SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 23

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 23
29. janúar 2012 23 Ótal frækin afrek hafa verið unnin á ögurstundu í glímunni við óvæginnáttúruöflin úti á reginhafi. Í grein Skapta Hallgrímssonar í Sunnudagsmogganum segir frá einu afmörgum slíkum augnablikum Íslandssögunnar. Þar skipti sköpum eftir langa baráttu við veðurofsann að skipstjóranum tókst að skjóta neyðarlínu yfir í Júpi- ter þannig að hægt var að draga björgunarbát á milli. Það tókst í fyrstu tilraun. „Það stóð tæpt – mjög tæpt,“ segir Birgir Óskarsson loftskeytamaður, sem var að- eins 22 ára þegar þetta gerðist og sýndi þó mikla yfirvegun er hann kallaði eftir aðstoð. Aldrei verður lífslöngunin sterkari en við slíkar aðstæður. En stundum verður ekki við neitt ráðið. Og aldrei munum við heyra um öll þrekvirkin sem unnin voru við slíkar aðstæður, því grátlega oft var enginn til frásagnar. Það var átakanlegt og áhrifamikið að hlusta á frásögn Eiríks Inga Jóhannssonar af því í Kastljósi, er hann bjargaðist úr sjónum eftir hörmulegt sjóslys, þar sem þrír skips- félagar hans létu lífið. Þar lýsti hann þeirri miklu mannraun sem hann gekk í gegnum og mátti glöggt merkja hvar sem komið var í þjóðfélaginu eftir viðtalið að þjóðin hlustaði, fann til með Eiríki og dáðist að hugrekki hans. Reynslusögurnar verða öðrum lærdómur. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna, sagði í gær að draga mætti mikinn lærdóm af slysinu um hvernig menn bera sig að í björgunarbúningi og þann mikla vilja til að lifa af og hið jákvæða hugarfar sem Eiríkur Ingi lýsti í viðtalinu. „Við munum sannarlegan nota þann lærdóm til þess að fræða aðra sjómenn. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt þegar slys verða og þá gerum við breytingar í kennslu okkar í ljósi nýrrar þekkingar.“ Reynslan safnast saman, þó að hún sé tregablandin, og það getur orðið öðrum lífs- björg. Kaffispjallið á stjórnarfundum Það er merkilegt að heyra viðhorf Ernu Gísladóttur í Sunnudagsmogganum, sem brot- ist hefur til áhrifa í viðskiptalífinu á nýjaleik, eftir að fjölskylda hennar seldi hlut sinn í B&L árið 2007. Hún segist hafa á tilfinningunni að hugsunarháttur í stjórnum fyr- irtækja hafi breyst eftir bankahrunið, nú taki fólk stjórnarsetu af meiri ábyrgð og festu. Auðvitað er það einkenni á þeirri firringu sem skapaðist í íslensku samfélagi ef stjórnarmenn litu á fundina sem „bara kaffispjall“. Það skipti engu máli hvaða ákvarð- anir voru teknar, alltaf hækkuðu hlutabréfin. En sú staðreynd verður ekki umflúin að verð á hlutabréfum endurspeglar til langs tíma litið innra virði fyrirtækja. Þess vegna er enn mikilvægara að stjórnarmenn haldi vöku sinni þegar allt hækkar og verð á hlutabréfum rofnar úr tengslum við þá verðmætasköpun sem á sér stað innan fyr- irtækjanna. Erna lýsir ágætlega hlutverki stjórnarmanna: „Að fylgjast með því að reksturinn sé að skila sínu, spyrja spurninga og gera sér grein fyrir hvernig tekjurnar verða til – og kostnaðurinn. Fólk þarf að vera tilbúið að velta við hverjum steini, en líka að vera op- ið fyrir nýjum hugmyndum.“ Frækin afrek „Óperan er [...] sprelllifandi, en ekki dauð.“ Árni Tómas Ragnarsson læknir og óperuunnandi um breytt óperulandslag í Reykjavík. „Á fjörutíu árum sem spark- lýsandi hef ég séð margt en aldrei neitt í líkingu við þetta.“ Martin Tyler, hinn kunni breski sparklýs- andi, þegar áhangandi Everton handjárn- aði sig við markstöngina í miðjum leik gegn Manchester City. „Með geðlyfjum hefði ekki orðið nein Njáls saga.“ Óttar Guðmundsson geðlækn- ir sem rýnt hefur í Íslend- ingasögurnar út frá sjón- arhorni geðlæknisvísinda. „I love you man. I love you man.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson skipbrots- maður á togaranum Hallgrími við sigmanninn sem bjargaði honum úr sjónum við Noregsstrendur. „Viltu vera svo vinsamlegur að hætta að stara á mig, herra Manley.“ Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, sem nú er fyrir dómi grunaður um skatt- svik. Orðunum beindi hann að lögreglumanni. „Eldborgarsalurinn hljómar eins og frábært hljóðfæri.“ Osmo Vänskä, fyrrverandi aðalstjórnandi SÍ, eftir fyrstu kynni sín af Hörpunni. „Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af þeim bláfá- tæku.