SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 27

SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Síða 27
29. janúar 2012 27 undir viku. Efni í kjólana komu konur oftast með sjálfar. Heimasaumur varð atvinna Sumir kjólanna eru heimasaumaðir. „Ég vil meina að þannig hafi þetta allt byrjað. Konurnar saumuðu heima en svo varð þetta svo mikið að þær sáu að þær yrðu að stofna saumastofu. Þannig byrjuðu viðskiptin. Þannig verður þessi iðnaður til sem þróast upp í það að í dag er- um við með tískudeild í Listaháskólanum og útskrifum fatahönnuði. Ég er sjálf alin upp við að það var allt saumað á mig þangað til ég var 13 ára. Þá má ekki gleyma þessum þætti mæðranna í sögunni. Þetta er arf- leifð, sem við þurfum að skoða. Við erum að heiðra þessar konur,“ segir hún. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir mik- ilvægt að skrásetja þessa sögu. „Þjóðminjasafnið er safn um íslenska þjóðmenningu frá upphafi til dagsins í dag. Það er ekki síður mikilvægt að beina sjónum okkar að 20. og 21. öldinni. Við erum að skrá ýmsa þætti í okkar nútímamenningu. Núna erum við til dæmis ekki bara að safna gripum heldur líka heimildum,“ segir hún. „Það var haldin tískusýning hér í húsinu árið 1949 þegar það var enn á byggingarstigi. Það var gert til að vekja athygli á færni og möguleikum Íslendinga til ný- sköpunar, framleiðslu og iðnaðar á erfiðum tímum. Þessi saga á líka erindi við Íslendinga í dag. Þessi saga segir okkur hvað Íslendingar bjuggu yfir mikilli færni og að hið þjóðlega er hluti af stærra alþjóðlegu samhengi. Með sýningunni er verið að benda á hvað hefur verið gert vel, hvaða sögu við eigum og hvað það sé hægt að sækja sér mikinn innblástur í menningararfinn þó það sé ekki farið lengra aftur en til þessara ára,“ segir hún. „Við leggjum áherslu á að vanda útgáfu með sýning- unni þannig að eitthvað standi eftir,“ segir hún en bókin sem ber nafn sýningarinnar er ákaflega skemmtileg og er til sölu í verslun Þjóðminjasafnsins. Greiningardagur fyrir fatnað Gamlar tísku- og mannlífsmyndir úr Ljósmyndasafni Ís- lands í Þjóðminjasafninu prýða líka Bogasalinn og setja fötin í skemmtilegt samhengi og gæða þau lífi. „Við nýt- um allan efnivið safnsins,“ segir Margrét en Steinunni fannst mikilvægt að setja þetta í samhengi. „Steinunn kemur með alla sína þekkingu og reynslu og gerir þessa fallegu sýningu. Þetta er eins og að horfa á tískusýningu úr fortíðinni. Það er búið að gera kjólana svo fína og meðhöndla þá svo þeir njóti sín,“ segir Mar- grét en sumir kjólanna koma úr einkasafni. „Ég vona að ef það eru til fleiri kjólar ofan í kassa þá skoði fólk þá og til dæmis pakki þeim betur og athugi hvort þeir séu íslenskir,“ segir Steinunn. „Við erum að hugsa um að hafa sérstakan greining- ardag um fatnað og biðja fólk að koma með það sem það telji vera íslenskan fatnað og fá okkar hjálp við að greina hann,“ segir Margrét en þessir dagar hafa verið vinsælir hjá safninu og víst er að dýrgripir leynast víða í geymslum. Nauðsynlegt að þekkja fortíðina Víst er að kjólarnir á sýningunni eru fagrir á að líta og margir miklir dýrgripir. Á opnuninni mátti heyra konur hvarvetna segja setningar á borð við: „Ég myndi helst vilja fara í þennan græna.“ Eða: „Ég á einn svipaðan þessum.“ Það ríkti ákveðin fortíðarþrá í loftinu og greinileg ósk um fleiri tækifæri til að klæða sig upp á. „Ég hef reynt að kenna nemendum mínum þetta. Fólk persónugerir alltaf fatnað. Það nær ekki alveg að horfa á fatnaðinn sem einhverja fagurfræði,“ segir Steinunn. „Fatnaður er ofsalega persónulegur. Hann er það sem er næst þér.“ Hún hefur greinilegt dálæti á mörgum gripum sýning- arinnar. „Þessi dragt er ekki síður elegant í dag,“ segir Steinunn og tekur rauðu dragtina frá Brynhildi Jóns- dóttur sem dæmi. „Þessi hönnun stenst tímans tönn.“ Þessi sýning varpar ljósi á sögu fatahönnunar á Íslandi, segir Steinunn. „Ég vil kunna söguna. Fatahönnuðir og klæðskerar verða að kunna söguna,“ segir hún og Mar- grét samsinnir. „Þú verður að hafa ákveðna yfirsýn í öllu listnámi yfir það sem hefur verið gert. Þetta kemur líka inn á menntunarhlutverk Þjóðminjasafnsins. Við erum líka að miðla þessari þekkingu. Það eru gömul og ný sannindi að maður verður að þekkja fortíðina til að vita hvað er nýtt.“ Djúprauður taftkjóll með bólerójakka í stíl. Pilsið er nær hringskorið og nær niður fyrir hné. Dæmi- gerður sparikjóll frá því snemma á 6. áratugnum og greinilega undir áhrifum frá línum þeim sem lagðar voru í París. Hvítar pallíettur við brjóst og mitti gefa kjólnum sérstakt yfirbragð. Dýrleif Ár- mann kjólameistari saumaði á Ingibjörgu Kaldal. Glæsileg kona með einstakt fegurðarskyn Magnea er hér á myndinni í kápu sem er á sýningunni. Kjólasafn Magneu D. Þórð- ardóttur (1901-1990) er varðveitt í Þjóðminjasafninu en það samanstendur meðal annars af glæsilegum síð- kjólum, drögtum og stuttum kjólum. Kjólar og hattar frá Magneu eru á meðal sýn- ingargripanna en hún átti mikið safn af höttum, einn fyrir hvert tækifæri. Magnea var ráð- herrafrú, eiginkona Jóhanns Þ. Jós- efssonar alþing- ismanns frá Vest- mannaeyjum og hafði tækifæri til að skarta fögrum kjólum bæði hér heima og erlendis. Steinunn segir Magneu hafa verið sérstaklega glæsilega konu. „Fyrir mér hefur þessi kona haft einstakt fegurðarskyn og glæsi- leika sem mér finnst einkenna það sem við erum að reyna að sýna með þessari sýningu. Það er glæsileikinn sem þessar konur bera með sér. Við höfum svolítið tapað því á þessari öld en kannski er alveg þess virði að fara að sækja það.“

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.