SunnudagsMogginn - 05.02.2012, Qupperneq 42
42 29. janúar 2012
Í gær hófst í húsakynnum Crymogeuá Barónsstíg markaður helgaðurmyndlistarbókum og bókverki. Ámarkaðnum, sem ber yfirskriftina
Listabókahelgi Crymogea, eru til sýnis og
sölu bækur um listamenn og bækur eftir
listamenn, meðal annars bækur eftir
Kristján Guðmundsson, Unnar Örn Jón-
asson, Rúrí, Eggert Pétursson, Georg
Guðna, Birgi Andrésson og fleiri. Lista-
verkabækur frá ýmsum útgefendum eru
til sölu og skoðunar á markaðnum. Mark-
aðurinn stendur fram á sunnudag, en í
dag og á morgun kl. 14 flytja myndlist-
armennirnir Katrín I. Jónsdóttir Hjördís-
ardóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir
gjörninga til heiðurs bókverkinu.
Mörkin á milli bókar og bókverks
Margrét Áskelsdóttir kynningarstjóri
Crymogeu setti markaðinn upp. Hún segir
að á markaðnum séu ýmis bókverk til
sýnis og sölu sem telja megi einstök og
eins listaverkabækur sem margar hafi
ekki sést árum saman. „Mörg af þeim
verkum sem við verðum með á mark-
aðnum vekja spurningar um hvar mörkin
liggja á milli bókar og bókverks, en þetta
er markaður helgaður myndlistarbókum
og bókverki, sem ég nota sem samheiti
yfir myndverk sem tengist bókum að
formi eða hugtaki og myndlistamenn hafa
notað bókverk sem listmiðil og ákveðið
tjáningarkerfi til að koma hugmyndum
sínum í form.“
Sem dæmi um bækur sem boðnar verða
á markaðnum nefnir Margrét listaverka-
bækur og gamlar sýningarskrár sem eru
sérstakar að einhverju leyti, þar á meðal
skrá sem Eggert Pétursson gerði fyrir sýn-
ingu í Nýlistasafninu 1987. „Sú sýning-
arskrá er mjög sérstök og fyrir mér er hún
bókverk; það má segja að tíminn hafi gert
hana að bókverki.“
Margrét segir að mörg bókverkanna
gefi góða mynd af því hvernig listamað-
urinn sé að stíga sín fyrstu skref í listinni,
sérstaklega hjá þeim listamönnum þar
sem bókverkið er nánast eins og skissu-
bók hugmynda.
Bók um bók og fleira
Margrét segir að bókverk hafi verið áber-
andi á undanförnum árum, enda hafi all-
margir ungir listamenn fengist við slíkt,
en bókverk á Íslandi eigi sér langa sögu og
hún nefnir Bók um bók og fleira sem ell-
efu myndlistarmenn í fjöltæknideild
Myndlista- og handíðaskóla Íslands gerðu
og gáfu út 1980, en í henni velta nemend-
urnir, Ari Kristinsson, Daði Guðbjörns-
son, Eggert Einarsson, Haraldur Ingi Har-
aldsson, Hulda Ágústsdóttir, Hulda
Hákon, Hörður Bragason, Kristján Stein-
grímur, Ómar Stefánsson og Pétur Magn-
ússon, því fyrir sér hvað bók sé, undir
leiðsögn Magnúsar Pálssonar, ræða það
hvað geri bók að bók, rita greinar og
myndskreyta verkið, en kápan er silki-
þrykk eftir Daða og Eggert.
Bók um myndlist verður myndlist
„Ragnhildur Jóhannsdóttir, sem flytur
einmitt gjörning á laugardag og sunnu-
dag, en dæmi um ungan listamann sem
hefur unnið bókverk og hún notar gjarn-
Margrét Áskelsdóttir kynningarstjóri Crymogeu ber ábyrgð á markaðnum sem haldinn er á Listabókahelgi útgáfunnar.
Kápa Bókar um bók og fleira eftir ellefu myndlistarmenn
í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980.
Hvenær er
bók bók?
Á markaði helguðum myndlist-
arbókum og bókverki kvikna
spurningar um það hvenær bók
sé bók eða er hún kannski bók-
verk og hvort hægt sé að breyta
bók um myndlist í myndlist.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók
Úr inngangi að Bók um bók og fleira eftir
nemendurna Ara Kristinsson, Daða Guð-
björnsson, Eggert Einarsson, Harald Inga
Haraldsson, Huldu Ágústsdóttur, Huldu
Hákon, Hörð Bragason, Kristján Stein-
grím, Ómar Stefánsson og Pétur Magn-
ússon og kennarann Magnús Pálsson:
„Í desember 1979 komum við saman
nokkrir ungir myndlistarmenn ásamt ein-
um eldri með þá hugmynd að skilgreina
bók í samræðuformi og vita hvort við gæt-
um komist að niðurstöðu um hvað er bók
og hvað ekki. Hvaða eiginleikum hlutir
þurfi að vera gæddir til að geta kallast
bók og hvernig hún verður til.
... Nú kunna menn að spyrja hvaða til-
gangi slík skilgreining þjóni. Því er þá
helst til að svara að gildi bókarformsins
hefur aukist. Myndlistarmenn fóru fyrir
nokkrum áratugum að nota bókarformið
sem sjálfstæðan myndlistarmiðil, bókin
fór að vera það sama og leirinn er mót-
unarmannsins. Bókin var ekki lengur ein-
göngu hugræns og sjónræns eðlis heldur
einnig skynræns. Gerðar voru bækur sem
lyktuðu, voru mjúkar, harðar, glærar, göt-
óttar og þannig afbrigðilegar hefð-
bundnum bókum rithöfundarins sem
gerðar eru til að koma hugmyndum hans
til lesandans med textanum einum sam-
an.
... Þessi bók hefur breyst gífurlega frá
því að við byrjuðum á henni og það hafði í
raun enginn gert sér grein fyrir því að við
værum virkilega að búa til bók fyrr en á
lokastigum gerðar hennar. Hún eins og
seytlaði í gegn um hendurnar á okkur.
Hálfgerð flúxusbók."
Hálfgerð flúxusbók