Morgunblaðið - 17.04.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fyrsti hópur þýskra veiðimanna sem
kemur gagngert til Íslands í sumar til
að veiða á sjóstöng er væntanlegur í
næstu viku. Draumur þeirra flestra
er eflaust að koma að landi með stór-
lúðu, en hængur er á, því frá síðustu
áramótum skal sleppa allri lífvæn-
legri lúðu aftur í sjóinn.
Hjá Hafrannsóknastofnuninni fást
þær upplýsingar að lúða sem veiðist á
sjóstöng eigi yfirleitt góða lífsmögu-
leika. Þar á bæ er í undirbúningi að fá
veiðimennina til liðs við stofnunina og
þeir merki lúður sem veiðast áður en
þeim er sleppt. Þannig gætu þeir gert
allt í senn; veitt sér til ánægju, merkt
í þágu vísindanna, myndað fyrir
minningabankann og sleppt fiskinum
til uppbyggingar stofninum.
Mikilvæg útgerð
á Vestfjörðum
Árið 2009 var áætlað að þessi
ferðaútvegur hefði skilað um einum
milljarði í þjóðarbúið og skapað yfir
30 störf á Vestfjörðum. Auk fyrir-
tækja fyrir vestan skapa ferðirnar
tekjur fyrir flugfélög, hótel og fleiri
aðila á Suðvesturhorninu. Fyrirtækið
Hvíldarklettur gerir út 22 báta frá
Suðureyri og Flateyri. Tvö önnur fyr-
irtæki eru með slíkan rekstur á Vest-
fjörðum, m.a. í Súðavík, Bolungarvík
og Tálknafirði. Gisting á stöðunum er
hluti af pakkanum sem erlendu veiði-
mennirnir kaupa, yfirleitt er um viku-
ferðir að ræða.
Jón Svanberg Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri Hvíldarkletts, segir að
sumarið líti ágætlega út. Bakslag hafi
komið í ferðamannastrauminn fyrir
þremur árum í kjölfar hrunsins, en
markaðurinn sé hægt og bítandi að
taka við sér á ný. Jón segir að undan-
farin ár hafi um tvö þúsund erlendir
ferðamenn komið að meðaltali hingað
til lands til að stunda sjóstangaveiðar
frá Vestfjörðum. Flestir frá Þýska-
landi, en einnig frá Austurríki, Pól-
landi, Hollandi og Svíþjóð svo dæmi
séu tekin.
Getur ógnað starfseminni
„Helsta áhyggjuefni okkar er
reglugerðin um bann við beinum
lúðuveiðum sem gefin var út um ára-
mót og krafan um að sleppa allri líf-
vænlegri lúðu,“ segir Jón. „Við eigum
í harðri samkeppni við ferðaþjónustu
í Norður-Noregi og þar eru engar
slíkar hömlur. Við höfum fengið
margar fyrirspurnir um hvað þessi
reglugerð þýði og hún eykur óvissu
meðal veiðimanna. Reglugerðin getur
ógnað starfseminni. Fyrirtækin hafa
reynt að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri við ráðuneytið og reynt að
ná tali af ráðherra. Við höfum meðal
annars bent á að í fyrra veiddist eng-
in stórlúða, en hugsanlega nokkrar
smálúður. Fyrir tveimur árum veidd-
ust tvær verulega stórar lúður og ein
af millistærð. Varla geta þessar veið-
ar raskað öryggi stofnsins, en við höf-
um fengið þau skilaboð að reglugerð-
inni verði ekki breytt.“
Jón segist hafa skilning á að bann-
að sé að stunda beinar lúðuveiðar, en
ekki sé um neitt slíkt að ræða á sjó-
stönginni. Komi lúða á krókana sé
hún oft hálfdauð þegar hún kemur
upp á yfirborðið eftir kannski tveggja
tíma baráttu. Hann telji til lítils að
skera á tauminn og sleppa lúðunni
þannig með krókinn og jafnvel sökk-
una í kokinu. Meti sjómenn að lúðan
sé ekki lífvænleg eigi að koma með
hana að landi sem Hafró-afla.
„Vandinn er hins vegar reglu-
gerðin, sem vekur margar spurn-
ingar meðal útlendinganna. Hún get-
ur haft slæmar afleiðingar og haft
áhrif á sölu og markaðssetningu,“
segir Jón.
Lúti sömu reglum
og aðrar veiðar
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar segir
mikilvægt að þessi atvinnustarfsemi
sem snúist um sjóstangaveiði lúti
sömu reglum og aðrar veiðar. Hann
segir að rannsóknir sýni að lúða sem
komi á króka í sjóstangaveiði eigi
mjög mikla lífsmöguleika. Hún sé
fljót að losa sig við krókana og eigi yf-
ir 90% lífslíkur.
Talsverður munur sé annars vegar
á lífslíkum lúðu sem komi í troll af
miklu dýpi og liggi í fiskmóttöku
skips og hins vegar lúðu sem veiðist á
sjóstöng og komi dösuð að borðstokk
eða upp á dekk. Báðar eigi þó að geta
lifað af, en meðhöndlunin skipti miklu
máli.
„Það hafa átt sér stað skoðana-
skipti milli ráðuneytisins og þeirra
sem selja og skipuleggja þessar ferð-
ir um samstarf,“ segir Jóhann. „Við
hjá Hafrannsóknastofnuninni höfum
áhuga á að koma á samvinnu þannig
að ferðamennirnir sem eru á þessum
veiðum og draga lúðu myndu merkja
hana með sýnilegu merki áður en þeir
sleppa henni. Þetta gæti orðið hluti af
okkar rannsóknum og veiðimennirnir
geta lagt sitt af mörkum til vernd-
unar og uppbyggingar stofnsins.
Þetta er hins vegar enn á vinnslu-
stigi,“ segir Jóhann.
Veiða, merkja, mynda, sleppa
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson.
Draumur veiðimannsins Þessi reyndist vera 175 kg og 240 sm við löndun á
Suðureyri árið 2007. Þjóðverjinn Andre Rosset hafði á orði að hann hefði
reynt að veiða lúðu í mörg ár án árangurs „og svo lendi ég á þessu ferlíki“.
Fyrsti hópur erlendra sjóstangaveiðimanna væntanlegur Drjúg grein í atvinnulífi á Vestfjörðum
Óttast áhrif reglugerðar um lúðuveiðar Hugmyndir um samstarf vísindamanna og veiðimanna
Bann frá áramótum
» Með almennu banni á
lúðuveiðum, sem tók gildi um
áramót, eru sjómenn skyld-
aðir til að sleppa í sjóinn aft-
ur lífvænlegri lúðu en afla-
verðmæti þeirrar lúðu sem
kemur að landi rennur til
rannsókna
» Friðun lúðunnar er tilkomin
vegna tillögu Hafrannsókna-
stofnunarinnar sem hefur um
langt árabil bent á slæmt
ástand stofnsins. Gögn stofn-
unarinnar benda til að lúðu-
stofninn hafi um langt skeið
farið minnkandi.
» Samkvæmt upplýsingum á
vef Fiskistofu er í ár búið að
landa um sex tonnum af lúðu
. Á sama tíma í fyrra hafði
um 65 tonnum verið landað.
» Í reglugerðinni er kveðið á
um að við handfæra- og
sjóstangaveiðar skuli var-
færnislega losa lúðuna af
krókum eða skera á lykkju
slóðans áður en lúða kemur
um borð.
» Lúðan er stærsti beinfiskur
á Íslandsmiðum og getur
stærst orðið á fimmta metra
að lengd. Hún er botnfiskur
sem þvælist þó um allan sjó.
» Lúða nær kynþroska við 8-
10 ára aldur, en hún getur
orðið allt að 50 ára gömul.
