SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 16

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 16
16 29. janúar 2012 Ég vil að verkin tali frekar en hitt,“ segir ErnaGísladóttir er hún kemur sér fyrir í fund-arherbergi BL, fyrirtækis sem varð til meðsamruna B&L og Ingvars Helgasonar. Með því gefur hún til kynna að hún verði ekki í áskrift að upp- sláttarviðtölum í fjölmiðlum, en kaup hennar og Jóns Þórs Gunnarssonar eiginmanns hennar á félaginu gengu í gegn um áramótin. Aftur til þorskastríðsins Ekki leynir sér að Erna er lítt gefin fyrir að fara í kringum hlutina, hún er skorinorð og kemur sér beint að efninu. „Hver er minn bakgrunnur?“ segir hún og hlær. „Minn bakgrunnur er náttúrlega bílar!“ Það er hverju orði sannara. Erna byrjaði í fullu starfi hjá B&L árið 1991 og tók þá við sem einn af fram- kvæmdastjórum fyrirtækisins, sem stofnað var af afa hennar. „Eitt af mínum fyrstu verkum var að byggja upp vörumerkið Hyundai, en núna í maí eru einmitt tuttugu ár síðan byrjað var að flytja þá bíla til landsins,“ segir hún. „Fram að því hafði ég spreytt mig á flestöllum störfum í bílageiranum, ég vann á símanum, aðstoðaði við vara- hlutasölu, afhenti bíla og margt fleira. Ég varð síðan for- stjóri B&L árið 2003.“ B&L var stofnað árið 1954 af Guðmundi Gíslasyni, afa Ernu eins og fyrr segir. „Það var vegna aukinna viðskipta Íslands við Sovétríkin,“ segir Erna. „Þegar við áttum í þorskastríði við Breta var leitað á önnur mið að losa fisk- inn og Sovétmenn gengu inn í viðskiptin með því skil- yrði að við keyptum fleira af þeim en bara olíu. Upp úr því hófust bílaviðskiptin. Fyrstu árin fluttum við inn Po- beda, síðan tóku Volgurnar við, svo Moskvitch, þá Rús- sajepparnir og loks Ladan, sem margir muna eflaust eftir ennþá.“ – Voru þeir ekki söluhæstir eitt árið? „Jú, við náðum að vera söluhæst árið 1987, en Toyota hefur verið söluhæst nánast óslitið síðan.“ Ladan kveður Nú er Erna sú eina úr fjölskyldunni sem enn er í bíla- bransanum, en margir úr fjölskyldunni hafa komið ná- lægt starfsemi B&L í gegnum tíðina, ýmist í lengri eða skemmri tíma. Gísli Guðmundsson, faðir Ernu, tók við af Guðmundi sem forstjóri og hún tók svo við af honum ár- ið 2003. Og nú eru það ekki lengur bílar frá Sovétríkjunum sem berast til landsins. „Upp úr 1990 gerðum við okkur grein fyrir að það þyrfti eitthvað annað en bara rússnesku bíl- ana,“ segir Erna. „Þróun bíla var það hröð að Sovétmenn höfðu ekki undan, þeir áttu ekki nóg fjármagn til þess. Við byrjuðum því að flytja inn Hyundai árið 1992 og um jólin 1994 keyptum við BMW og Renault. Land Rover kom ári seinna og þar með voru umboðin allt í einu orðin fjögur. Lada hætti ári seinna, uppfyllti ekki meng- unarskilyrði og öryggiskröfur – allir bílarnir voru eig- inlega endurunnir.“ – Sem þykir voða fínt í dag! „Já, það fer nú eftir því hvernig þeir eru endurunnir,“ segir Erna og brosir. „En margar Lödur voru keyptar aft- ur af rússneskum togarasjómönnum á tímabili og rifnar í spað á leið til Rússlands. Ég hugsa að þeir hafi greitt jafn- mikið fyrir þá og þeir voru keyptir fyrir á sínum tíma.“ B&L stóð fyrir Bifreiðar & landbúnaðarvélar, en lítið fór fyrir landbúnaðarvélunum. „Við höfum aldrei flutt inn neinar landbúnaðarvélar,“ segir Erna. „Þegar fyr- irtækið var stofnað var ætlunin að flytja þær líka inn frá Sovétríkjunum, en aldrei varð neitt úr því. Við vorum hinsvegar með Arctic Cat-vélsleða á tímabili, sem stundum eru notaðir við smalamennsku og komast nærri því að heyra til landbúnaði.“ – Og Land Rover! „Já, kannski – að minnsta kosti Defenderinn myndu sumir segja.“ Góður tími að selja Erna segir að á miðju ári 2007 hafi fjölskyldan og aðrir eigendur fengið mjög gott tilboð í fyrirtækið. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að selja og að hver og einn færi sína leið og gerði það sem hann vildi, án þess að allir þyrftu að sammælast um það,“ segir hún. „Þetta hafði verið mjög þéttur hópur, svo breytingin var mikil frá því að hittast á hverjum degi, en á móti kemur að fjöl- skylduboðin eru orðin meiri fjölskylduboð en við- skiptakvöldverðir!“ – Sáuð þið fyrir hrunið? „Nei, nei, nei, alls ekki,“ segir Erna og hristir höfuðið. „Á þeim tíma sem pabbi og Gummi bróðir hættu bjugg- ust allir við að árið 2008 yrði betra en 2007. Ég hætti ekki fyrr en í ársbyrjun 2008.“ – Þá var farið að halla undan fæti? „Vikuna sem ég hætti var gengið byrjað að falla, en salan hafði verið fín, enda var mikið af pöntunum. Það tekur langan tíma á bílamarkaðnum að snúa við skipinu, við erum núna að panta bíla sem fara í mars í framleiðslu og koma til landsins í maí!“ Hún tekur undir að þetta hafi verið góður tími að selja fyrirtækið. „En fyrirtækið var ekkert til sölu,“ bætir hún við. „Það voru þeir sem komu til okkar og spurðu hvort við vildum selja. Jú, við vorum heppin, það er engin spurning. Maður dregur ekkert úr því, að þetta var góð tímasetning.“ Ábyrgð og stjórnarseta Eftir að fyrirtækið hafði verið selt fór Erna sér að engu óðslega í langan tíma. „Það tók sinn tíma að ná áttum og fylgjast með atburðarásinni næstu mánuði á eftir, frá hausti 2008 og alveg fram á vor,“ segir hún. „Þetta var bara biðtími eins og hjá mörgum. Síðan tók ég sæti í stjórn Sjóvár þegar fyrirtækið var byggt upp aftur.“ Og Erna er orðin hluthafi þar. „Ég fór inn í stjórnina fyrir hönd Íslandsbanka og var síðan inni í þeim hópi sem keypti meirihlutann í sumar. Það er skemmtilegt að fylgjast með og taka þátt í uppbyggingunni þar.“ – Hvernig er fjárhagsstaðan? „Sjóvá er mjög sterkt félag í dag, stendur vel undir sér, byggir hratt upp eigið fé og hefur öflugan viðskipta- og starfsmannahóp sem trúir á félagið.“ – Ertu sátt við það, hvernig Seðlabankinn stóð að sölu Sjóvár? „Ég hef litla skoðun á því, enda komum við í stjórninni ekkert að samskiptum Seðlabankans vegna sölunnar, við Í loðfeldi eins og hæfir í Moskvu í heimsókn í Lödu- verksmiðjurnar. Stúdentinn með foreldrum sínum Bessí Jóhannsdóttur og Gísla Guðmundssyni og bróðirinn Guðmundur stendur kot- roskinn hjá henni. Erna talar á sýningu á BMW í Perlunni árið 1998. Útskrift úr Háskóla Íslands, Guðmundur, Gísli, Bessí, Erna og Jón Þór. Jóhanna Margrét systir okkar heldur um hend- urnar á móður sinni. Hún er tuttugu árum yngri en Erna. Í Accent-reynsluakstri í Suður-Kóreu árið 1994. Erna slapp við að syngja í karaókí af því að hún var ólétt. Erna með Guðmundi Gíslasyni, afa sínum og stofnanda B&L, og ömmu sinni Ernu Adolfsdóttur, á formúlu 1 sýningu árið 1997, en þá flutti B&L inn kappakstursbíl. Erna með föður sínum Gísla Guðmundssyni, sem þá var forstjóri B&L, þegar fyrrstu Hyiundai-bílarnir komu til landsins árið 1992.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.