Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 13
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
Landeigendur á Efribyggðarleið
fyrirhugaðrar Blöndulínu 3 um
Skagafjörð segjast verja lönd sín og
hagsmuni komandi kynslóða með
öllum tiltækum ráðum. Kemur það
fram í ályktun sem þeir hafa sent
frá sér. Helga Rós Indriðadóttir,
talsmaður landeigenda, hvetur íbúa
til að kynna sér vel áform Lands-
nets og segja álit sitt á þeim í því
umsagnarferli sem nú er í gangi.
Í frummatsskýrslu Landsnets
kemur fram að tveir valkostir eru
til skoðunar í Skagafirði vegna
lagningar nýrrar háspennulínu frá
Blönduvirkjun til Akureyrar. Ann-
ars vegar er Efribyggðarleið þar
sem loftlína myndi liggja um blóm-
lega byggð að hluta. Hin leiðin er í
farvegi Héraðsvatna þar sem hún
verður áberandi frá fjölförnustu
ferðaleið svæðisins, Hringveginum.
Ekki er boðið upp á valkosti við
lagningu línunnar um Vatnsskarð
þar sem línan fer fyrir mynni Vala-
dals og skammt frá vinsælum án-
ingar- og útsýnisstað, við minn-
ismerkið um Stephan G.
Stephansson á Arnarstapa.
Landeigendur á Efribyggðarleið
hafna alfarið lagningu loftlínu og
segja hana hafa í för með sér óá-
sættanleg áhrif á ásýnd og ímynd
landsins og skerða möguleika til
landbúnaðar og ferðaþjónustu.
Benda þeir á lagningu 132 kílóvolta
jarðstrengs enda telja þeir að flutn-
ingsgeta hans væri rífleg til að
sinna raforkuþörf almennings.
Helga Rós segir að 220 kV loftlína
sé fyrst og fremst til að þjóna hags-
munum stóriðju og bendir í því
sambandi á að gamla byggðalínan
sem talað sé um að verið sé að
styrkja muni áfram standa uppi og
þjóna byggðunum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hnjúkurinn Háspennulína um Efribyggðarleið myndi þvera héraðið framan
við Mælifellshnjúk sem er eitt af helstu kennileitum Skagafjarðar.
Munu verja lönd sín
með öllum ráðum
Smiðjuvegi 7 • 200 Kópavogi • Sími 54 54 300 • Opnunartími 8:00-17:00 alla virka daga • www.ispan.is • ispan@ispan.is
CE- VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI
Sérfræðingar í gleri
… og okkur er nánast ekkert ómögulegt
• Gler á skápahurðir
• Gler á milli innréttinga
• Öryggisgler
• Speglar
• HERT GLER:
- Í sturtuklefa
- Í handrið
- Í skjólveggi
- Í rennihurðir
frjalsilif.is – 444 7000
Frjálsi
lífeyrissjóðurinn
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 25. apríl nk.
kl. 17:15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar
Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og einn varamann til
eins árs. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en á morgun, miðvikudag-
inn 17. apríl og ber að tilkynna framboð til stjórnar með sannanlegum hætti.
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins eru aðgengilegar á frjalsilif.is.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar
á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál