Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 16
16 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012
VIÐTAL
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
„Þrátt fyrir að hér séu til staðar nátt-
úrulega góð skilyrði til þess að byggja
upp gagnaversiðnað þá hefur gengið
hægar en við vildum að koma á fót
slíkum iðnaði. Óhagstæð skattalög-
gjöf gerði það meðal annars að verk-
um að stór erlend fyrirtæki töldu Ís-
land ekki fýsilegan kost til að koma
með starfsemi sína hingað til lands
fyrir aðeins fáum árum. Í dag hefur
staðan hins vegar breyst til hins betra
og nú þegar koma inn viðskiptavinir í
gegnum Thor Data Center og Verne
Global gagnaverið sem hóf starfsemi
fyrr á þessu ári,“ segir Orri Hauks-
son, framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
arins, í samtali við Morgunblaðið.
Hann flytur erindi um hagrænt
mikilvægi gagnavera á Íslandi á ráð-
stefnu Opinna Kerfa um upplýsinga-
tækni á tímum tölvuskýja sem fram
fer í dag, en þar verður meðal annars
fjallað um tölvuský, gagnaver og
nálgun alþjóðlegra fyrirtækja á borð
við HP og Intel við kröfur um orku-
sparnað og vistvæna orku.
Orri segir að það hafi skipt sköpum
þegar Alþingi samþykkti lög fyrir
meira en ári síðan um að afnema virð-
isaukaskatt á netþjóna og sölu á þjón-
ustu til erlendra aðila sem hýsa á í ís-
lenskum gagnaverum. „Nú stendur
Ísland jafnfætis gagnvart gagnaver-
um í nágrannaríkjum okkar. Að öðr-
um kosti er ljóst að erlend fyrirtæki
hefðu ekki kosið að koma með starf-
semi sína hingað til lands.“
Að sögn Orra er mikil og hörð sam-
keppni milli ríkja um að laða gagna-
ver til sín. „Ísland hefur hins vegar
samkeppnisforskot á mörg önnur ríki
– hér er græn orka og mikil nátt-
úruleg kæling.“ Þrátt fyrir að forskot
Íslands á þessu sviði sé fyrst og
fremst í heildarkostnaði við að koma
upp gagnaveri, að sögn Orra, þá er
það hið lagalega umhverfi sem skiptir
ekki síður máli. „Fyrirtæki þurfa að
treysta því að hér sé pólitískur stöð-
ugleiki fyrir hendi; það sé gætt hóf-
semdar í skattlagningu og leikreglun-
um sé ekki breytt eftir á,“ segir Orri.
Hann bendir á í því samhengi að
stórfyrirtæki á borð við bandaríska
tölvurisann IBM hafi hætt við að
koma með verkefni inn í ÍSLENSK
Tgagnaver árið 2009 þar sem skatta-
löggjöfin, eins og hún var á þeim tíma,
hafi gert það að verkum að Ísland var
ekki nægjanlega samkeppnishæft í
samanburði við mörg önnur ríki í
Evrópu.
Njótum ávaxtanna
Að sögn Orra er það ekki síst sú af-
leidda starfsemi sem verður til í
kringum gagnaversiðnað sem skiptir
máli fyrir efnahagslífið. „Gagnavers-
iðnaður er í sinni hráustu mynd raun
innviðarekstur með ekkert sérstak-
lega mikla framlegð. Tækifærin felast
jafnframt í því að samhliða slíkum
gagnaversiðnaði verði til virðisauk-
andi þjónusta innan upplýsingatækni-
geirans.“
Orri segir að eftir þá fjárfestingu
sem ráðist hafi verið í á umliðnum ár-
um til að bæta tengingar Íslands við
umheiminn séum við vel í stakk búin
til að byggja upp gagnaversiðnað.
„Við erum með nógu mikinn hraða og
bandvídd í kerfinu til að sinna stórum
hluta þeirra viðskiptavina sem gagna-
verin horfa til.“
Innviðirnir eru því fyrir hendi til að
byggja upp gagnaversiðnað – ekki
síst vegna þess að tengingar við út-
lönd hafa stórbatnað á síðustu árum.
„Það er mikill sokkinn kostnaður inni
í kerfinu,“ segir Orri. „Það væri því
grátlegt ef ekki tækist að nýta
þessa fjárfestingu til fulls og njóta
ávaxtanna sem fyrst af þeirri vinnu
sem hefur verið lögð í að koma á fót
öflugum gagnaversiðnaði.“
Njótum ávaxtanna sem fyrst
Morgunblaðið/Ómar
Gagnaver Verne Global hóf starfsemi á þessu ári og selur þjónustu sína
fyrirtækjum bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.
Góð samkeppnisskilyrði fyrir gagnaversiðnað á Íslandi Hefur gengið hægar
vegna óhagstæðrar skattalöggjafar Mikil samkeppni um að laða til sín gagnaver
● Viðskiptajöfnuður evrusvæðisins
var jákvæður um 2,8 milljarða evra í
febrúar samanborið við 2,8 milljarða
evra viðskiptahalla í sama mánuði á
síðasta ári. Eurostat, hagstofa Evr-
ópusambandsins, greindi frá þessu í
gær. Bætt staða að þessu leyti er rak-
inn til 11% aukningar í útflutningi og
innflutningur dróst saman um 7%.