“ Mitt Romney, sem sækist eftir því að verða forsetframbjóðandi Repúblíkanaflokksins í Banda- ríkjunum, í viðtali við CNN. „Annars segi ég samt pylsa en ekki pulsa, enda kalla ég stelpu sem heitir Bryndís „Bryndísi“ en ekki eitthvað annað.“ Vilhelm Anton Jónsson, tónlistar- og fjölmiðlamaður, sem ólst upp á Akureyri. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal banna umræður um óþægilegt mál, þá megi reyna að nota meirihluta í nefnd til að koma í veg fyrir að þingið fái að greiða um það atkvæði. Er fram- ganga þessi með svo miklum ólíkindum að naum- ast verður trúað að allir meðreiðarsveinar ríkis- stjórnar fylgi henni. Og ennþá er hótað rannsókn á einkavæðingu banka Og ennþá er rætt um að rannsaka einkavæðingu bankanna, sem fór fram fyrir réttum tíu árum. Enda hefur mjög verið reynt að festa þá kenningu í sessi að frá henni stafi fall bankanna sjö árum eftir einkavæðingu þeirra. Fyrsti bankinn sem féll var reyndar ekki einkavæddur í þeirri lotu, held- ur má rekja þá einkavæðingu að mestu til verka Steingríms og Jóhönnu í ríkisstjórninni sem sat frá 1988 til vors 1991. En einkavæðingu þeirra tveggja og félaga þeirra verður auðvitað ekki kennt um fall bankanna 2008. Einkavæðingin 2001 var rannsökuð af ríkisendurskoðun. Þær skýrslur eru allar til. Morgunblaðið hefur þó margoft tekið undir það, að vilji menn rannsaka þau mál aftur eigi þeir endilega að vinda sér í það. Það hefur þó ekki ennþá verið gert. Jóhanna Sig- urðardóttir beitti Rannsóknarnefnd Alþingis opinberum þrýstingi um að leggja þunga rann- sóknaráherslu á einkavæðinguna. Gerði nefndin það ekki, þá sagðist hún sjálf mundu láta gera það og hafði augljóslega gefið sér allar niðurstöður fyrirfram. Verði fyrri einkavæðingin rannsökuð ennþá einu sinni er augljóst að enn þyngri rök standa til að rannsaka beri hina síðari, sem gerð var á bak við luktar dyr og án nokkurs samráðs. Í lægstu kimum bloggheima og greinum á því plani er iðulega staðhæft að ríkið (stundum einstakur maður) hafi selt „fjárglæframönnum“ bankana fyrir slikk eða nánast gefið þá. Hvað gengur þess- um ómerkingum til að tala svona? Bankarnir voru boðnir til sölu oftar en einu sinni, án þess að kaupendur fengjust, og ríkisvaldið var sakað um að hafa óraunhæfar væntingar um verð. Fjár- málaeftirlitið varð að samþykkja hverjir mættu kaupa. Í öllu þessu ruglingslega tali virðast menn vera að horfa á veldi og bókfært verð bankanna á velmektardögum þeirra og miða það við söluverð þeirra mörgum árum fyrr. Þegar Landsbankinn var seldur var hann á stærð við Sparisjóðabankann þegar hann féll. Ekki mörgum árum áður þurfti LÍ að leita til rík- isins og Seðlabankans um fjárhagsaðstoð og sú aðstoð, sem þótti há, var þó aðeins örfáir millj- arðar króna. Án þeirrar smáhjálpar hefði bankinn ekki lifað af. Á glanstíð bankanna buðu banka- stjórarnir varla mönnum góðan dag vegna slíkra upphæða. Á aðalfundum ríkisbankanna gömlu var mikið klappað þegar stjórnarformaður kunn- gerði nokkur hundruð milljóna króna hagnað yfir heilt ár, sem hann gat þó ekki alltaf gert. En nú rugla menn söluverði sem fékkst í opnu útboði saman við tölurnar og hagnaðinn sem síðar varð eftir að bankarnir höfðu blásið út og bólgnað óg- urlega, eins og gerðist raunar víða um banka- heiminn á þeim tíma og eru ekki allir búnir að bíta úr nálinni sinni. Hundruð banka hafa farið á hausinn, jafnvel bankar sem starfað höfðu í heila öld. Og þúsundum banka hefur verið haldið rétt- um megin við strikið með miklum fjárveitingum sem skattborgararnir eru ábyrgir fyrir og ríkin eru enn að og stynja þungan. Engum manni í út- löndum, og eru þeir þó margir þar, hefur dottið í hug að einkavæðing hafi haft eitthvað með þetta allt að gera. Eina sem rétt er í slíku óráðstali er að væru hér eingöngu ríkisbankar, þá hefðu þeir vís- ast verið smáir og vanmáttugir áfram eins og gömlu ríkisbankarnir voru. Þess vegna treystu stærri fyrirtæki hér alfarið á erlenda bankaþjón- ustu en ekki á íslenska. Núverandi ríkisstjórn einkavæddi tvo banka í undarlegu ofboði og hefur enn ekki hugmynd um hverjir muni að lokum verða skrifaðir fyrir þeim. Yfirgnæfandi líkur standa til þess að það verði vogunarsjóðir, sem eru þeir fjárfestar sem flestir vilja halda sem lengst frá sér. Þetta skrítna mál hefur enn ekki verið skýrt, hvað þá rannsakað, en á því virðist rík þörf.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.