Verð á kjarnfóðri til bænda hefur
hækkað nokkuð nú í apríl. Í gær
hækkaði tilbúið fóður hjá Fóður-
blöndunni um 2-8%. Í byrjun apríl
hækkaði Lífland kjarnfóður um
3-7% og í dag hækkar allt tilbúið
fóður hjá Bústólpa um 3-7% og
flutningskostnaður um 10%. SS hef-
ur ekki enn hækkað verð á kjarn-
fóðri en hækkaði flutningskostn-
aðinn á fóðrinu um 9% í mars.
Eyjólfur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar
segir að ástæðan fyrir hækkuninni
nú sé hækkun á verði aðfanga á er-
lendum hráefnamörkuðum og veik-
ing íslensku krónunnar.
Þungur róður svínabænda
Svínarækt á Íslandi byggist að
stærstum hluta á innfluttu fóðri og
segir Hörður Harðarson, formaður
Svínaræktarfélags Íslands, að þess-
ar hækkanir geri róðurinn þyngri
fyrir svínabændur. „Hækkanir á
öllum rekstrarliðum hafa að sjálf-
sögðu komið illa við greinina á síð-
ustu mánuðum. Það er ekki bara
fóður, það er rafmagn og vextir og
laun og olía.“
Hörður segir að fóðurverð til
svínabúa sé mest bundið við hráefni
en ekki tilbúnar blöndur. „Það er
aðallega bygg, hveiti og soja. Ef ég
tek sem dæmi mánuðina apríl og
mars hækkaði bygg um 5,05%,
hveiti um 2,24% og soja um 5,48% á
milli mánaða. Þá er ég bara að taka
mið af verði sem gildir út þennan
mánuð. Almennt hefur verð á svína-
kjöti til framleiðenda ekki hækkað
síðan í byrjun september á síðasta
ári og verðhækkanir til neytenda
hafa ekki verið miklar,“ segir
Hörður.
Spurður hvort svínaræktin þoli
meiri hækkanir er Hörður efins.
„Við höfum verið að skoða aðeins
hvaða forsendur greinin hefur til
að takast á við nýja reglugerð um
aðbúnað og þar hefur komið fram
að í ljósi þeirra hremminga sem
greinin hefur gengið í gegnum á
liðnum árum hefur hún í rauninni
enga getu til að takast á við auknar
byrðar m.v. það sem á undan er
gengið.“ ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Svín Rekstrarkostnaður við hvert
svínabú hefur hækkað mikið.
Kjarnfóðurverð
hækkar til bænda
– fyrst og fre
mst
ódýr!
Skemmtileg
ar
sumargjafi
r
– í miklu úr
vali!
Ellefu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um
helgina. Sjö í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði og Garða-
bæ. Þetta voru níu karlar á aldrinum 18-52 ára og tvær konur, 27 og 54
ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og tveir ekki öðlast það.
Sex ökumenn voru teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir akstur undir áhrif-
um fíkniefna. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 19-33 ára og ein kona, 18
ára. Einn hafði verið sviptur ökuleyfi og annar aldrei öðlast ökuréttindi.
Sautján teknir um helgina undir áhrifum
Landsdómur kemur saman 23. apríl
næstkomandi í Þjóðmenningarhús-
inu til dómsuppkvaðningar í máli
Geirs H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem ákærður er fyrir
brot gegn lögum um ráðherra-
ábyrgð. Þetta staðfesti Andri Árna-
son, verjandi Geirs, í gær.
Alþingi samþykkti hinn 28. sept-
ember 2010 þingsályktun um máls-
höfðun gegn Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra. Var Geir
gefið að sök að hafa framið brot sín á
tímabilinu febrúar til október 2008.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu Ís-
lands sem landsdómur kemur sam-
an, en hann kom fyrst saman vegna
málsins 8. mars 2011. Aðalmeðferð
málsins hófst 5. mars 2012 og var
það dómtekið 16. mars. ipg@mbl.is
Niðurstöður
landsdóms
23. apríl
Morgunblaðið/Kristinn
Landsdómur Dómur yfir fv. ráð-
herra verður kveðinn upp 23. apríl.