Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemming þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is KPMG og Félagsvísindasvið Há- skóla Íslands hafa undirritað samn- ing um samstarf til þriggja ára og varðar sameiginlega framkvæmd könnunar meðal íslenskra stjórn- armanna í fyrirtækjum og lífeyr- issjóðum. Markmið samstarfsins er að afla upplýsinga um stjórnir ís- lenskra fyrirtækja og meta þær, m.a. með tilliti til lagasetningar sem tekur gildi 1. september 2013 um hlutfall hvors kyns í stjórnum hluta- félaga, einkahlutafélaga, opinberra hlutafélaga, samlagshlutafélaga og lífeyrissjóða. Auk þess verða áhrif af breyttu lagaumhverfi könnuð. Sam- starfsaðilar hafa sammælst um að framkvæma könnun meðal stjórn- armanna í íslenskum fyrirtækjum á hverju ári næstu þrjú árin. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri KPMG og Ólafur Þ. Harðarson prófessor undirrituðu samninginn. Upplýsingar um stjórnir fyrirtækja Vorfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn í dag, þriðjudaginn 17. apríl, kl. 14:00 í húsakynnum Arion banka, Borgartúni 19. Á fundinum mun Daði Már Krist- ófersson, dósent í auðlinda- hagfræði við Háskóla Íslands, fjalla um þjóðhagslegan ávinning af jarð- hitanýtingu. Þá munu fulltrúar HS Orku, RARIK, Orkuveitu Reykja- víkur og Landsvirkjunar fjalla um helstu jarðhitaframkvæmdir sem eru á döfinni. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis Ræða um jarðhita Í Fjarðabyggð er hafin söfnun und- irskrifta íbúa þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að framkvæmdir hefjist nú þegar við gerð Norðfjarðarganga. Meðlimir félagasamtaka, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, stjórnendur fyrirtækja og stofnana í Fjarðabyggð verða meðal þeirra sem ganga á milli húsa í bæjarhverfunum sex til þess að safna undirskriftum. Íbúar eru hvattir til þess að taka vel á móti því fólki sem bankar uppá. Safna undirskriftum STUTT FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Íslensk ættleiðing hefur tilkynnt innanríkisráðuneytinu að félagið sjái sér ekki fært að standa að undirbún- ingsnámskeiði fyrir verðandi kjör- foreldra undir núverandi kringum- stæðum. Aðalfundi félagsins, sem halda átti fyrir skömmu, var frestað þar sem enginn félagsmaður hafði boðið sig fram til stjórnarsetu en fé- lagið segir 54 milljónir króna vanta upp á fjárveitingu þessa árs til að það geti uppfyllt skyldur sínar til samræmis við lög og reglugerðir. Innanríkisráðuneytið segir málið í skoðun og væntir þess að svara for- svarsmönnum Íslenskrar ættleið- ingar í næstu viku. Íslensk ættleiðing var stofnuð fyrir um 34 árum en starfaði nánast í lagalegu tómarúmi þar til Ísland gekkst undir alþjóðasamninga og -sáttmála um ættleiðingar milli landa, segir Hörður Svavarsson, for- maður félagsins. „Í Haag-samn- ingnum um alþjóðlegar ættleiðingar er mjög vel tíundað hvað á að gera og í sumum tilfellum hvernig á að gera það en ríkið hefur framselt þessar skyldur til Íslenskrar ætt- leiðingar, ýmist með löggjöf eða reglugerðum,“ segir hann. Á móti hefur félagið fengið fjár- veitingar frá ríkinu en hefur frá árinu 2009 bent á að fimmfalda þurfi það framlag til þess að hægt sé að sinna þessum skyldum með góðu móti. Auk þess að uppfylla skilyrði alþjóðlegra samninga þarf félagið að standast kröfur þeirra fimm landa sem Íslendingar geta ættleitt frá og þarf félagið m.a. að hafa lækni og lögfræðing á sínum snærum, búa kjörforeldra undir að taka á móti börnunum og sinna ákveðinni eft- irfylgni eftir að börnin eru komin í faðm nýrrar fjölskyldu. „Hinar Norðurlandaþjóðirnar sinna þessu mjög glæsilega og okkar tillögur snúast aðeins um brot af þeirri þjónustu sem þar er sinnt,“ segir Hörður, raunar sé kraftaverk að stjórnvöld landanna fimm hafi sýnt félaginu svo mikið traust þar sem heimsóknir félagsins þangað hafi verið með minnsta móti. Í fyrra voru lögð drög að þjón- ustusamningi milli ríkisins og Ís- lenskrar ættleiðingar þar sem rætt var um að framlög til félagsins yrðu 62 milljónir króna á ári. Fjárlög þessa árs gera hins vegar aðeins ráð fyrir að 9,2 milljónum verði varið í málaflokkinn en alls eru 100 fjöl- skyldur á biðlista eftir að fá að ætt- leiða, þar af 44 sem eru í umsókn- arferli hjá sýslumanni og 33 sem eiga eftir að sitja áðurnefnt nám- skeið. „Staðan er bara mjög óljós,“ segir Hörður um horfurnar fyrir fé- lagið. „Félaginu er uppálagt að eiga varasjóð til að tryggja að hægt sé að fylgja eftir þeim umsóknum sem komnar eru af stað ef félagið hættir og við munum að óbreyttu óska eftir því fljótlega að fá að ganga í þann sjóð,“ segir hann. AFP Börn Íslenskar fjölskyldur geta ættleitt börn frá Indlandi, Kína, Kólumb- íu, Tékklandi og Taílandi í gegnum Íslenska ættleiðingu. Munu ganga á sjóðinn til að klára umsóknir Ættleiðingar » Það kostar 2,5-3 millj- ónir að ættleiða barn en ríkið greiðir þann kostnað niður um hálfa milljón. » Eftirfylgni skiptir miklu máli þar sem börnin geta átt við vandamál að stríða vegna dvalar sinnar á stofnunum. Þessu hefur ekki verið sinnt hér á landi með skipulögðum hætti, segir Hörður. » Hann segist ekki kannast við að ágreiningur sé uppi um áætlaða fjárþörf ÍÆ. » Aðrar tekjur félagsins nema um 10 milljónum króna á ári en þær eru aðallega vegna greiðslna frá fjöl- skyldum fyrir milligöngu um ættleiðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.