Jákvæður jöfnuður
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,1,.+,
+,-.23
,,.44+
,+.52/
+0.25-
+40.,+
+./-5,
+5/.5/
+22.+3
+,-.00
,1,.2+
+,0.1+
,,.452
,,.14
+0.-/,
+40.2
+./040
+52./4
+22.2
,,5.1404
+,0.+0
,14.+
+,0.40
,,.32+
,,.15/
+0.01-
+40.55
+./003
+5-.++
+2-.12
Þrátt fyrir að Ísland hafi gengið í
gegnum djúpa fjármála- og efna-
hagskreppu á síðustu árum þá er
Ísland enn sem fyrr ríkt land og
landsframleiða á mann með því
hæsta sem þekkist í heiminum.
„Hins vegar er framleiðni ekki sér-
staklega mikil í íslensku efnahags-
lífi,“ bendir Orri á, en landsfram-
leiðsla hér á landi á vinnustund er
undir meðaltali OECD. „Við vegum
það upp með löngum vinnutíma.“
Að sögn Orra getur þessi stað-
reynd aftur á móti verið lán í óláni á
botni kreppunnar. „Það er því um-
talsvert svigrúm til efnahagslegra
framfara. Með öðrum orðum að
framleiða meira með minna vinnu-
framlagi – og við erum með skýrar
fyrirmyndir um hvað þurfi að gera
til þess hægt verði að
auka framleiðni. Upp-
bygging gagnavers-
iðnaðar væri einn liður
í þeim efnum, en það
er ljóst að slíkur
iðnaður og
tengd starf-
semi mun
auka fram-
leiðni,“ seg-
ir Orri.
Lán í óláni á botni kreppunnar
TÆKIFÆRI TIL AÐ AUKA FRAMLEIÐNI
Orri Hauksson
Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga
(KS) var 2.451 milljón kr. á árinu 2011
á móti 2.418 milljónum kr. á árinu
2010. Þar af var rekstrarhagnaður
móðurfélagsins (kaupfélagsins sjálfs)
fyrir fjármagnsliði 931 milljón kr. á
móti 548 milljón kr. hagnaði ársins
2010. Frá þessu er greint á vefsíðunni
Skagfirðingur.
Heildartekjur KS-samstæðunnar á
árinu 2011 voru 26,2 milljarðar kr.
sem er lítilsháttar aukning frá árinu
2010 þegar heildartekjur voru 25,7
milljarðar kr. Rekstrarhagnaður fyrir
fjármagnsliði voru rúmir 3,2 millj-
arðar kr. á móti tæplega 3,2 millj-
örðum króna á árinu 2010. Heildar-
launagreiðslur KS-samstæðunnar
voru ríflega 5,5 milljarðar á árinu
2011 og þar voru launagreiðslur móð-
urfélagsins ríflega milljarður króna.
Eiginfjárhlutfall 60,6%
Skuldir samstæðunnar lækkuðu úr
12,7 milljörðum kr. í 11,5 milljarða á
árinu 2011 og hækkaði eiginfjárhlut-
fallið úr 54,8% í 60,6%. Sömuleiðis
hækkaði handbært fé frá rekstri úr
tæplega 3,5 milljörðum kr. í tæplega
3,8 milljarða kr.
Meðal félaga sem koma inn í sam-
stæðureikning Kaupfélags Skagfirð-
inga eru Fisk-Seafood, Fóðurblandan
og Vörumiðlun.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Verið Öflug starfsemi er í Verinu,
vísindagörðum á Sauðárkróki.
Hagnaður
KS 2,45
milljarðar
Heildartekjur
26,2 milljarðar
Rektor Jim Yong Kim.
● Læknirinn Jim Yong Kim verður
næsti forstjóri Alþjóðabankans en Kim
var frambjóðandi Bandaríkjanna. Hefð
er fyrir því að Bandaríkjamaður stýri
bankanum. Fjármálaráðherra Nígeríu,
Ngozi Okonjo-Iwealaas, var einnig í
framboði til starfans. Þriðji frambjóð-
andinn, kólumbíski hagfræðingurinn
Jose Antonio Ocampo, hætti við fram-
boð sitt á föstudag og sagði af því til-
efni að ferlið í kringum ráðninguna
snerist ekki um hæfileika frambjóðenda
heldur pólitík. Kim er rektor Dartmo-
uth-háskólans í Bandaríkjunum en hann
er fæddur í Suður-Kóreu. Hann lærði
læknisfræði í Harvard og stýrði áður
HIV/AIDS deild WHO.
Jim Yong Kim næsti for-
stjóri Alþjóðabankans
● Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hefur lækkað lánshæfiseinkunn finnska
farsímafyrirtækisins Nokia úr Baa3 í Baa2. Hlutabréf í Nokia féllu mikið í verði
í síðustu viku eftir að fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun.
Er einkunn Nokia lækkuð þar sem útlit er fyrir að sala á Nokia-símum muni
dragast saman á næstunni. Nokia tókst ekki að standa við spá um sölu á sím-
um á fyrsta ársfjórðungi og þykir það merki um að líklegt sé að salan eigi ekki
eftir að standast væntingar á næstunni. Stjórnendur finnska fyrirtækisins
reikna með að félagið skili tapi á fyrri helmingi ársins.
Nokia lækkar í einkunn
STUTTAR FRÉTTIR
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
www.falkinn.is
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3