SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Blaðsíða 21
29. janúar 2012 21
samband við Júpiter og sagt, hvernig
væri ástatt hjá okkur,“ sagði Kristján.
„Var þá skotið línu frá okkur, sem
heppnaðist í fyrstu tilraun, og drógum
við gúmmíbjörgunarbát yfir til okkar, og
höfðu skipverjar á Júpiter sett línu í bát-
inn, sem þeir ætluðu að draga okkur á yf-
ir til sín á eftir.“ Kristján virðist ekki hafa
nefnt við sjóprófin að það var hann sjálf-
ur sem vann hið mikla afrek að skjóta
línunni á milli skipanna.
„Þegar allir mennirnir voru komnir
um borð í bátinn, gáfum við merki um að
þeir mættu draga okkur yfir, en þá hafði
taugin festst í skrúfu Elliða, sem kom af
og til upp úr sjónum, og gátum við ekki
losað hana og urðum við því að skera
hana frá okkur,“ segir skipstjórinn.
Birgir segir að snarræði Halls báts-
manns hafi komið í veg fyrir að illa færi
því hann hafi náð að ýta gúmmíbátnum
með handafli frá togaranum.
Hallur, sem nú er látinn, sagði svo frá í
viðtali við Fiskifréttir árið 2007: „Ég stóð
í opi björgunarbátsins, sem við fengum
frá Júpiter, og hélt í línuna sem bundin
var við Elliða. Ég átti að passa að bátinn
ræki ekki frá. Kristján [skipstjóri] var þá
einn eftir um borð. Ég var svo loppinn á
höndunum að línan rann úr greipum
mér. Kristján kom að í þessu og hann
halaði inn línuna og henti henni til mín.
Ég dró bátinn að Elliða og Kristján stökk í
hann. Síðan sleppti ég línunni. Taugin
sem Júpitersmenn höfðu bundið í gúm-
bátinn til að draga hann til baka var föst í
skrúfu Elliða og við drógumst aftur með
skipinu og undir það því skrúfan stóð
upp úr sjó. Ég var mest hræddur að við
fengjum skrúfuna og skipið í hausinn
þegar það sykki. Ég opnaði vasahnífinn
minn með krókloppnum höndum, skar á
taugina til að losa bátinn og ýtti honum
frá. Þegar Elliði sökk sneri op bátsins frá
Júpiter en ég horfði beint út í svart
myrkrið. Ég fékk skyndilega þá sér-
kennilegu tilfinningu að ég væri einn í
veröldinni.“
Allir voru komnir í björgunarbátinn
um það bil 20 mínútum fyrir klukkan tíu
og fáeinum mínútum síðar var Elliði
sokkinn; fimm til tíu mínútur liðu, sagði
Kristján skipstjóri við sjóprófin.
Klukkan ellefu, eftir hátt í klukku-
stund í björgunarbátnum, voru allir
skipverjarnir af Elliða komnir um borð í
Júpiter.
Fjöldi skipa og báta tók þátt í björg-
unarstarfinu. Þegar ljóst var að næðist að
bjarga áhöfn Elliða yfir í Júpiter fóru öll
önnur skip að leita að gúmmíbátnum sem
vitað var að Egill og Hólmar voru í.
Það var ekki fyrr en um hádegi á
sunnudag að flugvél Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli sá björgunarbátinn og
voru þá mennirnir báðir látnir. Varð-
skipið Óðinn kom á staðinn og voru líkin
færð um borð í það.
Til stóð að Óðinn sigldi með áhöfn Ell-
iða til Reykjavíkur, en vegna veðurs var
ekki hægt að flytja menn á milli skipa og
varð því úr að Júpiter sigldi með skip-
brotsmennina til höfuðborgarinnar og
var komið að landi að kvöldi sunnudags.
Vert er að geta þess að félagsskapurinn
Hafliði SI2, sem nefndur var eftir sam-
nefndum síðutogara, var stofnaður fyrir
fáeinum árum af gömlum jöxlum sem
voru á honum. Helsti tilgangurinn var að
safna fé til smíði líkans af Hafliða og það
tókst. Var líkanið afhent FÁUM - Félagi
áhugamanna um minjasöfn á Siglufirði –
á Síldarævintýrinu þar í bæ árið 2008.
Í framhaldinu var ákveðið að ráðast í
smíði líkans af Elliða líka og nú hillir
undir að því verki ljúki. „Enginn af ný-
sköpunartogurunum siglir nú um höfin
blá og teljum við Hafliðamenn minningu
þeirra og kallanna sem mönnuðu þá alls
ekki haldið á lofti sem skyldi,“ segir á
heimasíðu Hafliðafélagsins, þar sem allar
nánari upplýsingar má sjá.
www.si2.is/sofnun
Egill Steingrímsson og Hólmar Frímannsson voru jarðsungnir frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 20. febrúar. Aldrei höfðu fleiri verið við-
staddir jarðarför áður í kirkjunni. Skipsfélagar þeirra af Elliða báru kisturnar í kirkju og stóðu þar heiðursvörð meðan athöfnin fór fram.
Bræður um borð: Rögnvaldur vélstjóri, Kristján skipstjóri og Jón matsveinn, Rögnvaldssynir.
Hluti áhafnar Elliða SI eftir að Júpíter kom með mannskapinn að landi í Reykjavík.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þrír úr áhöfn Elliða, Sigurjón Björnsson Matthías Jóhannsson og Rögnvaldur Rögnvaldsson.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ljósmynd/Hannes P. Baldvinsson
Ljósmynd/Hannes P. Baldvinsson