar, en ég hef ekki verið að flagga
þessu mikið hér heima, var aðallega með
þetta úti í Hollandi,“ segir Ransu en hann
stundaði nám í Akademie voor Beeldende
Kunst í Enschede í Hollandi og útskrifaðist
þaðan 1995.
Ransu hefur ekki gert mikið af bókverk-
um, en segist þó hafa fengist aðeins við það
í myndlistarnáminu á sínum tíma, „var að
leika mér með einhverja stafi og búa til
geómetríu úr þeim, en í seinni tíð hef ég
skrifað stafi sem mynda setningar og segja
einhver orð,“ segir hann og hlær við.
Aðspurður hvort það sé aðallega fólk í
myndlistarnámi sem spreyti sig á bók-
verkum segir hann að eflaust sé allur
gangur á því, „en ég get trúað því að nem-
endur geri margir hverjir einhver bók-
verk, enda er fólk oft að skoða hluti á þeim
tíma og velta fyrir sér hlutverki þeirra og
hvernig megi nýta formið. Listamenn
spyrja gjarnan hvað list sé og það er ekki
óeðlilegt að spyrja þessarar sömu spurn-
ingar um bók.“
Jón B.K. Ransu skrifaði bók um Listgildi samtímans vegna þess að honum fannst brýn þörf á að slík bók væri til.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
’
Við horfum
á verk Kjarvals
með gleraugum
fagurfræðinnar en
getum ekki notað
þau gleraugu á verk
Einars Garibaldis.
Listgildi íslenskrar
samtímalistar skoðað
an texta og klippur úr bókum í verk sín.
Hún hefur þannig unnið fjölmörg bókverk
og líka gefið út það sem kalla má mynd-
listarbók, bók með myndum af bókverk-
um hennar. Sú bók, sem heitir SemSé, er
gefin út í 100 eintökum og árituð og núm-
eruð - bók um bókverk sem er bókverk í
fjölfeldi.“
Margrét segir að stundum verði mörkin
milli bókar og bókverks óskýr og nefnir að
fyrirhugaður gjörningur Katrínar I. Jóns-
dóttur Hjördísardóttur, sem fluttur verð-
ur í dag og á sunnudag kl. 14, muni enn
rugla menn í ríminu, „en í honum vinnur
hún með bók sem gefin var út í tengslum
við sýninguna Sjónarmið - Á mótum
myndlistar og heimspeki sem haldin var í
Listasafni Reykjavíkur síðastliðið haust.
Það má segja að í gjörningnum sé hún að
breyta bók um myndlist í myndlist og
breytir bókinni í bókverk um leið.“
Af öðrum verkum sem sýnd verða og
seld nefnir Margrét verk og bækur eftir
Hlyn Hallsson, Hörpu Árnadóttur, Ransú,
sem á þar bók um myndlist og bókverk,
Birgi Snæbjörn Birgisson, verk sem Daði
Guðbjörnsson vann með Kees Visser, og
Helga Þorgils Friðjónsson meðal annarra.
Morgunblaðið/RAX
’
Mörg bókverk segja
sögu viðkomandi
listamanns, sér-
staklega hjá þeim lista-
mönnum þar sem bókverk-
ið er nánast eins og
skissubók hugmynda.